Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLUTAFÉLAGA- og einkavæð- ingarleiðangur ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks teygir anga sína upp á Keflavíkur- flugvöll. Þar stendur flugstöð, kennd við Leif Eiríksson, aðal millilandaflughöfn okk- ar Íslendinga og þar með eitt mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar. Var ekki vitað til þess að það hafi valdið neinum sérstök- um vandræðum að starf- semi ríkisins þar væri byggð upp og rekin með hefðbundnum hætti. En nýfrjálshyggjan verður að hafa sinn gang og á vormánuðum árið 2000 braust Halldór Ás- grímsson, utanríkisráð- herra, í því að berja í gegnum Alþingi lög um hlutafélagavæðingu flugstöðvarinnar og fríhafnarrekstursins. Fyrir utan hin klassísku rök um ágæti hlutafélagavæðingar var ein ástæðan sem gefin var upp fyrir hlutafélagavæðingunni sú að síðan ætti þessi rekstur að standa á eigin fótum. Ekki hefur það enn gengið eft- ir og áfram er bankað uppá hjá ríkinu og beðið um ábyrgðir vegna fram- lengingar lána. Til að allrar sanngirni sé gætt ber þó vissulega að hafa í huga að síðasta ár hefur um margt verið afbrigðilegt í flug- rekstri í heiminum. Það er þó ekki rekst- urinn í flugstöðinni eða á byggingunni sem slíkri sem hér skal gert að umtalsefni heldur sá gjörningur árið 2000 þegar starfsemin var öll í einu lagi færð yfir í eitt hlutafélag og það sem hefur fylgt í kjöl- farið. Hættunni boðið heim Undirritaður var af ýmsum ástæðum gagn- rýninn á hlutafélaga- væðingu flugstöðvarinnar og rekst- urs á vegum ríkisins í Keflavík. Mér leist ógæfulega á það að færa saman inn í eitt hlutafélag annars vegar eignarhald og rekstur fasteigna og eftir atvikum aðra einokunarkennda starfsemi á vegum ríkisins og hins vegar verslunarreksturinn og aðra samkeppnisstarfsemi á staðnum. Undirbúningi fyrir þessar breytingar var að mínu mati verulega ábótavant. Loks er ég í grundvallaratriðum and- vígur hlutafélagabrölti þegar í hlut á eitt mikilvægasta samgöngumann- virki þjóðarinnar enda hefur slíkt oft- ast reynst undirbúningur undir einkavæðingu þegar upp er staðið. Rekstur slíkra mannvirkja á ekkert erindi inn í hlutafélag. Allra síst í ljósi þess að svardagar um að ekki standi til að einkavæða hafa æ ofan í æ verið sviknir eða verið gerð tilraun til að svíkja þá eins og í tilviki Landssím- ans. Það sem ég gagnrýndi sérstaklega og spáði illa fyrir, eins og áður sagði, var sú ákvörðun að stofna eitt hluta- félag um allan þann óskylda rekstur sem er á vegum ríkisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Ég margspurði, bæði í utanríkismála- nefnd Alþingis og í umræðum um málið á Alþingi, hvers vegna menn færu ekki frekar þá leið að aðskilja þessa þætti og stofna um þau aðskilin félög, a.m.k. tvö, jafnvel fleiri. Með því móti gæti rekstur fasteigna og þeir hlutir, sem ríkið eitt hefur með hönd- um og er ekki í samkeppni við aðra, verið í sér félagi þó eðlilegast væri auðvitað um það búið sem hefðbund- inn ríkisrekstur. Undirritaður var síður en svo einn um það að hafa uppi efasemdir um þennan gjörning. Má í því sambandi nefna að lítil hrifning var með allt bröltið meðal starfsmanna á Keflavík- urflugvelli. Einnig voru einkaaðilar sem standa fyrir rekstri í flugstöð- inni, og þá fyrst og fremst versl- unareigendur á staðnum, afar tor- tryggnir á þessar breytingar. Kom það strax fram í umsögnum þeirra við frumvarpið í apríl og maí árið 2000 að þeir teldu fyrirkomulagið sem inn- leiða átti með frumvarpinu ganga í berhögg við réttláta samkeppnis- hætti. Skemmst er frá því að segja að rík- isstjórnin með Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í broddi fylkingar blés á alla gagnrýni. Frumvarpið var barið í gegn og í nóvember sama ár gaf ráðherrann út rekstrarleyfi fyrir flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Víðtækar heimildir í rekstrarleyfi Í rekstrarleyfi flugstöðvarinnar þar sem vísað er í ákvæði laga nr. 76 frá árinu 2000 er allt ákaflega slétt og fellt á yfirborðinu. Að sjálfsögðu ber leyfishafanum, Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf., að fara að lögum og reglum og eiga gott samtarf við stjórnvöld og gæta vandaðra viðskiptahátta í hví- vetna sérstaklega í samskiptum við þriðja aðila. En þegar betur er að gáð er fyr- irtækinu gefið mikið svigrúm innan rekstrarleyfisins til að gera meira og minna það sem því sýnist í Keflavík. Þannig hefur leyfishafinn ekki aðeins það verkefni með höndum að annast eignarhald, rekstur, viðhald og upp- byggingu flugstöðvarinnar heldur einnig verslun með tollfrjálsar vörur, sem í daglegu tali nefnist Fríhöfnin, og það sem meira er „... og hvers kon- ar aðra starfsemi sem þessu samrým- ist. Rekstrarleyfishafa er heimilt að taka þátt í starfsemi sem samrýmist rekstri hans og gerast eignaraðili í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kærð til samkeppnisyfirvalda Steingrímur J. Sigfússon Samkeppni Það sem ég gagnrýndi sérstaklega, segir Stein- grímur J. Sigfússon, var sú ákvörðun að stofna eitt hlutafélag um allan þann óskylda rekstur sem er á vegum ríkisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. ENN Á ný eru fjár- hagsmál Landspítala – háskólasjúkrahúss til umræðu í þjóðfélaginu. Hallarekstur á fyrstu sex mánuðum ársins um hálfur milljarður umfram rekstraráætl- un. Fjölmiðlar hafa tekið málið upp og stjórnarnefnd spítal- ans hefur þegar gefið út yfirlýsingu þar sem boðað er enn frekara aðhald í rekstri og þjónustuskerðing Á sama tíma eru flest stærri fyrirtæki lands- ins að birta afkomutöl- ur sem sýna hagnað sem nemur hundruðum og þúsundum milljóna króna. Þetta eru m.a. flutninga-, sjávarútvegs- og lyfjafyrirtæki, svo ekki sé minnst á bankana, þar með talda ríkisbankana. Hagnaður Bún- aðarbankans eins á þessum sex fyrstu mánuðum ársins var t.d. rúmur hálfur annar milljarður. Rík- isstjórnin fundaði og ítrekaði að þessar gróðakistur ríkisins, Búnaðarbankinn og Landsbankinn, væru til sölu. Ósagt var látið hvort einnig stæði til að selja háskóla- sjúkrahúsið enda ugglaust fáir spenntir að kaupa fjárvana fyrir- tæki. Til hvers eru sjúkrahús? Sjúkrahús eru til að rannsaka, lækna og líkna veiku fólki. Þar verður arðurinn aldrei metinn í krónum. Hann verður aðeins met- inn í þeim auði að koma þeim til hjálpar og sjálfsbjargar sem vegna sjúkdóma og kvala eru ófærir um að vinna dagsverk sitt og njóta lífs- ins. Eftir aldarfjórðungsstarf sem læknir finnst mér margt hafa verið aðhafst til að firra þennan tilgang sjúkrahúsanna. Hagræðing og sparnaður í rekstri og sameining sjúkrahúsanna hafa verið aðalmark- mið ráðamanna. Vel rekin sjúkra- hús og deildir hafa verið lagðar nið- ur og áratuga uppbyggingu og samvinnu fagfólks varpað fyrir róða með það að leiðarljósi að hagræða. Hér nægir að nefna útþurrkun Fæðingar- heimilis Reykjavíkur, Landakots og nú síð- ast Borgarspítalans. Þetta sameiningar- og hagræðingarbrölt, sem kemur einna ljósast fram í hinu nýja skrif- ræðiskennda nafni spítalans, hefur valdið gríðarlegri óánægju starfsfólks og ekki síst sjúklinga, skert þjón- ustuna til muna og kostað mun meira heldur en til stóð að spara. Sjálfur hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði sl. tíu ár. Ráðamenn lögðu hann undir hamarinn og reyndu að leggja hann niður með handafli fyr- ir nokkrum árum en með harðfylgi starfsfólks og íbúa á svæðinu tókst á síðustu stundu að bjarga honum frá glötun. En þó að St. Jósefsspít- alinn starfi áfram hefur verið veru- lega að honum þrengt með miklum sparnaði og aðhaldi. Handlækna- deildin er lokuð allar helgar og ekki fæst fé til endurnýjunar tækjabún- aðar en slíkt getur ógnað öryggi sjúklinga. Biðlistinn eftir aðgerðum er langur og margir illa og alvar- lega veikir eru látnir bíða. Þetta veika fólk skilur ekki þennan boð- skap stjórnvalda – og ég skil hann ekki heldur í ljósi þess hagvaxtar og auðs sem þessi „ríka“ þjóð býr nú við. Svipaður samdráttur fer einnig fram á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi sem er flaggskip og stolt heilbrigðiskerfisins. Að svelta hann er í óþökk allra landsmanna og er mál sem bæta verður úr án tafar. Hvað sem öllum hagnaðartölum líður býr íslenska heilbrigðiskerfið við mikinn faglegan auð. Læknar hafa sótt sérmenntun til bestu há- skólasjúkrahúsa beggja vegna Atl- antsála en það er einstakt í heim- inum og hefur skapað meiri fjölbreytni og víðsýni meðal sér- fræðinga en annars staðar þekkist. Allt nám í hjúkrun fer nú fram á háskólastigi og nýútskrifaðir hjúkr- unarfræðingar sækja nú í æ ríkari mæli framhaldsmenntun erlendis og eru í fremstu víglínu á heims- vísu. Sjúkraliðar eru vel menntaðir og bera hitann og þungann af dag- legri umönnun sjúklinga. Fjöldi annarra vel menntaðra faghópa prýðir heilbrigðiskerfið, þar á með- al meinatæknar, lyfjafræðingar, sál- fræðingar, félagsráðgjafar, geisla- fræðingar, sjúkraþjálfar, verkfræð- ingar, tölvunarfræðingar, prestar og fleiri. Að ógleymdu ófaglærðu starfsfólki sem vinnur störf sín af mikilli trúmennsku við ótrúlega bág kjör. Þennan einstaka faglega auð á þessi þjóð. Hann er meira virði en hagnaðartölur bankanna og verður aldrei í krónum talinn. Að þessum auð skulum við einbeita okkur í stað þess að rembast í pappírsleik við að búa til flottar afkomutölur. Að þessum auð verðum við að hlúa því fyrr eða síðar þurfum við öll á honum að halda. Hvað er til ráða? Hverfa verður frá miðstýringar- valdinu sem nú ríkir í rekstri heil- brigðiskerfisins. Hverfa frá samein- ingarbröltinu, smækka einingar og gera þær skilvirkari. Auka sjálf- stæði deilda og sviða og setja sjúk- linga og velferð þeirra ofar ímynd- uðum hagtölum og jákvæðri rekstrarafkomu í krónum talið. Ég skora hér með á allt heilbrigðis- starfsfólk og landsmenn alla að kalla þjóðkjörna fulltrúa okkar til ábyrgðar í þessu máli. Að við fjár- lagagerð næsta árs verði mörkuð raunsæ stefna um fjárveitingu og rekstur heilbrigðiskerfisins. Að það heyrist aldrei framar að Landspít- alinn – háskólasjúkrahús, flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins hafi verið rekinn með „halla“. Því þegar upp er staðið verður hagnaður spít- ala aldrei mældur í öðru en bættri heilsu og líðan landsmanna. Hvar liggur auður heilbrigð- iskerfisins? Benedikt Ó. Sveinsson Heilbrigðisþjónusta Sjúkrahús eru til að rannsaka, lækna og líkna veiku fólki, segir Benedikt Ó. Sveinsson. Þar verður arðurinn aldrei metinn í krónum. Höfundur er læknir. ÞAÐ var eins og þruma úr heiðskíru lofti hefði lostið Hver- gerðinga þegar frétta- flutningur Sjónvarps- ins um dópneyslu unglinga í Hveragerði birtist á skjánum hér um daginn og fátt var um annað talað þar í bæ. Sá sem þetta skrifar þekkir vímu- efnaneyslu af eigin raun og sat í sam- starfsnefnd ráðuneyt- anna kringum 1992, þar sem fjallað var um neyslu alls konar vímuefna og úrbætur í þeim málum. Þá hefur undirritaður tekið saman skýrslu um vímuefna- mál í kringum 1992 í samvinnu við fíkniefnalögregluna og aðra aðila sem komu að þessum málaflokki. Skýrslan var lögð fram til kynn- ingar á Alþingi. Einnig var und- irritaður fenginn til að skipuleggja ráðstefnu um vímuefnamál á veg- um heilbrigðisráðuneytisins þar sem allir aðilar á öllum stigum þjóðfélagsins, hvaðan sem var af landinu sem að þessum málum koma, voru boðaðir og stóð ráð- stefnan yfir í tvo daga. Síðan hafa verið samdar margar skýrslur og haldnar margar ráðstefnur og margir fundir. Niðurstaðan er allt- af sú sama. Ísland er eyja í miðju Atlants- hafi og ætluðu menn að það væri ekki erfitt að sporna við innflutn- ingi á vímuefnum til landsins þar sem að- eins eru til tvær leiðir, það er með flugi og á sjó. Ekki er það nú svo gott. Vímuefna- málum má skipa niður í þrjá málaflokka. Það er lögreglu- og dóms- mál sem taka á ólög- legum innflutningi, meðferðarmál til að hjálpa þeim sem hafa ánetjast og koma þeim á réttan kjöl og síðast en ekki síst for- varnarmál. Ef eftir- spurnin er til staðar eru leiðirnar inn í landið óteljandi þótt aðeins séu tvær inn í landið. Innflytjendur hika ekki við að taka þá áhættu þar sem miklir peningar eru í húfi. Því eru forvarnir og aftur forvarnir eina og besta leiðin til að sporna gegn vímuefnum. Forvarnir byrja hjá foreldrunum og fylgja foreldr- ar barninu út í lífið, skólinn tekur síðan við sem á að halda áfram með forvarnir þannig að þegar barnið verður orðið að unglingi og því boðin vímuefni þá veit það bet- ur og segir nei. En því miður er þarna brotalöm á og skólarnir eru ekki enn tilbúnir að taka forvarnir til kennslu í skóla, en það er í höndum menntamálaráðuneytisins að ákveða það. Og þá komum við að Hveragerði. Hveragerði er lítill og tilfinninga- ríkur bær. Þar láta bæjarbúar sig þetta mál varða og mættu önnur bæjarfélög taka Hvergerðinga til fyrirmyndar í forvörnum gegn vímuefnum og halda foreldrafundi eins og haldinn var á Hótel Örk. Á fundinn mættu um 90% bæjarbúa til að ræða hvernig sporna mætti við vímuefnum inn í bæinn. Hvaða foreldri hefur ekki áhyggjur af sínu barni? Og þannig var það að foreldrafélagið í Hveragerði var að veita foreldrum fyrstu hjálp í for- vörnum. Á fundinum kom ýmislegt fram og menn ræddu málin út og suður til að komast að leiðum til að verjast óvættinum og voru nokkur dæmi tekin. Foreldrar ákváðu að hefja foreldrarölt um bæinn eins Hveragerði ekki dópbæli Kristinn T. Haraldsson Forvarnir Önnur bæjarfélög mættu taka Hvergerð- inga til fyrirmyndar í forvörnum gegn vímu- efnum, segir Kristinn T. Haraldsson, og halda foreldrafundi eins og haldinn var á Hótel Örk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.