Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Meirapróf Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst föstudaginn 4. október. Innritun og upplýsingar Hreiðar Gíslason, s. 892 0228 Kristinn Örn Jónsson, s. 892 9166 Ökuskólinn á Akureyri SUÐURNES SKIPULAGSSTOFNUN hefur fellt úrskurð um mat á umhverfisáhrifum vegna jarðhitanýtingar utan iðnað- arsvæða á Reykjanesi í Reykja- nesbæ og Grindavíkurbæ. Í úrskurð- inum er lagst gegn framkvæmdum við borholu 3 í 3. áfanga en með ákveðnum skilyrðum er fallist á framkvæmdir við þrjár holur í 2. áfanga og borholur 1 og 2 í 3. áfanga, eins og þeim er lýst í framlögðum gögnum framkvæmdaraðila, Hita- veitu Suðurnesja. Frestur til að kæra úrskurðinn til umhverfisráð- herra rennur út 6. nóvember næst- komandi. Hitaveita Suðurnesja áformar borun þriggja niðurdælingarhola í 2. áfanga og þriggja hola til tilrauna og vinnslu í 3. áfanga, ásamt lagningu leiðslna frá holum inn á iðnaðar- svæði og til sjávar. Skilyrðin sem Skipulagsstofnun setur fyrir 2. áfanga og holum 1 og 2 í 3. áfanga eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að tryggt verði að stærð og vatnsborð svonefnds Gráa lóns verði óbreytt. Í öðru lagi að affallsvatn sem til falli á meðan á borun og prófunum hola í 3. áfanga standi verði leitt í Gráa lónið. Í þriðja lagi verði tryggt að ekki myndist útfellingar eða tjarnir vegna affallsvatns við borun og próf- un hola í 2. áfanga. Umhverfisáhrif vegna 1. áfanga í könnun á jarðhita á Reykjanes hafa þegar verið metin. Matsskýrsla vegna 2. og 3. áfanga framkvæmdanna var lögð fram í sumar. Umsagnir bárust frá tíu að- ilum, þ.á m. Reykjanesbæ, Grinda- víkurbæ, iðnaðarráðuneytinu og nokkrum öðrum stofnunum. Engar athugasemdir bárust Skipulags- stofnun á kynningartíma. Áætlað er að framkvæmdir við 2. og 3. áfanga taki þrjú eða fjögur ár og að bortími verði þar af um eitt ár. Óvissa er um upphaf framkvæmdatíma þar sem hann veltur á því hvenær hægt verð- ur að ráðast í 1. áfanga. Holurnar í 2. áfanga eru við Sýrfell og Langa- hrygg en í 3. áfanga eru þær við Miðahól, Kísilhól og Vatnsfell. Skipulagsstofnun telur ljóst að hola 3 í 3. áfanga, sem er sunnan við Vatnsfell, muni hafa verulega meiri áhrif en aðrar holur í þeim áfanga vegna staðsetningar sinnar. Veruleg áhrif muni hljótast á landslag og upplifun fólks á lítt röskuðu svæði, sem hefur jarðfræðilega sérstöðu og mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustu árið um kring. Áhrifin verði óaftur- kræf og ekki hægt að fyrirbyggja þau eða bæta úr með mótvægisað- gerðum. Fallist á fimm borholur af sex Reykjanes ÞORSTEINN EA, fjölveiðiskip Samherja hf., hefur legið við bryggju á Akureyri frá því um miðjan september vegna bilunar. Þorsteinn var við síldveiðar á Nor- egsmiðum í sumar og varð fyrir því óhappi á dögunum að tapa þar botnstykki. Fyrir vikið komst sjór í skipið og þurfti að sigla því til hafn- ar til viðgerðar. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar útgerðarstjóra Sam- herja þurfti m.a. að setja nýtt botn- stykki, hreinsa upp sjó og þurka nokkra mótora sem höfðu blotnað. Viðgerð er að ljúka og sagði Krist- ján ráðgert að skipið héldi til síld- veiða á heimamiðum fyrir helgi. Þorsteinn EA landaði alls um 4.500 tonnum af síld í Noregi í sumar í samtals 6 löndunum. Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn EA er stórt og öflugt skip og það er löng leið frá bryggju og fram í stefni skipsins. Því var gert gat á byrðing skipsins, rétt ofan við hliðarskrúfuna að framan, á meðan viðgerð fór fram. Hér eru starfs- menn Slippstöðvarinnar að fara að loka gatinu. Þorsteinn EA á veiðar eftir við- gerð FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að ráðinn verði ráðgjafi til að gera úttekt á rekstri slökkviliðsins og skal því verki vera lokið þann 15. nóvember nk. Það var sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs sem lagði til að gerð yrði úttekt á rekstri slökkviliðsins. Jakob Björnsson, formaður fram- kvæmdaráðs, sagði að líkt og hjá mörgum öðrum hefði starfsemi slökkviliðsins þróast og að menn vildu skoða hvort það fyrirkomulag sem þar væri við lýði væri það eina rétta. „Rekstur slökkviliðsins er tiltölu- lega kostnaðarsamur og það er orð- ið nokkuð langt síðan reksturinn var skoðaður af óháðum aðilum. Með þessari skoðun viljum við kanna hvort við erum að nýta þá fjármuni sem til rekstursins fara á sem best- an máta og jafnframt tryggja að starfsemin sé þannig skipulögð að hún skili sem bestum árangri og ör- yggi fyrir bæjarbúa, sem er afar mikilvægt,“ sagði Jakob. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsemi Slökkviliðs Akureyrar, sem jafnframt sér um alla sjúkra- flutninga. Akureyrarbær gerði þjónustusamning við Flugmála- stjórn undir lok ársins 2000 og tók Slökkvilið Akureyrar yfir rekstur Slökkviliðs Akureyrarflugvallar um áramótin 2000 og 2001. Í kjölfarið var stöðugildum slökkviliðsmanna á flugvellinum fjölgað úr fjórum í sjö. Jafnframt fjölgaði um einn slökkvi- bíl í Slökkviliði Akureyrar við þessa breytingu og í fyrrasumar bættist nýr og glæsilegur slökkvibíll í flot- ann og er hann staðsettur á flugvell- inum. Þá er Slökkvilið Akureyrar með þjónustusamning við Bruna- varnir Eyjafjarðar og er með einn bíl í þeirra eigu. Þá fékk slökkviliðið afhentan nýjan „gamlan“ körfubíl í sumar í staðinn fyrir annan eldri og minni. Eftir að Slökkvilið Akureyrar og Slökkvilið Flugmálastjórnar á Ak- ureyrarflugvelli voru sameinuð var könnuð hagkvæmni þess að byggja nýja sameiginlega slökkvistöð fyrir bæði liðin við Akureyrarflugvöll en kostnaður við slíka framkvæmd var áætlaður um 250 milljónir króna. Framkvæmdaráð samþykkti hins vegar á fundi sínum sl. vor að ýta hugmyndum um nýja slökkvistöð til hliðar að sinni. Úttekt gerð á rekstri Slökkvi- liðs Akureyrar Námskeið Grunnnámskeið í vefvið- móti og vefmyndavinnslu verður haldið 14.–18. okt. næstkomandi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Þar verða m.a. smíðaðar vefsíður sem virka í öllum vöfrum, unnið með myndvinnslu fyrir vefinn og leiðir til að smíða grafík sem er létt í flutn- ingi með notagildi og skýrt viðmót að leiðarljósi. Þátttakendur vinna við eigin vef og er áhersla lögð á skipulögð vinnubrögð og sjálfsnám. Kennari er Gunnar Grímsson við- mótshönnuður. Í DAG Námskeið Á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri verður nám- skeið um verki og verkjameðferð dagana 10.–12. okt. í fjarkennslu frá EHÍ. Á námskeiðinu verður leitast við að gefa innsýn í fræðin um verki og verkjameðferð. Fjallað verður m.a. um líffæra- og lífeðlisfræði verkja, ýmsar leiðir í verkjameðferð svo og sálfræðilega þætti og félagslega aðlögun ein- staklinga með verki. Fjöldi sérfræð- inga á ýmsum sviðum kennir á nám- skeiðinu. Myndlist Gréta Berg myndlist- armaður sýnir málverk sitt Óska- steininn í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit. Gestum gefst kostur á að líta málvekið augum á af- greiðslutíma blómaskálans. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ telur í svarbréfi til Árna Sigfússon- ar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að nauðsynlegt hafi verið að semja um starfslok framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja, til að ná fram „brýnum umbótum“ í rekstri stofnunarinnar, eins og það er orðað í bréfinu. Ekki hafi verið um brottvikningu að ræða heldur sam- komulag um starfslok. Fram kemur í bréfinu að stofnunin hafi átt við mik- inn rekstrarvanda að etja undanfar- in ár. Ítrekaðar athuganir og úttekt- ir hafi leitt í ljós að nauðsynlegt sé að breyta og færa til betri vegar ýmsa þætti í rekstrinum. Bréfið er tilkomið vegna fyrir- spurnar Guðbrands Einarssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar, um starfs- lok framkvæmdastjórans. Árni Sig- fússon hafði milligöngu um að svar fékkst og var bréfið til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. 43 milljóna króna halli fyrstu sex mánuði ársins Samkvæmt bréfinu er það til skoð- unar í heilbrigðisráðuneytinu hvort og að hve miklu leyti nauðsynlegt sé að auka fjárveitingar til stofnunar- innar. Rekstrarhalli fyrstu sex mán- aða þessa árs var rúmar 43 milljónir króna og í svarinu kemur fram að hallinn frá árinu 1997 sé alls rúmar 55 milljónir kr. Aðeins var rekstr- arafgangur eitt ár á því tímabili, eða upp á tæpar 47 milljónir árið 1999, og segir ráðuneytið það tilkomið vegna sérstakrar fjárveitingar upp í uppsafnaðan halla fyrri ára. Í bréfinu segir jafnframt að á miðju þessu ári hafi verið reiknað með að taka í notkun 2. hæð D-álm- unnar. Leggja á áherslu á að hæðin verði tekin í notkun sem allra fyrst en mikill halli á rekstrinum geri erf- itt um vik að auka þjónustu stofn- unarinnar. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði við Morgunblaðið að fátt hefði komið sér á óvart í bréfi ráðuneytisins. Sér hefði verið vel kunnugt um rekstr- arvanda stofnunarinnar. Vandinn á þessu ári yrði meiri en mörg und- anfarin ár og á því þyrfti að taka sem fyrst. Árni batt vonir við að nýr framkvæmdastjóri, sem ráða ætti á næstu vikum til starfa, myndi grípa til einhverra aðgerða í samráði við sitt samstarfsfólk. Vonaðist Árni til þess að hægt yrði að nýta þau tæki- færi og það húsnæði sem væru fyrir hendi og vísaði hann þar einkum til D-álmunnar. Þó væri ljóst að leysa þyrfti rekstrarvandann áður en þjónusta stofnunarinnar yrði aukin. „Ástandið að verða mjög alvarlegt“ Guðbrandur Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- kvæmt bréfinu væri það ljóst að framkvæmdastjórinn hefði verið settur til hliðar vegna rekstrarvand- ans. Einnig kæmi skýrt fram að ástæða þess að ekki væri búið að taka 2. hæð D-álmunnar í notkun væri rekstrarvandinn en ekki skort- ur á starfsfólki, eins og fram- kvæmdastjórinn hefði gefið í skyn á sínum tíma. Við þessu þyrftu sveit- arfélögin að bregðast sem hefðu lagt fram fjármagn til stofnunarinnar. „Við erum hrædd við að dregið verði úr þjónustu stofnunarinnar. Læknarnir hafa sagt upp og munu væntanlega ganga út um næstu mánaðamót þannig að ástandið er að verða mjög alvarlegt,“ sagði Guð- brandur. Heilbrigðisráðuneytið um vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Starfslok fram- kvæmdastjór- ans nauðsynleg Reykjanesbær Skipulagsstofnun úrskurðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.