Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 14
SUÐURNES 14 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VINNU við lagningu tæplega 600 metra langra brimvarnargarða við innsiglinguna til Grindavíkurhafnar er að ljúka, mánuði á undan áætlun. Síðustu steinunum var raðað í garðana í gær en eftir er nokkurra daga vinna við frágang á námu og fleira. Hafnarmálastofnun og Grindavík- urbær standa fyrir byggingu brim- varnargarðanna sem eru beggja vegna við innsiglinguna til Grinda- víkur sem áður hafði verið dýpkuð. Tilgangurinn er að skapa kyrrð í höfninni og auka öryggi sjófarenda. Er ekki annað að sjá en það hafi tek- ist því stórgrýtið í garðinum gleypir í sig brimið svo að inni í höfninni er logndauður sjór. Suðurverk hf. tók verkið að sér og byrjaði að leggja út garðana síðasta haust. Í görðunum er misstórt grjót og eru stærstu steinarnir 30 tonn að þyngd. Hefur því þurft að nota stór- virkustu tæki til að flytja grjótið og koma því á sinn stað. Kristinn Sigur- steinsson sá um að raða grjótinu í garðana og hefur tekist vel til þótt hann noti við það 87 tonna gröfu. Guðmundur Ólafsson verkefn- isstjóri hjá Suðurverki er ánægður með árangurinn. Segir að það hafi gengið vel og sé vel unnið. Það eina sem olli erfiðleikum var að erfiðara reyndist að vinna efnið í námunni en reiknað var með. Suðurverk skilar verkinu af sér mánuði fyrr en fyr- irtækið þurfti þótt það hafi byrjað nokkrum mánuðum síðar en áætlað var vegna þess að önnur verk höfðu tafist. Í garðana fóru um 170 þúsund rúmmetrar af grjóti og öðru efni. Verkið kostar um 160 milljónir. Oddur Thorarensen, bygginga- fulltrúi í Grindavík, segir að fram- kvæmdin sé stórt skref í framtíð- aruppbyggingu hafnarinnar. Nú þegar innsiglingin hafi verið bætt og brimvörn komin sé helsta vanda- málið hvað grunnt sé inni í höfninni. Þurfi að ráðast í dýpkun þar og að gera nýja viðlegukanta. Vonast hann til að unnt verði að ráðast í úr- bætur á því í framhaldinu. Verið er að ganga frá veginum sem Suðurverk notaði til að aka grjóti úr námunni og út á garðana. Verður hann hækkaður upp og not- aður í framtíðinni sem nokkurs kon- ar útsýnisvegur, auk þess sem hann verður tengdur betur við gatnakerfi bæjarins. Lagningu tveggja brimvarnargarða við innsiglinguna að ljúka Síðasti grjóthnull- ungurinn kominn á sinn stað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bátur siglir út úr innsiglingunni til Grindavíkur sem nú er varin með traustum grjótgörðum. Grindavík LAGÐAR hafa verið 37 hraða- hindranir í íbúðarhverfum Reykja- nesbæjar á þessu ári. Er það liður í sérstakri áherslu sem bæjaryfir- völd hafa til að bæta öryggi barna og gangandi vegfarenda. Flestar hraðahindranirnar eru í Keflavík, 19 talsins, og Ytri- Njarðvík þar sem þær eru 12. Þá eru þrjár hindranir í Innri- Njarðvík og þrjár í Höfnum. Árni Sigfússon bæjarstjóri og Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs bæjarins, kynntu í gær þær framkvæmdir sem unnið hefur verið að til að bæta öryggi barna og unglinga. Flestar hraðahindranirnar eru í íbúðarhverfum og á leið barna í skóla. Auk hraðahindrana hefur verið ákveðið að minnka hámarks- hraða í tilteknum íbúðarhverfum í 30 kílómetra á klukkustund. Einn- ig hefur verð tekin upp einstefna á nokkrum götum. Verkefnið heldur áfram Fram kom hjá Árna og Viðari að fjölmargar óskir bæjarbúa hafi legið fyrir um hraðahindranir og minnkun hámarkshraða og hafi verið tekið mið af þeim við þessar ákvarðnir sem og umferðarörygg- isáætlun sem til er fyrir bæjar- félagið. Árni segir að þótt nú hafi tekist að taka tillit til flestra fyrir- liggjandi óska sé málið þess eðlis að þegar íbúarnir sjái árangur af slíkum aðgerðum megi búast við að fleiri berist. Reynt verði að verða við þeim áfram og þannig haldi verkefnið áfram. Á þessu ári hefur verið lagður 4,1 kílómetri af nýjum og end- urgerðum gangstéttum og lag- færðar misfellur á gangstígum sem gátu skapað hættu. Segir Árni að lagning gangstétta stuðli að ör- yggi í umferðinni, ekki síður en hraðahindranirnar. Enn er unnið að sumum þessara verka en kostnaður er áætlaður rúmar 20 milljónir kr. Er þá talinn með kostnaður við hringtorg sem verið er að gera á Hafnargötu. Árni vekur einnig athygli á því að járnarusl hafi verið fjarlægt úr jaðarsvæðum bæjarins en það hafi skapað slysahættu auk þess sem ásýnd bæjarins batni með hreinsun þess. Loks bendir hann á að íbúar geti hringt í sérstakan síma, 421 6780, til að vekja athygli á hættum í umhverfinu, ekki síst gagnvart börnum. Þjónustumiðstöð bæjarins hugi að öllum slíkum ábendingum. En hann leggur þó áherslu á að þrátt fyrir þessar aðgerðir séu vökulir foreldrar og varkárir öku- menn áfram besta forvörnin. Sérstök áhersla á að bæta öryggi barna og gangandi vegfarenda Lagðar 37 hraða- hindranir í ár Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Viðar Már Aðalsteinsson forstöðumaður og Árni Sigfússon bæjarstjóri sýndu gott fordæmi og litu vel til beggja handa þegar þeir fóru yfir eina af fjölmörgum hraðahindrunum í Reykjanesbæ. Reykjanesbær HEILBRIGÐISNEFND Suður- nesja hefur fyrir sitt leyti fallist á ósk Laugafisks ehf. um undanþágu frá starfsleyfi til 1. febrúar næstkomandi en þá hyggst það hætta starfsemi sinni í Innri-Njarðvík. Laugafiskur rekur hausaþurrkun- arverksmiðju í Innri-Njarðvík. Íbúar hverfisins hafa kvartað sáran undan óþef frá starfseminni og Heilbrigðis- eftirlit Suðurnesja ítrekað haft af- skipti af rekstrinum þess vegna. Starfsleyfi fyrirtækisins rann út um síðustu mánaðamót. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja krafðist þess að fyrirtæk- ið hætti starfsemi af þeim sökum og lagðist gegn umsókn þess til um- hverfisráðherra um tímabundna und- anþágu frá starfsleyfi. Fyrir helgi náðist samkomulag um að fyrirtækið fengi frest til að leggja starfsemina í Innri-Njarðvík niður. Í kjölfar þess óskaði það að nýju eftir tímabundinni undanþágu frá starfs- leyfi. Í umsókn fyrirtækisins til ráð- herra kemur fram að fyrirtækið muni hætta starfsemi í Innri-Njarðvík en þurfi til þess aðlögunartíma vegna samninga um hráefniskaup og af- urðasölu. Fyrirtækið fer þess á leit við ráðuneytið að því verði veitt und- anþága frá starfsleyfi að minnsta kosti til 1. febrúar næstkomandi. Fram kemur í samþykkt heilbrigð- isnefndar Suðurnesja að ef fyrirtækið verði áfram undir eftirliti Heilbrigð- iseftirlits Suðurnesja og starfi í sam- ræmi við gildandi starfsleyfisskilyrði á Suðurnesjum geti nefndin fallist á undanþágu frá starfsleyfi þar til fyr- irtækið hættir starfsemi á svæðinu hinn 1. febrúar næstkomandi. Laugafiskur hættir fljótlega rekstri hausaþurrkunarverksmiðjunnar Fær undanþágu til 1. febrúar Innri-Njarðvík HÉRAÐSDÓMUR Reykja- ness hefur dæmt karlmann, fyrrverandi framkvæmda- stjóra fyrirtækis, í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmar 3,2 millj- ónir króna í sekt fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og bókhald. Maðurinn viðurkenndi að hafa vantalið skattskylda veltu og útskatt á virðisaukaskatts- skýrslum á árunum 1994–1996 og jafnframt oftalið innskatt. Þannig kom hann sér undan að standa sýslumanninum í Kefla- vík skil á innheimtum virðis- aukaskatti samkvæmt 114 sölu- reikningum, samtals að fjárhæð rúmar tvær milljónir kr. Hann viðurkenndi einnig að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi félagsins á árunum 1993 til 1996. Í dómnum kemur fram að refsingar við brotum af þessu tagi hafi verið þyngdar veru- lega með lögum sem tóku gildi 1995 en ekki sé unnt að beita þeim refsingum nema um þau brot sem framin voru eftir gild- istöku laganna. Þá meti ákæru- valdið brotið ekki meiriháttar og því komi ekki til greina að dæma ákærða til fangelsisvist- ar. Við ákvörðun refsingar leit dómarinn til þess að hann hafði ekki áður sætt refsingum og játaði hreinskilnislega brot sín. Jafnframt var litið til þess óhæfilega dráttar sem talinn var vera á rannsókn málsins. Dæmdur fyr- ir að skila ekki virð- isaukaskatti Keflavík BÚIST er við 200 þátttakend- um frá tólf skólum á strengja- mót tónlistarskóla á Íslandi sem haldið verður í Keflavík í næsta mánuði. Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar er gestgjafi á mótinu en það verður haldið dagana 18.– 20. október í Holtaskóla, Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og íþróttahúsinu við Sunnubraut. 200 gestir á strengjamóti Keflavík FORYSTUMENN Gerða- hrepps óskuðu eftir götulýs- ingu á Garðveg þegar þeir fóru á fund fjárlaganefndar Alþingis í vikunni. Um sjö kílómetrar eru frá hringtorginu í Garð. Sigurður Jónsson sveitarstjóri segir að það valdi ökumönnum vand- ræðum þegar þeir komi inn í myrkrið á Garðvegi eftir að hafa ekið eftir vel upplýstri Reykjanesbrautinni. Hann seg- ir að fyrir fáeinum árum hafi verið áætlað að lýsing Garðveg- arins myndi kosta um 30 millj- ónir kr. Sveitarstjórnarmenn í Garði óskuðu einnig eftir áframhald- andi stuðningi við undirbúning uppbyggingar safns á Garð- skaga og við gerð sjóvarna. Einnig óskuðu þeir eftir því að framkvæmdir gætu hafist við stækkun Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Keflavík. Óska eftir lýsingu á Garðveg Garður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.