Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ARSENALKLÚBBURINN á Ís- landi – sem í október fagnar 20 ára afmæli – stóð fyrir ferð í knatt- spyrnuskóla Arsenal í Lundúnum fyrir stuttu og var um vikuskóla að ræða. Um 20 manna hópur fór ut- an í þetta sinnið og heppnaðist ferðin vel. Auk þess að sækja knattspyrnuskólann var og farið á tvo leiki með Arsenal sem var mik- il upplifun fyrir krakkana. Skólinn endaði svo með „landsleik“ á milli Englands og Íslands og sigraði Ís- land með tveimur mörkum hins unga og efnilega Viðars Arnar Kjartanssonar. Hópurinn skoðaði allt hjá Arsenal, þ.á m. búnings- klefa og bikarasafn. Veður var með afbrigðum gott á meðan á dvölinni stóð og jók það að sjálf- sögðu á gleði þátttakendanna. Rauðir og hvítir: Efnilegir knattspyrnumenn á Highbury. Krakkar frá Íslandi í knattspyrnu- skóla Arsenal TENGLAR ..................................................... www.arsenal.is HEIMIR Björgúlfsson sagði skilið við Stilluppsteypu fyrr á þessu ári til að seinna ýmislegum verkefnum öðrum, helst myndlist en hann er einnig iðinn við kolann í tónlist, ýmist einn síns liðs eða með öðrum. Í sumar kom út patan Songs from the Sea of Love með hljómsveit sem kallar sig Vacuum Boys. Á umslagi plötunnar eru þeir Vacuum Boys kátir og hressir að spóka sig í léttabát og þegar lit- ið er í bækling sem fylgir má lesa um skemmtileg ævintýri þeirra í anda Enid Blyton. Liðsmenn The Vacuum Boys eru Heimir Björgúlfsson, sem sagður er söngvari og hryngítarleikari, Dan Armstrong, sem er að sögn aðalgítarleikari, Gert-Jan Prins, sem leikur á trommur og syngur bakraddir, og Guy Amitai sem leikur á bassa og hljómborð. Til að fyrirbyggja allan misskilning er eins gott að taka það fram strax að ekki heyrist í neinu þessara hljóð- færa á plötunni, hvað þá að það sé sungið; í það minnsta heyrist ekki í neinu þessu svo þekkjanlegt sé. Einnig er gott að taka fram að á plötunni er ekki að finna eiginlega tónlist, á henni eru óhljóð, misjafn- lega flutt og framreidd. Þá þetta er frá og menn gera sé grein fyrir því hversu upplýsingar á umslagi eru villandi verður ekki á móti því mælt að hljóðverkin á plötunni eru býsna ævintýraleg. Það fyrsta er reyndar heldur mein- laust fyrir minn smekk í það minnsta, en annað verkið, sem kallast „Baby Where Are You“ er sérdeilis skemmtilegt, þrungið spennu og erótískri þrá. Eftir brotakenndan inngangskafla með mjög skemmtilegu hátíðnikryddi kemur stígandi sveifluhljóð sem ummyndast í djúpúðugt brak. Þriðja lagið, „All it Took Was a Single Spark“, er það lag á plöt- unni sem mér hugnast best, það kemur sífellt á óvart með takt- fléttum og smekklegum styrk- breytingum. Innskotsstefið sem birtist óforvarandis þegar 3,21 mínúta er búin af laginu og skýtur upp kollinum öðru hvoru síðar í ýmsum myndum er ógleymanlegt. Frábært lag. Önnur lög eru ekki eins sterk, þó það sjötta, „To All the Trees“, sé verulega skemmtilegt – kannski það verk á plötunni sem kemst næst því að kallast tónlist, með nokkuð hefðbundnum takti og ekki mjög framandlegum hljóðaheimi; samfelld stígandi í hálfa áttundu mínútu sem heldur spennu allan tímann. Í Áttunda laginu, „Orange Coloured Sky“, bregður fyrir skemmtilega björtum hljóðum og í lokalagi skífunnar, „I Feel Love“, bregða þeir lofttæmisdrengir á leik með suð og brak, en krydda með austurlenskum rafhljóðum. Prýðilegur endir á skemmtilegri plötu. Umslagið er snilldarvel hannað. Tónlist Leynifélag- ið fjórir fræknir Vacuum Boys SONGS FROM THE SEA OF LOVE Fire Inc. Geislaplatan Songs from the Sea of Love með hljómsveitinni Vacuum Boys. Hljóm- sveitina skipa Heimir Björgúlfsson, Dan Armstrong, Gert-Jan Prins og Guy Amitai. Fire Inc. gefur plötuna út en Staalplat dreifir. Árni Matthíasson Vacuum Boys: Sannarlega ævintýraleg tónlist – en kannski ekki alveg Enid Blyton-leg. Á ÞESSARI mynd sjást fimm ætt- liðir í beinan kvenlegg en yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Eydís Eva Björnsdóttir, fæddist í maí á þessu ári. Móðir Eydísar er María Hrönn Valberg, amman heitir Guðrún Sigurjónsdóttir, langamman heitir María Karólína Steingrímsdóttir og fremst situr langalangamman Ríkey Kristín Magnúsdóttir, stolt með nýjasta afkomandann. Fimm ættliðir í kvenlegg Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur fim. 26. sept. aukasýn. uppselt fös. 27. sept. 50 sýn., uppselt lau. 28. sept. uppselt þri. 8. okt. uppselt mið. 9. okt. uppselt fim. 10. okt. uppselt sun. 13. okt. uppselt þri. 15. okt. uppselt mið. 16. okt. uppselt fim. 17. okt. uppselt sun. 20 okt. örfá sæti Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 alla virka daga, miðapantanir í s. 562 9700 frá kl. 10 og á femin.is Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar Fös 27/9 kl. 21 Uppselt Fös 27/9 kl. 23 Aukasýning Uppselt Lau 28/9 kl. 21 Uppselt Lau 28/9 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fös 4/10 kl. 21 Uppselt Fös 4/10 kl. 23 Aukasýning Lau 5/10 kl. 21 Uppselt Uppselt Lau 5/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Sun 6/10 kl. 21 Aukasýning Fim 10/6 kl 21 Aukasýning Lau sæti Fös 11/10 kl. 21 Uppselt Fös 11/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 12/10 kl. 21 Uppselt Lau 12/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 19/10 kl. 21 Uppselt Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Lau sæti Sun 20/10 kl. 21 Örfá sæti Mið 23. okt kl 21.00 Aukasýning Laus sæti Fim 24/10 kl. 21 Örfá sæti Sun 27/10 kl. 21 Uppselt Rakarinn í Sevilla eftir Rossini 3. sýn. 4. okt. kl. 20 laus sæti 4. sýn. 5. okt. kl. 19 laus sæti 5. sýn. 12. okt. kl. 19 laus sæti 6. sýn. 13. okt. kl. 19 laus sæti Enn eru nokkrir miðar lausir á hátíðarsýn- ingarnar 29. og 30. nóv. —aðeins fyrir félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar. Miðasalan opin kl. 15-19 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningar- daga. Símasala kl. 10-19 virka daga. Sími miðasölu: 511 4200 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su Su 29.sept kl 14 Su 29. sept kl 18 Su 6. okt kl 14 Fö 11. okt kl 20 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 28.sept kl 20 Lau 5. okt kl 20 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 24. okt kl 20 - Næst síðasta sýning Fi 31. okt kl 20 - Síðasta sýning GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fi 26. sept kl 20 Lau 28. sept kl 20 Fö 4. okt kl 20 Lau 5. okt kl 20 Fö 11. okt kl 20 Lau 12. okt kl 20 Síðustu sýnngar VIDEODANS Sýning og fyrirlestur Rita Kramp Fö 27. sept kl 20 á Litla sviði Aðgöngumiðar kr. 500 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Frumsýning fö 4. okt UPPSELT 2. sýn lau 5. okt AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Lau 28. sept kl 20 Fáar sýningar eftir Nýja sviðið Litla svið Hausthátíð Borgarleikhússins Miðasala: 568 8000 Í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  „Sprenghlægileg“ „drepfyndin“ „frábær skemmtun“ fim. 19 fim. 26/9 örfá sæti laus fim. 3/10 fim. 10/10 sun.13/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.