Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLDFRÉTTUM Stöðvar tvö 18. september s.l. fjallaði frétta- maðurinn Róbert Marshall um ákæru á hendur sóknarpresti vegna líkamsárásar. Á eftir fylgir „frétta- skýring“ sem byrjar á orðunum „Þeir praktísera ekki allir það sem þeir predika og þá kannski sérstak- lega það að rétta hinn vangann“. Síðan seilist fréttamaðurinn ein tíu ár aftur í tímann og tekur dæmi um presta sem hafa gert sig seka um slíkt athæfi að hans mati, nafngrein- ir þá og birtir af þeim myndir. Kynning fréttaþular á sjálfri fréttinni ýjar einnig að þessum sið- ferðisbresti prestastéttarinnar þeg- ar hann segir: „Þó virðist friðarboð- skapur kirkjunnar hafi ekki náð til allra þjóna hennar“. Þessi samsuða af frétt og fordóm- um þykir mér og mörgum fleirum hvorki sæmandi fréttamanninum né fréttastofu Stöðvar tvö. Er dómur fallinn í málinu? Fagleg fréttamennska Það er eðlilegt að fjalla um mál sóknarprests sem sætir opinberri ákæru fyrir líkamsmeiðingar. Vissu- lega skaðar það orðstír hans og ímynd þeirrar stofnunar sem hann vinnur fyrir, jafnvel þótt sýknaður yrði, en svo verður einfaldlega að vera. Það á ekkert að hlífa prestum frekar en öðrum við fréttum af meintum brotum þeirra. Bókin góða leynir ekki breyskleikum þeirra manna sem hrundu af stað þeirri heimshreyfingu sem kristnin er. Ástæðan er einföld, samkvæmt kristinni trú eru allir menn breyskir og ber að horfast í augu við eigin bresti og prestar eru þar ekkert undanþegnir. Aftur á móti er þar líka talað um merkilegt hugtak sem heitir náð og er náskylt hugtökum eins og náðun og fyrirgefning. Þó skal áréttað (þó að fréttamað- urinn tali hvergi berlega um það) að frekari kröfur ber að gera til þeirra sem valið hafa að þjóna í kirkjunni en til margra annarra stétta. Þeir bera ábyrgð gagnvart köllun sinni og ábyrgð gagnvart almenningi. Prestar eru opinberar persónur og það er skylda fréttastofa að upplýsa almenning um mál er þá snerta þeg- ar þannig bregður við. Í umfjöllun um fjölmiðlasiðferði hefur þekktur fræðimaður, James Curran, vakið máls á því hlutverki fjölmiðla að fjalla um opinbert siðferði og líkir því við hlutverk sem kirkjan gegndi áður. Annar fræðimaður, Þorbjörn Broddason prófessor í fjölmiðla- fræði við HÍ, hefur rætt um að fréttamenn taki á sig „prestlegar skyldur“ í þannig tilvikum. Því virð- ist nokkur skyldleiki vera á milli starfa prests og fréttamanns, a.m.k. í þessi tilliti. Það er heldur ekkert óeðlilegt að fréttamenn hafi einstöku sinnum fréttaskýringar þar sem þeir reyna að skyggnast dýpra en fréttir dags- ins leyfa. Spyrja um orsakir, afleið- ingar og leitast við að setja hlutina í samhengi. Fréttamaðurinn á Stöð tvö hefði gert vel ef hann hefði skoðað úr faglegri fjarlægð þær siðareglur og siðferðisskyldur sem prestsstarfið leggur mönnum á herðar, hvað séu eðlilegar siðferð- iskröfur almennings á hendur prest- um og hvað óeðlilegar. Það hefði verið gagnlegt að skoða hver við- urlög væru þegar prestar bregðast með einhverjum hætti skyldum sín- um og spyrja hvort þeir sem stétt séu óeðlilega varðir t.d. af starfs- mannalögum eða æviráðningu (sem hann reyndar minnist á). Ég hefði fagnað slíkri vandaðri umfjöllun. Það er ljóst (og frétta- maðurinn gerði sér reyndar far um að rifja það upp) að með jöfnu milli- bili koma upp ýmisleg starfsmanna- vandamál þar sem prestar eiga í hlut eins og hjá öllum stéttum. Fjöl- miðlaumfjöllun getur í vissum til- vikum hjálpað til við að finna lausn í slíkum málum – ef hún er yfirveguð. …og fordómar Því miður kýs fréttamaðurinn aðra leið og auðveldari. Hann opnar skjóðu eigin fordóma gagnvart heilli stétt karla og kvenna. Hann finnur okkur prestana ansi léttvæga, það léttvæga að það leyfist að tala niður til okkar með háði. Í sjálfu sér hef ég ekkert við það að athuga að fréttamenn eða aðrir láti í ljós skoðun sína á prestum á réttum vettvangi. Hins vegar geri ég sem gamall blaða- og fréttamað- ur og áhugamaður á fjölmiðlasið- ferði að auki þá kröfu til frétta- manna að þeir séu hlutlægir í fréttaflutningi, a.m.k. geri sér grein fyrir eigin fordómum. Fréttamað- urinn var búinn að segja fréttina í tveimur setningum – af hverju þurfti að opinbera eigin fordóma í heilum ellefu setningum? Hvað er fréttnæmt við það að rifja upp göm- ul mál, næstum tíu ár aftur í tím- ann? Fréttamaðurinn kemur ekki með neinar nýjar upplýsingar, hann reynir heldur ekkert að kafa dýpra. Og af hverju bara prestar? Eru ekki fleiri stéttir í landinu sem eiga að vinna í almannaþágu og bera miklar siðferðilegar skyldur? Og er ekki hræsni fólgin í því að ræða um heila stétt fólks í háðstón? Er fréttamaðurinn með því að hefja sig í eitthvert æðra veldi? Á kannski að afsaka hann fyrir æsku sakir? Þegar ég var í blaðamennsku í gamla daga vorum við ungu blaða- mennirnir ekkert skárri. Við töldum okkur siðferðilega æðri en gömlu kerfiskallarnir og okkur þótti gam- an að reyna að „grilla“ þá. „Frétt“ sína endar fréttamaður- inn með siðalærdómi sem er nú reyndar gömul tugga: „Prestar eru mannlegir og sumir mannlegri en aðrir“. Þetta er álíka gáfuleg full- yrðing og ef ég segði: „Allir frétta- menn eru breyskir og fréttamað- urinn á Stöð tvö er breyskari en aðrir.“ Það er mikilvægt starf og merki- legt að vera ábyrgur og gagnrýninn fréttamaður. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið allt, þar með talið okkur presta. Þess vegna gerum við líka þá kröfu til fréttamanna að þeir geri mun á fréttaflutningi og eigin fordómum. Fréttir og for- dómar á Stöð tvö Eftir Halldór Reynisson „Samkvæmt kristinni trú eru allir menn breyskir og ber að horfast í augu við eigin bresti.“ Höfundur er verkefnisstjóri fræðslu- og upplýsingamála á Biskupsstofu, prestur og fjölmiðlafræðingur. ÞESSA dagana eru útiíþróttir sumarsins að ljúka sinni vertíð. Nýir meistarar eru krýndir og fjölmiðlar beina kastljósinu að einstökum afrek- um og úrslitaleikjum. Bikurum er hampað og sigurvegurum fagnað. Af- reksfólk er nú sem endranær í sviðs- ljósinu. Fáir en útvaldir. Hitt gleymist þó sem skiptir ekki síður máli, að sá hópur sem stígur á verðlaunapalla er aðeins lítið brot, lít- ill hluti af þeim fjölda sem stundar íþróttir, á öllum aldri, af báðum kynj- um og í hinum ýmsu íþróttagreinum. Innan Íþróttasambandsins eru skráðir rúmlega eitt hundrað þúsund félagsmenn, mestallt iðkendur, og er þá ótalinn sjá fjöldi landsmanna, sem stundar einhvers konar líkamsrækt án þess að taka þátt í keppni eða vera skráður í viðurkennt íþróttafélag. Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands hefur staðið fyrir sérstöku átaki á níutíu ára afmælisári sínu, undir nafninu Ísland á iði, þar sem hvatt er til aukinnar hreyfingar og útiveru. Verkefnið hefur tekist vel og fengið jákvæð viðbrögð, en auðvitað á slíkt viðfangsefni ekki að vera eitt og sér, ekki eitt tiltekið ár, heldur sam- fellt og stöðugt. Áróðurinn fyrir iðk- un íþrótta og hreyfingar og líkams- ræktar á að vera árið um kring og ár eftir ár og aldrei að linna. Hollusta og heilbrigði á að vera lífsstíll. Undanfarnar vikur hefur mikil fjölmiðlaumræða átt sér stað vegna fjárhagsvandræða sjúkrahúsanna í Reykjavík og annars staðar. Heil- brigðiskerfið og þjóðfélagið er að kikna undan vaxandi útgjöldum. Þús- undum saman neyðast Íslendingar til að sækja sér læknisaðstoð og biðlist- ar myndast eftir sjúkraplássum. Þjóðin er að gjalda fyrir sjúkdóma sína og heilsuleysi. Velferðar- og vel- megunarveikindi eru helstu orsakirn- ar og ástæðurnar. Fólk hreyfir sig minna, fitnar, borðar óhollt, reykir. Kallar yfir sig heilsuleysið og útgjöld samfélagsins og heilbrigðiskerfisins þyngjast ár frá ári, til að lækna sjúk- dómana, endurhæfa fólk, bæta skað- ann. Væri nú ekki ráð, í staðinn fyrir að bjarga fólki upp úr brunninum, að byrgja hann, áður en það dettur ofan í hann? Hefja öflugt forvarnarstarf, bæta og breyta lífsstíl með hreyfingu og iðkun íþrótta. Fyrirbyggja heilsu- leysið. Og hvaða vettvangur er þá betur til þess fallinn en íþróttahreyfingin, öll íþróttafélögin, sem búa við hentugar aðstæður með sín íþróttahús, með sín hundruð og þúsundir sjálfboðaliða, með sína reynslu og getu til að takast á við þetta þjóðfélagslega nauðsynja- mál. Hvers vegna ekki að taka hönd- um saman við heilbrigðisyfirvöld, skóla, líkamsræktarstöðvar, foreldra, atvinnusamtök, launþegahreyfingu og skattborgarana alla, til að draga úr útgjöldunum og auka vellíðan og velferð einstaklinganna, lengja líf þeirra og gleðistundir? Íþróttafélögin í landinu bjóða fram krafta sína með skipulögðum hætti. Þau eru hluti af samfélaginu, mikið aðdráttarafl fyrir æskulýðinn og miklu, miklu virkari tæki í þágu heilbrigðis og hollustu en útþanið og margsprungið spítala- kerfi. Á bak við hvern einn sigur í af- reksíþróttum standa þúsundir ann- arra. Á bak við hvert íþróttafélag er afl, sem hægt er að virkja, á bak við keppnina og sigrana er uppeldi og að- dragandi og á bak við starf íþrótta- félaganna er samfélagsleg ábyrgð, sem hreyfingin er tilbúin til að axla. Við bjóðum fram krafta okkar og útrétta hönd. Íþróttahreyfing- in býður fram krafta sína Eftir Ellert B. Schram Höfundur er forseti ÍSÍ. Áróðrinum fyrir iðkun íþrótta, hreyfingar og líkams- ræktar á aldrei að linna. HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN á höfuðborgarsvæðinu er í molum. Þús- undir hafa ekki heimilislækni og fólk getur ekki annað en leitað á bráða- vaktir, jafnvel með hin minnstu mein. Menn velta mikið fyrir sér hug- myndafræði og kennisetningum, og telja til hin ótrúlegustu úrræði sem eiga að vera til bóta. Menn nefna til sögunnar gagnvirkar heimasíður, sem gæti leist vanda einhverra, meira af byggingum yfir lækna og hjúkrun- arfólk, en eftir stendur að grunnheil- brigðisþjónustan er í jafn miklu upp- námi og ekki fæst mannskapur til að sinna þessum störfum. Það eru engar ýkjur að tugir heimilislækna hafa og eru að flytja sig um set, leita annara starfa hér á landi og í útlöndum. Ef vilji er fyrir hendi, má leysa strax vanda fjölmargra og með minni kostnaði en núverandi fyrirkomulag býður. Við höfum rekið einkarekna lækn- isþjónustu, Læknalind, í rúmt hálft ár, og komin er góð reynsla á starf- semina. Þessi þjónusta er opin öllum, einstaklingum og fjölskyldum, en fólk verður að geiða fyrir hana sjálft úr eigin vasa, því enginn annar verður til þess. Hjá okkur eru skráðir öryrkjar og efnafólk og ekki er að sjá að þeir sem eru til hægri í stjórnmálum skrái sig frekar en hinir sem eru til vinstri. Við veitum alla almenna læknisþjón- ustu, heimilis- og fjölskyldulækning- ar, ungbarnaeftirlit, mæðravernd, förum í vitjanir í heimahús til okkar fólks og tryggjum okkar sjúklingum viðtal við lækni samdægurs. Við tök- um ákveðna aldurshópa í sérstakar skoðanir, skipulegar en hingað til hef- ur verið gert. Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir veitir sömu þjónustu og þekkist á heilsugæslustöðvum. Það eru hundruð fjölskyldna og einstaklinga á öllu höfuðborgarsvæð- inu og reyndar nærsveitum, sem hafa skráð sig hjá okkur. Við vitum ekki annað en þetta fólk sé ánægt með að hafa þessa tryggu þjónustu. Við búum við þá aðstöðu og staðla, sem nútíminn gerir kröfu til, til að sinna okkar fólki sem best, án þess að bruðla í neinu. Við vitum nákvæmlega hvað þessi þjónusta kostar á hvern sjúkling á mánuði, en það er ekki nokkur leið, að fá nákvæmlega uppgefið hvað sam- bærileg þjónusta kostar fyrir ríkið. Það vantar alltaf inn í einhverjar töl- ur, húsnæðiskostnað, kostnað við af- leysingar o.m.fl. Jafnvel starfsmenn ráðuneyta viðurkenna að þeim gangi illa að fá uppgefinn heildarkostnað per sjúkling. Við höfum aðstöðu til að sinna 9.000 manns og með okkur vilja vinna læknar, sem annars munu ekki starfa við heimilislækningar, eru að hætta eða koma úr öðrum greinum lækn- isfræðinnar. Við getum tekið að okk- ur þennan fjölda sjúklinga með skömmum fyrirvara ef það er virki- lega vilji fyrir hendi til að leysa vanda fólks. Það er yfirlýstur vilji stjórn- valda, að aðgengi skuli vera jafnt fyrir alla og kostnaður þeirra sem leita sér aðstoðar hjá læknum skuli vera sá sami. Hér er um einkarekstur að ræða en ekki einkavæðingu eins og fólk vill stundum rugla saman. Þetta fyrir- komulag er viðbót við grunnheilbrigð- isþjónustuna en kemur ekki í staðinn fyrir hana. Þarf ekki að vera í sam- keppni, þó slíkt sé yfirleitt hollt allri starfsemi. Þetta fyrirkomulag er vel þekkt í mörgum nágrannalöndum okkar og gengur t.d. mjög vel í Sví- þjóð, þar sem heimilislækningar eru í miklum vanda líkt og hér á landi. Víð- ast er þó greitt fyrir sjúklinga af því opinbera til að tryggja aðgang og sama kostnað fyrir sjúklinginn. Okkur má í raun vera sama hver greiðir kostnað sjúklings, hvort það er hann sjálfur eða opinberir aðilar, svo framarlega sem við fáum að tryggja okkar sjúklingum örugga læknisþjónustu. Ef vilji er raunveru- lega fyrir hendi til að leysa vanda sjúklinga þá er úrræðið til staðar. Ef það er vilji stjórnvalda að allir eigi sama aðgengi að læknisþjónustu á sama kostnaði er auðvelt að gera þjónustusamninga og greiða fyrir þetta fólk. Slíkt mun kosta ríkið minna en eig- in uppbygging þess á grunnþjónust- unni. Þrátt fyrir erfiðleika við að afla upplýsinga um kostnaðartölur er það alveg ljóst, hvernig sem reiknað er, að okkar fyrirkomulag er ódýrara en það opinbera og það sem meira er, við tryggjum þeim sem skráðir eru grunnlæknisþjónustu samdægurs, þann dag sem sjúklingurinn þarf á okkur að halda. Þetta er sú grunnlæknisþjónusta, sem almenningur óskar eftir og hefur ekkert með pólitíska hugmyndafræði að gera. Það hlýtur að vera tíma- skekkja ef heilbrigðisþjónusta, ein allra atvinnugreina, getur ekki starf- að á sjálfstæðum grunni, eins og iðn- aður, verslun og öll þjónustustörf. Meira að segja hjá Svíum, í vöggu nú- tíma jafnaðarmennsku, þrífast þessi kerfi vel hlið við hlið. Þetta er það sem koma skal, jafnt hér á landi sem annars staðar og er erfitt að ímynda sér að Íslendingar ætli að verða eftirbátar annarra, það er ekki líkt landanum. Sjúklingar í vanda Eftir Guðbjörn Björnsson „Þetta er sú grunnlækn- isþjónusta, sem almenn- ingur óskar eftir og hefur ekkert með pólitíska hug- myndafræði að gera.“ Höfundur er læknir. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.