Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra segir að horfur séu á að jafnvægi verði á viðskiptum við út- lönd á þessu ári og að svipuð út- koma verði á næsta ári. Þetta er veruleg breyting frá því sem verið hefur, en halli hefur verið á við- skiptum við útlönd frá árinu 1995. Geir kynnti fjárlagafrumvarp árs- ins 2003 í gær, en það gerir ráð fyrir 10,7 milljarða tekjuafgangi. Geir sagðist telja að 10,7 millj- arða tekjuafgangur væri góð nið- urstaða. Áfram yrði gætt aðhalds í ríkisrekstrinum. Í forsendum frumvarpsins er gert ráð fyrir að landsframleiðsla á árinu 2002 standi í stað. Geir sagði að þetta væri til vitnis um að samdráttarskeiðinu væri lokið því fyrr á árinu hefði verið spáð sam- drætti í landsframleiðslu á þessu ári. Reiknað væri með 1,5% hag- vexti á næsta ári sem væri nokkuð minna en Þjóðhagsstofnun hefði spáð og minna en Búnaðarbankinn hefði spáð í nýlegri skýrslu. Geir sagði að þetta sýndi að fjármála- ráðuneytið væri ekki að leggja fram spá sem væri líkleg til að gera fjárlagagerðina auðveldari eins og þeir sem gagnrýndu að Þjóðhagsstofnun væri lögð niður töldu hættu á. Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerði sína spá byggða á raunhæfum forsend- um. Geir sagði að mikil umskipti hefðu orðið varðandi viðskiptahall- ann, en hann hefði verið viðvar- andi frá 1995 og náð hámarki árið 2000 þegar hann nam rúmlega 10% af landsframleiðslu. Geir sagði að viðskiptahallinn hefði ver- ið of mikill og hefði „efalaust verið orsök mikillar lækkunar krónunn- ar“. Kaupmáttur hefur aukist árlega frá 1994 Fjárlagafrumvarpið byggir ekki á þeirri forsendu að virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist á árinu. Geir sagði að ástæðan væri sú að ekki væri búið að taka end- anlega ákvörðun um að fara út í þessar framkvæmdir. Hann sagð- ist hins vegar telja góðar líkur á að af þeim yrði. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að kaupmáttur aukist um 1,5% á þessu ári og 2% á næsta ári. Ef þetta gengur eftir hefur kaupmáttur aukist samfellt frá árinu 1994, en Geir sagði að 9 ára stöðug kaupmáttaraukning væri einsdæmi í hagsögu Íslands. Geir sagði að horfur væru á að verðbólga á þessu ári yrði innan við 2%, sem væri mikil breyting frá árinu 2001, en þá mældist verðbólga um 9,1%. Hann sagði að spáð væri um 2,2% verðbólgu á næsta ári. Lánsfjárafgangur 1998–2003 er 67 milljarðar Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 10,7 milljarða tekjuafgangi. Geir sagðist telja það góða nið- urstöðu. Spáð er að tekjuafgangur á þessu ári verði 17,2 milljarðar. Geir sagði að ef tekið væri tillit til óreglulegra tekna og gjalda, svo sem sölu eigna og lífeyrisskuld- bindinga, væri um svipaðar tölur að ræða eða 11,6 milljarða fyrir ár- ið 2002 og 11 milljarða fyrir árið 2003. Geir sagði að ef lánsfjárafgang- ur áranna 1998–2003 væri lagður saman væri niðurstaðan 67 millj- arðar. Talan væri 92 milljarðar ef ekki væri tekið tillit til sérstaks 25 milljarða láns sem ríkið tók árið 2000 til að styrkja efnahag Seðla- bankans. Geir sagði að sá afgangur sem hefði verið á rekstri ríkissjóðs hefði verið notaður til að lækka skuldir ríkisins og til að greiða inn á skuld ríkisins hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), en frá 1999–2003 hafa verið greiddir 52,9 milljarðar til LSR að teknu tilliti til vaxta af upphæðinni. Geir sagði að frá 1996 hefðu skuldir ríkis- sjóðs sem hlutfall af landsfram- leiðslu lækkað úr 34,5% í 19% fyrir árið 2003. Tekjur standa í stað þrátt fyrir skattalækkanir Geir sagði að ríkisútgjöld kæmu til með að standa í stað að raun- gildi og sama ætti við um skatt- tekjur ríkissjóðs þrátt fyrir að skattalækkanir, sem ákvörðun var tekin um fyrir einu ári, væru að koma til framkvæmda um næstu áramót. Útgjöld til fjárfestinga stæðu sömuleiðis í stað milli ára. Framlög til vegamála yrðu aukin, en á móti kæmi að verið væri að ljúka við stórar framkvæmdir eins og byggingu Barnaspítala, ný- byggingu Kennaraháskóla Íslands og þjónustuskála Alþingis. Geir greindi frá því á blaða- mannafundi í gær að á morgun, fimmtudag, myndi hann leggja fram frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2002. Þar yrði tekið á vanda ýmissa ríkisstofnana sem átt hefðu í rekstrarerfiðleikum. Geir sagði að eðlilegar skýringar kynnu að vera á framúrkeyrslu sumra stofnana, en hann lýsti engu að síður furðu sinni á því að stofnanir sem hefðu fengið gamla skuldahala að fullu uppgerða árið 2000 væru núna tveimur árum síð- ar í svipaðri stöðu. Fjármálaráðherra leggur fram fjárlagafrumvarp með 10,7 milljarða tekjuafgangi Útlit er fyrir að enginn viðskiptahalli verði í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir H. Haarde fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í gær, en það gerir ráð fyrir 10,7 milljarða tekjuafgangi. Reiknað er með að sala eigna skili ríkissjóði um 8,5 milljörðum á næsta ári. MÁLSKOTSNEFND Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur fellt úr gildi úrskurð stjórnar sjóðsins í svokölluðu skólagjalda- máli, sem fjallar um hámark skóla- gjaldalána vegna framhaldsnáms í kjölfar gengislækkunar íslensku krónunnar síðasta vetur. Forsaga málsins er sú að þrír íslenskir námsmenn erlendis kærðu til mál- skotsnefndar LÍN úrskurð stjórn- ar sjóðsins um að rétt hafi verið að reikna samanlagt hámark skóla- gjaldalána í gjaldmiðli námslands, þrátt fyrir að hámarksupphæðin hafi verið tilgreind í íslenskum krónum. Segir í tilkynningu frá Sam- bandi íslenskra námsmanna er- lendis (SÍNE) að síðasta vetur hafi margir námsmenn erlendis fengið lægra skólagjaldalán en þeir áttu von á, þar sem samanlagt hámark skólagjaldaláns var tilgreint í ís- lenskum krónum, en lán til þeirra miðuð við hámark í erlendri mynt á þeim tíma þegar gengi krón- unnar var í lágmarki. Þannig hafi nemendum á Íslandi og erlendis verið mismunað. Íslenskir náms- menn hafi átt rétt á 2,8 milljóna króna skólagjaldaláni, eins og há- markið sagði til um, en náms- menn erlendis hafi einungis átt rétt á 2,1-2,4 milljóna króna láni, vegna gengislækkunar krónunn- ar. „Fjölmargir námsmenn lentu í miklum erfiðleikum með að greiða námsgjöld erlendis vegna túlkunar sjóðsins enda höfðu þeir gert ráð fyrir mun hærri lánshæð en raun varð á,“ segir í tilkynn- ingunni. Steingrímur Ari Arason, fram- kvæmdastjóri LÍN, segir að nem- endur sem fengu skólagjaldalán skólaárið 2001-2, og telja sig eiga rétt til frekari skólagjaldalána vegna þessa, þurfi að sækja sér- staklega um leiðréttingu fyrir 1. febrúar næstkomandi. Steingrímur Ari segir að það nægi að nem- endur láti vita af sér í tölvupósti, í beinu framhaldi verði umsóknin tekin fyrir og lánið borgað út eigi viðkomandi rétt á því. Hvetur SÍNE lánþega sem gætu átt frekari rétt til skólagjalda vegna úrskurðarins til að leita eft- ir leiðréttingu hjá LÍN fyrir 1. febrúar. Einnig geti námsmenn haft samband við skrifstofu SÍNE, sem aðstoðaði við málareksturinn í þessu máli. Steingrímur Ari segir að búið sé að fyrirbyggja að þetta geti gerst aftur, í nýjum úthlutunarreglum LÍN sem tóku gildi 1. júní síðstlið- inn hafi þessu verið breytt og há- mark skólagjaldaláns verði fram- vegis tilgreint í gjaldmiðli náms- lands. Málskotsnefnd LÍN fellir úrskurð stjórnar LÍN í skólagjaldamáli Nemendur þurfa að sækja um leiðréttingu FYLGI Framsóknarflokksins hefur minnkað að undanförnu og er nú tæp 14% að því er kemur fram í könnun DV á fylgi flokkanna og er þá ein- ungis litið til þeirra sem afstöðu tóku. Fylgi flokksins var 18,4% í síð- ustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk- ingin vinna á hinn bóginn nokkuð á frá síðustu könnunum DV: fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú 47,3% og fylgi Samfylkingarinnar 23,7%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosning- unum árið 1999 var 40,7% en Sam- fylkingarinnar 26,8%. Fylgi Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs reyndist vera um 13% en var rúm 9% í kosningunum. 23% aðspurðra sögð- ust vera óákveðin og 8% neituðu að svara. Úrtakið í könnun DV var sex hundruð manns, jafnt skipt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og á milli kynja. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosn- ingar færu fram núna? Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking vinna á ÓBYGGÐANEFND kynnir í þessum mánuði allar þær kröfur sem lýst hefur verið vegna meðferðar nefndarinn- ar um mörk eignarlanda, þjóðlendna og afrétta í Rang- árvallasýslu og V-Skaftafells- sýslu. Gögn munu liggja frammi á sýsluskrifstofunum í Vík og á Hvolsvelli, á skrifstofum við- komandi sveitarfélaga og heimasíðu óbyggðanefndar. Athugasemdir við kröfugerð- ina þurfa að hafa borist nefndinni í síðasta lagi 7. nóv- ember næstkomandi. Skorar nefndin í tilkynningu sinni á þá sem hagsmuna eiga að gæta á þessum svæðum að kynna sér gögnin. Annars vegar er um að ræða kröfur fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkisins, um þjóðlendur á svæðinu, sem fyrst voru kynntar sumarið 2001, og hins vegar gagnkröf- ur annarra aðila sem telja til eignarréttinda á því svæði sem ríkið hefur gert kröfu um að óbyggðanefnd úrskurði þjóðlendu. Þær kröfur eru nú kynntar í fyrsta sinn, en síð- ustu kröfulýsingar bárust nefndinni 11. september sl. Óbyggða- nefnd kynn- ir kröfur út október SJÖ tilboð bárust Landsvirkj- un í byggingu yfir 72 kV tengi- virki Laxárstöðvar í S-Þingeyj- arsýslu. Lægst bauð Tré- smiðjan Rein á Húsavík, eða 58,6 milljónir króna. Kostnað- aráætlun verksins hljóðaði upp á 96,5 milljónir þannig að lægsta boð er um 60% af áætl- uninni. Önnur tilboð voru sömuleiðis undir áætluninni en þau komu frá Trésmiðjunni Vík á Húsa- vík, Norðurvík ehf. á Húsavík, Þórsafli ehf. í Reykjavík, ÞJ Verktökum á Egilsstöðum, Flatey hf. á Höfn í Hornafirði og Sveinbirni Sigurðssyni ehf. og RST Neti, sem voru með hæsta tilboð, eða 85,4 milljónir. Starfsmenn Landsvirkjunar munu nú yfirfara tilboðin en samkvæmt útboðslýsingu eru verklok áætluð í júní 2003. Sjö tilboð í byggingu við Laxárstöð AÐSTANDENDUR fegurðar- samkeppninnar Ungfrú Ís- land.is ákváðu í gær að hætta við þátttöku í fegurðarsam- keppninni Miss World sem halda á í Nígeríu 30. nóvember nk. í mótmælaskyni við yfirvof- andi dauðadóm yfir þrítugri konu, Aminu Lawal, sem sak- felld var fyrir að eiga barn utan hjónabands. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vandlega athuguðu máli og í samráði við fyrirhugaðan full- trúa Íslands, Eyrúnu Steins- son. Aðstandendur keppninnar líti svo á að málinu sé lokið af þeirra hálfu, segir einnig í til- kynningunni. „Ísland hefur því bæst í vax- andi hóp Evrópuþjóða sem hafa sýnt samstöðu með Aminu Lawal í máli sem hefur vakið óhug um alla heimsbyggðina,“ segir í tilkynningunni. Hættir við þátttöku STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.