Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 37 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélavörður! Vélavörður óskast á Garðar BA-62 sem gerður er út á dragnóta- og línuveiðar frá Patreksfirði. Vélarstærð 609 hö. Upplýsingar í símum 898 3959 og 893 5458. Menntaskólinn í Kópavogi Bókavörður Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf á bókasafn skólans til afleysingar vegna veikinda. Starfið felur í sér almenn störf á bókasafni s.s. við útlán og afgreiðslu, ljósritun, heimilda- og upplýsingaleit, frágang, miðlun upplýsinga til starfsmanna og nemenda, auk sérverkefna. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða grunn- menntun og reynslu af sambærilegum störfum. Ráðið er í starfið frá 1. október nk. og fara launakjör eftir samningi Starfsmannafélags ríkisins og fjármálaráðherra. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en í umsókn þarf að greina frá menntun og starfsreynslu. Umsókn skal senda til skólameistara. Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins, og skrif- stofustjóri, Sigríður Jóhannsdóttir, í síma 594 4000. Skólameistari. Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) auglýsa eftir sérfræðingi til starfa á skrifstofu samtakanna í Genf sem fer með samskipti við þriðju lönd (Laus staða nr. 14/2002) Starfssvið: Almenn málefni sem varða stefnu í við- skiptum, þ.á m. vöruviðskipti (landbúnaður og fiskveiðar), rekstur núver- andi fríverslunarsamninga og þátttaka við undirbúning nýrra samninga. Hæfniskröfur: Háskólapróf í lögfræði, stjórnmálafræði eða hagfræði og starfsreynsla á viðkom- andi sviði. Einnig er krafist fullkominnar enskukunnáttu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun janúar 2003. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð EFTA er að finna á www.efta.int . Einnig er hægt að senda tölvupóst til: christine.rahn@efta.int . Útfylltar umsóknir sendist fyrir 7. október 2002 til: Human Resources, EFTA, 9-11 rue de Varembé, 1211 Geneva 20, Switzerland. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Lögmenn/lögfræðingar Laus er fyrsta flokks aðstaða hjá undirrituðum fyrir lögfræðinga eða lögmenn, nú þegar eða eftir samkomulagi. Aðgangur að öllu sem slík starfsemi krefst og möguleiki á verkefnum fyrir lögmenn sem hyggjast hefja starfsemi. LÖGMENN BORGARTÚNI 33. Sími 562 9888. Fax 561 7266. Netfang: asgeir@logmannastofa.is FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Landsmálafélagsins Fram í Hafnarfirði verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnar- firði, miðvikudaginn 2. október kl. 20.00. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. FYRIRTÆKI Bílasala Til sölu bílasala í fullum rekstri. Hentugt tæki- færi fyrir 2 samhenta aðila. Meðeigandi kæmi einnig til greina. Áhugasamir sendi inn nafn og síma á auglýsingadeild Mbl. fyrir mánudag- inn 30. september merkt: „B — 12739“. TILBOÐ / ÚTBOÐ Sveitarfélagið Ölfus Útboð Sambyggð gatnagerð 2002. Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í gerð frárennslis og götu, í Sambyggð í Þorlákshöfn. Verklok eru 23. október 2002. Helstu magntölur eru: Gröftur 870 m3 Neðra burðarlag 1000 m3 Regnvatnslagnir 162 m Útboðsgögn eru afhent frá og með þriðjudeg- inum 24. september 2002, hjá Verkfræðistofu Suðurlands, Austurvegi 5, Selfossi og í Ráð- húsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, gegn 5000 kr. skilagjaldi. Tilboð verða opnuð í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnar- bergi 1, 815 Þorlákshöfn, mánudaginn 30. september 2002, kl. 11.00. Bæjarstjóri. Úthlutun á byggingarrétti Vatnsendaland Norðursvæði Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar fyrir:  180 íbúðir í fjölbýlishúsum við Álfkonu- hvarf.  23 einbýlishúsalóðir við Álfahvarf, Álf- konuhvarf, Fákahvarf, Faxahvarf og Breiðahvarf.  6 einbýlishúsalóðir með möguleika á hesthúsi við Breiðahvarf.  13 raðhúsalóðir við Álfkonuhvarf og Álfahvarf.  1 parhús við Álfkonuhvarf. Gert er ráð fyrir að ofangreindar lóðir verði byggingarhæfar í júlí 2003. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingar- skilmálar ásamt umsóknareyðublöðum fást afhent gegn 500 kr. gjaldi á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 9—15 alla virka daga. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 9. október 2002. Vakin er sérstök athygli á því að umsókn- um einstaklinga um byggingarrétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir umsækjendur einbýl- ishúsalóða kr. 15 milljónir, fyrir umsækj- endur rað- og parhúsa kr. 10 milljónir. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sín- um fyrir árið 2001 árituðum af löggiltum endurskoðendum. Ennfremur er vakin athygli á ítarlegri um- fjöllun um norðursvæði Vatnsendalands í Fasteignablaði Morgunblaðsins 24. sept- ember 2002. Bæjarstjórinn í Kópavogi. TILKYNNINGAR Sorg og sorgarviðbrögð Fræðslukvöld í Safnaðarheimili Háteigskirkju fimmtudaginn 26. september kl. 20—22 á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, prófastsdæmanna í Reykjavík og Nýrrar dög- unar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Hafliði Kristinsson, fjölskylduráðgjafi, fjallar um efnið. Allir velkomnir. Frá Borgarholtsskóla Foreldrar nýnema! Munið kynningarfund í dag, miðviku- dag, kl. 18:00. Skólameistari. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1839258  I.O.O.F. 7  1839257½  Fl.  GLITNIR 6002092519 I Fjhst.  HELGAFELL 6002092519 IV/V Fjhst. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Alfa námskeið hefst í kvöld kl. 19.00 með léttum málsverði. Allir hjartanlega velkomnir. Vilt þú vita eitt- hvað um sjálfan þig? Hvaðan þú kem- ur? Hvert þú ferð? Hvar er endir- inn? Hvert er hlutverk þitt í lífinu? Á hvaða leið ert þú og hver er leiðbeinandi þinn? Lífssýnarskólinn byrjar miðviku- daginn 2. október í Bolholti 4, 4. hæð. Skráning í síma 552 1189 og 552 7977. FRÉTTIR É mbl.is 27.–29. sept. Básar – Haust- litaferð. Fararstjóri er með í ferð og farnar eru stuttar göngur um þetta fallega svæði. Brottför frá BSÍ kl. 20. V. kr. 7.100/8.300. 29. sept. Arnarfell og haust- litir á Þingvöllum. Gengið á Arnarfell og Þingvellir skoðaðir í sinni fallegustu mynd. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.900/ 2.200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.