Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 41 Aðalfundur - Kjördæmisþing Aðalfundur Kjördæmisráðsins verður haldinn dagana 5. og 6. október 2002 á Hótel Héraði, Egilsstöðum Á fundinum verða framboðsmál flokksins vegna alþingiskosninganna nk. vor tekin til umræðu m.a. hvort viðhaft skuli prófkjör við val á framboðslista flokksins. Stjórn kjördæmisráðsins gerir ekki tillögu um prófkjör. Dagskrá aðalfundar: Fundur verður settur kl. 13.30 laugardaginn 5. október. 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skipun kjörbréfanefndar, uppstillingarnefndar og allsherjarnefndar. 3. Skýrsla fráfarandi stjórnar og reikningar kjördæmisráðsins. 4. Ræða: Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. 5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. 6. Lagabreytingar. 7. Ákvörðun árgjalds. 8. Stjórnmálaályktun lögð fram: Umræður. 9. Kosningar: - Kjör formanns. - Kosning 6 stjórnarmanna. - Kosning 7 varamanna. - Kosning kjörnefndar. - Kosning fulltrúa í flokksráð skv. 14. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. - Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 10. Ávörp þingmanna. 11. Framboðsmál; Framsaga og umræður. Fundarhlé verður gert um kl. 18.00 en kl. 19.00 koma þingfulltrúar saman, blanda geði og halda til kvöldverðar, sem gert er ráð fyrir að hefjist kl. 20.00. Ýmislegt verður sér til gamans gert undir borðum og eftir borðhald. Fundi verður fram haldið á sunnudag kl. 10.30. 12. Lagabreytingar; afgreiðsla. 13. Stjórnmálaályktun; afgreiðsla. 14. Önnur mál. Þingslit áætluð kl. 12.00. Geir H. Haarde Halldór Blöndal Tómas Ingi Olrich Arnbjörg Sveinsdóttir Sigríður Ingvarsdóttir Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks, norðausturkjördæmi Stjórn kjördæmisráðs Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Glasgow eða Edinborg frá kr. 19.562 3 nætur - 10. október Verð kr. 33.350 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, Hannover Hotel, Edinborg. Flug og skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Einstakt tækifæri á helgarferð til Glasgow eða Edinborgar þann 10. október á hreint ótrúlegum kjörum. Beint flug kl. 17 til Glasgow og þú getur valið um dvöl í Glasgow eða rútuferð með fararstjórum okkar til Edinborgar og dvalið þar á úrvalshótelum í hjarta borgarinnar. Brottför til baka kl. 11 á sunnudagsmorgni til Íslands.Verð kr. 19.562 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, skattar. Verð kr. 23.450 Flugsæti og skattar. EVRÓPUMÓT taflfélaga hófst í Halkidiki í Grikklandi á sunnudaginn var. Til liðs mættu 43 af sterkustu taflfélögum Evrópu og margir af sterkustu skákmönnum heims. Stigahæsta liðið er Nao frá Frakklandi með sjálfan Kramnik á fyrsta borði, en hann ómakaði sig ekki til að mæta í fyrstu umferð. Taflfélagið Hellir er meðal þátttakenda á mótinu. Hellismenn eru í 28. sæti í styrkleika- röðinni og það er því ljóst að mótið verður þeim erfitt. Í fyrstu um- ferð mætti Hellir hinni ægisterku sveit ofur- stórmeistara, Sibir Tomsk frá Rússlandi. Sú sveit er okkur Íslendingum að góðu kunn enda tók félagið þátt í undanrásariðli Evrópukeppni tafl- félaga 1999 þegar hún fór fram í Hellisheimilinu. Þá var Morozevich á fyrsta borði, en hann var fjarri góðu gamni nú. Sveitin er engu að síður af- ar sterk og má nefna að Konstantin Landa (2.621) tefldi á fimmta borði. Landa þessi er reyndar ágætlega þekktur hér innanlands, enda félagi í Hróknum. Þrátt fyrir fjarveru Ís- landsmeistara Hróksins hafa þeirra sterkustu félagsmenn ekki látið það á sig fá og mætt engu að síður! Loek Van Wely teflir með frönsku sveitinni Clichy, Ivan Sokolov teflir með Bosna frá Bosníu og Malakhov teflir með Evrópumeisturunum Norelsky Nik- el. Hellismenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign fyrstu umferðar, frekar en við var að búast. Henni lauk 5-1 Síberíumönnunum í vil: Hannes Hlífar – Filipov (2.615) 0-1 Motylev (2.634) – Helgi Ólafsson 1-0 Ágúst S. Karlsson – Pigusov (2.622) ½–½ Kobalia (2.625) - Ingvar Ásmundsson ½–½ Snorri G. Bergsson – Landa (2.621) 0-1 Belozezov (2.541) – Gunnar Björnsson 1-0 Ágúst tefldi mikla hasarskák og lauk henni með jafntefli í um 50 leikj- um. Snorri óð á Hróks- og Síb- eríumanninn og hrakti snarlega nýja byrjunar- hugmynd sem ættuð var frá Morozevich! Hann blés til sóknar og að sögn þriggja rúss- neskra stórmeistara átti Snorri vænlega vinningsleið. Landa náði að verjast og land- aði vinningnum eftir tímamörkin. Öll liðin frá Norðurlöndunum töpuðu í fyrstu umferð. Andstæðingarnir Hellis í annarri umferð voru heimamenn, klúbburinn Chess Aca- demy D.E.I. frá Norð- ur-Grikklandi. Í keppn- inni í fyrra mættu Hellismenn liði frá Krít og vekur það athygli að með gríska liðinu tefla nú a.m.k. tveir þeirra sem tefldu með krítversku sveitinni í fyrra. Greinilegt að Grikk- irnir víla ekki fyrir sér að skipta um klúbba, fremur en margir íslenskir skákmenn. Hellismenn eiga annars góðar minningar frá þeirri viðureign sem vannst 4½-1½ og það þrátt fyrir að Grikkirnir væru töluvert sterkari á pappírnum. Grikkirnir nú voru einnig sterkari á pappírnum. Meðal- stig sveitarinnar eru 2.466, en með- alstig Hellismanna eru 2.392. Grikk- irnir voru stigahærri á fimm borðum. Aðeins Hannes var stigahærri á fyrsta borði heldur en andstæðingur hans. Grikkir náðu fram hefndum fyrir landa sína frá því í fyrra og unnu sigur 4½-1½ : H. Banikas (2.521) – Hannes Hlífar 1-0 Helgi Ólafsson – S. Marjanovic (2485) 0-1 A. Mastrovasilis (2.461) – Ágúst S. Karlsson 1-0 Ingvar Ásmundsson – D. Mastrovasilis (2462) 0-1 A. Karayiannis (2.391) – Snorri G. Bergsson 0-1 Andri Á. Grétarsson – Sergey T Pinchuk (2.425) ½-½ Hannes lék af sér í jafnri stöðu. Helgi Ólafsson fékk fljótlega verra og varð að játa sig sigraðan. Ágúst Sindri fékk verra út úr byrjuninni og freistaði þess að fórna peði fyrir spil. Það gekk ekki upp og varð hann að sætta sig við ósigur. Ingvar Ás- mundsson lék af sér peði og þrátt fyr- ir kröftuga mótspyrnu varð hann að játa sig sigraðan. Snorri var með furðulega stöðu og þótti mönnum sem Snorri væri í vandræðum, en hann tefldi af krafti og vann mjög góðan sigur. Andri Áss Grétarsson fékk verra, en tryggði sér þráskák með mannsfórn. Ekki væsir um menn á skákstað. Veðrið er til fyrirmyndar, eins og bú- ast mátti við, og aðstæður allar hinar bestu. Enn hefur ekki sést til Kramn- iks og grunar marga að hann muni ekki láta sjá sig þrátt fyrir að vera skráður á fyrsta borð hjá NAO frá Frakklandi. Sigurður Daði efstur á Haustmóti TR Sigurður Daði Sigfússon heldur enn forystunni á Haustmóti TR þeg- ar þrjár umferðir eru til loka mótsins. Hann er með 6½ vinning í 8 skákum. Enn getur þó allt gerst og Magnús Örn Úlfarsson er einungis hálfum vinningi á eftir Sigurði Daða, auk þess sem fleiri gætu jafnvel blandað sér í baráttuna um efsta sætið 1. Sigurður Daði Sigfússon 6½ v. 2. Magnús Örn Úlfarsson 6 v 3.-5. Guðmundur Halldórsson, Davíð Kjartansson, Kristján Eðvarðsson 5 v. 6.-7. Dagur Arngrímsson, Torfi Leósson 4 v. 8. Sigurður P. Steindórsson 3½ v. 9.-10. Björn Þorsteinsson, Sigurbjörn Björnsson 3 v. 11. Jón Árni Halldórsson 2 v. 12. Halldór Pálsson 1 v. Í B-flokki eru þeir Stefán Bergs- son og Stefán Freyr Guðmundsson efstir og jafnir með 7 vinninga. Í C- flokki er Sturla Þórðarson efstur með 7 vinninga. Evrópumót taflfélaga Snorri G. Bergsson Daði Örn Jónsson SKÁK Halkidiki, Grikklandi EVRÓPUMÓT TAFLFÉLAGA 2002 22.–28. september 2002 Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á ellefu borðum í Gullsmára mánudaginn 23. sept. sl. Meðalskor var 220. Efst vóru: NS Þorgerður Sigurgd. og Stefán Friðbj. 253 Karl Gunnarss. og Ernst Backman 245 Viðar Jónss. og Guðjón Ottóss. 234 AV Helga Helgad. og Þórhildur Magnúsd. 305 Sigurpáll Árnas. og Kristinn Guðm. 283 Diana Kristjánsd. og Ari Þórðars. 254 Spilað á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Bikarkeppni BSÍ 2002 Undanúrslit og úrslit verða spiluð í Síðumúla 37 um næstu helgi. Undanúrslit: Laugardagur 28. sept. kl. 11. Spilaðar verða tvær 24 spila lotur. 1. Orkuveita Reykjavíkur/Páll Valdimars- son-SUBARU-sveitin/Jón Baldursson 2. Guðmundur Sv. Hermannsson-Þórólfur Jónasson Úrslit: Sunnudagur 29. sept. kl. 10. Spilaðar verða tvær 32 spila lotur. Áhorfendur eru hvattir til að fjöl- menna og fylgjast með spennandi keppni. Núverandi Íslands- og bikar- meistarar eru sveit Orkuveitu Reykjavíkur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög góð þátttaka var sl. föstudag eða 27 pör og var spilað á 14 borðum. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 391 Jón Pálmason – Ólafur Ingvarss. 366 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 352 Vilhj. Sigurðss. – Þórður Jörundss. 347 Hæsta skor í A/V: Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 383 Ásta Erlingsd. – Sigurður Pálsson 339 Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 339 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 335 Það var hins vegar „aðeins“ spilað á 9 borðum þriðjudaginn 17. sept- ember en þá urðu úrslit þessi í N/S: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 259 Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 235 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánss. 233 Hæsta skor í A/V: Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 326!!! Guðm. Þórðarson – Magnús Þorsteinss. 232 Bragi Björnss. Þórður Sigfússon 227 Meðalskor á þriðjudag var 216 en 312 á föstudag. Frá Bridsfélagi Suðurnesja Fyrsta verðlaunamótinu er lokið. Úrslit 3. kvölds urðu: Kristján Kristjánss. – Garðar Garðarss. 130 Arnór Ragnarss. – Karl Hermannsson 126 Grethe Íversen – Svala Pálsdóttir 122 Karl Einarsson – Björn Dúason 116 Lokakvöldið breytti engu hvað verðlaunasæti snerti. Þessi pör hlutu verðlaun: Kristján Kristjánsson – Garðar Garðarsson Arnór Ragnarsson – Karl Hermannsson Kjartan Ólason – Óli Þór Kjartansson Næsta keppni er sveitarokk. Þrír átta spila leikir á kvöldi. Ekki þarf að mynda sveitir. Þumalína Allt fyrir mömmuna og barnið Skólavörðustíg 41 Póstsendum, s. 551 2136

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.