Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 39
Á EVRÓPSKUM tungumáladegi, 26. september, efnir menntamála- ráðuneytið til málþings um tungu- málakennslu. Yfirskrift málþings- ins er „Straumar og stefnur í kennslu erlendra tungumála á Ís- landi“, og verður haldið á Grand hóteli kl. 14.00–17.00. Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands annast skipulagningu og fram- kvæmd þingsins. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra setur málþingið með ávarpi. Á dagskrá þingsins verður m.a. umfjöllun um viðhorf til tungumála hér á landi og tungu- málakennarar í grunn- og fram- haldsskólum fjalla um kosti og galla gildandi aðalnámskráa í er- lendum tungumálum. Nokkrir stjórnendur fyrirtækja greina frá viðhorfum sínum til tungumála og tungumálakunnáttu og ungt fólk greinir frá gildi þess að hafa tungumálakunnáttu í farteskinu í leik og starfi. Auk þess verða al- mennar umræður. Málþingið er op- ið öllum meðan húsrúm leyfir og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Málþing um tungumála- kennslu „Heilbrigði býr í huganum“ er yfir- skrift fræðsluhelgar 28. til 29. sept- ember nk. sem Parkinsonsamtökin á Íslandi standa að fyrir parkinson- veika og fjölskyldur þeirra og vini. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig vel- komið. Dagskráin stendur frá 9.30 til 16.00 báða dagana. Hægt er að skrá sig hjá Parkinsonsamtökunum. Leiðbeinendur verða Svend Ander- sen sálfræðingur og Inger-Marie Ør- ner hjúkrunarfræðingur, bæði frá Danmörku. Þau eru bæði með park- insonsjúkdóm og hafa starfað saman að því að leiðbeina fólki með sama sjúkdóm og fjölskyldum þeirra um hvernig njóta megi sem mestra lífs- gæða þrátt fyrir breyttar aðstæður í lífinu. Fræðslan verður í formi stuttra erinda sem síðan verður fjallað um í hópavinnu í kjölfarið. Erindin og umræður verða túlkuð jafnóðum eft- ir þörfum. Fræðsluhelgi Parkinson- samtakanna SÆNSK-íslenska verslunarráðið efnir næstkomandi föstudag til fund- ar um efnið einkaframkvæmd í heil- brigðiskerfinu. Fundurinn er opinn öllum og á að standa frá 15 til 17.30 í Súlnasal Radisson SAS, Hótel Sögu, í Reykjavík. Frummælendur eru Johan Hjertequist, forstöðumaður rann- sóknadeildar um heilbrigðismál hjá Timbro stofnuninni í Stokkhólmi, Anna Sigrún Baldursdóttir, fram- kvæmdastjóri Liðsinnis ehf., og Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir blóð- meinafræðideildar LSH og dósent við læknadeild HÍ. Auk þeirra þriggja munu taka þátt í pallborðsumræðum þeir Magnús Pétursson, forstjóri LSH, og Þórir Björn Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Fundar- stjóri verður Thomas Möller, aðstoð- arforstjóri Lífs hf. Fundur um einkavæðingu í heilbrigðis- kerfinu BÚNAÐARBANKINN býður til morgunverðarfundar á Hót- el Sögu, Ársölum, miðvikudag- inn 25. september kl. 8–9.30. Á fundinum birtir greiningadeild Búnaðarbankans, fyrst ís- lenskra fjármálafyrirtækja, spá um hagvöxt og efnahags- horfur á þessu og næsta ári. Jafnframt verður fjallað um þróun einkaneyslu og fjárfest- inga út frá sjónarhóli atvinnu- lífsins. Á dagskrá fundarins eru þrjú erindi: Björn Rúnar Guð- mundsson hagfræðingur ræðir um hagspá Búnaðarbankans 2002 og 2003 – Gamaldags að- lögun með nýjum formerkjum. Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri Baugs-Íslands, fjallar um efnið Kauphegðun og hagsveiflan – „Er aðlöguninni lokið?“ Árni Tómasson banka- stjóri ræðir fjárfestingar at- vinnufyrirtækja og viðbrögð við breyttum aðstæðum. Rætt um efna- hagshorfur og einkaneyslu FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 39 „Ég hafði misst tvo fiska í Fern- ishyl kvöldið áður þannig að mér fannst spennandi að byrja þar morguninn eftir. Annar þessara sem ég missti var stór og ég vissi af nokkrum boltafiskum í hylnum. Þetta er hægur og auðveldur hylur að veiða þannig að ég byrjaði með flugu, var með tommulanga svarta Snældu með grænu og gulu skotti, og fiskurinn tók bara í fyrsta kasti,“ sagði Guðjón V. Reynisson, sem landaði um það bil 16,5 punda sjóbirtingi í Geirlandsá síðastliðinn föstudagsmorgun. Gleymdi stund og stað „Ég var einn þarna og það má eiginlega segja að ég hafi gleymt stund og stað, svo gersamlega hvarf ég inn í verkefnið. Það var svo margt sem flaug í gegnum hug- ann eftir að ég sá hvers lags tröll þetta var, hvar og hvernig best væri að standa að glímunni og lönduninni. Hvort ég myndi ná honum, hvernig hald flugan hefði. Fiskurinn var ekkert erfiður þannig séð, hann þumbaðist mikið og synti stundum með látum upp og niður hylinn, en það var undir lokin sem leikurinn varð síðan tví- sýnn. Útfallið úr hylnum þeim megin sem ég stóð er í miklum flúðum með grjóti, en miklu rórra vatn hinum megin. Ég var búinn að sjá þetta og óð varlega yfir. Það var síðan eins gott, því fiskurinn sótti að þessum flúðum, en staða mín var þá orðin betri og ég gat stýrt honum rétta leið. Stirtlan á honum var svo sver að ég missti fiskinn strax og ég reyndi að sporðtaka hann, en það kom ekki að sök. Hins vegar hefði þessi glíma tapast ef henni hefði ekki lokið þarna, því að hald önglanna var orðið mjög lélegt og það hefði strax rifnað úr honum ef hann hefði t.d. náð að komast í flúðirn- ar,“ sagði Guðjón ennfremur. Enn dauft Sjóbirtingshængur Guðjóns var 87 sentimetrar og er stærsti sjó- birtingur sem veiðst hefur á flugu í sögu Stangaveiðifélags Keflavíkur eftir því sem fram kemur á vef SVFK. Nokkru síðar missti Guðjón annan stórbirting í sama hyl á maðk og telur hann þann fisk hafa verið a.m.k. jafn stóran og senni- lega stærri en þann sem vó 8,2 kg, eða rétt tæp 16,5 pund. Þrátt fyrir þessi stórfiskatíðindi er enn mjög dauf veiði í Skafta- fellssýslum, þannig fengu Guðjón og félagar aðeins fimm fiska á fjór- ar stangir á tveimur dögum, þar af tvo laxa, og haustvertíðin hafði að- eins gefið milli 70 og 80 birtinga um síðustu helgi. Í Fossálum er svipaða sögu að segja, örfáir fiskar eru að togast upp, einn og einn þó stór, t.d. bæði 9 og 11 punda fiskar nýverið. Risabirtingur úr Geirlandsá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Guðjón V. Reynisson með sjóbirtinginn stóra. DEILT um sparisjóð heitir fyrsti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra á veg- um Hádegisháskóla Stjórnendahá- skóla HR sem fer fram næstkomandi fimmtudag, 26. september. Þar fjallar Jón Steinar Gunnlaugsson um ýmis sjónarhorn sem tengjast um- ræðu og deilum um SPRON og sölu á hlut stofnfjárfesta. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og mun Jón Steinar fara yfir helstu lagaákvæði um sparisjóð og breyt- ingar á lögum árið 2001 í því skyni að heimila breytingar á sparisjóðum í hlutafélög. Mun hann og víkja að við- brögðum stjórnar SPRON og hlut- verki Fjármálaeftirlitsins og rekja atburðarásina vegna samnings fimm stofnfjárfesta við Búnaðarbanka Ís- lands um kaup og sölu á stofnfjár- hlutum á yfirverði. Rætt um deilur um sparisjóð MÁLSTOFA um jarðskjálftavá á Ís- landi verður haldin á vegum Verk- fræðistofnunar Háskóla Íslands næstkomandi fimmtudag kl. 16 til 18. Fjallað verður um tillögu Verk- fræðistofnunar að hröðunarkortum fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið. Flutt verða fjögur erindi: Júlíus Sólnes fjallar um rannsóknir á jarð- skjálftahættu og áhrifum íslenskra jarðskjálfta, Bjarni Bessason fjallar um jarðskjálftaþol íslenskra húsa, Símon Ólafsson ræðir mælingar á jarðskjálftahröðun og dvínun jarð- skjálftaáhrifa og Ragnar Sigbjörns- son fjallar um jarðskjálfta, jarð- skjálftavá og hröðunarkort. Málstofa um jarðskjálftavá Í KVÖLD kl. 20:00 stendur félagið Afríka 20:20 fyrir málstofu um ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun sem haldin var nýlega í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Sér- stakir gestir málstofunnar eru Hugi Ólafsson, deildarstjóri í umhverfis- ráðuneytinu, og alþingismennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Pálsson og Þórunn Sveinbjarnardótt- ir. Þau voru öll í sendinefnd Íslands og munu þau halda 10–15 mínútna er- indi um efni ráðstefnunnar og hugs- anlega þýðingu hennar fyrir Afríku. Eftir erindin verða frjálsar umræður. Málstofan verður haldin í Alþjóða- húsinu, Hverfisgötu 18 í Reykjavík, og er opin fyrir allt áhugafólk um mál- efnið. Málstofa um ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun ÁHUGAHÓPUR um samvinnusögu og Sögufélagið gangast fyrir fyrir- lestraröð í október í húsakynnum Sögufélags að Fischersundi 3 í Reykjavík. Fundirnir, sem eru fimm talsins, verða á þriðjudagskvöldum klukkan 20.15–22.15. Tilefnið er að 20. febrúar síðastlið- inn voru liðin 100 ár frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga að Ystafelli í Suður-Þingeyjarsýslu, en Sambandið heyrir nú sögunni til sem fyrirtæki. Helgi Skúli Kjartans- son sagnfræðingur, sem hefur rann- sakað sérstaklega sögu samvinnu- hreyfingarinnar, verður aðal- fyrirlesari en valdir menn flytja innlegg um erindi hans og á eftir verða umræður. Hinn 1. október verður fjallað almennt um samvinnu- hreyfinguna í sögu Íslands, 8. okt. um samvinnuhreyfinguna og sveit- irnar, 15. okt. um samvinnuhreyf- inguna og stjórnmálin og 22. okt. um samvinnuhreyfinguna og samkeppn- ina. Fyrirlestraröðinni lýkur 29. okt. með því að Jón Sigurðsson og Jónas Guðmundsson, sem báðir hafa verið rektorar Samvinnuháskólans, leita svara við spurningunni hvað hafi orðið Sambandinu að falli og hvort samvinnurekstur í einhverri mynd eigi framtíð fyrir sér. Fundir um samvinnu- hreyfinguna í sögu Íslands HJÁ Gigtarfélagi Íslands er aftur að hefjast slitgigtarnámskeið þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með slitgigt. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku, og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 1. október nk. kl. 20.00 Á námskeiðinu verður fjallað um sjúkdóminn, einkenni hans, með- ferðarmöguleika og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálfunar, slökun, að- lögun að breyttum aðstæðum í tengslum við dagleg störf, tilfinn- ingalega, félagslega og samfélags- lega þætti. Fræðsla er mikilvæg til að stuðla að auknum lífsgæðum. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Helgi Jónsson gigtarsérfræð- ingur, Hulda Jeppesen sjúkraþjálf- ari og Svala Björgvinsdóttir fé- lagsráðgjafi og iðjuþjálfi. Námskeiðið verður haldið í húsnæði félagsins í Ármúla 5, annarri hæð. Upplýsingar og skráning á nám- skeiðið er á skrifstofu félagsins. Námskeið um slitgigt JÓHANNA Kristjónsdóttir mun halda námskeiðið „Menningarheimur Araba“ í annað skipti á vegum Mímis- Tómstundaskólans nú á haustönn. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 26. september og stendur yfir í 4 vikur. Kennt er frá klukkan 20.30–22. „Fjallað verður um íslam og upphaf þess, sögu Múhameðs, tilurð Kórans- ins og bænagjörðir múslima. Einnig verður farið yfir áhrif nútímatúlkunar „bókstafstrúarmannanna“ víðs vegar í löndunum á inntaki Kóransins og mörgum rangtúlkunum. Saga svæð- isins frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri 1918 verður rakin og þær breyt- ingar sem urðu á landamærum við- komandi ríkja, sem hafa haft mikil áhrif á samfélögin sem eiga í hlut. Vikið verður að fornri menningararf- leifð landa Arabaheimsins, rætt um faróatímann í Egyptalandi og Grikkja- og Rómverjaskeiðið vítt og breitt um Arabalöndin. Einnig verður fjallað um stjórnarfarið nú, orsakir þess og viðhorf Araba til Vesturlanda. Staða fjölskyldunnar og þar með talin staða kvenna er gjarnan til um- ræðu í hinum vestræna heimi. Jó- hanna mun fjalla um þessi mál og önnur tengd eins og merkingu þeirra búninga sem arabískar konur klæð- ast, m.a. slæðunotkunina og andlits- blæjuna. Marga fýsir sjálfsagt að vita hvernig Arabalöndin eru sem ferða- mannastaður í ljósi nýjustu atburða. Jóhanna hefur miklu að miðla, þar sem hún hefur verið búsett í flestum Arabalöndunum um lengri eða skemmri tíma og þekkir því betur til en flestir Íslendingar, segir í frétta- tilkynningu. Jóhanna Kristjónsdóttir er kunn af störfum sínum sem blaðamaður og rithöfundur. Hún gaf út bókina „Insj- allah – á slóðum Araba“ fyrir tveimur árum. Námskeið um menningar- heim Araba ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar sendi á mánudag frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: „Þingflokkur Samfylkingarinnar gagnrýnir harðlega umsátur Ísr- aelshers við höfuðstöðvar Yassers Arafats í Ramallah á Vesturbakkan- um. Slík beiting hervalds og eyðilegg- ing á innviðum heimastjórnarinnar mun síst auka friðarvilja palestínsku þjóðarinnar. Við blasir hins vegar að framferði Ísraelshers kyndir undir öfgaöflum og örvæntingu á kostnað lýðræðisaflanna í Palestínu. Eigi kosningar að geta farið fram með eðli- legum hætti í Palestínu í byrjun næsta árs verður hernámi Ísr- aelsmanna að ljúka og uppbygging samfélagsins að hefjast þegar í stað. Ástandið á Vesturbakkanum og Gaza versnar með hverjum deginum. Efnahagslíf á heimastjórnarsvæðun- um er lamað. Börn hafa ekki komist í skóla mánuðum saman. Útgöngu- bann og kerfisbundin eyðilegging mannvirkja og landbúnaðarlands draga lífsþróttinn úr hinum almenna borgara. Vannæring og heilsubrestur herjar á palestínsku þjóðina. Hrun blasir við á meðan Ísraelsstjórn herð- ir tak sitt á heimastjórninni undir for- sæti Yassers Arafats. Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórn Íslands að mót- mæla umsátrinu um höfuðstöðvar Arafats með formlegum hætti við Ísr- aelsstjórn.“ Umsátri um höfuðstöðvar Arafats verði mótmælt Landsvirkjun selur Norðurorku rafmagn Norðurorka á Akureyri kaupir raforku í heildsölu af Landsvirkjun en ekki RARIK, eins og ranghermt var á einum stað í blaðinu sl. föstu- dag í grein um raforkumarkaðinn. Beðist er velvirðingar á þessu. Rossini, ekki Devereux Ranghermt var í frétt í gær að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir hefði m.a. verið verðlaunuð fyrir flutning á sönglögum eftir Devereux. Hún flutti verk eftir Schubert, Rossini og Donizetti í keppninni í London. Tilvitnanaskrá vantaði Í grein Ólafs Gíslasonar, „Hið hverfula yfirborð heimsins“, í Les- bók 14. september sl. vantaði tilvitn- anaskrá. Beðist er velvirðingar á þessu um leið og bent skal á að greinin er birt á heimasíðu Lista- safnsins á Akureyri. LEIÐRÉTT STUÐNINGSHÓPUR kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag miðvikudag, kl. 17. Gestur fundarins verður Reynir Tómas Geirsson, prófessor og for- stöðulæknir kvennadeildar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss og deildar- forseti læknadeildar Háskóla Íslands. Konur sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka eru hvattar til að mæta, segir í fréttatilkynningu. Fundur um eggjastokka- krabbamein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.