Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 18
SENEGALSKIR hermenn loka kistu eins þeirra sem fórst með ferj- unni Joola úti fyrir strönd Gambíu 26. september. Um sextíu manns var bjargað, en rúmlega eitt þús- und voru um borð í ferjunni. Abdoulaye Wade, forseti Sene- gals, féllzt í gær á afsagnir sam- gönguráðherrans Youssouph Sakho og hermálaráðherrans Youba Sambou, sem öxluðu þar með ábyrgð á ófullnægjandi við- brögðum yfirvalda við slysinu, en þau hafa vakið reiði í landinu. Komið var með 216 lík í kæligám- um til Dakar í Senegal í gær, þar sem þau voru sett í kistur. Alls hafa um 400 lík fundist en aðeins hafa verið borin kennsl á tvö. Haft var eftir köfurum sem tóku þátt í björg- unaraðgerðum að fjöldi manns hefði lokast inni í ferjunni er henni hvolfdi í vondu veðri og hefðu sjó- menn er fyrstir komu á slysstaðinn heyrt í fólkinu inni í ferjunni, allt að 200 manns. En er kafararnir komu á staðinn „var ekki lengur neinn á lífi. Enginn svaraði þegar við lömd- um utan byrðinginn,“ sagði einn kafaranna. Senegölsk stjórnvöld segja að 1.034 hafi verið um borð í ferjunni, sem hafi verið gerð til að bera um helmingi færri. 400 lík fundin AP ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMENN í fullum óeirða„herklæðum“ fylgjast með er baskneskir aðskilnaðarsinnar bera félaga sinn Egoitz Gurr- utxaga til grafar í Renteria á Norður-Spáni í gær. Gurrutxaga, sem er grunaður um að hafa verið virkur meðlimur í ETA, hryðjuverkasamtökum að- skilnaðarsinnaðra Baska, og meintur samverkamaður hans biðu bana hinn 23. september er sprengiefni í fórum þeirra sprakk fyrir slysni. Jarðarförin fór friðsamlega fram, en lögregla aftraði 15 bíla bílalest frá því að taka þátt í lík- fylgdinni. AP ETA-maður borinn til grafar ELLEFU ára gamall sonur banka- stjóra í Frankfurt, sem var erfingi banka sem sama fjölskyldan hefur rekið frá því á 17. öld, fannst látinn í gær. Lögreglan í Frankfurt greindi frá því að innvafið lík sem fundizt hefði í gili norðaustan við borgina væri „nær örugglega“ af Jakob von Metzler, en honum var rænt á leið heim úr skóla síðastliðinn föstudag. Saksóknarar staðfestu síðar að líkið væri af drengnum. Fjölskylda hans hafði greitt eina milljón evra, andvirði um 86 milljóna króna, í lausnargjald fyrir piltinn, án þess að endurheimta hann úr klóm mannræningjanna. Sagðist lögregla hafa handtekið 27 ára gamlan mann sem grunaður væri um að vera höfuðpaurinn á bak við verknaðinn. Áður hafði lögreglan greint frá því að fjögur ungmenni – 16 ára stúlka, 24 ára vinur hennar og tveir bræður á aldrinum 21 og 23 ára – hefðu verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins á mánudag og í fyrrinótt. Þrjú þeirra hefðu verið látin laus en eitt væri áfram í haldi. Sá sem fyrst var sagður 24 ára er hinn 27 ára gamli meinti höfuðpaur. Hann er laganemi og kvað hafa verið kunningi Metzler-fjölskyldunnar. Á grundvelli yfirheyrslanna yfir hinum handteknu telur lögregla að laganeminn hafi einn framkvæmt mannránið og að hann hafi þekkt Jakob. Greindu talsmenn lögregl- unnar ennfremur frá því að hluti lausnarfjárins hafi fundizt á hinum grunaða og meira af því heima hjá honum. Harald Weiss-Bollandt lög- reglustjóri sagði á blaðamannafundi í Frankfurt að Jakob, eitt þriggja barna bankastjórahjónanna Fried- rich og Silviu von Metzler, hefði að öllum líkindum verið myrtur strax á föstudag, daginn sem honum var rænt. Síðast sást til drengsins á lífi um kl. 10.30 á föstudagsmorgun. Sagðist skólabróðir hans hafa séð hann fara úr strætó á stöðinni næst heimili sínu í borgarhverfinu Sachsenhaus- en. Fjölskyldunni barst miði klukku- stund síðar þar sem tilkynnt var að barninu hefði verið rænt og farið var fram á lausnargjald. Ekki yrði snert hár á höfði hans ef gjaldið yrði greitt. Ekkert bólaði hins vegar á drengn- um þótt lausnargjaldið – ein milljón evra – hafi verið afhent á mánudags- morgun, að ráði lögreglu. Umfangsmikil leit Beindi lögregla leitinni að drengn- um aðallega að stöðuvatni og skóg- lendi suður af Frankfurt, þar sem hún fékk vísbendingar um að honum væri haldið föngnum í skógarhýsi þar á svæðinu. Yfir 1.100 lögreglu- menn með 20 sérþjálfaða leitar- hunda og þyrlusveit tóku þátt í að- gerðunum. Metzler-bankinn, sem er með höf- uðstöðvar sínar í Frankfurt, er einn elzti banki Þýzkalands, stofnaður 1674 og er enn þann dag í dag í eigu og rekstri Metzler-fjölskyldunnar. Friedrich von Metzler er ellefta kyn- slóð fjölskyldunnar sem stjórnar bankanum. Ellefu ára gömlum erfingja þýzks einkabanka rænt í Frankfurt am Main Drengurinn fannst látinn Frankfurt. AP. Jakob von Metzler Kennir sig nú við ýsu London. AP. EINN af þingmönnum breska Verkamannaflokksins hefur ákveðið að breyta nafni sínu úr Austin Mitchell í Austin Had- dock (Ást- þór Ýsa). Breytingin tekur gildi á föstudag en Mitchell, sem situr á þingi fyrir útgerðarbæinn Grimsby, segist með þessu vilja styðja við bakið á breskum sjávarútvegi. „Tilgangurinn er að hvetja fólk til að hugsa um fisk, elda fisk, borða fisk og kaupa fisk,“ segir Mitchell sem setið hefur á þingi síðan 1977. Kom hug- myndin að nafnabreytingunni upp í tengslum við undirbúning sjávarfangsvikunnar, sem nú er að hefjast í Bretlandi. Segist þingmaðurinn stoltur af því að kenna sig við ýsu. „Ég verð þó að viðurkenna að ég breyti nafni mínu líklega aftur í Mitchell í vikulokin. Fjölskyld- an mín heldur að ég sé genginn af göflunum.“ Austin Mitchell ROBERT Torricelli, öldungadeild- arþingmaður demókrata í New Jers- ey, tilkynnti á mánudag, að hann ætlaði að draga sig í hlé og sækjast ekki eftir endurkjöri í kosningunum í nóvember. Um leið hafa líkur á, að demókratar missi eins sætis meiri- hluta sinn í öldungadeildinni aukist verulega. Torricelli kvaðst ekki vilja bera ábyrgð á því, að demókratar misstu meirihlutann í öldungadeildinni og því hefði hann tekið þessa ákvörðun. Hana má þó aðallega rekja til þess, að hann hefur verið bendlaður við spillingu og mútuþægni og síðustu skoðanakannanir benda til, að repúblikaninn Doug Forrester muni bera sigur úr býtum. Demókratar verða nú að finna annan frambjóðanda í stað Torricell- is og er það sagt nokkuð flókið mál, meðal annars vegna þess, að fram- boðsfrestur er liðinn. Torricelli aftur- kallar framboð Robert Torricelli niðurlútur á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. New York. AFP. Reuters Réðist á bílstjórann Fresno. AP. AÐ minnsta kosti tveir létust og tug- ir slösuðust þegar farþegi í fólks- flutningabifreið lagði til bílstjórans með hnífi er bifreiðin var á fullri ferð eftir hraðbraut í Kaliforníu á mánu- dagskvöldið, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og fór út af veginum. Um borð voru 45 farþegar á leið frá Los Angeles til San Francisco, en bifreiðin var í eigu fyrirtækisins Greyhound. Yfirvöld segja að árásin á bílstjór- ann tengist ekki hryðjuverkastarf- semi. Fulltrúi lögreglunnar í Fresno-sýslu, þar sem slysið varð, sagði að árásarmaðurinn hefði náðst er hann reyndi að flýja af slysstaðn- um. Bílstjórinn lifði árásina af. Hann missti stjórn á bílnum er hann reyndi að verjast árásinni. Engar fregnir hafa borist af því hvað árás- armanninum kunni að hafa gengið til. Tveir létust í rútuslysi TALSMENN Bandaríkjastjórnar sögðu í gær að hún myndi hunza viðmiðunarreglur sem Evrópusam- bandið hefur sett aðildarríkjum sín- um um að þeim sé heimilt að semja við Bandaríkin um að veita banda- rískum hermönnum takmarkaða friðhelgi fyrir hugsanlegri saksókn af hálfu Alþjóðasakamáladómstóls- ins (ICC) nýstofnaða. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkismálaráðuneyt- isins, sagði að stjórnvöld í Wash- ington myndu áfram leitast við að ná samningum við einstök ríki um friðhelgi allra bandarískra ríkis- borgara en ekki aðeins hermanna og stjórnarerindreka eins og kveðið er á um í hinum nýju viðmiðunar- reglum ESB, sem utanríkisráð- herrar sambandsins náðu mála- miðlunarsamkomulagi um á mánu- dag. „Sumt í viðmiðunarreglunum sem ráðherrarnir ákváðu er okkur ekki að skapi og við munum áfram reyna að ná okkar markmiðum fram í þeim tvíhliða viðræðum sem við væntum að muni eiga sér stað [við Evrópuríkin hvert fyrir sig],“ sagði Boucher. Alþjóðasaka- máladómstóllinn Bandaríkin hyggjast hunza ESB- reglur Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.