Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vinnukastari 500w 789 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 87 6 0 9/ 20 02 Ljósadagar 15-50% afsláttur 40 og 60w Ljósaperur 460 kr. 10 saman í pakka Alþýðusamband Íslands Frumkvæði í Evr- ópuumræðunni Alþýðusamband Ís-lands gengst fyriropinni ráðstefnu undir yfirskriftinni Evr- ópusamvinnan og hags- munir launafólks á Grand hóteli frá kl. 13 til 16.30 á morgun. Meðal frummæl- enda á ráðstefnunni eru Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og dr. Ger- hard Sabathil, sendiherra ESB fyrir Ísland og Nor- eg. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, setur ráð- stefnuna. „Fjölmargar ákvarðanir sem eru teknar á vettvangi Evrópusambandsins hafa bein áhrif á kjör og rétt- indi almennings hér á landi. Aðildin að evrópska efnahagssvæðinu gerir það að verkum. Þar með er það orðið viðfangsefni verkalýðs- hreyfingarinnar. Síðan erum við aðilar að Evrópusambandi verka- lýðsfélaga (ETUC) og landssam- böndin innan ASÍ eru jafnframt í evrópskum starfsgreinasamtök- um, m.a. af þessum ástæðum tók- um við þá ákvörðun fyrir nokkr- um árum að fræða og upplýsa félagsmenn um Evrópusamstarf- ið. Í stórri skoðanakönnun sem við létum gera kom fram að um 80% landsmanna töldu ASÍ eiga að leitast við að hafa áhrif á stefnu- mótun á Evrópuvettvangi. – Í hverju hefur sú fræðsla einkum verið fólgin? „Við höfum reynt að halda uppi líflegri umræðu um Evrópumálin á vettvangi ASÍ. Á undanförnum árum hafa verið farnar ein til tvær ferðir á ári á vegum sambandsins til Brussel. Þar hefur fólk kynnst stofnunum ESB og EFTA og komist í beint samband við áhrifa- menn hjá þessum stofnunum og hjá evrópsku verkalýðssamtökun- um. Nokkuð á annað hundrað fé- lagsmenn í ASÍ hafa farið í þessar ferðir. Alþýðusambandsþingið ár- ið 2000 komst að þeirri niðurstöðu að taka beri umræðuna um aðild að Evrópusambandinu á dagskrá. Það segir ekkert til um hver nið- urstaðan verði af umræðunni en við getum ekki látið eins og við- fangsefnið sé ekki til staðar. Þetta felur auðvitað í sér að hefja verður alvarlega og ítarlega umræðu, m.a. um samningsmarkmið. Við erum þeirrar skoðunar að ASÍ hljóti að gegna lykilhlutverki í því sambandi sem stærstu hagsmuna- samtök launafólks á Íslandi. Þing- ið ályktaði í þá veru að ASÍ bæri að hafa frumkvæði í þessari um- ræðu og stuðla að því að spurn- ingin um aðild og skilgreining á samningsmarkmiðum kæmust á dagskrá. Þessi ráðstefna er liður í að framfylgja ákvörðun þingsins.“ – Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Er það ekki nóg? „Það er álit ASÍ að samning- urinn um EES hafi gagnast Ís- landi og íslensku launafólki vel. Hann var vissulega umdeildur og ýmsir höfðu áhyggjur af þróun mála en þær áhyggjur hafa reynst óþarfar. Samningurinn hefur þvert á móti fært íslensku launafólki ým- islegt sem er óvíst að það hefði öðlast án aðildarinnar. Á grund- velli þessa samnings höfum við síðan komist í sterka aðstöðu inn- an ETUC. Þannig höfum við átt aðild að evrópsku vinnumarkaðs- viðræðunum og tekið þátt í öllum samningum um réttarbætur í fé- lags- og vinnumarkaðsmálum milli ETUC og evrópsku atvinnu- rekendasamtakanna. Þetta hefur í raun fært okkur í beint samband við löggjafarstarf á evrópskum vettvangi, því þessum samningum er síðar breytt í löggjöf sem gildir fyrir allt svæðið. Það má því með sterkum rökum halda því fram að við höfum komist lengra á þessu sviði en íslensk stjórnvöld. Það er aftur á móti ljóst að EES-samn- ingurinn hefur veikst. Áhugi á að viðhalda honum eða endurnýja virðist ekki lengur fyrir hendi. EFTA-ríkin eiga því á hættu að einangrast. Um þetta eru flestir sammála, t.d. hafa sams konar áhyggjur komið fram í skýrslum utanríkisráðherra.“ – En hvað um möguleika á tví- hliða samningi? „Við leggjumst alfarið gegn gerð tvíhliða samnings. Það bygg- ist á því að tvíhliða samningur snerist einvörðungu um viðskipti og hefði litla þróunarmöguleika. Það er því mikill misskilningur ef fólk heldur að slíkur samningur geti komið í stað EES-samnings- ins. Í gegnum hann höfum við öðl- ast margvísleg félagsleg réttindi og fengið aðgang að verkefnum og sjóðum sem tengjast menntun, rannsóknum, félags- og vinnu- markaðsmálum, neytendamálum, umhverfismálum og menningu. Allt þetta skiptir íslenskt launa- fólk miklu máli, ekki síður en hag- stæðir viðskiptasamningar.“ – Hvert er þá viðfangsefni ráð- stefnunnar á morgun? „Viðfangsefnið er að fjalla um Evrópusamvinnuna út frá hagsmunum launa- fólks. Ráðstefnan er liður í að fræða og upp- lýsa og hafa frumkvæði í umræðunni. Á sínum tíma, þegar umræðan um EES- samninginn stóð hvað hæst, gerð- um við það upp við okkur að í Evr- ópusamstarfinu fælust bæði tæki- færi og hættur. Við ákváðum þá að reyna að koma málum þannig fyrir að við hagnýttum okkur tækifærin en reyndum á sama tíma að verja okkur fyrir hættun- um. Ráðstefnan núna snýst eink- um um þetta.“ Grétar Þorsteinsson  Grétar Þorsteinsson er fædd- ur 20. október 1940 í Fróðholti á Rangárvöllum. Grétar lauk námi í húsasmíði um 1960, var formað- ur Trésmiðafélags Reykjavíkur frá 1978 til 1997 og jafnframt formaður Sambands byggingar- manna í nokkur ár, þar til sam- bandið sameinaðist Málm- og skipasmiðasambandinu í einu landssambandi, Samiðn, sam- bandi iðnfélaga. Grétar var for- maður þess frá árinu 1993 til 1996. Grétar Þorsteinsson var kjörinn forseti Alþýðusambands- ins á þingi þess árið 1996. Umræðuna um ESB á dagskrá Þú skalt nú alveg gleyma þessu, Solla mín, þetta er enginn stóll fyrir stelpur til að hossa sér í. KRINGUM 80 Land-Rover-bílar af öllum mögulegum stærðum og gerðum og aldri voru í hópferð sem umboðið, B&L, stóð fyrir sl. laug- ardag. Haldið var út úr dimmviðri á suðvesturhorni landsins í heiðríkju og hita í Landmannalaugum. Voru forráðamenn umboðsins ánægðir með þátttöku Land-Rover-eigenda og segja reynslu síðustu ára af ferð sem þessari þýða að hún verði ár- legur viðburður. Ekið var um uppsveitir Rangár- vallasýslu, meðfram Heklubæjun- um og inná Landmannaleið. Þegar komið var í Landmannalaugar fór hluti hópsins í gönguferð og síðan bauð fyrirtækið til grillveislu. Eftir það slettu þátttakendur úr klauf- unum í leikjum og síðan var haldið af stað á ný með krók yfir að Ljóta- polli áður en haldið var að virkj- unarsvæðunum og til byggða. Meðal þátttakenda voru þrír pilt- ar á árgerðinni 1980 af löngum Land-Rover-dísilbíl. Einn þeirra, Eyþór Snorrason, er eigandi bílsins en þar sem hann er aðeins 14 ára varð hann að ráða bílstjóra til far- arinnar. Eyþór sagðist hafa keypt bílinn fyrir ári, önnur gerð hefði ekki komið til greina þar sem hann væri mikill aðdáandi Land-Rover. Sagði hann það meðal annars stafa af því að afi hans hefði átt bíl eins og þennan og notað í atvinnu sinni sem fisksali. Land-Rover-aðdáendurnir þrír. Frá vinstri: Birkir Magnússon, Eyþór Snorrason, fjórtán ára eigandi, og Borgþór Stefánsson. Land-Rover- breiða í Land- mannalaugum Morgunblaðið/jt Hluti 80 bíla flotans kominn í Landmanna- laugar og Bláhnjúkur í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.