Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 25 T ALIÐ er að 20 til 22 þúsund börn slasist árlega á Íslandi. Það eru hlutfallslega fleiri börn heldur en slasast í þeim ná- grannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Stór hluti þessara slysa er minniháttar þannig að ekki hlýst var- anlegt heilsutjón af. Um andlegar afleiðingar fyrir börnin og aðstandendur er minna vitað. Þá eru ótalin þau slys sem valda óbæt- anlegum skaða, varanlegum heilsubresti, örkumlum eða dauða. Á Íslandi, eins og annars staðar á Vesturlöndum, eru slys algengasta dánarorsök barna eldri en eins árs. Slys eru því eitt helsta heilsufarsvandamál ís- lenskra barna. Um kostnað þjóðfélagsins, beinan og óbeinan, þarf vart að fjölyrða. Ýmsar ákvarðanir og samþykktir á undanförnum misserum vekja vonir um að lögð verði aukin áhersla á slysavarnir. Má þar nefna að slysavarnir barna og unglinga hafa verið settar í forgang í heilbrigðisáætlun til árs- ins 2010 og í þingsályktun um málefni barna og unglinga. Nýstofnuð Slysaskrá Íslands ætti einnig að geta orðið til þess að greina vandann, bregðast við með markvissum hætti og meta árangur aðgerða. Þá er það fagnaðarefni að fyrirheit hafa verið gefin um að því starfi sem þegar hef- ur verið unnið á vegum Árvekni verði fram haldið og það þróað. Hægt er að koma í veg fyrir stóran hluta slysa ef sjálfsögðum öryggis- reglum er fylgt og farið er að lögum og reglum sem í gildi eru. Virðing- arleysi fullorðinna við lög og reglur er í mörgum tilvikum vítaverð áhættuhegðun auk þess að vera börnum og ungmennum slæm fyrirmynd sem stuðlað getur að sams konar afstöðu og hegðunarmynstri hjá þeim sem yngri eru. Mikilvægt er því að auka eftirlit með því að lögum og reglum sé fylgt og að þeir sem ekki fara eftir þeim, sæti ábyrgð. Slys eru ekki náttúrulögmál eða plága sem lítið er við að gera. Aðgerð- ir í slysavörnum kosta óhjákvæmilega fjármuni en oft er hægt að ná verulegum árangri með litlum tilkostnaði ef unnið er markvisst og af þekkingu. Aðgerðir sem koma í veg fyrir slys eru án efa ein hagkvæm- asta og fljótvirkasta fjárfesting sem nokkurt þjóðfélag getur lagt í. 6. landsþing um slysavarnir verður haldið á morgun á vegum slysa- varnaráðs í Eldborg, fundarsal Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Þar munu sérfróðir aðilar fjalla um slys og slysavarnir frá ýmsum sjón- arhornum, m.a. verður áhættuhegðun barna og unglinga til umræðu. Slysavarnir Slys á börnum eru ekki nátt- úrulögmál Ólafur Gísli Jónson, formaður stjórnar Árvekni. Herdís L. Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni. Á NÆSTUNNI fá allir flokks- félagar Samfylkingar margboðaða spurningakönnun senda í pósti. Markmið könnunarinnar er að leiða í ljós stefnu Samfylkingarinnar varðandi aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Utanríkismál reyndust Samfylkingunni óþægilegur mála- flokkur í síðustu alþingiskosningum því þrátt fyrir forskeytið ,,sam“ í nafni nýju fylkingarinnar hafði fólk innan hennar gjörólíka afstöðu í öll- um veigamestu atriðum utanríkis- stefnunnar. Átti þetta t.d. bæði við um hálfrar aldar langa aðild Íslands að NATO og hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Lítið hefur síðan heyrst um þró- un afstöðu Samfylkingarinnar til NATO en hitt leynist engum að for- ysta flokksins hefur verið mjög upptekin af því að ræða kosti Evr- ópusambandsaðildar. Ókunnugum sýnist að allt kjörtímabilið hafi Evr- ópusambandsaðild verið á dagskrá flestra opinberra funda sem Sam- fylkingin hefur boðað til. Hin tíðu fundarhöld hafa þó ekki fært Sam- fylkinguna nær því að setja fram skýra stefnu að öðru leyti en því að nú liggur fyrir tillaga hjá fram- kvæmdastjórn flokksins um spurn- ingu sem leggja á fyrir flokksmenn í póstkosningu sem fram fer í októ- ber. Ekki ríkir þó eining um spurn- inguna í herbúðum Samfylkingar- innar. T.d. gerði formaður Samfylk- ingarfélagsins á Seltjarnarnesi alvarlegar athugasemdir við orða- lag spurningarinnar á nýafstöðnum flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar. Enda ástæða til því félögum Samfylkingarinnar er ætlað að svara með einu jái eða neii þremur ólíkum spurningum. Aðferðafræði sem þessi brýtur rækilega gegn viðteknum venjum um framsetningu skoðanakannana. Þeir sem sækjast eftir marktækum niðurstöðum með því að leggja spurningar fyrir fólk gæta þess ein- att að gefa fólki tækifæri til að svara spurningunni sem fyrir það er lagt. Verði engar breytingar á tillögu að spurningu sem nú liggur hjá framkvæmdastjórn flokksins stefn- ir, eins og fyrr segir, í að þrjár spurningar verði lagðar fyrir flokksfólk sem gefst hins vegar ein- ungis tækifæri til að velja eitt svar við þeim öllum. Efnislega eru spurningarnar þessar: Á Ísland að skilgreina samningsmarkmið sín vegna hugsanlegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu? Á Ís- land að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu? Á að bera samning um aðild að Evrópusambandinu undir þjóðaratkvæði? Eflaust munu sumir vilja svara öllum spurning- unum neitandi eða játandi. En hvað með hina sem eru t.d. á móti því að sækja um aðild en eru sammála því að leggja aðildarsamninga, ef til þess kæmi, í dóm þjóðarinnar? Spurningatækni sem þessi þætti ekki góð í yfirheyrslu yfir saka- manni sem væri gert að svara ann- aðhvort játandi eða neitandi hvort hann hefði hitt fórnarlambið, boðið því heim og síðan banað. Ef Samfylkingunni er eins mikið í mun og virðist að leysa innri ágreining sinn á vettvangi utanrík- ismála með spurningakönnun, vakn- ar óneitanlega sú spurning hvers vegna ekki sé betur til verksins vandað þannig að allir geti vel við unað. Er ástæðan sú að ráðandi öfl- um í stjórn Samfylkingarinnar er í óöryggi sínu umhugað að knýja fram ákveðna niðurstöðu? Það fer ekki framhjá flestum sem fylgjast með stjórnmálum að formanni Sam- fylkingarinnar er gjarnt að tala eins og niðurstaða liggi nú þegar fyrir um stefnu flokks síns í þessu máli. Hins vegar vita það einnig margir að t.d. Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem vann afgerandi sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir síðustu alþingis- kosningar og skipar fyrsta sæti hennar í Reykjavík, hefur hvatt til varfærni í Evrópumálunum. Miðað við þennan framgangs- máta má velta fyrir sér hvort nið- urstöður þessarar póstkosningar verði jafn marklausar og niðurstað- an í umdeildum kosningum sem borgarstjórinn í Reykjavík efndi til um framtíð flugvallar í Vatnsmýr- inni að sextán árum liðnum. Það vakti athygli þá að kosningarnar voru lagðar til skömmu eftir að borgarstjóri undirritaði samkomu- lag við flugmálayfirvöld um dýrar endurbætur á flugvellinum sem treystu hann frekar í sessi í Vatns- mýrinni. Lýðræðið er ekki sjónarspil. Það lýtur að því að taka sameiginlegar ákvarðanir sem heildin getur vel við unað. Öll sjónarmið þurfa að heyrast svo fólk geti tekið skyn- samlega afstöðu. Þá skiptir ekki síður máli að niðurstaða lýðræð- islegrar ákvarðanatöku sé virt því annars er hætt við að fólk missi trúna á lýðræðið og hugsi líkt og sá sem Steinn Steinarr orti um, að niðurstaðan skipti ekki máli ,,því það er nefnilega vitlaust gefið“. Stefnuleit í pósti Eftir Stefaníu Óskarsdóttur „… vaknar óneitanlega sú spurning hvers vegna ekki sé bet- ur til verksins vandað þannig að allir geti vel við unað.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. GLEÐILEGUSTU fréttir sem við lesum á síðum dagblaðanna eru frá- sagnir af barni sem bjargað hefur verið frá dauða vegna þess að ein- hver viðstaddur kunni til verka við endurlífgun. Oftast er um að ræða björgun frá drukknun eða að náðst hafi að fjarlægja aðskotahlut sem hrokkið hafði ofan í öndunarveg barnsins. Undirstrika þessar frá- sagnir mikilvægi þess að við öll kunnum grundvallaratriði endurlífg- unar. Það er mikil gæfa að geta bjargað ungum einstaklingi á þenn- an hátt, sem að öllum líkindum verð- ur alheill heilsu ef nægilega fljótt er brugðist við og rétt að verki staðið. Orsakir öndunar- og hjartastopps hjá börnum eru margvíslegar og mismunandi eftir aldri. Hjá yngstu börnunum má nefna sem dæmi sjúk- dóma í öndunarfærum og vöggu- dauða. Hjá eldri börnunum slys, drukknanir, eitranir, ofnæmislost og aðskotahlut í öndunarvegi. Alvarleg- ar sýkingar eru orsakir öndunar- og hjartastopps hjá börnum á öllum aldri, einkum sýkingar í öndunar- færum, heilahimnubólga og blóðsýk- ingar. Ástæður þess að börn fara í önd- unar- og hjartastopp eru þess eðlis að í flestum tilfellum er hægt að fyr- irbyggja slíkt ef fyrirhyggju er gætt. Undirstrikar það mikilvægi slysa- varna, jafnt á heimilum sem utan þeirra. Einnig má yfirleitt fyrir- byggja að sjúkdómar komist á mjög alvarlegt stig ef barnið fær viðeig- andi læknismeðferð í tíma. Minnka má líkur á vöggudauða með því að láta ungbörn sofa á bakinu en ekki á grúfu. Börn fara yfirleitt fyrst í öndunar- stopp, sem síðan leiðir til þess að hjartað stöðvast vegna þess að það fær ekki nægilegt súrefni. Því er mikilvægt að hefja öndunaraðstoð sem fyrst og síðan hjartahnoð ef engin merki um blóðrás finnast. Því er mælt með að blása lofti í barnið sem allra fyrst, jafnvel áður en við- komandi kallar á hjálp. Hins vegar er mælt með því að þegar um fullorð- inn einstakling er að ræða sé það lát- ið hafa forgang að kalla á hjálp. Ástæðan er sú að yfirgnæfandi líkur eru á því að viðkomandi sé með kransæðasjúkdóm og hafi farið í hjartastopp vegna alvarlegra hjart- sláttartruflana sem hægt verði að leiðrétta með rafstuði. Því er mikl- vægt að sérhæfð hjálp berist sem fyrst. Eftir að kallað hefur verið á hjálp skulu endurlífgunaraðgerðir að sjálfsögðu hafnar án tafar. Ég hvet alla til að læra endurlífg- un. Framkvæmd endurlífgunar er kennd á kerfisbundinn hátt, sem auðveldar fólki að muna hvernig standa skal að verki. Að kunna end- urlífgun á börnum er einkum mik- ilvægt fyrir foreldra og þá sem um- gangast börn í daglegu starfi. Rauði kross Íslands hefur um árabil haldið endurlífgunarnámskeið fyrir al- menning og fagfólk. Á þeim nám- skeiðum er kennd endurlífgun á börnum og fullorðnum. Slík kunn- átta er ómetanleg, því enginn veit hvenær hún getur skilið á milli lífs og dauða. Leiðbeiningar um endurlífgun á börnum má finna á heimasíðu Barnaspítala Hringsins. Slóðin er http://www.landspitali.is/hringur/ endurlifgun.html Endurlífgun á börnum Eftir Þórð Þórkelsson Að kunna endurlífgun á börnum er einkum mik- ilvægt fyrir foreldra. Höfundur er barnalæknir og á sæti í Endurlífgunarráði. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna .... og afköstin margfaldast! www.h.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.