Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 21 meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer fimm 2002 PÓLSK tónlist verður í öndvegi á tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20. Þeir sem koma fram eru tveir virtir tónlistarmenn frá Póllandi, Henryk Blazej flautuleikari og Teresa Kab- an píanóleikari. Þau flytja verk fyr- ir flautu og píanó eftir Szeligowski, Lutoslawski, Ensecu og Ibert og pí- anótónlist eftir Chopin. Henryk Blazej og Teresa Kaban hlutu bæði menntun sína við Tón- listarakademíuna í Kraká. Þau hafa frá unga aldri ferðast mikið sem hljóðfæraleikarar og alls komið fram í sextán löndum Evrópu, í Mið-Austurlöndum og Bandaríkj- unum. Í seinni tíð hafa þau starfað mikið á Bretlandseyjum og leikið þar í mörgum virtum tónleikasöl- um, t.d. Barbican Hall, Wigmore Hall, St. Martin-in-the-Fields og víðar. Þá hafa þau haldið námskeið í heimalandi sínu og erlendis og hefur Teresa t.d. haldið sérstök námskeið tileinkuð tónlist Chopins. Þau eru nú listrænir stjórnendur al- þjóðlegu tónlistarhátíðarinnar Re- discovered and Forgotten music (glötuð og fundin tónlist) í Tarnóv en á árunum 1991–1995 stjórnuðu þau einnig tónlistarhátíðinni í Sandomierz í Póllandi. Þau hafa gert margar hljóðritanir og beinar útsendingar af tónleikum fyrir út- varp og sjónvarp í heimalandi sínu, á Ítalíu, í Tékklandi, Los Angeles og London. Fyrir hlé verður flutt Scherzo í b-moll op. 31 eftir F. Chopin en á síðari hluta tónleik- anna verður flutt sónatína „Jeux“ eftir J. Ibert , Cantabile og Presto eftir G. Enescu og eftir T. Szelig- owski verður flutt Sónata í fjórum þáttum. Að lokum verða flutt Þrjú brot eftir W. Lutoslawski. Pólsk tónlist í Salnum Morgunblaðið/Kristinn Teresa Kaban píanóleikari og Henryk Blazej flautuleikari. FOLKWANG dansskólinn í Ess- en í Þýskalandi hefur verið starf- ræktur frá árinu 1927. Fyrsti stjórn- andi dansdeildarinnar og dansleikhússins við skólann var danshöfundurinn Kurt Jooss. Hann var ötull talsmaður nýrra tjáningar- leiða í dansi sem fólu í sér að bræða saman hefðbundinn dans og nýstár- lega tjáningu. Jooss var sjálfur menntaður klassískur ballettdansari en kaus nýjar leiðir til að tjá sig sem danshöfundur. Honum voru hugleikin vandamál samtímans eins og stéttamismunur og pólitísk spilling. Með nýrri túlkun á hreyfingum líkamans og með því að láta dansara tjá sig á sviði í orðum tókst honum að skila hugðarefnum sínum í dansverkum sem þóttu mjög nýstárleg. Sá tími þegar áhorfendur efuðust um að dansleikhús ættu að flokkast undir dans er nú löngu lið- inn. Dansleikhús Folkwang skólans og sú tilraunastarfsemi sem þar fór fram var frjór jarðvegur fyrir marga helstu danshöfunda Þýskalands og er enn. Þegar fjallað er um Folk- wang dansleikhúsið í Essen verður að minnast á snillinginn Pinu Bausch sem að öðrum ólöstuðum hefur haft hvað víðtækust áhrif á nútímadans eins og hann birtist okkur í dag. Hún, Reinhild Hoffmann, Susanne Linke og Henrietta Horn, sem nú sækir okkur heim, hófu allar feril sinn sem nemendur í áðurnefndum skóla. Þær starfa nú sem listdans- stjórar hjá eigin dansflokkum. Henrietta Horn er ásamt Pinu Bausch listrænn stjórnandi Folk- wang Tanzstudio. Í dansflokknum eru ellefu dansarar með ólíkan bak- grunn. Tvö dansverk voru sýnd í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag, bæði eftir Henriettu Horn. Það fyrra er sólóverk sem höf- undur dansaði sjálf. Verkið er pæling um einmanaleik- ann og rofin félagstengsl. Það hefst á því að dansarinn situr við borð og hreyfir sig taktfast í takmarkaðri lýsingu. Hreyfingarnar eru stíl- hreinar og hreyfingamynstrið end- urtekið. Borðið er þungamiðja í verkinu og fer dansarinn treglega frá því. Þetta er snoturt verk, snyrtilega fram sett. Það er rólegt í framvindu en ekkert sérlega spennandi enda einmana- leikinn og einangrunin þung áhorfs. Engu að síður er verkið snoturt og faglega unnið. Seinna verkið, „Auftaucher“ eða „sá sem birtist“, er dansað af tíu dönsurum. Þar fjallar höfundur um það að láta sitt innra eðli í ljós. Verkið hefst á samkvæmi kúlti- veraðra gesta. Einn fellir grímuna og hegðar sér ekki í takt við hina. Viðbrögðin við því er m.a. umfjöll- unarefnið í verkinu. Höfundur notar rytma sem dansararnir slá og leika sjálfir. Fari einhver úr rytmanum bregst hópurinn við. Þögn og fjörugri sígaunatónlist er beitt á víxl. Hreyfingarnar minna á spretthlaup- ara í startholunum og eru ógnandi. Dansararnir eru alltaf tilbúnir að bregðast við uppákomu einhvers í hópnum. Uppákomum sem koma af stað keðjuverkun viðbragða hjá dönsurunum. Hreyfingarnar eru stílhreinar í gegnum verkið og sam- anstendur hreyfimynstrið af knöpp- um hreyfingum sem ásamt búning- um og lýsingu gefa verkinu fallega áferð. Hér eru ekki á ferð tímamóta- dansverk, heldur vel unnin og snyrti- lega frágengin verk. Í hvorugu þeirra er beitt nýstárlegum aðferð- um í tækni og túlkun og þau bera ekki með sér nýja ferska sýn á sam- félagið. Þau eru ekki áleitin en standa undir því að vera faglega unnin og að mér virðist af einlægni. Höfundur sækir í smiðju Pinu Bausch eins og reyndar hundruð annarra danshöfunda þó hún gangi út frá því í báðum verkunum að túlka með dansi. Eigi að líkja Pinu Bausch og Henriettu Horn saman þá kemst sú síðarnefnda ekki með tærnar þar sem Pina Bausch hefur hælana. Að hún sé arftaki hennar í því að þróa áfram nútímadansleikhús í Þýska- landi, eins og haldið hefur verið fram, er að mínu mati ótímabær full- yrðing. Dansleikhús Henriettu Horn DANS Borgarleikhúsið Solo: Höfundur og dansari: Henrietta Horn. Tónlist: Hildegard von Bingen, Dav- id Lamb, Hwang-Byung-Ki, Arvo Part. Búningur: Anne Bentgens. Lýsing: Rein- hard Hubert. Hljóð: Thomas Wacker. Auf- taucher/Sá sem birtist: Danshöfundur: Henrietta Horn. Dansarar: Tanja Berg, Lisa Brus, Francisco Cuervo, Gabrio Gabrielli, Soo-Jin Yim Heil, Francesco Pe- done, Erika Pico, Manuel Quero, Franko Schmidt, Nandini Thomas. Tónlist: Fan- fare pourpour, Lalo Schifrin, Odekoza, Fanfare Ciocarlia. Búningar: Anne Bent- gens. Lýsing: Reinhard Hubert. Hljóð: Thomas Wacker. Sunnudagur 22.sept- ember 2002. HENRIETTA HORN OG FOLKWANG TANZ- STUDIO Lilja Ívarsdóttir Í AUSTURSAL Gerðarsafns sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvins- son 19 olíumálverk, unnin á síðast- liðnum 4 árum. Sýninguna nefnir hann „Lög“ og er yfirlit eða sýn- ishorn af síðustu 3 einkasýningum listamannsins ásamt verkum sem hann hefur sýnt á samsýningum. Nálgun Sigtryggs við málverk má tengja „Hyperrealisma“ og/eða „Hyperrealization“ (ofuruppgötv- un eða -skilningur), hugtök sem franski heimspekingurinn Jean Baudrillard skapaði þegar hann hugaði að þróunarferli myndlistar. „Hyperrealization“ er það þegar listamaður uppgötvar eða skilur listaverk annars listamanns og skapar síðan sitt eigið. Sem dæmi þá skapa Picasso og Braque kúb- ísk verk eftir að uppgötva málverk Cézanne, Hollendingurinn Piet Mondriaan leysir upp myndflötinn í geometríu eftir dvöl í París þar sem hann uppgötvar verk kúb- istanna, Bandaríkjamaðurinn Bar- nett Newman snýr sér að litaflæmi eftir að uppgötva geometríur eftir Mondriaan og svo koll af kolli. Hugmyndir Baudrillards voru áberandi í myndlistarumræðu póstmódernismans á hvörfum ní- unda og tíunda áratugar síðustu aldar, eða um það leyti sem Sig- tryggur Bjarni er í listnámi. Kom þá upp hópur abstrakt málara sem unnu svokallaðar „appropriations“ (þýðir á íslensku „eignaupptaka“). Eru það listaverk sem hafa beina tilvísun í önnur þekkt verk eða liststefnur innan módernismans líkt og að um fyrirmyndir sé að ræða. Tvö málverkanna sem Sigtrygg- ur sýnir í Gerðarsafni, „Eftir Rothko nr. 14“ og „Eftir Rothko, Earthbrown and Green“, sýndi hann í Hallgrímskirkju síðastliðinn vetur. Til að varpa fram spurningu um trúarlegt gildi málverks gekk hann í smiðju listmálarans Mark Rothko, en hann var þekktur fyrir skoðanir sínar um andleg eigindi málverksins. Er Sigtryggur víðs- vitandi að endurskoða rannsóknir og niðurstöður fyrrennara síns á hugmyndarlegum forsendum og er það dæmigert „appropriations“ eða „eignaupptökur“. Í flestum málverkunum leitar Sigtryggur í formfræði op listar sjöunda áratugarins. Í op list er ráðskast með grunnform og liti þannig að þau áreita augntaugar áhorfenda svo sjónblekking á sér stað. Það sem skilur verk Sig- tryggs frá annars hefðbundinni op list er að hann sækir einnig fyr- irmyndir í náttúruna, eins og vatn, ský og lauf og blandar saman við formin. Fyrir vikið geislar frá verkunum mýkt og næmi sem ekki tíðkast í köldum vísindum op list- ar. Málverk Sigtryggs Bjarna Bald- vinssonar sóma sér vel í austur- salnum. Hrifnastur er ég af verk- unum sem búa yfir meiri yfirlegu af hálfu listamannsins, eins og „Stór röndóttur merlandi sjór“, „Þúsund og ein nótt“ og „Blett- óttar rendur með skýjafari“. Í þeim myndum er sjónarspilið slá- andi og hæfni málarans nýtur sín til fulls. Rétt er að minnast á vel gerða sýningarskrá sem listamaðurinn hefur látið gera í tilefni sýning- arinnar með texta eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. „Stór röndóttur merlandi sjór“ eftir Sigtrygg Bjarna. Mjúkt áreiti MYNDLIST Gerðarsafn Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Sýningu lýkur 29. sept- ember. MÁLVERK SIGTRYGGUR BJARNI BALDVINSSON Jón B.K. Ransu Á KAFFISTOFUNNI í Lóuhreiðri, Kjörgarði, Laugavegi, stendur nú yfir sýning Margrétar St. Hafsteins- dóttur. Á sýningunni eru 30 myndir, flestar vatnslitamyndir. Lóuhreiður er opið virka daga kl. 10–17, laug- ardaga kl. 10–16. Sýnt er til 14. októ- ber. Margrét sýnir vatnslita- myndir í Lóuhreiðri TÓLFTA Jazzhátíð Reykja- víkur er að hefja göngu sína og verða ókeypis setningartón- leikar í Tjarnarsal Ráðhússins þriðjudaginn 1. október kl. 17. Borgarstjórinn setur hátíðina formlega í Tjarnarsalnum og ýmsir djassleikarar koma fram og kynna það sem í vændum er. Hátíðinni lýkur svo með tónleikum Stórsveitar Reykja- víkur undir stjórn bandaríska trompetleikarans Greg Hopk- ins á Broadway sunnudaginn 6. október, þar sem tromm- ararnir Einar Valur Scheving, Gunnlaugur Briem og Jóhann Hjörleifsson heyja m.a. trommueinvígi á þrjú trommu- sett. Djasslistamenn beggja vegna Atlantshafsins sækja hátíðina heim að vanda og fjöl- margir íslenskir djassleikarar leika hver með öðrum eða með útlendingunum. Tiny Bell Trio í Loftkastalanum Hápunktur hátíðarinnar verða tónleikar Tiny Bell Trio trompetleikarans Dave Dou- glas í Loftkastalanum laugar- daginn 5. október kl. 18 en flestir tónleikanna verða eins og undanfarin ár á Kaffi Reykjavík. Forsala aðgöngumiða er hafin í Loftkastalnum á Tiny Bell tónleikana og hjá Japis, Laugavegi 13, á alla tónleika. Nánari upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar og upp- lýsingar um listamenn er að finna á vefsíðu hennar, www.reykjavikjazz.com. Jazzhátíð Reykjavíkur Tólfta hátíðin að hefja göngu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.