Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ö ðru hvoru berast okkur fregnir af ógæfu manna sem haldnir eru alvar- legum geð- sjúkdómum. Í sumum tilvikum berast fregnir af þeim inn í fréttatíma ljósvakamiðla eða á fréttasíður blaðanna; þeir hafi lent í alvarlegum útistöðum við samfélagið og í verstum tilfellum orðið manni að bana. Við heyrum af þeim; finnum til, tökum eftir og hlustum, en lengra nær það ekki hjá mörgum okkar og við gleymum. Við gleymum vegna þess að geðsjúkir einstaklingar, hvað þá geðsjúkir afbrotamenn, eiga sjaldnast samúð samfélags- ins. En vandamálin hverfa ekki með því að gleyma. Sig- ursteinn Más- son, formaður Geðhjálpar, greindi frá því í síðustu viku að yfir 20 einstaklingar, sem ættu að fá þjónustu í geðheil- brigðiskerfinu lögum samkvæmt, væru vistaðir í fangelsum. Að auki væru um 30 einstaklingar, flestir mjög veikir, heimilislausir og á vergangi. Sagði hann neyð- arástand ríkja vegna úrræðaleys- is heilbrigðiskerfisins til að veita geðsjúkum þá þjónustu sem þeir þyrftu og ættu rétt á. Við höfum séð fleiri dæmi um úrræðaleysi þegar kemur að mál- efnum geðsjúkra. Í Morgun- blaðinu í gær, þriðjudag, mátti t.d. lesa átakanlegt bréf föður af- brotamanns – en afbrotamað- urinn er geðklofasjúklingur með ofsóknarívafi – þar sem segir frá því að sonurinn hafi alls staðar komið að lokuðum dyrum; hvergi fengið aðstoð; engin úrræði í boði. Og í síðustu viku skrifaði systir geðsjúks manns – manns sem greinst hefur með geðklofa – grein í Morgunblaðið þar sem svipaða sögu var að segja; hvergi var hjálp að finna. Af þessum frásögnum að dæma hefur heil- brigðiskerfið ekki gert ráð fyrir geðsjúkum mönnum eins og þessum; úrræðaleysið blasir hvarvetna við; hvergi „skjól“ að finna, nema á stöðum sem ekki eru líklegir til að bæta stöðu þessara manna; í fangelsunum sjálfum. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að þessir menn, sem og aðrir í sömu aðstæðum, hafa ekki fengið lausn sinna mála. Það læð- ist þó að manni sá grunur að ástæðan kunni fyrst og fremst að liggja í vanþekkingu, hræðslu og þar með fordómum í garð geð- sjúkra. Fordómum sem eru allt um kring; sennilega líka meðal geðsjúkra sjálfra. Af þeim sökum verða geðsjúkir afgangsstærð; einhverjir sem auðvelt er að gleyma. Líklega má rekja vanþekk- inguna til þess hve erfitt er að skilgreina geðsýki; þetta er ekki beinbrot sem við sjáum og grær með tímanum heldur veiki sem hefur áhrif á líðan og hegðun fólks. Og af því að hún sést ekki berum augum er talað um hana í hálfum hljóðum; hún er feimn- ismál og oft má enginn vita af henni nema í óefni sé komið. Og þá er jafnvel allt orðið um sein- an. Í kvikmyndum er gjarnan sýnd afkáraleg mynd af geðsýki og geðsjúkrahúsum og í fjöl- miðlum birtast með jöfnu millibili tíðindi af því hve þjóðin borði mikið af því sem nefnt hefur ver- ið „gleðipillur“ en heitir réttilega geðlyf. Í sömu fréttum er tekið fram hve kostnaður þjóðarinnar sé mikill af þessu gleðipilluáti. Ekki er hins vegar minnst á það hve þjóðin spari mikið þegar til lengri tíma sé litið á því að veita þá hjálp sem felist í geðlyfjum. Hvað þá hvað þjóðin spari mikið á því þegar til lengri tíma sé litið að bjóða fram úrræði fyrir alvar- lega geðsjúka menn eins og þá sem nefndir voru hér í upphafi. Í umræðunni um geðheilbrigði hefur komið fram að geðsýki get- ur komið fram í öllum fjöl- skyldum. Ennfremur að hana er í mörgum tilvikum hægt að lækna, fáist til þess rétt úrræði. Þján- ingar þeirra sem ekki ná fullum bata er hægt að lina með viðeig- andi meðferð. Til þess að svo megi verða þurfum við hins veg- ar opinskáa umræðu um þessi mál; umræðu og síðan viljann; viljann til að veita geðsjúkum þá hjálp sem þeir þurfa á að halda. Sem betur fer hefur umræðan um geðsýki, þrátt fyrir allt, orðið almennari og opnari hin síðari ár. Það ber m.a. að þakka starfi á borð við það sem unnið er hjá Geðrækt, Geðhjálp og Klúbbnum Geysi. Eins þeim einstaklingum og ættingjum sem komið hafa fram og sagt sögu sína. Ég trúi því að fordómar og ótti við geð- sýki muni með aukinni umræðu brátt víkja fyrir þekkingu og for- dómaleysi. Æ sjaldgæfara verði að heyra frásagnir af mönnum sem hafi „farið yfir um“ og því leitað á „hæli,“ heldur verði ein- faldlega sagt: „Hann greindist með geðsýki og var því lagður inn á viðeigandi deild; geðdeild eða geðsjúkrahús.“ Það er vonandi að sú umræða, sem nú fer fram um geðsjúka og úrræði til handa þeim lognist ekki út af að nokkrum vikum liðnum, án þess að ástand mála hafi í nokkru verið bætt. Það er vonandi að málið verði ekki kæft í enn einni opinberu nefndinni heldur verði strax gripið til við- eigandi ráðstafana. Það er von- andi að við sofnum ekki á verð- inum og vöknum einn daginn aftur upp við enn eina ógæfu- fréttina; í þessu máli höfum við nefnilega ekki efni á því að gleyma. Í því sambandi er vert að minnast ummæla Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í stefnu- ræðu hans á Alþingi fyrir ári, en þar sagði hann að samstaða væri um það innan ríkisstjórnarinnar að setja aðgerðir í geðheilbrigð- ismálum í ákveðinn forgang á sviði heilbrigðismála. Ef mig misminnir ekki sagði hann enn- fremur að þess myndi sjást merki í meðförum þingsins að ætlun ríkisstjórnarinnar væri að taka mjög örugglega og stíft á þessum málaflokki. Þessi orð verða væntanlega að fullu efnd áður en kjörtímabilinu lýkur. Hinir gleymdu „…og í fjölmiðlum birtast með jöfnu millibili tíðindi af því hve þjóðin borði mikið af því sem nefnt hefur verið „gleðipillur“ en heitir réttilega geðlyf.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Unnur Magnús-dóttir fæddist 7. júní 1913 á Seyðis- firði. Hún lést í Reykjavík 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jóns- son, f. 1. sept. 1875 á Geldingaá í Leirár- sveit, d. 6. febr. 1946 í Vestmannaeyjum, og Hildur Ólafsdótt- ir, f. 20. júlí 1882 á Landamótum í Seyð- isfirði, d. 18. maí 1917. Foreldrar Magnúsar voru Jón Jónsson frá Deildartungu, bóndi á Geldingaá, og kona hans Kristín Jónasdóttir. Foreldrar Hildar voru Ólafur Pét- ursson, útvegsbóndi á Landamót- um, og kona hans Rebekka Eiríks- dóttir. Systkini Unnar voru: 1) Ólafur, f. 1903, d. 1930. Ólafur las læknisfræði og var ritstjóri blaðs- ins Víðis í Vestmannaeyjum. Maki Ágústa Hansína Petersen, f. 1905, d. 1987, synir þeirra: Magnús, lát- inn, og Ólafur, látinn; 2) Jón, f. 1904, d. 1961, skrifstofumaður í Vestmannaeyjum. Maki Sigurlaug Sigurjónsdóttir, f. 1915, d. 1990, börn þeirra: Hildur, Kristín Björg, Unnur Alexandra, Magnús og Sig- urjón; 3) Rebekka, hárgreiðslu- kona í Reykjavík og Vestmanna- eyjum, f. 1905, d. 1980, barn hennar Bergþóra Gísladóttir, lát- in; 4) Gísli, f. 1906, d. 1908; 5) Kristinn, skipstjóri í Vestmanna- mannaeyja árið 1915, en eftir urðu fyrir austan synirnir Ólafur, hjá afa sínum og ömmu á Landa- mótum, og Sigurður á Þórarins- stöðum. Eftir að Magnús fluttist til Vestmannaeyja stundaði hann lengi sjómennsku sem formaður og útgerðarmaður. Eftir fráfall Ólafs sonar hans tók hann við rit- stjórn blaðsins Víðis. Unnur ólst upp í föðurhúsum, sem lengst voru á Sólvangi í Vestmannaeyj- um. Hún fór til náms í Verslunar- skóla Íslands í Reykjavík og lauk þar verslunarprófi árið 1931, en kom þá aftur heim til Vestmanna- eyja og vann við verslunar- og skrifstofustörf. Eftir að hún gift- ist bjuggu þau Hinrik í Vest- mannaeyjum, þar sem hann stund- aði lögfræðistörf og var bæjarstjóri 1939-45. Hinrik var skipaður bæjarfógeti í Neskaup- stað 1947, og dvöldust þau þar þangað til hann var skipaður sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu með aðsetur í Stykkishólmi 1949, og gegndi hann því embætti til æviloka. Auk annasamra húsmóðurstarfa á gestkvæmu heimili vann Unnur á skrifstofu sýslumannsembættis- ins. Eftir lát Hinriks fluttist hún til Reykjavíkur og settist að á Drafnarstíg 2A, þar sem hún bjó alla tíð síðan að undanskildum tæplega þremur árum í ævilokin þegar hún dvaldist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Fljót- lega eftir að Unnur fluttist suður hóf hún störf á skrifstofu Olís í Reykjavík og starfaði þar meðan kraftar leyfðu, nokkuð fram á átt- ræðisaldur. Útför Unnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. eyjum, f. 1908, d. 1984. Maki Helga Jó- hannesdóttir, f. 1907, d. 1993, börn þeirra: Ólafur Magnús, Theó- dóra Þuríður, Hanna Vilborg, látin, Jó- hannes, Helgi, látinn, Guðrún Helga; 6) Sig- urður, verkstjóri í Vestmannaeyjum, síð- ar á Seyðisfirði, f. 1909. Maki: Guðrún Jóhanna Magnúsdótt- ir, f. 1917, börn þeirra: Þórunn, Magnús Helgi, Ásdís, Ólafur Már; 7) Ingólfur, f. 1910, d. 1911; 8) Guðbjörg, f. 1915, d. sama ár; 9) Sigurbjörg, f. 1916, d. 2000. Maki Axel Halldórsson, f. 1911, d. 1990, börn þeirra: Anna Dóra, lát- in, Gunnlaugur, Kristrún, Hildur, Magnús, Halldór. 31. okt 1937 giftist Unnur Hin- rik Guðmundi Jónssyni málflutn- ingsmanni í Vestmannaeyjum, f. 2. jan. 1908, d. 19. mars 1965. For- eldrar Hinriks voru Jón Hinriks- son verslunar- og kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum og kona hans Ingibjörg Rannveig Theódórs- dóttir Mathiesen. Þeim Unni og Hinrik varð ekki barna auðið. Fyrir hjónaband átti Hinrik son- inn Hilmi, sem nú er látinn. Magnús faðir Unnar var sjó- maður frá átján ára aldri, formað- ur á Seyðisfirði frá 1902 og barna- kennari fjóra vetur. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Vest- Ég sest niður til að skrifa minn- ingargrein um hana Unni frænku mína sem var mér svo kær. Það er erfitt að skrifa um einhvern sem manni þykir svo vænt um, erfitt að finna lýsingarorð sem myndu lýsa henni frænku minni best. Ég hlaut þau forréttindi að vera skírð í höfuðið á Unni og ömmu minni henni Sigurbjörgu. Ég var stolt að bera bæði þessi nöfn enda mjög mikilvægar konur í lífi mínu. Unnur frænka var einstaklega hlý og góð kona. Unnur, amma mín, og Bebba systir þeirra voru ein- staklega samrýndar. Þegar Bebba féll frá urðu amma og Unnur enn nánari. Ég man ekki eftir neinni veislu eða jólum án þess að Unnur frænka væri nálægt, hún var jú bara eins og amma okkar allra. Unnur hafði einstaklega gaman af því að spila og gáfum við okkur alltaf tíma fyrir spilin sérstaklega þegar ég var yngri, nú í seinni tíð höfðu dætur mínar tekið við. Ég held þó að Unni hafi þótt skemmti- legast að ráða krossgátur og hún var fljót að smita mig af þeirri bakteríu. Mér er það mjög minn- isstætt þegar Unnur og amma komu í heimsókn til mín til Svíþjóð- ar þegar ég bjó þar, en þá hélt Unnur upp á 80 ára afmælisdaginn sinn hjá okkur. Nú voru góð ráð dýr, tvær fullorðnar konur að koma í heimsókn og hafði ég mestar áhyggjur af því hvernig ég ætti að hafa ofan af fyrir þeim. Þá datt mér í hug að safna að mér öllum blöðum sem höfðu að geyma krossgátur, keypti síðan tvo sólstóla og sól- arolíu þar sem það kom ekki til greina að þeirra mati að kaupa sól- arvörn, þær væru þrælvanar sól, höfðu svo oft farið utan. Það var því skondin sýn sem blasti við um kvöldið, Unnur og amma sitjandi báðar uppi í hjóna- rúmi eins og tveir rauðir tómatar í framan. Þessi tími er minnisstæður núna enda held ég að það hafi verið ástæða fyrir því að Unnur kvaddi á afmælisdegi ömmu, það vantaði greinilega Unni í veisluna. Elsku Unnur mín, það er sárt að UNNUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ Ómar Sig-tryggsson fædd- ist í Reykjavík 9. desember 1946. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 5. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Leví Agnarsson og Þór- unn Stefánsdóttir. Systir Ómars er Svanhildur Sig- tryggsdóttir, búsett í Noregi, og systkini þeirra samfeðra eru Brynhildur Sigtryggsdóttir og Reynir Levísson, bæði látin. Ómar kvæntist Sigurlínu Guð- dótturina Hafdísi Ósk, fyrir átti Kolbrún Fríði Ósk Kjartansdótt- ur. Fríður á fjögur börn úr fyrra hjónabandi: Sigmund, Guðna, Ragnhildi og Val. Þá var Ómar kvæntur Guðnýju Hákonardóttur og á hún börnin Hákon, Sigur- björgu, Gísla og Guðnýju Önnu úr fyrra hjónabandi. Þau slitu sam- vistum. Eftirlifandi maki er Jo Ann Önnudóttir og eiga þau sam- an Ómar Leví Ómarsson. Fyrir átti Jo Ann þrjú börn: Ágúst Frey, Önnu Svandísi, maki henn- ar er Ísleifur Örn Guðmundsson, og eiga þau dótturina Sigurrósu Tanyu, og Ragnar Anthony. Ómar var lærður bifvélavirki og vélstjóri. Hann starfaði lengi við eigin rekstur með vörubíl og vinnuvélar. Hann var einnig mörg ár til sjós og vann marg- vísleg störf sem flest tengdust vélum og tækjum. Útför Ómars var gerð frá Há- teigskirkju 18. september. rúnu Ágústsdóttur, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Magnea, börn hennar eru: Guðrún, Anna Lita, Jimmy Lawrence og Marijan Ómar. 2) Ágústa Anna, sonur hennar er Mikael Arnar. 3) Agnar Páll, maki Helga María Birgis- dóttir og þeirra börn eru Birgir Ágúst og Lára Sif. Síðar kvæntist Ómar Fríði Guðnadóttur. Þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Kolbrún Ósk, maki Guðlaugur Hrannar Jónsson og eiga þau Nú er hann dáinn hann elsku pabbi minn. Ég man þegar þú sagðir mér sögur af þeim merkisdegi þegar ég fæddist. Ég man þegar ég fór með þér, mömmu og Ragnari til Noregs að heimsækja Palla bróður. Ég man þegar við komum heim með stóra skipinu. Við ferðuðumst svo mikið saman um Ísland. Ég man síðastlið- inn desember þegar við fórum saman til Kanaríeyja, við fórum í fuglagarð- inn, á ströndina og skoðuðum svo margt fallegt þar. Ég man þegar við fórum svo oft að skoða skipin í höfn- inni og að mamma keyrði mig í vinn- una til þín svo að ég gæti verið með þér, og þú leyfðir mér að prófa vinnu- vélarnar sem mér fannst svo gaman að gera. Ég man þegar við fórum saman á rúntinn og þú gafst mér ís. Elsku pabbi minn, ég sakna þín voða mikið og ég mun alltaf geyma mynd af þér í hjarta mínu. Þinn sonur, Ómar Leví. Elsku afi minn, við áttum góðar stundir saman eins og fara á höfnina, þú vissir nöfn allra skipanna og sagð- ir mér margt um þau. Þegar þú varst á Goðanum hringdirðu alltaf í mig og ég var ekki nema tveggja ára. Ég kom oft í heimsókn til þín og þú varst alltaf svo glaður að sjá mig. Elsku afi, viltu segja guði að passa okkur öll og ég mun aldrei gleyma þér. Ég elska þig svo mikið. Fríður Ósk Kjartansdóttir. Það er með sárum söknuði að ég kveð æskufélaga minn Ómar. Kynni okkar Ómars hófust fyrst þegar við vorum stráklingar í Langholtinu, þá ellefu ára gamlir. Sameiginlegt áhugamál á þeim tíma var eins og þá var á meðal stráka, skellinöðrur, sem ÓMAR SIGTRYGGSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.