Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 9 Meðgöngulínan slit- og spangarolía Þumalína, Lyf og Heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2000. Ákærði var ennfremur dæmdur til að greiða stúlkunum, sem voru 11 og 12 ára þegar brotin voru framin, alls 800 þúsund krónur í miskabætur. Ákærði neitaði sök en framburður hans var talinn ótrúverðugur. Fram- burður stúlknanna þótti hins vegar trúverðugur og þótti með honum, auk málsatvika í heild, vera komin fram sönnun þess að ákærði hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn þeim. Fyrir Hæstarétt voru lögð vottorð sérfræðings frá 29. ágúst sl. um líðan stúlknanna þriggja. Í vottorðunum kemur fram að þær eigi enn við erf- iðleika að etja, sem telja megi tengda kynferðislegri misnotkun og muni þær þurfa frekari aðstoðar þegar fram líða stundir. Með dómi Hæstaréttar var dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 28. febrúar sl. staðfestur. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Er- lendsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garð- ar Gíslason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Sigurður Sigurjónsson hrl. Ragnheiður Harðardóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara sótti málið. Þriggja mán- aða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot ALLMÖRG dæmi eru um að hús eða hús úr byggingarefnum frá Banda- ríkjunum og Kanada hafi verið reist hér á landi án þess að Brunamála- stofnun hafi viðurkennt byggingar- efnin eða húsin og jafnvel hafnað þeim. Þetta kemur fram í grein Guð- mundar Gunnarssonar, bygginga- verkfræðings hjá Brunamálastofn- un, sem hann ritar í tímaritið Byggð- ina. Í henni bendir Gunnar m.a. á ábyrgð efnissalans og segir að um byggingarefni gildi ákveðnar kröfur sem sé ætlað vernda neytandann og efnissalinn þurfi að vita og geta svar- að fyrir hvaða notkun varan sé fram- leidd, eftir hvaða stöðlum hún sé gerð og hvaða kröfur hún uppfylli. Þurfa að fullnægja evrópskum öryggiskröfum Í lögum um brunavarnir er raunar skýrt kveðið á um að slíkar vörur verða að fullnægja öryggiskröfum á Evrópska efnahagssvæðinu en að öðrum kosti verður innflytjandinn eða sá sem selur vöruna að leita við- urkenningar á henni hjá Brunamála- stofnun áður en hún er sett á mark- að. Guðmundur segir að kröfur í Norður-Ameríku séu töluvert öðru- vísi en í Evrópu. „Eftirlitið að þessu leyti er ekki með innflutningnum á byggingarefnunum eða húsunum heldur með hverri einstakri bygg- ingu. Eftirlitið virðist oft klikka á mörgum stöðum. Hönnuður hússins á að fyrirskrifa efni sem eru vottuð miðað við íslenskar aðstæður, m.a. vegna brunaþáttarins en þetta virð- ist oft gleymast. Síðan á byggingar- fulltrúinn að ganga úr skugga um að efnið sem hönnuðurinn fyrirskrifar sé í reynd notað og byggingarstjór- inn sem er aðalábyrgðarmaður hennar á líka að leggja fram öll vott- orð sem sanna að hann hafi notað réttu efnin. Þannig að það eru þrír aðilar sem eiga að fylgjast með þessu og stundum kemur fyrir að þeir sofa allir á verðinum.“ Gunnar segir að í mjög mörgum tilvikum sé hægt að lagfæra málin þótt húsið hafi verið reist en verði því dýrara eftir því sem það upp- götvist seinna. Mjög mismunandi hvað kostar að koma hlutunum í lag „Sumt getur verið mjög erfitt að lagfæra eftir á eins og t.d. þakpappa- klæðningar og sumt af utanhúss- klæðningunum sem ekki hafa vott- un. Það er ekki hægt að lagfæra öðruvísi en rífa þetta efni af og klæða með vottuðum efnum. Það eru vissu- lega kostnaðarsöm og mikil inngrip.“ Gunnar segir að reynt hafi verið að brýna fyrir byggingarfulltrúum að muna eftir vottunum, og sérstak- lega eftir bruna sem varð í Mos- fellsbæ. „Það hús brann á skömmum tíma og raunar fyrst og fremst út af einangruninni, það var einangrað með sellulósaeinangrun sem við vor- um búnir að synja um samþykkt.“ Aðspurður segir Gunnar að suður með sjó sé nánast annað hvert hús innflutt eða byggingarefnið í það. Ekki sé mikið af þeim á höfuðborg- arsvæðinu. „Menn virðast miklu síð- ur hafa verið á bremsunni gagnvart þessu suður með sjó en á höfuðborg- arsvæðinu.“ Innflutt hús frá Norður-Ameríku Vottorðin ómark- tæk hér á landi Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00.- Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is ...framundan RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Fös. 27. sept. Geir Ólafsson og bigband Fim 3. okt. Konukvöld, Létt FM 96.7. Lau. 5. okt. KSÍ lokahóf - Viva Latino. Spútnik leikur fyrir dansi. Sun. 6. okt. Jazzhátíð Reykjavíkur. Fim 10. okt. Októberfest. Fös. 11. okt. Októberfest. Lau. 12. okt. Viva Latino. Spútnik leikur fyrir dansi. Fös. 18. okt. Pacha FUTURA II. Lau. 19. okt. Viva Latino. Írska hljómsveitin Trad Lads. Fös. 25. okt. Viva Latino. Love Box partý Paradisio. Fös. 8. nóv. Viva Latino. Spútnik leikur fyrir dansi. Lau. 9. nóv. 80 ára afmæli Fáks og og uppskeruhátíð hestamanna. Sun. 10. nóv. Íslandsmeistaramótið í vaxtarækt. Fös. 15. nóv. Love Box partý Playmate. Lau. 16. nóv. Viva Latino. Fim. 21. nóv. Herra Ísland. Fös. 22. nóv. VESTMANNAEYJAKVÖLD. Skemmtun og dansleikur. Lau. 23. nóv. Jólahlaðborð - Viva Latino. Spútnik leikur fyrir dansi. Fös. 29. nóv. Jólahlaðborð - Viva Latino. Spútnik leikur fyrir dansi. Lau. 30. nóv. Jólahlaðborð - Viva Latino. Spútnik leikur fyrir dansi. Lau. 7. des. Jólahlaðborð - Viva Latino. Spútnik leikur fyrir dansi. Fös. 13. des. Jólahlaðborð - ELVIS, stórsýning - Sixties. Lau. 14. des. Jólahlaðborð - ELVIS, stórsýning- Sixties. Lau. 21. des. Love Box partý, jólaball Þri . 31. des. GAMLÁRSKVÖLD - Sálin, dansleikur 1. jan. 2003 Óperuballið Frábær sýning, sem slegið hefur rækilega í gegn! Miðaverð: 6,400 kr. fyrir sýningu og kvöldverð . 2,500 kr. fyrir sýningu. Húsið opnar klukkan 19:00 fyrir matargesti. Sýningin hefst kl. 22:00 Næsti föstudagur 27. september: Sýningar til jóla: 5. október, 3ja rétta kvöldverður 12. október, 3ja rétta kvöldverður 19. október, 3ja rétta kvöldverður 25. október, 3ja rétta kvöldverður 8. nóvember, 3ja rétta kvöldverður 16. nóvember, 3ja rétta kvöldverður 23. nóvember, jólahlaðborð 29. nóvember, jólahlaðborð 30. nóvember, jólahlaðborð 7. desember, jólahlaðborð ásamt frábærum gesta söngvurumog stórhljómsveit Geir Ólafsson Stjörnur kvöldsins eru ungir og upprennandi leikarar og söngvarar. Matseðill: Saffranbætt sjávarréttasúpa. Einiberjaleginn lambavöðvi m/gráðosta-bláberjasósu Frönsk súkklaðiterta m/vanilluís. Sýning þar sem að leikarar, listamenn og dansarar skemmta og þjóna gestum hússins. Syngjandi þjónar... ...grín, glens og gamanVerð fyrir kvöldverð og sýningu er 6.400,- krónur.Litla sviðið opnar klukkan 19.30 - Sýningin hefst stundvíslega kl. 20.00 Sýningar eru á föstudögum og laugardögum. St afr æn ah ug m yn da sm ið jan /2 28 0 Gestasöngvarar: Harold Burr, Inga Bachmann, Jóhanna Linnet og Rut Reginalds. Kvöldverður og tónleikar kr. 5.900 Tónleikar kr. 2.500 Ný sending Úlpur - með og án hettu Gallabuxur og peysur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Höfum opnað eftir sumarlokun Full búð af nýjum, glæsilegum vörum. Ný sending Peysur - buxur - bolir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.