Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ REKSTUR sumra sjóða sem nú eru á hendi ríkisins gæti verið betur kominn innan bankakerfisins, að mati Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Þetta kom fram í erindi hans á þriðju ráðstefnu Landsbanka Ís- lands fyrir erlenda bankamenn. Á ráðstefnunni var fjallað um efna- hagsþróun á Íslandi, framtíðarhorf- ur í fjárfestingum og tækifæri á ís- lenskum fjármálamörkuðum. Einnig héldu erindi á ráðstefnunni Lorenzo Codogno, framkvæmda- stjóri Bank of America NA í London, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkjunar, Ró- bert Wessman, forstjóri Delta, Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, og Unnar Hermannsson frá KPMG Ráðgjöf ehf. Má ekki láta staðar numið í einkavæðingunni Davíð sagði að þegar sölu ríkis- bankanna og Landssímans lýkur, verði tímamótaáfanga náð í einka- væðingu hér á landi. „En ekki má láta staðar numið. Rekstur ýmissar þjónustu sem ríkið veitir, m.a. í formi niðurgreiðslu eða styrkja gæti verið betur kominn í höndum einka- aðila heldur en í höndum ríkisins. Það má til dæmis velta upp þeirri spurningu hvort ekki megi færa rekstur sumra þeirra sjóða sem nú eru á hendi ríkisins inn í bankakerf- ið. Hví skyldi ekki til dæmis mega fela bankakerfinu rekstur slíkra sjóða en ríkið héldi áfram að tryggja með niðurgreiðslum eða beinum styrkjum þau félagslegu markmið sem sjóðunum er ætlað að ná. Þar með sparar ríkið rekstrarkostnað sinn, bankarnir styrkja rekstur sinn og þjónustan við almenning batnar. Í mínum huga er engin ástæða til að ætla að ríkisvaldið sé eitt fært um að veita þá félagslegu þjónustu sem pólitísk samstaða er um að greidd sé úr ríkissjóði. Það eru því fjölmörg tækifæri til að auka enn hagræðið í ríkisrekstri og á sama tíma auka gæði þeirrar þjónustu sem nú er boðin. Einkavæðing og samhjálp eru ekki andstæður, þvert á móti getur einkavæðingin, sé rétt á málum haldið, bætt samhjálpina og aukið,“ sagði Davíð Oddsson. Hann fjallaði jafnframt um útrás íslenskra bankastofnana og að Ís- land væri aðlaðandi fyrir erlenda bankastarfsemi. „En þó Ísland vilji laða að erlenda fjármálastarfsemi þá liggur það skýrt fyrir að Ísland mun ekki keppa við skattaparadísir eða þá staði sem láta sér í léttu rúmi liggja uppruna þess fjármagns sem streymir í gegnum bankastofnanir. Reglur þurfa að vera einfaldar og skýrar og tryggt að þeim sé fram- fylgt. Íslenskur fjármálamarkaður er ungur og enn í mótun. Við höfum því gott tækifæri til að skapa mark- aðinum þá umgjörð sem best dugar til að hingað leiti erlendar fjármála- stofnanir þegar fram líða stundir.“ Stöðug mynt nauðsynleg Davíð gerði grein fyrir afstöðu sinni til aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu og sagði engan vafa leika á því að íslenska þjóðin myndi aldrei samþykkja að framselja yfir- ráð yfir íslensku fiskimiðunum til Brussel. Hann vék einnig að evr- unni. „Það þarf ekki að taka fram í þennan ágæta hóp sem hér situr að það fylgja því ýmsir erfiðleikar að hafa sjálfstæða mynt og lítið hag- kerfi. Stöðugleiki er lykilorð í öllum fyrirtækjarekstri og stöðug mynt er nauðsynleg. Sjálfstæð mynt gerir kröfu á íslensk stjórnvöld að þau hagi stjórn efnahagsmála þannig að þeir sem kaupa og selja krónur hafi traust og trú á efnahagslífi þjóðar- innar. Hallalaus fjárlög og sterkur Seðlabanki og viðskiptafrelsi, allt styrkir þetta íslensku myntina og veitir henni stöðugleika. Verðgildi íslensku krónunnar endurspeglar ís- lenska hagkerfið, hún lagar sig að ís- lenskum raunveruleika og aðstæð- um. Þannig fæst sveigjanleiki í hagkerfið sem er svo mikilvægur fyrir okkur Íslendinga. Innganga í Evrópusambandið leiðir til upptöku evru. Það liggur í hlutarins eðli að gengi evrunnar og þeir vextir sem evrópski seðlabankinn setur hljóta að endurspegla aðstæður í hagkerf- um stórþjóða Evrópu en taka lítið sem ekkert mið af því hvernig mál- um er háttað hér uppi á Íslandi. Það er langur vegur frá því að íslenskt efnahagslíf hreyfist með sama hætti og efnahagslíf meginlandsþjóða Evrópu og því mjög varhugavert fyrir Ísland að taka upp hina sameig- inlegu mynt. Í þessu sambandi er reynsla Þjóðverja nú síðustu misseri allrar athygli verð fyrir okkur Ís- lendinga. Þýska hagkerfið er óum- deilanlega miklu líkara hagkerfum annarra stjórþjóða Evrópu en það íslenska. Samt er það nú svo að vext- ir evrópska seðlabankans eru nú hærri en þeir vextir sem aðstæður í þýsku efnahagslífi kalla á. Þetta veldur Þjóðverjum miklum vanda því á sama tíma nemur hallinn á þýsku fjárlögunum allt að 3% af landsframleiðslu og því lítið sem ekkert svigrúm til að beita ríkisfjár- málum til að leiðrétta þann vanda sem hlýst af röngu vaxtastigi. Það er víst að þessi vandi Þjóðverja yrði miklu magnaðri og þrálátari hér á landi, vextirnir yrðu ýmist of eða van, með tilheyrandi samdrætti eða verðbólgu.“ Samruni fjármálastofnana nauðsynlegur Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, fagnaði orðum forsætisráðherra um sjóðina og bankakerfið. Að mati Halldórs á að einkavæða Íbúðalánasjóð og það yrði til mikillar hagræðingar að sam- eina Íbúðalánasjóð og banka. Halldór fjallaði um íslenska bankamarkaðinn í erindi sínu og nauðsyn þess að bankastofnanir og fjármálafyrirtæki sameinist til að mynda stærri heildir. Halldór sagði að samrunaferlið á íslenskum fjármálamarkaði væri rétt svo hafið en það hófst með sam- einingu Íslandsbanka og FBA árið 1999. Á þessu ári hefðu verið til- kynntir samrunar eignarhaldsfélaga og nú síðast samruni Auðlindar og Kaupþings banka. Halldór sagði þetta mikilvægt ferli og jafnframt það að allir íslensku bankarnir hefðu nú starfsemi erlendis. Að mati Halldórs er frekari hag- ræðing í bankakerfinu nauðsynleg og að einkavæðing fjármálageirans verði lokið á næsta ári. Hann telur frekari sameiningar banka nauðsyn- legar til að hagræðing náist fram. Einnig eru sameiningar nauðsynleg- ar til að stækka íslensku bankana svo þeir verði eftirtektarverðir, t.d. á Norðurlöndunum. Ráðstefna Landsbankans fyrir erlenda bankamenn um efnahagshorfur og íslenskan fjármálamarkað Sjóðir frá ríkinu til bankakerfisins Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson forsætisráðherra telur að Íslendingar hafi gott tækifæri til að skapa fjármálamarkaði þá umgjörð sem best dugar til að hingað leiti er- lendar fjármálastofnanir þegar fram líða stundir. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Íslands og Rússlands, þeir Árni M. Mathiesen og Evgeniy I. Nazdrat- enko, undirrituðu í gær bókun um samstarfs landanna á sviði sjávar- útvegs. Bókunin var undirrituð í kjölfar funda Nazdratenkos með ís- lenzkum ráðamönnum hér á landi og lýstu ráðherrarnir mikilli ánægju með bókunina og töldu mikla mögu- leika felast í samvinnu landanna. Aukin samvinna Helztu atriði bókunarinnar eru að áfram verði haldið sameiginlegri vinnu að undirbúningi rússnesk-ís- lenzk samkomulags um gæði fiskaf- urða, en haldin verður sýning og samkeppni um gæði fiskafurða í Moskvu á næstunni. Jafnframt felst í bókuninni að hafnar verði viðræður um gagnkvæman stuðning á sviði fjareftirlits með skipum beggja landanna, sem stunda veiðar í lög- sögu Rússlands eða Íslands á grund- velli landsmiðstöðva gervihnattaeft- irlits með það að markmiði að fækka eftirlitsmönnum um borð í skipum. Sérfræðingar landanna um fjareft- irlit munu hittast í Moskvu í byrjun október til að ræða þessi mál. Þá munu verða viðræður milli landanna í Sankti Pétursborg 12. til 18. október til að ná samkomulag um veiðar á síld. Jafnframt verður unnið að mótun sameiginlegrar stefnu varðandi veiðar á NAFO-svæðinu, þar á meðal um eftirlit með veiðum. Skipulagðar verða rússnesk-íslenzk- ar viðræður með þátttöku vísinda- manna um rannsóknir á vegum NEAFC á úthafskarfa í Irminger- hafinu til þess að ná fullu samkomu- lagi í tengslum við þennan stofn og stjórnun veiða úr honum. Skuld við Marel Haldið verður áfram samstarfi um sjálfbæra nýtingu sjávarspen- dýra, þar á meðal innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins, þar sem verður stefnt að afléttingu á banni við veið- um úr þeim hvalastofnum, sem þola sjálfbæra nýtingu. Einnig verður stuðlað að þróun rússnesk-íslenzkra fyrirtækja á sviði fisk- og sjávaraf- urða. Í bókuninni er einnig talað um að kanna möguleika á að jafna deilu varðandi skuld Karelrybflots við Marel Trading á grundvelli sam- komulags, sem náðist í heimsókn forseta Íslands til Moskvu í því skyni að leysa úr því máli sem fyrst. Nazdratenko sagði aðspurður að þetta væri hið versta mál, í raun sví- virðilegur þjófnaður, en nú væri ákveðið að skipa nefnd í málið til að leysa það enda hefði það verið rætt af helztu ráða- og embættismönum beggja þjóðanna. Skuldin sagði hann að næmi um 5 milljónum doll- ara eða um 435 milljónum króna. Á þessum fundum var ekki rætt um frekari gagnkvæmar veiðiheim- ildir milli landanna en nú eru í gildi. Nazdratenko sagði að nú væri verið að íhuga hvort ekki væri rétt að skipaður yrði sérstakur sjávarút- vegfulltrúi við rússneska sendiráðið í Reykjavík því þjóðirnar ætti svo marga sameiginlega hagsmuni að verja á sviði sjávarútvegsins. Nefndi hann Evrópusambandið sem dæmi og sagði afstöðu Rússa hina sömu og Íslendinga, að inngöngu væri ekki óskað. Loks gat hann þess að hann hefði boðið hinum íslenzka starfs- bróður sínum í heimsókn til Rúss- lands. Greitt fyrir aflaheimildir Fiskveiðum Rússa er nú stjórnað með þeim hætti, að ríkisstjórnin ákveður heildarafla að fengnum til- lögum frá fiskifræðingum. Heildar- afli á þessu ári er tæplega 5 milljónir tonna. Stjórnvöld skipta afla heim- ildum síðan niður. Þannig fara 4% til rannsókna, 38% fara á uppboð og 58% er dreift um landið þar sem sveitarstjórnir sjá síðan um að út- hluta þeim til útgerða. Útgerðir við sjávarsíðuna þurfa ekki að greiða fyrir aflaheimildirnar. Nú er rúss- neska þingið, Dúman, að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnuninni og skattalöggjöfinni, sem fela í sér að greiða verður fyrir allar veiði- heimildir, en gjaldið verður fremur lágt. Nazdratenko sagði að hann vildi ekki að sjávarþorpin legðust í eyði vegna samkeppni um veiði- heimildir og því yrði þeim úthlutað aflaheimildum án endurgjalds. Morgunblaðið/Þorkell Sjávarútvegsráðherrarnir Evgenyi I. Nazdratenko og Árni M. Mathiesen undirrita bókun um samstarf þjóð- anna í sjávarútvegi. Aleksandr A. Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, er lengst til vinstri á myndinni. Aukið sam- starf Íslands og Rússlands Sjávarútvegsráðherrar landanna und- irrita bókun um veigamikla samvinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.