Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 13
Stjórntækniskóli Íslands
Bíldshöfða 18
Sími 567 1466
MARKAÐSFRÆÐI
Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er
ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um
hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við
þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að
nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og
athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi
fyrirlestra og verkefnavinnu.
Helsu námsgreinar:
Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni
Vöruþróun Vörustjórnun
Auglýsingar Áætlanagerðir
Viðskiptasiðferði Lokaverkefni
Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar.
WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.
„Ég mæli með náminu
fyrir alla þá, er starfa við
markaðs- og sölustörf.
Ég hef verið í sölu-
mennsku í 6 ár og nám-
skeiðið hefur nýst mér vel
í starfi. Fjölbreytt og
áhugavert námskeið.“
Elísabet Ólafsdóttir
Eggert Kristjánsson hf.
„Ég mæli tvímælalaust
með þessu námi fyrir
alla þá sem eitthvað eru
tengdir markaðs-, sölu-,
upplýsinga-, skipulags-
og/eða framleiðslumál-
um sinna fyrirtækja.“
Hendricus Bjarnason
Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður
markaðstengdra verðbréfa kerfa
ING-bankans í Amsterdam
KÍNVERSK stjörnuspeki, gagn-
virk tölvureiknivél, enskt teboð og
franskt kaffihús var meðal þess
sem var á stundaskránni hjá
krökkunum í Flensborgarskóla í
Hafnarfirði í gær en þá hélt skól-
inn upp á 120 ára afmæli sitt.
Flensborgararnir eru ánægðir
með skólann sinn og segja mennta-
skólaárin mjög skemmtileg.
Flesnsborgarskólinn var upp-
haflega stofnaður sem barnaskóli
árið 1877 en fimm árum síðar,
1882, var honum breytt í „alþýðu-
og gagnfræðaskóla“ og segir í
fréttatilkynningu frá skólanum að
við það ártal hafi aldur skólans
oftast verið miðaður.
Það var síðan ekki fyrr en 1970
sem framhaldsdeildir tóku til
starfa við skólann og árið 1975 var
honum formlega breytt í fjöl-
brautaskóla. Frá árinu 1981 hefur
Flensborgarskóli eingöngu verið
framhaldsskóli.
Þekkja þorrann af liðinu
Í tilefni afmælisins hitti Morg-
unblaðið tvo forkólfa í félagslífi
skólans, þá Ásgeir Sigurð Ágústs-
son, gjaldkera nemendafélagsins,
og Kristófer Egilsson skólastjórn-
arfulltrúa sem létu vel af skól-
anum sínum. Báðir eru þeir úr
Hafnarfirði eins og reyndar flestir
í skólanum að þeirra sögn. „Maður
þekkir líka þorrann af liðinu,“
segja þeir og það má heyra á
orðanna hljóðan að það er ekki
verra.
Það besta við skólann er þó að
þeirra mati félagslífið. „Þetta er
svo skemmtilegur aldur. Þegar
maður var í grunnskóla hélt mað-
ur að þetta yrði voðalega erfitt og
að maður gæti ekkert verið að
skemmta sér,“ segir Ásgeir en þeir
félagar fullvissa blaðamann um að
þetta hafi reynst hinn mesti mis-
skilningur.
Kristófer segir skólaböllin, sem
eru þrjú á hverri önn, standa upp
úr í félagslífinu og mikil stemning
myndist í kringum þau. „Busaball-
ið tókst mjög vel og svo er ball hjá
okkur eftir tvær vikur, svokallað
Rokkfestival-ball, en það er orðin
hefð fyrir því. Þá klæðir fólk sig í
alls konar búninga, rifnar galla-
buxur og þess háttar og rokkslag-
arar eru spilaðir.“
Mikil stemning í kringum
ræðukeppnina
Alls kyns nefndir og ráð sjá um
að halda fjörinu uppi á milli ball-
anna. Fyrir utan aðalstjórn nem-
endafélagsins er vídeóhópur, tón-
listarnefnd, skemmtinefnd,
fréttabréf, leiklistarráð, vefráð og
svo mætti lengi telja. „Svo erum
við með innanskólafótboltamót,
ræðukeppnir, dragkeppnir og ým-
iss konar keppnir sem hafa verið
haldnar innan skólans,“ segja þeir.
Þá eru ótaldar keppnir sem haldn-
ar eru milli framhaldsskólanna s.s.
spurningakeppnin Gettu betur,
Söngkeppni framhaldsskólanna og
ræðukeppnin MORFÍS sem strák-
arnir segja að mikil stemning sé í
kringum. „Það mæta allir á ræðu-
keppnina og styðja liðið. Við höf-
um kannski ekki verið bestir í
Gettu betur en okkur gekk ágæt-
lega í MORFÍS í fyrra. Okkur hef-
ur líka oft gengið vel í söngkeppn-
inni,“ segja þeir og Kristófer
upplýsir að skólinn hafi unnið
keppnina tvisvar og einu sinni lent
í öðru sæti á undanförnum árum.
En er einhver tími til að sinna
skólanum þegar svona mikið er
um að vera í félagslífinu? „Það
kemur fyrir,“ segir Ásgeir og
glottir. „Maður reynir bara að
jafna þetta út og skipuleggja tím-
ann sinn,“ bætir Kristófer við en
þeir taka þó dræmlega í það þegar
blaðamaður spyr þá hvort mennta-
skólakrakkar séu þeir skipulögð-
ustu í heimi.
Munu örugglega sakna skólans
Þeir segjast ánægðir með kenn-
arana sína þótt vissulega séu þeir
misjafnir eins og fólk almennt.
Nemendaaðstaðan gæti hins vegar
verið betri en hún hefur verið að
undanförnu en strákarnir upplýsa
að skólinn sé búinn að vera í við-
gerð síðastliðin tvö ár.
„Þeirri viðgerð átti að vera lok-
ið 17 hundruð og eitthvað,“ segir
Ásgeir uppgefinn á svip og í túlk-
un Kristófers má skilja að þar sé
átt við síðastliðið sumar. „Nem-
endafélagið er búið að fá ný her-
bergi og við erum að reyna að
koma okkur fyrir þar en það er
erfitt því það eru spýtur og annað
dót frá iðnaðarmönnunum fyrir.“
Að öðru leyti eru strákarnir
sammála um að ágætis aðstaða sé í
skólanum. „Það er alla vega nóg af
tölvum hérna til að vinna í og það
er mjög þægilegt að þurfa ekki að
bíða í marga klukkutíma eftir því
að komast í tölvur.“
Strákarnir ljúka námi í vor og
stefna báðir á háskólanám að því
loknu. En munu þeir sakna gamla
skólans þegar þar að kemur?
„Örugglega eitthvað,“ segir Ás-
geir og Kristófer tekur undir að
sennilega muni þeir gera það. „En
það kemur bara í ljós,“ klykkja
þeir út með enda nægur tími fram-
undan til að hafa áhyggjur af því.
Flensborgarskóli fagnaði 120 ára afmæli sínu með ýmsum uppákomum í gær
„Þetta er svo skemmtilegur aldur“
Orðabækur og stílar voru lögð til hliðar í frönskukennslunni í gær en í
staðinn bauð kennarinn upp á ekta franska kaffihúsastemningu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ásgeir Sigurður Ágústsson og Kristófer Egilsson segja skólaböllin hápunktana í félagslífi skólans.
Hafnarfjörður
Nafn Flensborgarskóla er
komið til af því að skólinn hóf
starfsemi sína í verslunarhúsi
sem stóð á sama stað og kaup-
menn frá Flensborg á Suður-
Jótlandi voru áður með versl-
un sína. Var verslunin kennd
við heimabæ þeirra og kölluð
Flensborgarverslun og stað-
urinn í daglegu tali kallaður
Flensborg.
Af þessu er heiti skólans
dregið og hefur hann haldið
nafni sínu þótt hann sé nú á
öðrum stað í bænum.
Af hverju
Flensborg?
NÝJA göngubrúin yfir Hafnarfjarð-
arveg var vígð á mánudag en það voru
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra og Ásdís Halla Bragadóttir
bæjarstjóri sem opnuðu hana með því
að klippa á borða og ganga yfir hana.
Brúin tengir saman byggðina aust-
an og vestan Hafnarfjarðarvegar og
kemur ekki síst til með að þjóna þeim
börnum úr Ásahverfinu sem sækja
Flataskóla og Garðaskóla auk þess
sem íþróttamannvirki bæjarins eru
hinum megin við Hafnarfjarðarveg.
Það var því vel viðeigandi að yngstu
íbúar Ásahverfisins tækju þátt í at-
höfninni enda er brúin mikil sam-
göngubót fyrir þá.
Göngu-
brúin vígð
Garðabær
Ljósmynd/Guðfinna B. Kristjánsdóttir
KVARTANIR hafa borist for-
manni umhverfis- og heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur vegna
slæmrar umgengni og umferðar á
Geirsnefi þar sem hundaeigendur
viðra gjarnan hunda sína. Segir
hann kvartanirnar bæði koma frá
hundaeigendum og öðrum.
Kolbeinn Óttar Proppé, formað-
ur umhverfis- og heilbrigðisnefnd-
ar, segir kvartanirnar hafa verið
bornar upp símleiðis eða í viðtals-
tímum hans. „Þarna hafa komið
ábendingar um að fólk þrífi ekki
upp eftir hundana og svo kvarta
hundaeigendur yfir umgengni og
ágangi annarra á svæðið. Það sé
svo opið fyrir umferð að menn noti
það til ýmsra annarra aðgerða en
að viðra hundana og séu jafnvel að
bruna þarna um á bílum þannig að
hundar fælist við.“
Þá segir hann eins kvartað und-
an því að hundaeigendur séu farn-
ir að fara annað til að sleppa hund-
um sínum eins og til dæmis í
Elliðaárdal.
Vegna þessa var ákveðið á fundi
nefndarinnar í síðustu viku að láta
gera úttekt á hundasvæðinu á
Geirsnefi með tilliti til umgengni,
umhirðu og aðbúnaðar. „Ef þetta á
við rök að styðjast þá grípum við
til einhverra aðgerða,“ segir Kol-
beinn.
Slæm um-
gengni um
Geirsnef
Elliðavogur
VEITINGA- og skemmtistaðnum
Nasa við Thorvaldsenstræti hefur
verið veitt áminning vegna hávaða
inni á staðnum.
Í áminningunni kemur fram að
mælingar hafi sýnt að hávaði innan-
dyra á staðnum sé of mikill. Er þess
krafist að gerðar verði ráðstafanir til
að hávaði innanhúss verði framvegis
ekki yfir leyfilegum mörkum.
Sérstaklega er tekið fram að
fylgst verði með því að krafan verði
uppfyllt „og farið út í frekari þving-
unaraðgerðir ef þörf þykir“.
Nasa áminntur
vegna hávaða
Miðborg
♦ ♦ ♦