Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 19 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. frá Pottar - gufupottar - pönnur Glæsileg gjöf VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala BÆNDUR í afskekktum héruðum í Kína eiga eins og aðrir oft í stríði við náttúruöflin og eitt af því sem getur valdið usla er hagl af annarri stærðargráðu en Ís- lendingar eru vanir. Kornin eru á stærð við kríuegg og dynja á ökr- unum á hverju sumri. Stundum eyðileggst nær allur maís, hveiti, kál og tóbak áður en hægt er að bjarga uppskerunni í hús. Í júlí dóu 18 manns í Henan- héraði af völdum haglélja. Kín- verjar hafa í sumum héruðum lengi notað ýmsar aðferðir við að reyna að eyða hagléljum, meðal annars sundra hættulegum skýj- um með skothríð. Fyrir þrem áratugum stofnuðu nokkrar hugdjarfar konur í Longxian-sveit í héraðinu Shaanxi, sem er í Norður-Kína, kvennaflokk „haglbana“ er nota fallbyssur til að skjóta á skýin og reyna þannig að sundra þeim áður en haglið fellur. Longxian- flokkurinn er eina kínverska haglbanasveitin sem eingöngu er skipuð konum, að sögn The Los Angeles Times. Segja haglél hræðast ungar stúlkur Kínversku bændurnir og liðs- menn sveitanna eru sannfærðir um að oft hafi haglbönum tekist vel upp og þeir séu ómissandi. „Afi minn sagði mér að haglél væru hrædd við ungar stúlkur,“ segir He Liefang, sem er 17 ára og ein af 55 ungum konum sem eru á vaktinni í Lonxian-sveit. Önnur stúlka, Liu Ying, er 18 ára og mjög feimin, með þykkt tagl og gengur í bleikum bandaskóm. Fyrst fannst henni vistin hræðileg en smám saman varð hún hrifin af ærandi hávaðanum í fallbyss- unum. Hún minnist þess að þegar hún var um það bil tíu ára reið haglél yfir þorpið hennar og eyði- lagði maísakur fjölskyldunnar. „Mamma var svo döpur, hún grét. Þá vissi ég að ég vildi fara í þetta starf.“ Þátttaka kvennanna á sér rætur í menningarbyltingunni blóðugu á sjöunda áratugnum. Nokkrar kon- ur í sveitinni minntust orða Mao Tsetungs, formanns komm- únistaflokksins, sem sagði eitt sinn: Konur halda uppi hálfum himninum. Konur höfðu þegar sýnt og sannað að þær gátu ekki síður en karlar borið vopn, borað eftir olíu og ekið vörubíl. Longxian-kvenfólkið bauð sig fram skömmu eftir 1970 þegar ákveðið var að nota byssur gegn haglinu þar í sveit. Karlarnir gátu þá helgað sig uppskerustörfunum á meðan. Með tímanum varð til kvennahefð á þessu sviði, dætur erfðu starfið af stoltum mæðrum, sumar sóttu um til að fá launin þótt þau séu lág. Yfirleitt eru um- sækjendur innan við þrítugt, sum- ar stúlkurnar eru aðeins sextán ára. Giftar konur fá ekki að vera með. Stúlkurnar búa í tveggja manna herbergjum í einföldum múr- steinshúsum á nokkrum stöðum í héraðinu sem er fjöllótt mjög. Þær borða einfaldan kost, oftast núðlur og lítið er um þægindi í hrjóstrugum hæðunum þar sem varðstöðvarnar 13 eru. Yfirleitt eru 4–5 stúlkur á hverri hæð. Víða er ekki neitt rafmagn að hafa í sveitinni og jafnvel þótt sjónvarpstæki sé komið í varð- stöðina er ekki víst að peningar hafi verið til fyrir loftneti. Tím- anum milli élja verja stúlkurnar meðal annars í einfalda tölvuleiki, þær tína valhnetur og litskrúðug blóm. Sumar hreinsa og fægja gamlar byssurnar, aðrar horfa yf- ir akrana á láglendinu og láta sig dreyma um varalit eða ný föt. Þær gegna starfinu meðan hagl- tíminn rennur sitt skeið frá maí fram í október og skiptast á um að fara heim til sín í stutt leyfi, varðstöðin er aldrei skilin eftir ómönnuð. Samráð við flugfélögin Tvisvar á dag hafa þær fjar- skiptasamband við næstu veð- urstofu með fornfálegu loft- skeytatæki til að vita hvort þær eigi að halda kyrru fyrir eða hefja árás. Til að komast hjá slysum er stranglega bannað að skjóta nema um það hafi borist skipun. „Það er afar flókið mál að berjast gegn hagli,“ segir einn fulltrúi veð- urstofunnar, Wang Shuaixiong. „Við verðum að hafa samráð við flugherinn og flugfélögin til að ákveða hvenær skuli skjóta.“ Vopnin eru yfirleitt gömul og úrelt en haglbanasveitirnar eru dýrkaðar meðal almennings. Að sögn yfirvalda í Shaanxi hafa hundruð ungra kvenna tekið þátt í starfi sveitanna þar síðustu þrjá áratugi og hafa þær skotið alls um 75.000 sprengikúlum að um 700 hagléljum á þessum tíma. Efasemdum er vísað á bug þótt viðurkennt sé að stundum virðist skothríðin ekkert hafa að segja. „Auðvitað virkar þetta. Ef það virkaði ekki myndum við ekki hafa notað aðferðina svona lengi,“ segir Wang, sem er liðsmaður kommúnistaflokksins á veðurstof- unni í héraðinu. Hann segir að sprengikúlurnar séu hlaðnar efnasamböndum sem hraði því að rakinn í skýinu þéttist og valdi því að hann falli sem regn en ekki él. Kínverjar eru vanir því að rætt sé um að stjórna veðurfari. Stjórnvöld í Peking hrósa sér af því að geta fjarlægt ský og gert himininn heiðskíran að vild og segjast nota flugvélar og eld- flaugar til að flýta fyrir rigningu svo að hún skemmi ekki hátíð- arhöld á mikilvægum dögum, til dæmis þjóðhátíðardaginn 1. októ- ber. Skárra er að láta demburnar falla daginn áður. Hefur Peking- stjórnin heitið góðu veðri þegar Ólympíuleikarnir verða í Peking árið 2008. Orsök og afleiðing Vissulega er það fremur óvenjuleg aðferð að skjóta sprengjum að haglskýjum. Nokkr- ir bandarískir bændur hafa gert tilraunir með svipaðar aðferðir gegn hagléljum einnig hafa þeir skotið ómbylgjum að skýjum til að reyna að sundra haglinu áður en það lendir á jörðinni. Sérfræð- ingar telja flestir að líkur á að framtakið hafi nokkur áhrif á haglið séu litlar og meintur ár- angur byggist fremur á ósk- hyggju en veruleika. „Ég vil ekki vera grimmur og segja að þetta sé alger fáfræði um vísindi,“ segir Fred Carr, sem stýrir veðurfræðideild Oklahoma- háskóla í Bandaríkjunum. „En fólkið skilur ekki tengsl orsaka og afleiðinga. Þetta er eins og að segja: Ég skellti hurðinni og hagl- ið féll ekki á húsið mitt.“ „Haglbanar“ skjóta á skýin í Kína Sveit kvenna reynir að afstýra hamförum og sundra éljum með fallbyssum Ricky Wong/The L.A. Times Liu Ying (t.v.), 18 ára, og Wang Qingjuan, 19 ára, sýna hvernig hlaða ber þunga loftvarnarbyssu sem notuð er til að skjóta í sundur éljaský. ’ Sumar hreinsa og fægja gamlar byssurnar, aðrar horfa yfir akrana á láglendinu og láta sig dreyma um varalit eða ný föt. ‘ .... og afköstin margfaldast! www.h.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.