Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 48
AÐSTANDENDUR nýja íslenska skóvörumerkis- ins UN Iceland tóku þátt í alþjóðlegri skósýningu um síðustu helgi. Að þeirra sögn er skó- sýningin GDS sú stærsta sinn- ar tegundar í Evrópu og er haldin tvisvar á ári. Þar koma saman blaða- menn og kaupmenn alls staðar að úr heiminum og virða fyr- ir sér nýj- ustu strauma og stefnur í framleiðslu á tískuskófatn- aði. UN Ice- land var ekki einasta með sölubás á sýningunni heldur var fyrir- tækið íslenska með sinn eigin sýningarpall þar sem efnt var til tískusýningar þrisvar á dag þá fjóra daga sem skóstefnan fór fram. Að sögn aðstandenda vakti íslenski skófatnaðurinn verðskuldaða athygli og drógu sýningarnar að jafnaði að hundruð áhorfenda, ekki einasta vegna skónna heldur einnig vegna ís- lenska sýningarfólksins sem ku hafa eignast vænan hóp alþjóð- legra aðdáenda. Íslensk skæði í Þýskalandi Íslenski skóframleiðandinn slóupp tískusýningu þrisvar á dag. UN Icela nd skóm erkið var sett á markað fy rr á þessu ári. Brosmilt ís- lenskt sýn- ingarfólkið ku hafa vakið athygli í Þýskalandi. ÞRÁTT fyrir að tískufrömuðurinn Sarah Jes- sica Parker, aðalleikkona þáttanna Beðmála í borginni, hafi setið heima í New York á meðan Emmy-verðlaunahátíðin var haldin hinum megin í landinu var nóg um glys á hátíðinni. Parker átti ekki heimangengt vegna þess að hún er langt gengin með fyrsta barn sitt og treysti sér ekki til að fljúga til Los Angeles. Það er mál manna að Emmy-verð- launahátíðin hafi glitrað mun meira heldur en í fyrra en þá skildu sjónvarpsstjörn- urnar glimmerkjólana eftir heima vegna þess að stutt var liðið frá hryðjuverka- árásunum á Bandaríkin þegar hátíðin var haldin. „Fágaður glamúr“ var þema kvöldsins, að því er segir á Style.com. Til dæmis mættu vinkonurnar úr Vin- um, Jennifer Aniston, Courtney Cox Arquette og Lisa Kudrow, í púð- urbleikum, lillafjólubláum og sterk- bleikum kjólum, í þessari röð. Leikkonan Kim Cattrall, ein vinkvennanna úr Beðmálum í borginni, þótti mjög smekklega klædd í kampavínslitum kjól frá Herve Leger og samstarfskona hennar Kristin Davis mætti í stálgráum kjól frá Badgley Mischka. Leikkonan Debra Messing úr þáttunum Will og Grace þótti ein best klædda kona kvöldsins en hún var í svörtum kjól frá Michael Kors. Á People.com eru taldir upp fleiri leik- arar, sem teljast á meðal hinna best klæddu. Tímaritið nefnir m.a. til sög- unnar hjónin Jennifer Aniston og Brad Pitt, Cynthiu Nixon úr Beðmálum í borginni, Marg Helgenberger úr CSI og Jeri Ryan úr þáttunum Boston Public. Ekki tókst öllum vel upp við að finna föt fyrir verðlaunahátíðina og tók tímaritið einnig saman lista yfir verst klædda fólkið. Í skamm- arkróknum sitja m.a. Dule Hill úr Vesturálmunni, Alec Baldwin, Op- rah Winfrey, Jorja Fox úr CSI og Heather Locklear. APAP „Ertu að segja að ég sé eitthvað ósmekklegur!?!“ - Alec Baldwin kaus af- slappaða smókingstílinn. Hjónin Jennifer Aniston og Brad Pitt þóttu smekkvís að vanda. Klæðnaður Cynthiu Nixon úr Beðmálunum féll í kramið líkt og klæðnaður hinna stall- systra sinna. AP Guli kjóllinn hennar Opruh vakti ekki lukku. Glys og glaumur á Emmy-hátíð Marg Helgenber- ger úr CSI sendir ljósmynd- urum koss. AP 48 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 10.15. B.i. 16. 1/2 HI.Mbl / I l SK.RadioX HK DV Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Sýnd kl.6. Ísl tal. Andie Macdowell Sýnd kl. 10. B. i. 12.  SV Mbl SG. DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.45 og 10.15 með enskum texta. B.i. 16. Hér kemur ein vinsælasta, athyglisverðasta , magnaðasta og umtalaðasta kvikmynd Japana. i i l li l i Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. r r f r i i fr l i j r llir r i . l r l . GH Kvikmyndir.com  SG. DV Sýnd kl. 3.40, 5.45 8, 9.05 og 10.15 . Vit 433 Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart. Það eina sem getur leitt þau saman er HEFND Sýnd kl. 5.50 og 10.10. Vit 435 Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 7. Vit 426Sýnd kl. 4 og 5. Ísl tal. Vit 429 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  MBL BRESKI rithöfundurinn Helen Fielding hefur sakað Íhaldsflokkinn um að ræna skáldsagnapersónunni Bridget Jones í tilraunum sínum til að efla hjónabandið og fjölskylduna. Fielding ritaði bréf sem birt var í dag- blaðinu The Daily Telegraph þar sem hún vísaði á bug ummælum David Willetts, talsmanns flokksins, sem sagði að Bridget Jones væri íhalds- kona í hjarta sínu þar sem hún þráði að festa ráð sitt og eignast fjölskyldu. Willett sagði í ræðu sinni á mið- vikudag að þó svo að mikið af ungu fólki kysi að gifta sig seint þá væri aukið hlutfall fólks sem fetaði í fót- spor Bridget með mislukkuðum ást- arævintýrum í leitinni að rétta mak- anum. Hann sagði að vonir fólks varðandi hjónabandið hefðu aukist með árunum. „Við gefum okkur lengri tíma til að leita að rétta mak- anum en erum þó alltaf leitandi að manneskjunni sem við viljum vera með það sem eftir er – spyrjið bara Bridget Jones,“ sagði Willetts enn- fremur. Fielding segir að Willetts hafi al- gerlega misskilið bækurnar um Brid- get Jones, einkum í ljósi þess að ein ástæðan fyrir því að Bridget vildi ekki fara út með Mark Darcy var sú hrylli- lega uppgötvun hennar að hann kaus Íhaldsflokkinn. Fielding segir Brid- get ekki bara vera örvæntingarfulla í viðleitni sinni til að festa ráð sitt. Líkt og allar nútímakonur sem hafa sjálfs- virðinguna í lagi, þá reynir hún að finna jafnvægi annars vegar milli póst-feminísks sjálfstæðis og efna- hagslegra valda og hins vegar þarf- arinnar til að elska og vera elskuð. Bridget Jones engin íhaldskona Þá er það á tæru - fröken Jones er engin járnfrú. Helen Fielding leiðréttir misskilning SIR CLIFF Richard hefur verið valinn leiðinleg- asta stjarna breskrar tónlistarsögu. Hann varð efstur á lista samkvæmt nýrri skoðanakönnun í vali á leiðinlegasta tón- listarmanni sem sung- ið hefur á breskri grundu. Keppnin var greinilega hörð því Barry Manilow verm- ir annað sætið og Donny Osmond þriðja. Fyrrverandi söngv- ari Take That, Gary Barlow, lenti síðan í fjórða sæti í könnuninni, sem gerð var á vegum símafyrirtækisins Telewest. Einnig var kannað hverjir væru villtustu rokkarar landsins. Ozzy Osbourne getur stært sig af því að hafa lent í fyrsta sæti. Eilífð- arrokkarinn Mick Jagger þarf heldur ekki að skammast sín en hann lenti í öðru sæti í þeim flokki, næst á undan eilífðarpönkaranum úr Sex Pistols, Sid heitnum Vicious. Liam Gallag- her, söngvari Oasis, sættir sig ugglaust ekki við niðurstöðurnar því hann lenti í sjöunda sæti og það á eftir bæði Robbie Williams og Rod Stewart! Sir Cliff hefur tækifæri til að verja mannorð sitt en hann er sem stendur á tónleikaferðalagi og geta áhugasamir séð hann spila næst á tónleikum í Belfast 15. október. Sir Cliff leiðinlegastur og Ozzy villtastur Cliff leiðinlegastur!?! Varla hafa milljónir kaupenda rangt fyrir sér - og drottningin líka. Niðurstöður breskrar símakönnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.