Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 47
PUNKT PROJECT III
á Kaffi Reykjavík
Úlfar Ingi Haraldsson bassa,
Ólafur Jónsson tenór sax og
Matthías M.D Hemstock trommur
kl. 20:30 kr. 1.500
Thoroddsen/
Fischer kvartett
Björn Thoroddsen gítar, Jacob
Fischer gítar, Dan Cassidy fiðlu
og Jón Rafnsson bassa
kl. 22:00 kr. 1.900
JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR
www.ReykjavikJazz.com/
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6. með íslensku tali.
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14.
Ný Tegund Töffara
Yfir 20.000 MANNS
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum 40
milljarða dollara og sleppir honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Yfir 20.000 MANNS
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.10.
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Sýnd kl. 7.30 boðssýning
Nýjasta meistaraverk
Pedro Almodovars
1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2
Sýnd kl. 6.20, 8.30 og 10.40.
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14.
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum 40
milljarða dollara og sleppir honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
1/2Kvikmyndir.is
ADAM
SANDLER
WINONA
RYDER
Ný Tegund Töffara
Hverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDYI I
SÍÐ
UST
U S
ÝNI
NGA
R!
Sýnd kl. 5.50.
Sýnd kl. 10.10. B. i. 14.
Öryggi og heilsa sjómanna um borð í skipum
Ráðstefna 3. október 2002 í Borgartúni
Ráðstefnustjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Siglingaráðs.
9:00-9:30 Afhending fundargagna.
9:30 Setning ráðstefnunnar, samgönguráðherra Sturla Böðvarsson.
9:40 Alþjóðlegar kröfur um menntun sjómanna, Helgi Jóhannesson
frá Siglingastofnun Íslands.
10:00 Rannsóknir sjóslysa á Íslandi, Ingi Tryggvason, formaður Rannsóknarnefndar
sjóslysa og Jón Arilíus Ingólfsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa.
10:20 Kaffihlé.
10:50 Björgunaræfingar um borð í skipum, Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna.
11:10 Skyndiskoðanir úti á sjó, Einar H. Valsson, yfirstýrimaður, hjá Landhelgisgæslunni.
11:30 Rannsóknir á heyrn sjómanna, Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir
hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
11:50 Fyrirspurnir.
12:15 Hádegisverðarhlé, súpa og fiskréttur.
13:30 Mikilvægi brunavarna um borð, Örn Ólafsson, vélfræðingur segir frá eldsvoða
um borð í skipi úti á sjó.
13:50 Krabbameinsvaldar í starfsumhverfi sjómanna, dr. Vilhjálmur Rafnsson.
14:10 Áhættumat um borð í skipum, Eyþór Ólafsson frá skipa- og gámarekstrardeild
Eimskips/Ingimundur Valgeirsson frá Slysavarnaskóla sjómanna.
14:30 Kaffihlé.
15:00 Svefnvenjur og heilsa sjómanna, Lovísa Ólafsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri
Solarplexus ehf., heilbrigðis- og öryggisráðgjöf.
15:20 Sjómennska frá sjónarhorni aðstandenda, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir,
sóknarprestur í Grindavík.
15:40 Fyrirspurnir.
16:00 Ráðstefnuslit.
Léttar veitingar
TÍMARITIÐ Sánd hefur stigið all-
nokkur skrefin frá því það var
fyrst gefið út fyrir rúmum þremur
árum. Þá var það til húsa heima
hjá ritstjóranum, Ingiberg Þór
Þorsteinssyni, en núna má finna
skrifstofur tímaritsins við Ingólfs-
torg. Ingiberg upplýsir að um 60
manns komi að útgáfunni á ein-
hvern hátt og 15 þeirra myndi
kjarna blaðsins. Meðalaldur starfs-
manna er um 25 ár og eru Ingi-
berg og bróðir hans, Helgi Steinar,
sem einnig stofnaði blaðið, yngstir.
Ritstjórinn fagnar 17 ára afmæli
um svipað leyti og betrumbætt
Sánd lítur dagsins ljós. Á meðal
nýrra efnisþátta í blaðinu er tíska,
efnisflokkur undir yfirskriftinni
„graffítí“ er fjallar um veggjakrot
og umfjöllun um jaðarsport er á
döfinni.
Blaðið er ókeypis og er því
dreift um allt land og líka í Fær-
eyjum. „Við erum með umfjöllun
um færeyska tónlist og menningu.
Þetta er fyrsta skrefið okkar á
stærri markað, smá tilraun, þó ég
líti ekki á þetta sem neinn stökk-
pall fyrir okkur þannig séð,“ segir
Ingiberg sem bendir á að þetta sé
einna helst gert í þeirri viðleitni að
styrkja stoðirnar í samskiptum
landanna tveggja. Hann vísar til
þess að Færeyjaviðbótin sé komin
til í kjölfar framtaks Hljómalindar,
sem hefur flutt inn færeyska tón-
listarmenn, nú síðast pönksveitina
200%.
Þrátt fyrir að blaðið sé frítt og
flestir vinni í sjálfboðavinnu við
það virðist það ekki koma niður á
gæðunum. Poppfræðingurinn
Gunnar Hjálmarsson lofar tímarit-
ið á heimasíðu sinni. Dr. Gunni
sparar ekki stóru orðin og segir
annað tónlistartímarit, Undirtóna,
„ofvaxinn sjónvarpsvísi“ í sam-
anburði en þess má geta að Dr.
Gunni er sjálfur á lista yfir höf-
unda efnis í Sánd. Ingiberg er
ánægður með þau jákvæðu við-
brögð, sem tímaritið hefur fengið.
Hann bendir á að allt blaðið sé nú í
lit og komið með kjöl, sem geri
það eigulegra.
Svefngenglar á forsíðu
Stefnan er að íslenskar hljóm-
sveitir prýði ávallt forsíðuna en á
forsíðu septemberheftisins er Sig-
ur Rós, eða öllu heldur einhvers
konar svefngenglar, sem eru
hugarfóstur hljómsveitarinnnar,
og má jafnframt sjá víða um
Reykjavíkurborg. Forsíðan er unn-
in í samvinnu Ingibergs og Jóns
Þórs Birgissonar úr Sigur Rós.
Ingiberg segir að stefnan sé
einnig að taka viðtöl við erlenda
listamenn en í nýjasta heftinu er
m.a. viðtal við bresku sveitina
Coldplay. Ingiberg gleymir þó
ekki óþekktum íslenskum hljóm-
sveitum og sinnir þeim í blaðinu.
Einnig er tímaritið komið í sam-
starf við Núlleinn.is. „Fólk fer að
sjá árangur af því á næstu vikum,“
segir Ingiberg.
Stefnt er á að Sánd komi næst út
í október. Hægt er að nálgast blað-
ið í félagsmiðstöðvum, kvikmynda-
húsum og tónlistarverslunum svo
eitthvað sé nefnt.
Tímaritið Sánd tekur breytingum
Líka í Færeyjum
Morgunblaðið/Kristinn
Ingiberg Þór Þorsteinsson er
ritstjóri tímaritsins Sánds.