Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFNT var til næstsíðustu tón- leika UNM á Íslandi 2002 fyrir troðfullum sal Listasafns Íslands í Hafnarhúsinu við hlutfallslega met- aðsókn. Að vísu komu alls fram nærri 15 íslenzkir hljómlistarmenn og aðstandendur því ugglaust ein- hver partur tónleikagesta, en að öðru leyti lágu ástæður þessa skyndilega aðstreymis ekki í aug- um uppi. Þrír Finnar, ýmist enn eða áður við nám í Sibeliusarakademíunni í Helsinki, áttu fyrstu tónsmiðar kvöldsins. Á vaðið reið Perttu Haapanen (f. 1972) með „Mimetic Elegy“ (11 mín.) fyrir flautu, fiðlu og píanó. Burtséð frá votti af hermikontrapunkti í byrjun og enda var litla formræna festu að finna, en því meira af „gestík“. Miðað við hvað því var oft hent á loft í hléum á hátíðinni mætti halda að hugtakið (til bráðabirgða snarað sem „tjábrigði“) væri heitasta lausnarorð augnabliksins. Það minnti mann auðvitað strax á keimlíkt lausnarorð barokktímans – „affekt“ – enda þótt barokkhöf- undar takmörkuðu sig við einn ráð- andi affekt í hverjum þætti. Um dæmigerðustu verk á UNM mætti aftur á móti segja að tjábrigða- notkun þar væri síbreytileg og ósjaldan sundurlaus. Allt um það virtist í látbragðsharmljóði Haap- anens mega greina ákveðinn leik- rænan heildarsvip, kryddaðan austrænum undirtóni af japönskum No-sjónleik. „WIDE“ (8½’) fyrir klarínett og píanókvartett eftir Sampo Haapa- maki (f. 1979) gerði m.a.s. sérstaka dyggð úr sundurleysinu ef marka mátti orð höfundar í tónleikaskrá: <fi>„...a multi textural piece whose aim is not<fn> [leturbr. mín] <fi>to unify itself“.<fn> (Ja hérna). Það bezta við þetta gestískt ágenga stykki var óvenjuvel heppnað niðurlag þess, að ógleymdum snörpum flutningi Nordlys fereykisins og Þórarins Más Baldurssonar. Uljas Pulkkis (f. 1975) samdi verk sitt „Vigor“ (7½’) fyrir píanó, bassaklarínett, selló og básúnu. Jafnvel þótt væri allur af vilja gerður, var maður þá þegar tekinn að lýjast eftir undangengin tjá- brigði í þverpokum. Alltjent heyrði maður sárafátt bitastætt úr þessu frekar einstrengingslega og há- væra verki sem hvergi fór neðar en forte í styrk. Í stuttu máli grimmt, dimmt og þreytandi. Sama mætti segja um danska sextettinn næst á eftir, „Happiness in Slavery“ (6:50) eftir Simon Christensen (f. 1971), saminn fyrir sópran, klarínett, víólu, slagverk, um hvern undirr. krotaði til minnis „chaotico am- orfo“ (og fleira miðlungi skárra sem mæta má afgangi), áður en það leið endanlega úr minni. Hagur strympu vænkaðist hins vegar eftir hlé, þegar kvartettinn „Hugo“ lék þrjá strengjakvartetta. Nafnið var að líkindum dregið af upphafsstöfum úr nöfnum flytjenda og einsýnt að hópurinn, fjórir ungir félagar úr íslenzku „UNM-sveit- inni“ gæti varla verið gamall í hett- unni. Því óvæntara og meira afrek var það hvað honum tókst samt að skila miklu, og í vaxandi mæli með hverju verki, því ópusarnir voru það krefjandi að í raun hefði ekki veitt af langsjóuðum atvinnukvar- tetti til starfans. Hinn sænskfæddi Mika Pelo (f. 1971) var ábyrgur fyrir „Misty“ (13’) – ekki kenndum við sam- nefndan djassstandarð heldur þoku í Stokkhólmsskerjagarði. Framan af var smíðin innileg og jafnvel dul- úðug, en mótaðist síðar af epísód- ísku ferli allólíkra smákafla, oft með áberandi „urmuls“áferð trilla, ein- og tvítóna tremólóa og gripla. „Elegy for String Quartet“ (18’) eftir Arnar Bjarnason var saminn í minningu náins vinar. Verkið, sem í fyrsta hluta gat stöku sinni minnt á krómatískan miðskeiðs-Sjostako- vitsj, var ef nokkuð enn erfiðara í flutningi en hið fyrra, en samt glettilega vel leikið. Þrátt fyrir slembikenndar innkomur, dropótta punktamúsíkstaði og ördýnamíska hendingabyggingu var verkið blæ- brigðaríkt og svipmikið, en hefði kannski grætt á 2–3 mínútna stytt- ingu áður en lauk. Síðasta verk kvöldsins, þríþætt- ur strengjakvartett Hidekis Kozak- una (f. 1970 í Japan), „Triangle“ (18’) var hreint út glæsilega leikið, enda þrátt fyrir krefjandi en gegn- sæjan rithátt (og þar með auðheyr- anlegri feilnótur en í fyrri verkum) spilvænt og músíkantískt skrifað. Tónverk sem gaman er að spila miðlar oftar en ekki ánægju flytj- enda áfram til hlustenda eins og raun bar vitni. Tónmál Hidekis var skýrt mótað með afmarkaðri hend- ingaskipan og greinilegri hrynpúls en í fyrri verkum kvöldsins og kom fyrir vikið „mælskara“ og persónu- legra út – jafnvel þótt því fylgdi nokkur áhætta á mælistiku frum- leikakröfunnar, þegar skuggi meistara Bartóks, áhrifamesta tón- skálds 20. aldar í þessari dýru tón- grein, virtist stöku sinni voma yfir bakgrunni. Þó sýnu mest í loka- þættinum sem kinnroðalaust sór sig í þjóðlagaætt við fjallamenn- ingu Balkanbúa með m.a. ómót- stæðilega sópandi etnískum tré- klossapolka. Endað var á kankvísri stuttri hvíslandi lokastrófu í víólu. Fyrir þennan áheyrilega litla gimstein var vel þess virði að þreyja þorra og góu fyrri hálfleiks, enda var bravóað frá hjartanu og höfundi og skeleggum túlkendum hans óspart klappað lof í lófa. TÓNLIST Hafnarhúsið Perttu Haapanen: Mimetic Elegy (Berg- lind María Tómasdóttir flauta, Ari Vil- hjálmsson fiðla og Ása Briem píanó). Sampo Haapamaki: WIDE (Nordlys kvart- ettinn (Christine Pryn fiðla, Asger Hen- riksen klarínett, Frederik Waage selló, Joachim Olsson píanó) auk Þórarins Más Baldurssonar víóla). Uljas Pulkkis: Vigor (Nordlys kvartettinn (án fiðlu, en með Henriksen á bassaklarínett) auk Ingi- bjargar Guðlaugsdóttur básúna). Simon Christensen: Happiness in Slavery (Hall- veig Rúnarsdóttir söngur, Ingólfur Vil- hjálmsson klarínett, Kjartan Guðnason slagverk, Þórarinn Már Baldursson víóla, Hrönn Þráinsdóttir píanó, Borgar Magna- son kontrabassi; stj.: Guðni Franzson). Mika Pelo: Misty (Strengjakvartettinn Hugo (Una Sveinbjarnardóttir & Hrafn- hildur Atladóttir fiðlur, Guðrún Hrund Harðardóttir víóla, Hrafnkell Orri Egilsson selló). Arnar Bjarnason: Elegía fyrir strengjakvartett (Hugo). Hideki Kozak- urah: Triangle Quartet (Hugo). Föstudag- inn 6. september kl. 21:30. UNG NORDISK MUSIK Tjábrigði í þverpokum Ríkarður Ö. Pálsson BJÖRT stúlka, vafin hvítu líni og með langan línslóða á eftir sér, ligg- ur í hraungjótu; undir moldarbarði; á lágum hól undir ólgandi svart- hvítum skýjum. Austurríski ljós- myndarinn Marielis Seyler sýnir um þessar mundir í Listasal Man við Skólavörðustíg myndröð sem hún tók á Íslandi síðasta sumar og kall- ar Kyrrð. Svarthvítar myndirnar tefla saman dramatísku en þó kyrru landinu og mýkt kvenleikans. „Myndirnar eru þöglar en þó hlaðnar spennu,“ segir Seyler og bendir á sterkar andstæðurnar. „Það er svo mikill kraftur undir- liggjandi í íslenska landslaginu, þótt myndirnar séu þöglar er eins og landið geti sprungið upp á hverri stundu. Þetta er uggvænleg kyrrð. Mig hafði langað að koma til Ís- lands allt frá árinu 1972 en kom svo ekki fyrr en í fyrra. Stúlkan kom með mér og ég var með þennan tuttugu metra langa hvíta lín- stranga sem mig langaði að tefla gegn landslaginu. Það gekk alveg upp, formrænt og tilfinningalega. Ég ók um í nokkra daga og skoðaði landið en svo fór að ég fann flesta áhrifamestu staðina í nágrenni Kleifarvatns og á Reykjanesskag- anum. Líndregillinn tengist víð- áttum landsins, er stundum eins og fljótandi vatn í svörtum sandinum og hrauni.“ Marielis Seyler hefur lengi feng- ist við ljósmyndun en hún sýndi fyrst verk sín fyrir tæpum fjórum áratugum. Við listsköpun sína hef- ur hún oft notast við efni eins og vax og umbúðapappír; hún prentar myndir sínar stórar og vinnur í þær með litum. Í einni myndröðinni tók hún myndir af náttúrunni, einkum trjám sem hafa verið söguð niður, og lét stór prentin liggja úti yfir vetur. Um vorið höfðu þær látið mikið á sjá, voru óhreinar og veðr- aðar, og dýr höfðu rifið flipa úr pappírnum. Þá voru þær sýndar. „Ég hef líka gert myndröð með trjá- stúfum og stækkað myndirnar stór- ar, farið með þær í skóla þar sem börn hafa málað á þær og kenn- ararnir um leið notað tækifærið til að ræða um náttúruna. Ég sæki myndefnið gjarnan í náttúruna; ég hef gert myndir af dauðum dýrum til dæmis. Ég kann vel að meta nátt- úruna en ég þjáist líka með henni.“ Seyler segir að í Íslandsmyndum sínum hafi hún ekki viljað gera neitt við myndirnar, bara sýna þær eins og þær voru teknar, bara oft á tíðum stækkaðar býsna stórar. „Þetta land er svo ljóðrænt, og birt- an breytist látlaust. Ég hef aldrei kynnst slíku fyrr,“ segir hún. Myndir Marielis Seyler af ís- lensku kyrrðinni verða á næstunni sýndar í sýningasölum í New York, Köln og Vínarborg. Morgunblaðið/Einar Falur Marielis Seyler sýnir myndir sínar í Listasasal Man við Skólavörðustíg. Íslenska kyrrðin ORGELTÓNLEIKAR verða í Langholtskirkju í hádeginu fram á föstudag og er það liður í 50 ára af- mælishátíð Langholtssöfnuðar á þessu ári og er þess minnst í vik- unni. Fyrsti sóknarnefndarfundur- inn var haldinn 24. septembrer 1952. Fyrstu tónleikarnir voru í hádeg- inu í gær og voru þá sérstaklega boðnir nemendur úr Langholts- skóla, en skólinn er jafngamall söfn- uðinum. Jón Stefánsson, kantor Langholtskirkju, lék þá á Noack- orgelið efnisskrá sem var sérstak- lega hugsuð fyrir þennan aldurshóp. Í bland við þekkt orgelverk, s.s. Toccötu og Fúgu í d-moll, lék hann lög eftir Bubba Morthens og úr Lion King. Efnisskráin verður end- urflutt í hádeginu á morgun, fimmtudag, kl. 12.10 en þá eru nem- endur Vogaskóla sérstakir gestir. Í hádeginu á föstudag leikur síðan Guðmundur Sigurðsson, nýráðinn organleikari Bústaðakirkju, og munu nemendur Menntaskólans við Sund verða sérstakir gestir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Auk þessara tónleika eru opnar æfingar hjá kórum kirkjunnar. Í dag er opin æfing hjá Krúttakórn- um, en það er yngsti kór kirkjunnar, skipaður 4–7 ára börnum. Æfingin hefst kl. 17 en kl. 20 er æfing hjá Kór Langholtskirkju sem einnig er opin. Morgunblaðið/Kristinn Nemendur úr Langholtsskóla hlýða á Jón Stefánsson leika á orgel. Hádegistónleikar í Langholtskirkju ÉG er eiginlega alveg í öngum mínum út af þessu. Ég veit eigin- lega ekki hvað er að Eddie Murphy. Myndirnar hans verða verri og verri, og þessi er sú allra versta. Hvorki stendur steinn yfir steini í sögunni né framvindu hennar, og svo eru brandaranir – sem hefðu getað reddað málunum – barnalegir og hreinlega lélegir. Eddie minn, þótt þú sért sætur með ótrúlegan hlátur, þá bara verðurðu að vanda þig meira. Myndin gerist í framtíðinni, og Eddie leikur bareiganda, Plútó Nash, með vafasama fortíð. En bar- inn gengur vel og því vill mafían komast inn. Myndin gengur síðan út á að Plútó er á flótta með gröðu vél- menni og glötuðum söngvara. Þótt myndin hafi kostað ótrúlegar fjárhæðir er allt útlit hennar heldur hallærislegt. Og tímanum sem hefur verið eytt í þessa vitleysu! Fyrst all- ir þessir mjög svo fínu leikarar, síð- an tók það framleiðendur þrjú ár að þora að setja myndina á markað og núna er bara vonandi að áhorfendur fari ekki líka að sóa sínum tíma. Ein stjarna - bara fyrir brosið hans Eddie. KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Akureyri og Keflavík Leikstjórn: Ron Underwood. Handrit: Neil Cuthbert. Kvikmyndataka: Oliver Wood. Aðalhlutverk: Eddie Murpy, Randy Quaid, Rosario Dawson, Joe Pantoliano og Pet- er Boyle. USA 95 mín. Warner Bros. 2002. THE ADVENTURES OF PLUTO NASH/ ÆVINTÝRI PLÚTÓ NASH  Eddie þó! Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.