Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Anna Jónsdóttirfæddist á Siglu-
firði 21. apríl 1920.
Hún andaðist á
Hrafnistu í Reykja-
vík 20. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Sigurjóna Einars-
dóttir og Jón
Gunnlaugsson, raf-
virki. Bróðir Önnu
er Gunnlaugur Jóns-
son, f. 1922.
Anna giftist 28.
febrúar 1942 Ólafi
Hannessyni, símrit-
ara frá Hnífsdal, f. 2. október
1917, d. 2. ágúst 1971. Börn
þeirra eru 1) Elva, f. 10. október
1942 á Ísafirði, gift Birgi Her-
mannssyni. Börn þeirra eru
Steingrímur, f. 1964, Anna Björk,
f. 1966, Ólafur Ingi,
f. 1969, og Þórhild-
ur, f. 1980. Barna-
börn þeirra eru
fimm. 2) Sigurjón, f.
6. desember 1943 á
Ísafirði, kvæntur
Kristínu Briem.
Börn þeirra eru
Þröstur, f. 1969, Jón
Ólafur, f. 1975, og
Hannes, f. 1980.
Á Ísafirði starfaði
Anna hjá Landssíma
Íslands sem talsíma-
kona til ársins 1960
er fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur. Hélt hún þar
áfram störfum hjá Landssíman-
um til ársins 1990.
Útför Önnu fór fram í kyrrþey
frá kapellunni í Fossvogi fimmtu-
daginn 26. september.
Amma Anna eða amma í Fells
(múla) eins og við systkinin köll-
uðum hana, var orkumikil kona.
Hún var alltaf að og gerði ekki
nokkurn hlut með hangandi hendi.
Það var henni mikilvægt að við
krakkarnir gerðum slíkt hið sama,
og þegar okkur gekk vel í skólanum
var auðheyrt að hún var stolt af
okkur. Heimili hennar var ávallt
hreint og fínt og slæmt þótti manni
að fá ömmu í heimsókn þegar mað-
ur hafði sjálfur slegið slöku við í
þrifum. Við rétt náðum upp í bað-
vaskinn þegar hún kenndi okkur að
þvo sokka svo þeir yrðu skjanna-
hvítir, minnti okkur á að strauja
fötin og vera í vel pússuðum skóm.
Eitt sinn þegar foreldrar okkar
voru erlendis og við vorum í umsjá
ömmu, fór hún með okkur í mynda-
töku, allir voru klæddir upp og
amma var með greiðuna á lofti.
Sennilega höfum við aldrei verið
jafn vel greidd og þennan dag, og
myndin fær okkur alltaf til að
brosa.
Amma vann hjá Símanum niðri í
miðbæ og þær voru óteljandi ferð-
irnar sem maður fór þangað. Þarna
sátu konurnar í löngum röðum og
komu upplýsingum um símanúmer
og heimilisföng til landsmanna. Sem
barni þótti manni þetta afar spenn-
andi og fylltist lotningu við að sjá
þær fletta spjöldum sínum af mikilli
fimi, og koma óteljandi snúrum á
rétta staði. Það var auðvitað engum
tölvum fyrir að fara á þessum tíma.
Amma var dugleg að ferðast, hún
fór í siglingar til framandi landa og
hafði frá mörgu forvitnilegu að
segja þegar heim var komið. Hún
var líka mikil spilakona og átti góða
félaga sem hittust reglulega. Þá var
spilaborðið dregið fram og þær sátu
einbeittar að spilum en sjálfur
reyndi maður að láta lítið fyrir sér
fara til að trufla ekki. Nú er spila-
borðið komið hingað til mín, enda
hef ég sennilega erft minn spila-
áhuga frá ömmu.
En það voru ekki bara spil sem
léku í höndum hennar. Hún prjón-
aði gríðarlega mikið, öll höfum við
fengið fjölmargar lopapeysur frá
henni, svo ég tali nú ekki um sokka.
Barnabarnabörnin njóta enn góðs
af, því hún átti sokka í öllum stærð-
um á lager. Ég hef líka erft þennan
áhuga og amma var óþreytandi að
segja mér til. Þegar ég var yngri
var óþolinmæðin mikil og ég vildi
prjóna hratt og örugglega. Það var
henni ekki að skapi og hún lét mig
umsvifalaust rekja upp og laga það
sem illa var gert. Ég var nú ekki
ánægð þá, en auðvitað var þetta
rétt hjá henni. Eftir að hún veiktist
varð hún að leggja prjónunum, það
var henni sárt, en alltaf spurði hún
mig hvort ég væri eitthvað að
sauma eða prjóna og vildi fá að
fylgjast með hvernig mér gengi.
Sem betur fer gat hún dundað sér
við aðra handavinnu og var dugleg
að mála á dúka, svuntur og servíett-
ur sem síðar leyndust í afmælis- og
jólapökkum.
Það var erfitt að sjá þessa
atorkusömu konu breytast í mikinn
sjúkling í einni svipan. Hún var
hætt að vinna og von um ánægju-
ríkt ævikvöld varð að engu þegar
hún fékk heilablóðfall árið 1993.
Eftir það kom hvert áfallið á fætur
öðru og síðustu ár voru henni mjög
erfið. Ég efast ekki um að hvíldin
hafi verið henni kærkomin, nú finn-
ur hún ekki lengur til og er komin
til afa sem lést fyrir 31 ári, aðeins
53 ára gamall. Fyrir hönd okkar
systkinanna, Steingríms, Ólafs Inga
og Þórhildar bið ég góðan Guð að
geyma ömmu í Fells.
Anna Björk Birgisdóttir.
Þegar litið er til baka og velt er
vöngum yfir því hvernig við minn-
umst ömmu, þá er það nú einhvern
veginn þannig, að það eru helst
seinustu árin sem móta minn-
inguna. Það eru árin eftir að við
sjálfir komumst almennilega á legg
og kunnum bæði að leggja við
hlustir en ekki síður að leggja til
málanna. Því það eru fyrst og
fremst samræður við ömmu Önnu
sem við minnumst, samræður þar
sem fátt var látið kyrrt liggja. Hlut-
irnir voru sagðir umbúðalaust.
En það var nákvæmlega það sem
var hvað skemmtilegast í fari ömmu
og það sem við sóttum hvað mest í,
hvort sem það var heima í Fells-
múla eða á Hrafnistu, að komast í
skemmtilegt spjall.
Amma bar vitanlega hag okkar
allra mjög fyrir brjósti og sjaldnast
var frá henni farið án gjafa eða heil-
ræða. Það skipti ekki máli hvar við
vorum, allir höfum við verið á flæk-
ingi undanfarin ár hérlendis og er-
lendis en alltaf haldið góðu sam-
bandi við ömmu. Reyndar var hún
þess oft fullviss að hún væri nú al-
veg að fara, að hver kveðjustund
væri sú síðasta, en svo ótal sinnum
urðu endurfundir og þá jafnan kátt
í höllinni. En nú hefur hinsta förin
verið farin. Eftir stendur minning
um æði hressilega konu sem kom
okkur oft til að hlæja og fara á flug
með henni svo neistaði af. Við
bræðurnir, Hannes, Jón Ólafur og
undirritaður, þökkum henni nú af
alhug fyrir allt örlætið og alla um-
hyggjuna og biðjum góðan Guð að
blessa minningu hennar.
Þröstur Olaf.
Elskuleg frænka mín og föður-
systir, Anna Jónsdóttir, hélt í sína
hinstu för með Gullvagninum föstu-
daginn 20. september sl. Nú, þegar
ég kveð hana með söknuði, fer hug-
urinn á flakk aftur í tímann og stað-
næmist á Siglufirði. Þar var hún
Anna fædd og uppalin, en giftist í
burtu eins og svo margt gott fólk.
Mér eru alltaf minnisstæðar heim-
sóknir hennar og Ólafs heitins, er
kallaðar var burt langt fyrir aldur
fram, til Siglufjarðar. Það var alltaf
svo hátíðlegt að fá gesti að sunnan í
þá daga. Ég og hún frænka mín
urðum hinir mestu mátar og aldrei
kom hún svo í heimsókn að eitthvað
væri ekki að okkur systkinunum
rétt og þótti okkur vænt um. Er ár-
in liðu var farið að kíkja til Reykja-
víkur og oftar en ekki var þá gist
hjá Önnu og Óla. Þar var alltaf
pláss og allt fyrir mann gert. Keyrt
út og suður ef svo bar undir og
dvölin gerð skemmtileg.
Anna fylgdist alltaf vel með fjöl-
skyldunni og athugaði hvort ekki
væri allt í lagi hjá hinum og þess-
um. Hún Kolla mín fór ekki var-
hluta af þessari umhyggju eftir að
við byrjuðum að búa. Oft var hringt
þegar veikindi steðjuðu að og Anna
vildi vera komin á staðinn að hjálpa
til. Ef hún vissi af vondu veðri og að
ég væri á sjó var hringt og athugað
hvort allt væri nú ekki með felldu.
Þannig var hún Anna alltaf tilbúin
að rétta fram hjálparhönd og naut
margur góðs af hennar góðvild og
hjálpsemi í gegnum árin. Það veit
ég.
Aldrei brást það er við birtumst
hjá Önnu að bjóða varð upp á eitt-
hvað og ósjaldan endaði það með
stórveislu. Það er ótrúlegt hvað hún
gat galdrað úr ísskápnum eða kist-
unni. Þorsteinn okkar fór ekki var-
hluta ef þessum töfrabrögðum er
hann stundaði nám í borginni. Anna
hringdi iðulega og bauð honum í
mat, þar sem hún gat ekki hugsað
sér að hann væri einn að hokrast
þetta. Urðu þau góðir vinir og
ræddu oft málin og minnti hún
hann ávallt á mikilvægi þess að
hann menntaði sig. Annað gengi nú
ekki.
Anna var heilsulítil hin síðari ár
og hefði sátt kvatt þennan heim
fyrr. Hafði hún oft orð á því að
þetta væri nú orðið dapurt líf. Anna
hefur því verið kallinu fegin. Veit
ég að henni hefur verið vel tekið af
horfnum ástvinum.
Elsku Anna mín, við þökkum þér
samverustundirnar í gegnum tíðina.
Minningin um þig mun lifa með
okkur og biðjum við guð að geyma
þig.
Sigurjón, Elva og fjölskyldur, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sverrir og Kolbrún.
ANNA
JÓNSDÓTTIR
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÓLMSTEINN SIGURÐSSON,
frá Ytri-Hofdölum,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 5. október kl. 14.00.
Inga Hólmsteinsdóttir, Sigurður Hólmkelsson,
Sigríður Hólmsteinsdóttir, Davíð Helgason,
Marteinn Hólmsteinsson, Stella Guðbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Einstakir legsteinar
Úrval af útistyttum
á leiði
Englasteinar
Legs
teinar og englastyttur
Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566
Systir okkar,
MARTA SIGRÍÐUR BÖÐVARSDÓTTIR
kjólameistari,
Espigerði 4,
áður Álfheimum 30,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu-
daginn 3. október kl. 13.30.
Systkini hinnar látnu.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, ömmu, systur og
tengdamóður,
HÓLMFRÍÐAR BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR,
Launrétt 1,
Laugarási,
Biskupstungum.
Einlægar þakkir færum við Óskari Þór Jóhannssyni lækni og öllum á
krabbameinsdeild 11E og göngudeild Landspítala háskólasjúkrahúss.
Ennfremur bestu kveðjur og þakklæti til starfsfólks líknardeildar Land-
spítala Kópavogi.
Helgi Sveinbjörnsson,
Gunnur Ösp Jónsdóttir, Matthías Lindal,
Diljá Björg Matthíasdóttir,
Egill Óli Helgason,
Rannveig Góa Helgadóttir,
Ívar Örn Helgason,
Guðbjörg Ólafsdóttir,
Katrín Ólafsdóttir, Hreinn Halldórsson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRMANN BRYNJÓLFSSON
vélstjóri
frá Þingeyri,
til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík,
áður til heimilis á Rauðalæk 33,
sem lést þriðjudaginn 24. september, verður
jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík fimmtu-
daginn 3. október kl. 13.30.
Ármann Brynjar Ármannsson, Chuan Thongkham,
Ingólfur Arnar Ármannsson, Jóhanna Þ. Eyþórsdóttir,
Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir, Steinþór Bjarni Grímsson
og barnabörn.
Elsku hjartans maðurinn minn og pabbi
okkar,
HELGI KRISTBJARNARSON
læknir,
Miklubraut 48,
lést á heimili sínu mánudaginn 30. september.
Sigríður Sigurðardóttir,
Birna Helgadóttir,
Tryggvi Helgason,
Halla Helgadóttir,
Kristbjörn Helgason,
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma
ANNA INGADÓTTIR,
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn
1. október.
Ólafur Sverrisson,
Sverrir Ólafsson, Shameem Ólafsson,
Hulda Ólafsdóttir, Stefán Stefánsson,
Ingi Ólafsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir,
Ólafur Ólafsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Anna Elísabet Ólafsdóttir, Viðar Viðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.