Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 15
hann setja hólk sem er 2 metrar í þvermál í þjóðveginn fyrir neðan bæinn þar sem kindur og kýr geta farið undir veginn í stað þess að fara yfir. Haraldur segir að þetta hafi breytt miklu um öryggi allra sem um veginn þurfi að fara. Þessi aðgerð, að setja hólk, kostaði Harald töluvert þó að hann hafi sætt lagi þegar Vega- gerðin var að endurbæta veginn, en hann segir þetta hverrar krónu virði, og skepnum líki þetta vel. Kýr í undirgöngum Vopnafjörður Á BÆNUM Ásbrandsstöðum í Vopnafirði býr Haraldur Jónsson. Er hann með blandað bú kúa, kinda og hesta. Til að auka ör- yggi búsmalans og vegfarenda lét Morgunblaðið/J. Sig. ÞRÍR ungir menn, Alexander frá Svíþjóð, Jens frá Þýskalandi og Peter frá Sviss heimsóttu Grímsey í nokkuð óvenjulegum tilgangi. Þeir höfðu ekki áhuga á að sjá lundann í bjarginu eða kríuna í list- flugi yfir eyjunni. Nei, heldur komu þeir til að kanna veru huldu- fólks í steinum og klettum. For- sagan er bæði löng í frásögn og tíma og nokkuð flókin. En í stuttu máli má segja eftir þeim félögum, að í fyrndinni hafi menn og huldu- fólk lifað í einum heimi og frum- undirstöður lífsins verið 7. Er heimarnir skildust að hvarf huldu- fólk sjónum flestra manna og tók með sér í hulduheima þrjár af frumundirstöðum lífsins. Mann- fólkið hafði áfram vatnið – loftið – eldinn og jörðina. Eftir aðskilnað- inn fór bæði að bera á matarskorti og óblíðum veðrum með stormum og flóðum. Þeir Alexander, Jens og Peter telja að nú sé kominn tími til að sameina menn og huldumenn á ný og um leið lífundirstöðurnar sjö!! Þeir segja aðaltakmark huldu- Áhugamenn um huldufólk í Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Peter frá Sviss (t.v.), Alexander frá Svíþjóð og Jens frá Þýskalandi heimsóttu Grímsey og könnuðu veru huldufólks í steinum og klettum. fólks að halda jafnvægi í náttúru- öflunum en það gangi ekki upp nema sameining heimanna eigi sér stað. Ísland finnst þeim vera kjör- land til þessa vegna aldagamalla sagna um hulduverur og hefða um hulduheima. Því ætti að vera auð- velt að nálgast heimana tvo einmitt hér á landi. Grímsey telja þeir á vissan hátt tengda lífsundirstöðun- um sjö og því mikilvæga ef og þeg- ar að samruna heima mannfólks og huldufólks kemur. Alexander, Jens og Peter héldu glaðir frá Grímsey, ánægðir með heimsóknina og ár- angurinn. Grímsey LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 15 LAUGARDAGURINN 22. septem- ber var bíllaus dagur í Evrópu og var Ísland í fyrsta skipti í ár þátt- takandi í þessum degi. Mýrdals- hreppur er aðili að verkefninu og voru íbúar hvattir til að hreyfa ekki bílinn þennan dag heldur fara ferða sinna annaðhvort hjólandi eða gangandi. Í tilefni dagsins var farið í hjólaferð og gönguferð og lögðu báðir hóparnir af stað frá pósthús- planinu í Vík og mættust aftur eftir tveggja tíma ferð við minnismerki um þýska sjómenn í Víkurfjöru þar sem boðið var upp á léttar veitingar en það var umhverfis- og ferða- málanefnd Mýrdalshrepps sem stóð að dagskrá dagsins. Þátttakan var góð, í kringum 80 manns. Fólk fór annaðhvort í göngu- eða hjólreiða- ferð. Þeir fáu sem einhverra hluta vegna þurftu að hreyfa bílinn sinn þennan dag töluðu um að þeir væru litnir hornauga. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson 80 manns fóru annað hvort í göngu- eða hjólreiðaferð á bíllausa deginum. Bíllaus dagur í Mýrdalshreppi Fagridalur HJÓNIN Anna Bryndís Tryggvadóttir og Hall- grímur Þórhallsson, bænd- ur á Skriðuklaustri í Fljótsdal, eru nú að sinna hefðbundnum haustverk- um. Féð er komið af fjalli, réttirnar búnar og flestar kindur komnar til síns heima. Það fylgir síðan fjárraginu áður en lömbin eru send til slátrunar að vikta þau á fæti áður. Þá er hvert lamb tekið, lesið af því númer og það síðan sett í viktina og vegið. Fjárrag og haustverk Viktað á Skriðu- klaustri Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Hallgrímur Þórhallsson að merkja sér væna lífgimbur. Norður-Hérað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.