Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  !   " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SUNNUDAGINN 15. september flugu 18 farþegar með Flugfélagi Ís- lands að Kárahnjúkum og lentu á sethjalla vestan við Jöklu. Ferða- langarnir nýttu daginn til þess að skoða Hafrahvammagljúfur og svæðið sunnan við gljúfrin sem ætl- unin er að fari undir Hálslón. Gengið var um lyng- og víðivaxnar hlíðar í Tröllagili og tínd ber í um 600 m hæð. Þá lá leiðin upp með Jöklu um einstaka jökulárbakka með flikru- bergi í rauðum litum. Flúðir, stuðlabergshamrar og bergvatnsár kallast á í gljúfrinu, um- lukt grónum hlíðum í óteljandi lit- brigðum haustsins. Gengið var upp með einni sérstæðustu fossaröð landsins í Sauðá. Gert er ráð fyrir að þetta muni allt fara undir fyrirhugað Hálslón sem verður á stærð við Hvalfjörð. Eftir ógleymanlegan dag og bað í heitum læk og fossi var flogið til baka. Snæfell og Herðubreið birtust hrein og tær í kvöldsólinni og lögðu blessun sína yfir heimsóknina. Við höfðum heimsótt þetta einstaka svæði þar sem samfelld gróðurþekja nær frá jökli til sjávar, þar sem stór- brotnustu gljúfur landsins og ævin- týraleg litbrigði lífríkisins leika við hvern sinn fingur. Þarna er allt í stöðugri mótun, hægt að lesa landið, verða vitni að sköpunarmættinum og fá innsýn í mótun og myndun jarðar. Þetta eru ómetanleg náttúruverð- mæti, vitnisburður um lífið á jörðinni sem lætur engan ósnortinn. Við kvöddum hálendið með öræfablik í augum en í hjartanu djúpar tilfinn- ingar þakklætis og sorgar. Þakklæt- is fyrir fegurð landsins en djúp- stæðrar sorgar yfir skammsýni og yfirgangi mannanna. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa að fara og skoða þetta svæði. Umsjón með ferðunum hefur Nonni Travel á Akureyri. Við mótmælum harðlega Kára- hnjúkavirkjun og skorum á stjórn- völd að þyrma þessum náttúruperl- um. ÁRMANN GUNNARSSON, ÁSTA ARNARDÓTTIR, CEDRIK HOBEL, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, HAFDÍS HANNA ÆGISDÓTTIR, HÁKON HÁKONARSON, HILDUR RÚNA HAUKSDÓTTIR, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, INGUNN STEFÁNSDÓTTIR, JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, KRISTRÚN GUNNARSDÓTTIR, MARÍA INGIMARSDÓTTIR, ÓLAFUR S. ANDRESSON, ÓLAFUR VALSSON, ÓSK MAGNÚSDÓTTIR, RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR, SIGRÚN HELGADÓTTIR, VALGERÐUR BIRGISDÓTTIR. Undraveröld Jöklu Frá 18 ferðalöngum: ÍSLENSKA þjóðin gerir mikið til að laða til sín erlenda ferðamenn. Við viljum sýna þeim landið sem okkur finnst undurfagurt og við viljum hafa af þeim peninga, enda skila ferða- menn miklum fjármunum til lands- ins. En þegar við förum út í sveitir landsins er alveg ótrúlegt, hvað fæðu- úrval er lítið og „lélegt“ víðast hvar. Það virðist ekki vera mikið um það að „sælkerar“ geti svalað næringar- þörf sinni þegar farið er út fyrir Reykjavíkursvæðið. Ég hef sjálf ekið nokkrum sinnum austur á Hornafjörð síðastliðin ár. Eins og fjöldinn veit er langt til Hornafjarðar og líkaminn kallar á næringu meðan á akstrinum stendur, svo ég tali nú ekki um kaffisopa til að halda sér vakandi á þessum fínu veg- um. Þegar komið er út fyrir Reykjavík skiptist menningin og við förum inn í „kalda óaðlaðandi sjoppumenningu“. Það eru staðir á Suðurlandi sem bjóða upp á eitthvað til að seðja hungrið. Það sem í boði er eru sam- lokur í plastpokum, sumar meira að segja sendar frá Reykjavík, á sam- lokunum er ekki brugðið út af ís- lenska siðnum, því þessar samlokur eru nokkuð sem engin þjóð hefur vanist nema við. Hangikjöt og salat, rækjusalat, túnfisksalat og stundum „roastbeef“ og „remolaði“. Auk þess eru þessar samlokur oftar en ekki of gamlar, brauðið a.m.k. orðið þurrt. Síðan eru það pylsur, oftast með köldu brauði ekki yngra en frá deg- inum áður, og svo er hægt að fá ham- borgara, en ég geri aðrar kröfur til hamborgara en þær sem þessir staðir geta framreitt. Ég hef stoppað á einum sjö stöðum á þessari leið og þeir eru með þessu svipaða sniði, kaldir, lélegt úrval af meðlæti, stólar og borð hér og þar, og til að vera ánægður með að setjast þar niður og fá eitthvað í svanginn þarf viðkomandi að vera að niðurlot- um kominn af hungri. Það þarf að fara langt eða alla leið á Kirkjubæjarklaustur til að finna stað sem tekur á móti gesti með ilm- an úr eldhúsinu en það má svo sann- arlega segja um „Systrakaffi“. Síðan þarf að fara alla leið á Lónið til að finna íslenskt kaffibrauð, eins og til dæmis rúgbrauð með kæfu. Hvar er stolt okkar þegar kemur að því að gefa ferðamanninum eitt- hvað í svanginn? Höfum við ekki gleymt einhverju? Íslendingar hafa ekki soltið í dreif- býlinu, þeir hafa árum saman bakað brauð, steikt flatbrauð og kleinur, bú- ið til kæfu, svo ég tali ekki um ís- lenskan ost. Getur verið að okkur finnist það ekki nógu fínt í ferðalang- inn? Er ekki komin tími til að hætta „plastpokamat“ og jafnvel nota hníf og gaffal? Landar góðir, sendum ferðamann- inn heim sælan og saddan. GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR, næringarráðgjafi og ferðamaður. Dreifbýlisnæring ferðamanna Frá Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.