Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR gætu hugsanlega verið búnir að koma sér upp kjarnorku- sprengju eftir eitt til tvö ár. Þeir búa hins vegar nú þegar yfir hreyfanleg- um efnavopnum sem hægt er að beita með aðeins fjöru- tíu og fimm mínútna fyrirvara. Þetta er með- al þess sem er fullyrt í skýrslu sem Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, kynnti í gær en þá fór fram aukafundur á breska þinginu um þá ógn sem bresk og bandarísk stjórnvöld segja stafa af Saddam Hussein, forseta Íraks. Blair fullyrti í ræðu sinni í þinginu að þróun gereyðingarvopna í Írak væri í fullum gangi. „Sú aðferð, að reyna að halda Saddam í skefjum, virkar ekki. Gereyðingarvopnaáætlun hans hef- ur ekki verið lögð til hliðar heldur þvert á móti,“ sagði Blair. Blair viðurkenndi að hann hefði engar beinar sannanir fyrir því að Saddam hafi í hyggju að beita kjarn- orkuvopnum á næstunni en sagði að gripi alþjóðasamfélagið ekki í taum- ana mundi Íraksforseti telja að hann þyrfti ekki að afvopnast. „Einhvern tíma í ekki svo fjarlægri framtíð mun þessi ógn verða raunveruleg,“ sagði Blair. Þá hefjist átök sem gleypi allan heiminn. „Við þekkjum það að samningaviðræður, sem ekki byggjast á styrk hótun- ar um vopnavald hafa aldrei skilað árangri þegar einræðisherrar eiga í hlut og það mun aldrei gerast,“ sagði Blair. Reyndu að kaupa úran frá ónefndu Afríkuríki Skýrslan, sem ríkis- stjórn Blairs birti í gær opinberlega, er 55 síður að lengd og er hún byggð á upplýsingum frá njósnastofnunum. Deilt er um hvort þar sé að finna mikið af nýjum upplýsingum en sér- fræðingar hafa lengi fullyrt að Sadd- am hafi haldið áfram eftir Persaflóa- stríðið 1991 að þróa efna- og sýklavopn. Í skýrslunni segir hins vegar að Írakar hafi áætlanir um notkun þessara vopna, m.a. gegn shíta-múslimum í Írak, en þeir eru um 60% íbúa landsins en koma ekki að stjórn landsins þar sem súnní- múslimar ráða ríkjum. Er mögulegt, að því er segir í skýrslunni, „að beita sumum þessara vopna innan 45 mín- útna frá því að skipun þar að lútandi hefur verið gefin“. Segir ennfremur að Írakar gætu framleitt kjarnorkuvopn eftir 1–2 ár ef þeim tekst að komast yfir kjarn- kleyf efni eins og úran, auk „annarra nauðsynlegra þátta“. Kemur fram í skýrslunni að Írakar hafi reynt að festa kaup á umtalsverðu magni úr- ans frá ónefndu Afríkuríki en ljóst sé að engin þörf sé á því efni til borgaralegra nota í Írak. Þá hafa Írakar „með ólögmætum hætti“ haldið eftir allt að 20 al-Huss- ein-flugskeytum en þeim mætti skjóta á skotmörk í Ísrael eða á Kýpur, þar sem Bretland hefur her- stöð. Þeir munu einnig vera í óða önn að þróa langdrægar eldflaugar sem skjóta mætti alla leið til Ómans, til skotmarka á landamærum Írans og Afganistans sem og í Tyrklandi öllu. Loks er staðhæft að Írakar hafi „lært“ af fyrri samskiptum sínum við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna og muni gera allt sem í þeirra valdi standi til að leyna ger- eyðingarvopnaframleiðslu sinni ef eftirlitsmenn snúa á ný til landsins. Breska þinginu kynnt gögn um vopnaáætlun Saddams Husseins Íraksforseta Gæti komið sér upp kjarn- orkusprengju á 1–2 árum Reuters Ljósmynd af Arabil-100 eldflaug fylgdi skýrslu bresku stjórnarinnar. London. AFP. Sagður eiga hreyfanleg efnavopn sem beita mætti með litlum fyrirvara Tony Blair ávarpar breska þingið í gær. Reuters AL Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gagnrýndi utanrík- isstefnu George W. Bush Banda- ríkjaforseta mjög harðlega í fyrra- dag og einkanlega hugsanlegar hernaðaraðgerðir í Írak. Sagði hann, að þær gætu „stórskaðað“ baráttuna gegn hryðjuverkamönn- um um allan heim og verulega „veikt“ stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis. Enginn frammámaður í röðum demókrata hefur áður kveðið jafn fast að orði í gagnrýni sinni á rík- isstjórn Bush og hina nýju kenningu hans um réttinn til fyrirbyggjandi árása. Sagði Gore einnig, að ofur- áhersla Bush á að koma Saddam Hussein Íraksforseta frá stafaði meðal annars af því, að leitin að Osama bin Laden og öðrum leiðtog- um al-Qaeda hefði lítinn árangur borið. Afleiðingin væri meðal annars sú, að sá stuðningur, sem Bandarík- in hefðu notið eftir hryðjuverka- árásirnar fyrir ári, væri að gufa upp og Bandaríkin væru nú uppspretta „ótta og áhyggna“ um allan heim. „Með því að færa áhersluna á stríðið gegn hryðjuverkamönnum yfir á stríð gegn Írak hefur forset- inn með eftirminnilegum hætti eytt samúðinni með Bandaríkjunum og breytt henni í tortryggni og jafnvel fjandskap,“ sagði Gore. Gore flutti ræðu sína á sama tíma og unnið er að ályktunum á Banda- ríkjaþingi og hjá Sameinuðu þjóð- unum, sem heimila Bush að beita valdi til að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Hafa embættis- menn Hvíta hússins átt í viðræðum við demókrata og repúblikana um orðalagið, sem Gore segir, að sé allt of víðtækt. „Róttækt fráhvarf“ Bush, sem var á kosningaferða- lagi í New Jersey, ítrekaði fyrri áskoranir sínar um að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu harðorða ályktun með það fyrir augum að af- vopna Saddam. Hafði hann þau orð um, að nú kæmi í ljós hvort Samein- uðu þjóðirnar skiptu yfirleitt ein- hverju máli lengur. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti, segist hins veg- ar hafa „miklar áhyggjur“ af stefnu stjórnarinnar, sem sé „róttækt frá- hvarf“ frá stefnu allra ríkisstjórna, jafnt repúblikana sem demókrata, í hálfa öld. Segir Carter, að stefnu- breytingin sé „stórhættuleg landi okkar“. Ræða Gores, sem hann flutti hjá „The Commonwealth Club of San Francisco“, sem er virtur umræðu- vettvangur, stingur mjög í stúf við yfirlýsingar annarra þeirra demó- krata, sem hugsanlega munu sækj- ast eftir útnefningu sem forseta- frambjóðandi í kosningunum 2004. Hafa þeir hingað til stutt Bush með ráðum og dáð í Íraksmálinu. Aðeins þeir John Kerry, öldungadeildar- þingmaður fyrir Massachusetts, og Howard Dean, ríkisstjóri í Vermont, hafa verið á dálítið öðru máli þótt Kerry útiloki ekki stuðning við væntanlega ályktun um Írak á þingi. Gore hefur raunar lengi verið mjög harður í afstöðu sinni til Sadd- ams Husseins og hann var einn fárra demókrata, sem studdu álykt- un um heimild fyrir George Bush eldra til að ráðast á Írak 1991. Í febrúar síðastliðnum sagði hann, að hryðjuverkastríðinu yrði ekki lokið fyrr en gert hefði verið upp við Saddam. Í ræðu sinni á mánudag sagði Gore aftur á móti, að hann teldi Bush ganga allt of hart fram í Íraks- málinu. Án mikils alþjóðlegs stuðn- ings gæti stefna hans haft skelfileg- ar afleiðingar fyrir Bandaríkin og allan heiminn. Er það haft eftir Jano Cabrera, talsmanni Gores, að Gore styðji einhliða aðgerðir gegn Sadd- am Hussein svo fremi Bandaríkj- unum stafi yfirvofandi hætta af hon- um. Ekki hafi enn verið sýnt fram á það. Vísað á bug sem flokkspólitík Jim Dyke, talsmaður fram- kvæmdastjórnar Repúblikana- flokksins, vísaði á bug gagnrýni Go- res sem hreinni flokkspólitík. Sagði hann, að í ræðunni hefði eitt rekist á annars horn. Ljóst væri, að Gore kynni ekki að meta menn, sem hefðu ótvíræða forystuhæfileika. Gore gerði mikinn greinarmun á aðferðum þeirra Bush-feðga. Sagði hann, að árásin á Írak 1991 hefði réttlæst af því, að Írakar hefðu ráð- ist inn í Kúveit og þá hefði Bush eldri unnið að því með „með hægð og af skynsemi“ að koma á alþjóð- legri samstöðu. Til þingsins hefði hann ekki leitað fyrr en að loknum kosningum í Bandaríkjunum á miðju kjörtímabili og eftir að Sam- einuðu þjóðirnar hefðu samþykkt harða ályktun. Nú væri hins vegar Bandaríkjastjórn að velta fyrir sér innrás í annað land og allan kostn- aðinn af henni yrðu bandarískir skattborgarar að bera. Al Gore ræðst harkalega gegn stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu Segir Bush hafa eyðilagt sam- úðina með Bandaríkjunum Washington. Los Angeles Times. AP Al Gore á fundinum í San Francisco. Hann sagði m.a. að stefna Bush í Íraksmálinu gæti verulega veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis. LÖGREGLUMAÐUR dó af völdum sprengju og þrír aðrir særðust í gær- morgun í Navarra á Norður-Spáni er þeir reyndu að fjarlægja skilti með slagorðum ETA-hreyfingar aðskiln- aðarsinna Baska. Hafði sprengjunni verið komið fyrir aftan á skiltinu. Daginn áður dóu tveir menn, sem grunaðir eru um að hafa verið liðs- menn ETA, þegar bíll þeirra sprakk í borginni Bilbao. Er talið að þeir hafi verið að undirbúa hryðjuverk en í bílnum var taska með 10–15 kílóum af dínamíti, að sögn innanríkisráð- herra Spánar, Angel Acebes. Lík mannanna tveggja sundruðust. Lög- reglu tókst þó að bera kennsl á ann- an þeirra, Odei Galarraga, en ljós- mynd af honum fannst í flaki bílsins. Tilræði á Spáni Sprengja aftan á skilti Pamplona. AFP. TUTTUGU og einn nemandi lét lífið og 52 slösuðust þegar stigahandrið gaf sig í skóla í Innri-Mongólíu í Kína í fyrra- kvöld. Slysið átti sér stað í skóla í borginni Fengzhen þegar nokkur hundruð barna hröðuðu sér niður stiga eða tröppur í myrkum gangi að loknum skóladegi. Er haft eftir vitnum, að myrkrið hafi verið svo mikið, að börnin hafi ekkert séð og þess vegna hafi þröngin í stig- anum verið jafn mikil og raun var vitni. Þegar börnin lögðust á handriðið, brotnaði það með þeim afleiðingum, að þau steyptust niður og lenti hvert ofan á öðru. Talið er, að bana- mein þeirra flestra, sem létust, hafi verið köfnun. Skólinn var til húsa á efstu hæð þriggja hæða byggingar en skrifstofur og verslanir á neðri hæðunum. Lítið eftirlit Oft er lítið eftirlit með, að farið sé eftir byggingarreglu- gerðum í Kína en mestu slysin stafa yfirleitt af eldsvoðum. Á jóladag árið 2000 fórust 309 manns þegar eldur kom upp á dansstað á fjórðu hæð bygging- ar í borginni Luoyang í Henan- héraði. Við rannsókn kom í ljós, að neyðarútgangurinn hafði verið leigður undir verslun og honum lokað. Meira en 50.000 manns létust í vinnuslysum ýmsum í Kína á fyrra misseri þessa árs. 21 barn fórst er stigi gaf sig Peking. AFP. Stórslys í skóla í Kína BANDARÍSK yfirvöld sendu í gær um 200 hermenn til Fílabeinsstrand- arinnar til að vernda um 160 banda- rísk skólabörn sem eru innlyksa í Bouake en uppreisnarmenn sitja um borgina. Til harðra skotbardaga kom í fyrrinótt og sagt er að stjórnarher- inn hafi farið inn í Bouake. Don Sewell, talsmaður varnar- málaráðuneytisins, sagði að sendi- herra Bandaríkjanna á Fílabeins- ströndinni hefði óskað eftir því að bandarískir hermenn kæmu til landsins. Um er að ræða hermenn sem gegnt hafa herskyldu í Evrópu. Bouake hefur verið sambandslaus við umheiminn frá því misheppnuð valdatilraun var gerð á fimmtudag. Fílabeinsströndin Bandaríkin senda hermenn Washington. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.