Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 27
rinnar og
na og um
gat þess
áfram en
eginhlut-
sér fyrir
bættum
ramt eigi
ðherra til
ðarörygg-
hennar.
ngarstofu
erðarráðs
enn Um-
sem ver-
ngarstof-
forstjóri
órðarson,
rðarráðs,
Umferð-
óttir opn-
æði Um-
hún þess
t af sér
sem inn-
ngar öku-
rstofunni
hafi verið skylt sem hlutafélagi að
innheimta virðisaukaskatt af ýms-
um gjöldum, en hann falli nú niður
þegar starfsemin færist til ríkis-
stofnunar.
Að teknu tilliti til þess innskatts
sem Skráningarstofan hafi getað
nýtt sér leiði breytingin til lækkunar
á þeim gjöldum sem áður hafi borið
virðisaukaskatt. Sem dæmi má
nefna að skráning vegna eigenda-
skipta ökutækis kostar nú 2.130 kr.,
en var áður 2.300 kr. Skráning öku-
tækis kostar 5.060 kr. en gjaldið var
5.475 kr. og skráningarmerki kostar
2.600 kr. en kostaði 2.815 kr.
Dómsmálaráðherra gat þess að
Umferðarstofa myndi halda úti öfl-
ugri heimasíðu á netinu en þar er
m.a. að finna upplýsingar á öku-
tækjasviði, um umferðarfræðslu,
ökuréttindi, slysaskrá, tölfræði og
Umferðarstofu. Viðskiptavinum
Umferðarstofu býðst að senda ýms-
ar rafrænar umsóknir og tilkynn-
ingar, t.d. tilkynningar um eigenda-
skipti ökutækis og beiðni um
afskráningu ökutækis.
nast í Umferðarstofu
Morgunblaðið/Kristinn
óms- og kirkjumálaráðherra opnar nýja vef-
agnars og Óli H. Þórðarson fylgjast með.
rfjórðung
urinn var
nn að við
hér á Ís-
og vímu-
l annarra
ilvirkt og
tekur á
máls.“
u vanda-
og vímu-
gar vímu-
öðrum
mjög ungt
ngar með
daga SÁÁ
ú á því að
hvað fyrir
mönnum
ná tökum
nað andlit
ar. Áður
fyrst og
fremst menn á götunni sem ættu við
þetta vandamál að stríða.“
Alls hafa 15.700 einstaklingar
komið í áfengis- og vímuefnameð-
ferð hjá SÁÁ frá því samtökin voru
stofnuð og segist Þórarinn telja að
aðstandendur sem hafi fengið
stuðning og meðferð hljóti að vera
um 20.000. SÁÁ rekur sjúkrahús á
Vogi í Reykjavík, tvö endurhæfing-
arheimili, annað í Vík á Kjalarnesi
og hitt á Staðarfelli í Dölum. Hvort
um sig tekur 30 sjúklinga þannig að
60 einstaklingar eru í endurhæfingu
hverju sinni. Þá er göngudeild starf-
rækt í Reykjavík og á Akureyri.
Milli 12 og 13.000 einstaklingar
heimsækja göngudeildina í Reykja-
vík á hverju ári. Samtökin reka
einnig tvö sambýli í Reykjavík og
eitt á Akureyri. Segir Þórarinn að
um 2.000 manns leiti til SÁÁ á ári og
um 1.000 aðstandendur.
„Áfengis- og vímuefnavandinn
hefur breyst mjög mikið frá því
SÁÁ var stofnað. Í fyrsta lagi hefur
unga fólkið okkar og fólk með geð-
ræn vandamál aukið vímuefna-
neyslu sína. Við sjáum oft að fólk
greinist með geðsjúkdóma í fyrsta
skipti sem það leitar til okkar þann-
ig að geðsjúkir einstaklingar eru
gjarnan komnir mjög ungir í vímu-
efnaneyslu.“
Afmælisfagnaðurinn hefst klukk-
an 20.30 í kvöld, með hátíðarfundi í
Háskólabíói þar sem borgarstjóri
verður aðalræðumaður. Fagnaðin-
um verður síðan framhaldið á föstu-
dag þegar haldin verður árshátíð
samtakanna í Broadway. „Þar mun-
um við skemmta okkur ásamt öllum
ráðstefnugestum. Þarna verða
fulltrúar frá öllum hópum í SÁÁ,“
segir Þórarinn.
afmælis samtakanna
breyst
un SÁÁ
ið/Sverrir
son
TUTTUGASTA og áttundaágúst síðastliðinn varkveðinn upp dómur íHéraðsdómi Reykjavík-
ur þar sem geðsjúkum manni var
gefið að sök að hafa stolið í júní á
þessu ári lambalæri að verðmæti
3.375 kr. í verslun í Reykjavík.
Ákærði játaði skýlaust brot sitt en í
nóvember á síðasta ári hafði hann
verið dæmdur í 4 mánaða fangels-
isrefsingu fyrir að stela matvöru að
verðmæti 862 kr. Ákærði rauf skil-
orð dómsins og var dæmdur til 3
mánaða fangelsisvistar sem hann
afplánar nú í Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg. Í síðustu viku birt-
ist grein eftir systur mannsins í
Morgunblaðinu undir heitinu Þjóð-
félagslegt einelti? þar sem hún lýs-
ir tæplega 20 ára sjúkrasögu hans,
en hann greindist með geðklofa
innan við tvítugt. Þá er þar lýst
baráttu ættingja hans við „kerfið“,
við að reyna að útvega honum með-
ferðar- og vistunarúrræði sem
hann bráðvantar. Í yfirlýsingu sem
Geðhjálp sendir frá sér á dögunum
kemur fram að 50 geðsjúkir ein-
staklingar fái ekki þá lögboðnu
þjónustu sem þeir eigi rétt á. Þar
af séu yfir 20 manns í fangelsum og
30 til viðbótar heimilislausir.
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, þekkir
sögu þessa manns sem rakin var að
ofan og segir að hann hafi um
nokkurt skeið vanið komur sínar í
húsnæði Geðhjálpar við Túngötu í
Reykjavík. Þar hafi hann oft borð-
að hádegismat og átt kost á, líkt og
aðrir sem þangað leita, að taka þátt
í dagskrá Geðhjálpar. Sökum eirð-
arleysis sem stafar af sjúkdómi
hans hafi hann hins vegar ekki tek-
ið þátt í því starfi nema að tak-
mörkuðu leyti.
Sveinn segist hafa fengið hring-
ingu frá Fangelsismálastofnun fyrr
í þessum mánuði, eftir að Geðhjálp
hafi vakið athygli á málinu, þar sem
óskað hafi verið eftir því að hann
yrði undir eftirliti Geðhjálpar á
daginn meðan hann afplánaði dóm
sinn. Daginn eftir heimsótti mað-
urinn Geðhjálp með bréf sem hann
hafði sjálfur skrifað upp á og und-
irgekkst að hann myndi vera undir
ströngu efitliti Geðhjálpar. Sveinn
segist strax hafa bent fangelsis-
málayfirvöldum á að það væri ekki
hlutverk Geðhjálpar að hafa mann-
inn undir eftirliti.
„Hið opinbera ber ábyrgð á
þessu og þeim ber að sinna þessum
einstaklingi og reyndar á allt öðr-
um stað en á bak við lás og slá. Þau
úrræði eru hins vegar ekki fyrir
hendi,“ segir Sveinn. Í nokkra daga
stóð manninum til boða að nýta sér
húsakynni Geðhjálpar en það fyr-
irkomulag gekk ekki upp og að lok-
um var hann vistaður aftur á Skóla-
vörðustíg.
Sveinn nefnir í þessu sambandi
að mikil þörf sé á sértækri umönn-
unarstofnun fyrir einstaklinga sem
eru mjög veikir og eru úti í horni í
þjóðfélaginu vegna sjúkdóms síns
og að æskilegt sé að heilbrigðis- og
félagsmálayfirvöld komi að rekstri
slíkrar umönnunarstofnunar.
Með sértækri umönn-
unarstofnun væri með
aðstoð lögreglu hægt að
koma mjög veikum ein-
staklingum í umsjá fag-
fólks sem gæti komið
þeim í bærilegra ástand, að sögn
Sveins.
Hann undirstrikar að mikilvægt
sé að halda sértækri umönnunar-
stofnun aðskilinni frá bráðamót-
töku Landspítalans. Mjög veikir
einstaklingar passi oft á tíðum ekki
með öðru fólki sem leiti sér að-
stoðar á bráðamóttöku og fæli í
sumum tilvikum jafnvel fólk frá því
að leita sér aðstoðar þegar það sjái
mikið veikt fólk á þessum deildum.
Hann segir það sammerkt með
mörgum geðfötluðum einstakling-
um að þeir vilji oft á tíðum ekki
þiggja þá aðstoð sem þeim sé boð-
in. „Það að hafa ekki afskipti af
þessum einstaklingum gengur hins
vegar ekki upp eins og dæmin
sanna og bitnar bæði á sjúklingum
og aðstandendum þeirra,“ segir
Sveinn.
Hann segir einnig þörf á því að
setja á laggirnar hreyfanlegt teymi
sem annist fólk sem er í eigin hús-
næði en er oft og einatt ekki í stakk
búið að sjá um sig sjálft. „Það er
mjög algengt þegar fólk fer út af
geðdeild að það hætti samhliða að
taka lyfin sín og það leiðir ekki
nema eitt af sér, menn fara bara
aftur inn,“ segir hann.
Hann segist álíta að með fær-
anlegu teymi megi koma betur til
móts við geðfatlaða einstaklinga
sem séu oft á tíðum haldnir ákveð-
inni fælni við að leita sér aðstoðar á
geðdeildum.
Þá segir Sveinn mikilvægt að
stokkað verði upp í lögum um mál-
efni geðfatlaðra og að meðal annars
verði skoðað hvort hægt sé að skil-
orðsbinda hluta af refsidómi gegn
því að viðkomandi axli hluta
ábyrgðarinnar og leiti sér aðstoðar
við geðsjúkdóm sínum, taki inn lyf-
in sín o.s.frv. Þá hefur Geðhjálp
einnig horft til nauðungarvistarlag-
anna sem Sveinn segir að brýnt sé
að breyta. Þar þurfi faglegi geirinn
að koma betur inn í til að hægt sé
að grípa til nauðsynlegra úrræða
áður en viðkomandi verður enn þá
veikari.
„Tilfinningalega séð er þetta oft
á tíðum mjög erfitt sem leiðir af sér
að aðstandendur grípa ekki til þess
fyrr en allt of seint. Viðkomandi er
þá orðinn bullandi veikur og allt
komið í mikinn ófrið,“ segir Sveinn
Magnússon.
Jafnósakhæfir þegar
um lítil brot er að ræða
Erlendur Baldursson, afbrota-
fræðingur hjá Fangelsismálastofn-
un ríkisins, hélt erindi í Reykjavík-
urakademíunni í apríl síðastliðnum
á opnum fundi um meðferð og/eða
refsingar, þar sem hann reyndi að
lýsa bakgrunni síbrotamannsins.
Fundurinn bar yfirskriftina Sekur
eða sjúkur.
Erlendur tók dæmi af umrædd-
um dómi yfir manninum frá því í
nóvember á síðasta ári. Hann segir
að burtséð frá því hvort menn séu
geðsjúkir eða ekki þá sé það spurn-
ing hvort það eigi að dæma fólk í
fangelsi fyrir minniháttar afbrot
eins og í þessu tilviki. „Á að nota
þyngstu refsingu þjóðfélagsins,
sem er fangelsi, fyrir svona smá-
muni. Á ekki frekar að nota slíka
refsingu í alvarlegri málum?“ spyr
Erlendur.
Hann segist telja að í dómum þar
sem um minniháttar afbrot sé að
ræða og veikir einstaklingar eigi í
hlut, líkt og í þessu tilviki, sé oft
ekki gengið úr skugga um, með að-
stoð geðrannsóknar,
hvort viðkomandi sé
sakhæfur eða ekki. Slík-
ar rannsóknir séu frek-
ar notaðar þegar um
stærri mál sé að ræða.
„Menn eru hins vegar alveg jafn-
ósakhæfir þegar um lítil brot er að
ræða eins og þegar stór brot eiga í
hlut,“ segir Erlendur.
Að sögn Tómasar Zoëga, yfir-
læknis á geðdeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, hefur tilfellum
þar sem mjög veikir sjúklingar
eiga í hlut sem ekki hafa fengið
meðferðarúrræði við hæfi, fjölgað á
undanförnum árum. Margir þess-
ara sjúklinga eiga einnig við vímu-
efnavanda að stríða sem gerir það
að verkum að erfiðara er að leysa
úr vandamálum þeirra en ella.
Tómas segir að á allra síðustu ár-
um hafi rúmum á geðdeildum
Landspítalans fækkað, bæði á
bráðadeildum og langdvalardeild-
um.
Hann segir að erfitt reynist oft á
tíðum að finna húsnæði fyrir þessa
einstaklinga sem sökum veikinda
sinna hafist ekki við í því húsnæði
sem þeim standi til boða. Engu að
síður blasi við að vegna sparnaðar-
aðgerða í heilbrigðisþjónustu sé
heilbrigðiskerfið ekki eins vel í
stakk búið að taka á vandanum og
var fyrir nokkrum árum.
Tómas segir að búið sé að loka
deild sem var á Vífilsstöðum og
þeir sjúklingar sem þar voru fluttir
á aðrar deildir. Þá var móttöku-
deild sem var á Kleppsspítala sam-
einuð annarri deild á Landspítala.
Einnig fækkaði rúmum við samein-
ingu geðdeilda þegar geðdeild á
Borgarspítalanum var lögð niður
en þar hafði verið starfrækt bráða-
móttaka fyrir geðsjúka. Þá hefur
rýmum einnig fækkað sem geð-
deild Landspítalans hefur haft yfir
að ráða á Arnarholti. Tómas segir
að alls hafi plássum því fækkað á
undanförnum árum um nærri 40.
Hann segir að veruleg þörf sé á
úrræðum fyrir geðsjúka sem taki á
þeirri óreglu sem fylgi þeim ein-
staklingum sem eigi við áfengis-
eða vímuefnavanda að stríða.
Óreglan verði oft til þess að þeir
taki ekki inn lyfin sín og fylgi ekki
eftir annarri meðferð sem þeir eigi
að taka þátt í.
„Það þarf að auka fjárveitingar
bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga
til þess að byggja upp vernduð
heimili fyrir þennan hóp einstak-
linga,“ segir Tómas.
„En spítalinn getur ekki lokað
sínum úrræðum nema eitthvað
annað kerfi taki við í staðinn, það
er alveg ljóst enda ekki hægt að
sinna geðsjúkum annars staðar en
á geðsjúkrahúsum,“ segir hann.
Tómas minnir á að hann hafi
veitt forystu starfshópi sem skilaði
af sér skýrslu til heilbrigðisráð-
herra 10. október árið 1998 þar
sem meðal annars var lögð áhersla
á að rúmum fyrir geðsjúka yrði
ekki fækkað.
„Eitt af þeim vandamálum sem
við bentum á sérstaklega tengdust
þeim sem voru langveikir vegna
geðsjúkdóma. Við vorum þar með
ákveðnar tillögur sem ekki hafa
enn verið framkvæmdar,“ bendir
hann á.
„Ríkisstjórnin hefur nú sett geð-
heilbrigðismál í forgang og það er
því mikilvægt að hún gangi eftir því
að svo verði,“ segir Tómas Zoëga.
Sjaldgæft að mikið veikir ein-
staklingar afpláni dóma
Haraldur Dungal heimilislæknir
segir að enginn sé í raun ánægður
með hlutskipti sitt í máli geðsjúka
mannsins sem afplánar nú dóm í
Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg. Harald-
ur hefur í starfi sínu
sem fangalæknir ásamt
hjúkrunarfræðingi
skoðað hann reglulega á
meðan á afplánun hans hefur stað-
ið. Í síðasta mánuði var hann færð-
ur á geðdeild Landspítalans í tæp-
ar tvær vikur. Þá var reynt að hafa
hann í dagvistun hjá Geðhjálp eins
og áður var nefnt. Hann segir að
reynt sé eftir fremsta megni að
veita honum þá aðhlynningu sem
hann þarf á að halda og að það sé
mat sitt að honum hafi ekki versn-
að á meðan hann hefur afplánað
dóm sinn. Aðspurður hvort algengt
sé að hann þurfi að hafa afskipti af
geðsjúkum einstaklingum í afplán-
un sem séu mikið veikir segir Har-
aldur að í starfi sínu sem fanga-
læknir sé það fremur sjaldgæft.
Annað slagið komi þó upp tilvik þar
sem sinna þurfi geðsjúkum sem
hafi gerst brotlegir við lög líkt og í
umræddu tilviki.
Ellý Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík, seg-
ir að eðli málsins samkvæmt fái
Félagsþjónustan líkt og önnur fé-
lagsþjónusta inn á borð til sín erfið
mál sem erfiðlega hafi gengið að
leysa úr í öðrum „kerfum“ og
stundum hjá Félagsþjónustunni
einnig.
Hún bendir á að töluverð um-
ræða hafi spunnist í fjölmiðlum fyr-
ir um ári um hóp sem hafði orðið
útundan í kerfinu þar sem við sögu
komu misnotendur á vímuefnum og
áfengi og í sumum tilfellum fólk
sem hefur átt við geðsjúkdóma að
stríða.
Að sögn Ellýjar gekk Fé-
lagsþjónustan í kjölfarið til samn-
inga við Samhjálp um rekstur hús-
næðis fyrir 7–8 heimilislausa við
Miklubraut sem opnað var á þessu
ári. Hún bendir á að það húsnæði
sé hins vegar ekki eingöngu ætlað
þeim sem eiga við geðsjúkdóma að
stríða.
Þá er Félagsþjónustan með
samning við Svæðisskrifstofu um
málefni fatlaðra um búsetuþjón-
ustu fyrir geðfatlaða sem Geðhjálp
hafði með höndum áður. Sam-
kvæmt honum er boðið upp á bú-
setuúrræði fyrir allt að 35 einstak-
linga.
Félagsþjónustan býður einnig
geðsjúkum einstaklingum upp á
önnur búsetuúrræði og meðal ann-
ars hefur Félagsþjónustan fram-
leigt 11 íbúðir af Félagsbústöðum,
svokölluð „vönduð heimili“ þar sem
búa tveir til fjórir geðfatlaðir ein-
staklingar saman, samtals 39 ein-
staklingar. Þessa þjónustu hefur
Félagsþjónustan starfrækt í sam-
vinnu við Landspítalann. Þá fá
margir stuðning eða ráðgjöf heim
til sín, hvort sem um er að ræða
heimaþjónustu, liðveislu eða rágjöf
frá starfsmönnum Félagsþjónust-
unnar. Ellý bendir á að til viðbótar
hafi Svæðisskrifstofa um málefni
fatlaðra yfirsýn yfir málaflokkinn
og sé með önnur úrræði til viðbótar
þessum.
Samþykkt að bæta við þremur
nýjum búsetuúrræðum
Félagsmálaráð Reykjavíkur-
borgar samþykkti á síðasta ári að
setja á laggirnar þrjú búsetuúr-
ræði. Eitt af þeim úrræðum er
heimili sem Samhjálp rekur fyrir
heimilislausa við Miklubraut en
einnig var samþykkt að opna nýtt
gistiskýli og heimili sem ætlað er
þeim sem hafa farið oft í áfeng-
ismeðferð og þurfa tíma til að fóta
sig á ný í samfélaginu. Skilyrði fyr-
ir því að fá inni á heimilinu er að
viðkomandi einstaklingar séu búnir
að taka á vímuefna- eða áfengis-
vanda sínum.
Sem fyrr segir er búið að opna
eitt af þessum þremur úrræðum.
Ellý segir að Félagsþjónustan hafi
ákveðið strax í byrjun að heimilið á
Miklubraut sé fyrst og fremst til að
losa um gistiskýlið í Þingholts-
stræti sem hafi verið notað mikið af
sama fólkinu og hafi því í raun ver-
ið orðið að varanlegum dvalarstað
hjá hópi fólks. Af þessum sökum
hafi þeir sem lengst hafi dvalið þar
gengið fyrir þegar heimili Sam-
hjálpar var opnað.
Aðspurð hver sé al-
gengur biðtími hjá geð-
fötluðum og þeim sem
hafa átt við áfengis- og
vímuefnavanda að etja
að fá lausn í húsnæðismálum á veg-
um Félagsþjónustunnar segir Ellý
að hann sé breytilegur og að reynt
sé að meta hvert tilfelli fyrir sig og
greiða fyrir úrlausn mála þar sem
þörfin sé mjög aðkallandi. Þá
blandist inn í að velja þurfi þannig
úr að viðkomandi einstaklingur
passi inn í þann hóp sem fyrir sé í
tilteknu húsnæði á vegum Fé-
lagsþjónustunnar sem getur á
stundum reynst erfitt.
Að sögn Ellýjar eru 28 manns á
biðlista eftir búsetuþjónustu fyrir
geðfatlaða, átta eftir búsetu á
Miklubraut og 18 eftir búsetu í
vernduðum heimilum. Ellý bendir
á að sumir þessar einstaklinga hafi
einhver búsetuúrræði. Hún bendir
jafnframt á að þessir einstaklingar
sæki beint um til Félagsþjónust-
unnar en heildarlisti yfir umsækj-
endur liggi hins vegar hjá Svæð-
isskrifstofu um málefni fatlaðra.
Meðferðarúrræði fyrir mikið geðfatlaða einstaklinga af skornum skammti
Þörf á sér-
tækri umönn-
unarstofnun
Reynt að meta
hvert tilfelli
fyrir sig
Sakhæfi ekki
alltaf kannað
við minni brot