Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 36
HESTAR 36 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMMISTAÐA stóðhestanna er metin á ýmsa vegu. Þeir fara í ein- staklingsdóm og fá sinn afkvæma- dóm. En það sem skiptir ekki minnstu máli er hvernig þeim geng- ur að búa til afkvæmin. Og nú er sú stund komin að fyrir liggi niðurstöð- ur um hvernig þeim hefur tekist til við tímgunina. Orri með flestar fyljaðar Fer þar best á að byrja á kóng- inum Orra frá Þúfu en hann hafði í gær afgreitt um 63 hryssur með fyli. Í gær reyndust 14 hryssur fyllausar að lokinni ómskoðun. Það virðist því allt stefna í að hann nái að skila eitt- hvað í kringum 70 fyljuðum hryss- um. Nú eru 10 hryssur án folalda hjá Orra og þykir það nokkrum tíð- indum sæta því svo virðist sem hann hafi sniðgengið þessar folaldslausu þetta árið meira en hinar. Almennt hefur verið talið að folaldslausar hryssur eigi betra aðgengi að stóð- hestunum en Brynjar Vilmundarson á Feti sagði skýringuna þá að þess- ar hryssur hefðu hangið utan í klárnum og hann væri orðinn leiður á þeim og sinnti þeim ekki fyrir bragðið. Taldi Brynjar ekki ástæðu til að hafa áhyggjur með útkomuna hjá klárnum, þetta yrði í góðu lagi. „Ég hafði áhyggjur í sumar en nú sé ég að þetta verður í góðu lagi eins og venjulega,“ bætti hann við glaður í bragði. Töfri með tuttugu og þrjár fyljaðar Þeir eru sjálfsagt margir sem bíða spenntir eftir að sjá hvernig ár- ið verður hjá Töfra frá Kjartans- stöðum en það hefur gengið á ýmsu hjá honum gegnum tíðina. Síðasta ár var með því besta hjá klárnum hvað fyljun viðkemur og vel leit út framan af sumri í ár en eftir lands- mót brá til hins verra og hefur hald- ið mun lakar við honum. Taldi Þor- valdur Sveinsson á Kjartansstöðum, einn eigenda hestsins, að sér virtist hann þó heldur vera að rétta úr kútnum síðustu vikurnar. „Annars get ég ekki kvartað því allar hryss- urnar sem ég fór með til hans reyndust fyljaðar,“ sagði Þorvaldur. Ellert Þór Benediktsson dýra- læknir sagði að svo virtist sem hann hefði fyljað aðeins fyrstu dagana eftir landsmót en síðan hefði hann alveg dottið út fram yfir miðjan ágúst en þá byrjað aftur að fylja. Alls hefur hann fyljað 23 hryssur í ár. Athyglisvert hjá ungu LM hestunum Ýmsir ungir hestar hafa verið að standa sig vel ekki bara í dómi held- ur og einnig í sínu aðalstarfi. Þar má nefna tvo fjögra vetra Orrasyni. Annar er Gári frá Auðsholtshjáleigu sem var með 27 hryssur að loknu landsmóti en tvær þeirra reyndust fyllausar. Hinn hesturinn, Þristur frá Feti, hefur fyljað 56 hryssur en alls hafa 60 hryssur verið leiddar undir hann. Að sögn eigandans Brynjars á Feti voru 20 hryssur hjá honum fyrir landsmót í 15 daga og reyndust 17 af þeim vera fyljaðar. Af þessum fjórum hryssum sem ekki hafa fengið fyl hjá Þristi eru tvær þeirra búnar að vera hjá hon- um í allt sumar og taldi Brynjar víst að eitthvað bjátaði á hjá þeim. Þessi frammistaða Þrists þykir með ólík- indum, að skila 93,3% fyljun af þess- um fjölda aðeins fjögra vetra gamall og skila jafnframt erfiðu verkefni á landsmóti þar sem hann kom fram í einstaklingsdóm auk ræktunarhóps- sýningu. Ef slíkur hestur reynist sterkur í erfðum er hér á ferðinni afar athyglisverður kynbótahestur. Annar Orrasonur frá Feti, Lúðvik, sem einnig er fjögra vetra, skilaði 33 fyljuðum hryssum af 36. Landsmótsstjarnan Aron frá Strandarhöfða hefur komið þokka- lega út, er með 60 til 70% fyljun og sigurvegari fjögra vetra hestanna Illingur frá Tóftum með afbragðsút- komu eða yfir 90% af 39 hryssum. Töfri frá Selfossi skilaði einnig góðu, er með í kringum 90% fyljað en alls komu til hans 38 hryssur. Logi frá Skarði var með átján hryssur í sumar og reyndust allar með fyli utan ein. Þá er að nefna sambandshestana Núma og And- vara en sá fyrrnefndi skilaði að sögn Páls Stefánssonar góðu fyrra gang- máli á Suðurlandi en sá síðarnefndi var mun lakari eða rétt yfir 50%. Landsmótssigurvegarinn Keilir frá Miðsitju skilar ekki eins góðu og í fyrra, er nú í kringum 50 til 60% og ekki útséð hver lokaniðurstaðan verður hjá honum því ennþá eru hryssur hjá honum. Og að síðustu má geta þess að Piltur frá Sperðli var með 45 hryssur og reyndust 33 vera með fyli sem gefur 73%. Hryssur eru víða hjá hestum ennþá eins og hér kemur fram og því ljóst að sumir hestanna eiga hugsanlega eftir að bæta stöðu sína eitthvað. Ekki eru fyrirliggjandi neinar heildarupplýsingar eða samantekt um útkomu stóðhesta yfir árið en vissulega væri áhugavert að fá ein- hverja slíka úttekt sem væri fróðleg til samanburðar ár frá ári. Er það athugandi fyrir hagsmunaaðila að gangast fyrir því að gerð verði slík samantekt. Allar upplýsingar er varða frjósemi hrossa eru mikil- vægar því ljóst er að afar margir þættir virðast geta haft áhrif á frjó- semina. Frjósemin í góðu lagi hjá mörgum betri hestanna Morgunblaðið/Vakri Frammistaða Þrists frá Feti á landsmótinu þótti góð en enn meiri athygli vekur frammistaða hans við hryss- urnar í sumar þar sem hann skilar tæpum sex tugum hryssna fyljuðum. Knapi er Erlingur Erlingsson. ÞRÍR stjórnarmenn Landsambands hestamannafélaga hyggjast ekki gefa kost á sér til endurkjörs á ársþingi samtakanna sem haldið verður í Fé- lagsheimili Fáks 8. og 9. nóvember nk. Formaður LH, Jón Albert Sig- urbjörnsson, hyggst hinsvegar gefa kost á sér til áframhaldandi setu í sæti formanns en hann hugleiddi al- varlega fyrir ári að hætta en snerist hugur þegar leið að þingi. Þeir sem hyggjast hætta eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Gusti, Páll Dagbjartsson, Stíganda, og Sig- urður Ragnarsson, Faxa. Sigfús Ó. Helgason, Létti, hugleiddi einnig að gefa ekki kost á sér en hefur nú tekið ákvörðun um að halda áfram. Sagði hann ótækt að of mikil endurnýjun yrði í stjórn samtakanna í einum kosningum og því væri hann tilbúinn að taka slaginn í tvö ár í viðbót fái hann brautargengi til þess. Jón Albert formaður sagðist ekki enn vera orðinn úrbræddur og því sjálfsagt að takast á við þau skemmti- legu verkefni sem framundan væru á vettvangi LH, það er að segja ef þing- heimur kysi svo. Jón Albert sagði að nú yrði kosið um allar stöður stjórnar vegna fækkunar þinga. Eins og kunn- ugt er verða þingin framvegis haldin annað hvert ár og því kosið um allar stöður stjórnar til tveggja ára á hverju þingi. Með þessu fyrirkomu- lagi verður því mögulegt að sú staða gæti komið upp að skipt yrði um alla stjórnarmenn en slíkt var útilokað með gamla fyrirkomulaginu. Þingfundir verða haldnir í félags- heimili Fáks en nefndarstörf verða í Reiðhöllinni í Víðidal að sögn Snorra B. Ingasonar, formanns Fáks, og verður matar- og kaffisala einnig þar til húsa. Mun þetta að líkindum í fyrsta skipti í sögu LH sem aðildar- félag þess heldur ársþing alfarið í eig- in húsnæði. Fjörutíu og sex aðildar- félög samtakanna hafa rétt á að senda 129 fulltrúa á þingið að þessu sinni. Lokafrestur til að skila inn til- lögum fyrir þingið er 11. október og skal skila þeim til skrifstofu LH að venju. Eins áður hefur fram komið er Hestamannafélagið Fákur 80 ára á þessu ári og hefur verið ákveðið að slá saman afmælisfagnaði félagsins og uppskeruhátíð hestamanna sem hef- ur verið haldin um miðjan nóvember ár hvert. Verður hún haldin á Broad- way laugardagskvöldið 9. nóvember. Þrír hætta í stjórn LH ALLAR hryssur þær er Hólaskóli bauð til kaups nýverið, fjórar að tölu, eru seldar en ekki barst til- boð við hæfi í stóðhestinn Þorvar frá Hólum. Hryssurnar sem hér um ræðir eru Þota frá Hólum sem er undan Þrá frá Hólum og Kolfinni frá Kjarnholtum. Söluverð hennar var 2,6 milljónir króna. Þota hefur hlotið 8,15 í aðaleinkunn. Frægð frá Hólum sem er undan Jó frá Kjartansstöðum og Þilju frá Hólum seldist á 1250 þúsund krón- ur fyrir utan vask. Hún hefur hlot- ið í einkunn 8,19. Leiftra frá Hól- um sem er undan Kveik frá Miðsitju og Lýsu frá Kolkuósi seldist á 900 þúsund krónur en hún hefur hlotið einkunn um 8,00. Að síðustu er að nefna Þokkadís frá Hólum sem er ósýnd undan Þrá frá Hólum og Fána frá Haf- steinsstöðum. Hún fór á 400 þús- und krónur. Víkingur Gunnarsson, deildar- stjóri hrossabrautar, sagði að Þorvar væri áfram til sölu og sagði þreifingar enn í gangi svo ekki væri útséð um það hvort tækist að selja hann. Þorvar er undan Þrá frá Hólum og Orra frá Þúfu. Söluverð hrossanna verður látið renna til fjármögnunar reiðhallar- innar sem verið er að byggja á Hólum og sagði Víkingur að hún yrði tekin í notkun í fyrri hluta október. Það er byggingarfélag í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem stendur að byggingu hallarinnar en Hólaskóli mun leigja hana með kauprétti. Þá upplýsti Víkingur að góð að- sókn væri að skólanum og hefði orðið að vísa umsækjendum frá. Alls eru 46 nemendur í hrossanámi sem skiptist þannig að 17 eru á fyrsta og öðru ári en 12 nemendur á þriðja ári. Þá eru 16 nemendur á fiskeldisbraut og 8 nemendur á ferðamálabraut á Hólum en 20 í fjarnámi. Hólaskóli í hrossasölu og framkvæmdum Fjórar hryssur seldar til fjármögn- unar á reiðhöll FRÉTTIR FIMMTUDAGINN 26. september gengst Alþýðusamband Íslands fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Evr- ópusamvinnan og hagsmunir launa- fólks á Grand Hóteli. Ráðstefnan stendur frá kl. 13 til 16.30. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, fjallar um Ísland og Evrópu- samvinnuna. Dr. Gerhard Sabathil, sendiherra ESB fyrir Ísland og Nor- eg, ræðir um framtíð Evrópusam- vinnunnar og Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, fjallar um Evrópusamvinnuna og atvinnumálin. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbankans, ræðir um Evruna og íslenskt atvinnu- líf og Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, fjallar um fé- lagsmálin og íslenskt launafólk. Martin Eyjólfsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, og Árni Páll Árnason ræða stöðu og framtíð EES- samningsins. Í lok ráðstefnunnar er samantekt í umsjá Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, setur ráðstefn- una. Ráðstefnustjóri er Elín Hirst. Ráðstefnan, sem er öllum opin, er liður í undirbúningi Alþýðusam- bandsins fyrir ársfund sinn, sem hald- inn verður um mánaðamótin október/ nóvember. Ráðstefna um Evrópusam- vinnu og hags- muni launafólks JAPÖNSK stjórnvöld hafa boðið rektor Háskóla Íslands í ferð til Jap- ans frá 30. september til 10. október. Markmiðið er að gefa fulltrúa úr ís- lensku menntalífi kost á að kynnast japanskri menningu, hefðum og þjóðfélagi af eigin raun. Á ferð sinni mun Páll Skúlason rektor heimsækja japanska háskóla og staði sem búa yfir menningar- og sögulegu gildi og um leið hitta að máli fjölda fólks sem þessu tengist. Hann mun heimsækja höfuðborgina Tókýó en auk þess ferðast til hinnar fornu borgar Nara og hinnar sögu- frægu borgar Kyotó. Rektor Háskóla Íslands boðið til Japans Í VIKUNNI kemur til landsins dr. Joseph Gleeson aðstoðarprófessor við heila- og taugadeild University of Ca- lifornia í San Diego í Bandaríkjunum. Hann vinnur með teymi sérfræðinga um allan heim, sem sérhæfa sig í rannsóknum á sjaldgæfum heilagöll- um. Fyrir rúmu ári fór einstæð móðir tveggja drengja á fjölskylduráðstefnu í Bandaríkjunum hjá erlendu félagi foreldra barna með sjaldgæfa heil- agalla. Yngri sonur hennar er með sjaldgæfan heilagalla sem veldur al- varlegri fötlun og veikindum. Á fjöl- skylduráðstefnunni fékk hún viðtal við þrjá sérfræðinga í heila- og tauga- sjúkdómum. Þeir sýndu allir mikinn áhuga á að koma til Íslands og skoða ógreind börn sem talið er að séu með sjaldgæfa heila- og/eða taugasjúk- dóma. Einn þeirra var dr. Joseph Gleeson sem kemur til landsins í næstu viku einmitt í þessum tilgangi. Þeir sem standa að komu hans eru ís- lenskir sérfræðingar í heila- og tauga- sjúkdómum barna, Íslensk erfða- greining og Einstök börn, félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa al- varlega sjúkdóma. Dr. Gleeson mun halda fyrirlestur fimmtudagskvöldið 26. september fyrir foreldra barna með heila- og/eða taugasjúkdóma. Efni fyrirlestrarins er heila- og taugasjúkdómar almennt en svo svarar hann fyrirspurnum for- eldra eftir fyrirlesturinn. Fyrirlestur- inn er haldinn kl. 20 í Háskólanum í Reykjavík, í stofu 101 á fyrstu hæð. Fyrirlestur um tauga- sjúkdóma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.