Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMFERÐARSTOFA tóktil starfa í gær, en hennier ætlað að fara meðstjórnsýslu á sviði um- ferðarmála, einkum varðandi um- ferðarreglur, ökutæki, ökupróf og ökunám, umferðarfræðslu, slysa- rannsóknir og slysaskráningar og fleira. Í Umferðarstofu sameinast Skráningarstofan ehf. og Umferðar- ráð, en einnig flytjast til stofnunar- innar nokkur verkefni frá dóms- málaráðuneytinu. Við sameininguna lækka ýmis gjöld, m.a. vegna skrán- ingar ökutækja. Í vor sem leið samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnumótun um aukið umferðaröryggi og stofnun Umferðarstofu og breytta tilhögun Umferðarráðs. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti Umferðarstofu í gær, en í máli henn- ar kom fram að helsta markmiðið með sameiningu Skráningarstofunn- ar og Umferðarráðs hafi verið að koma á heildstæðu skipulagi stjórn- sýslu bifreiðamála. Sameiningin ætti einnig að tryggja markvissa fram- kvæmd umferðaröryggismála með því að sameina á einn stað málefni ökutækja, umferðarfræðslu og um- ferðaröryggis og fleiri verkefni sem tengjast ökutækjum og umferð. Samnýting sérhæfðs húsnæðis, bún- aðar og starfskrafta væri líka rekstr- arlega hagkvæm. Umferðarstofa annast stjórn- sýslu á sviði umferðarmála og sinnir í meginatriðum þeim verkefnum sem Skráningarstofan ehf. og Um- ferðarráð hafa haft með höndum á undanförnum árum. Þar er um að ræða skráningu ökutækja, tæknileg atriði sem tengjast ökutækjum, um- ferðarreglur og reglur um hvíldar- tíma ökumanna, forskriftir um skoð- un ökutækja og eftirlit með skoðunarstofum og skráningu á evr- ópskum heildargerðarviðurkenn- ingum ökutækja á EES-svæðinu fyrir Norðurlöndin. Einnig annast Umferðarstofa innleiðingu reglu- gerða EES um búnað og notkun ökutækja, umsjón og eftirlit með ökunámi og ökuprófum, slysaskrán- ingar og slysarannsóknir, fræðslu og miðlun upplýsinga um umferðar- öryggismál og fleira. Starf Umferðarstofu og Umferð- arráðs á sviði umferðaröryggismála verður í samræmi við umferðarör- yggisáætlun stjórnvalda til ársins 2012. Samkvæmt henni er stefnt að 40% fækkun banaslysa og annarra alvarlegra slysa í umferðinni á því tímabili. Aukið umferðaröryggi Sólveig Pétursdóttir sagði að sameiningin væri mikilvæg til að auka umferðaröryggið í landinu. Sérþekking starfsmanna nýttist heildstætt innan stofnunar efldi þannig alla starfsemin leið umferðaröryggið. Hún að Umferðarráð starfaði á með breyttri tilhögun. M verkið yrði áfram að beita auknu umferðaröryggi og umferðarháttum, en jafnfr það að vera dómsmálaráð ráðgjafar um gerð umferð isáætlunar og framkvæmd h Allir starfsmenn Skránin og allir starfsmenn Umfe nema tveir verða starfsme ferðarstofu. Karl Ragnars, ið hefur forstjóri Skránin unnar ehf., verður Umferðarstofu og Óli H. Þó framkvæmdastjóri Umfer verður jafnframt formaður arráðs. Áður en Sólveig Pétursdó aði formlega nýtt vefsvæ ferðarstofu, www.us.is, gat að breytingin hefði leitt lækkun á ýmsum gjöldum heimt væru vegna skránin tækja og fleira. Skráningar Skráningarstofan ehf. og Umferðarráð samein Leiðir til lækkunar ýmissa gjalda Sólveig Pétursdóttir dó svæðið, en Karl Ra ALDARFJÓRÐUNGURer liðinn frá því SÁÁ,Samtök áhugafólks umáfengis- og vímuefna- vandann, voru stofnuð. Af því tilefni verður SÁÁ gestgjafi árlegrar al- þjóðlegrar læknaráðstefnu sem hefst í fyrramálið, en samhliða henni stendur SÁÁ fyrir afmælis- ráðstefnu samtakanna. Aðalmark- mið ráðstefnunnar, sem stendur í þrjá daga, er að kynna nýjar stefnur og hugmyndir í áfengis- og vímu- efnalækningum og styrkja sam- vinnu allra þeirra er stuðla að vexti og framþróun á þessu sviði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, segir að ráðstefnan verði mjög viðamikil. Alþjóðlegu samtökin kall- ast ISAM (International Society of Addiction Medicine) og segir hann að sambærileg samtök í Bandaríkj- unum séu mjög sterk. Íslendingar hafi tekið þátt í því að byggja upp al- þjóðastarf samtakanna og því sé ráðstefnan haldin hér á landi að þessu sinni. „Það er von á 150 erlendum þátt- takendum og eru erlendir fyrirles- arar um 60 talsins. Margir þeirra eru frumkvöðlar í áfengislækning- um vestanhafs og mjög miklir áhrifamenn í þessari meðferð, koma frá virtum stofnunum í Bandaríkj- unum og eru vel þekktir þar.“ Þór- arinn segir að ráðstefnugestirnir komi víða að, m.a. frá Ísrael, Egyptalandi, Ítalíu, Hollandi, Bret- landi, Finnlandi og Danmörku auk Bandaríkjanna. Hann segir að á ráðstefnunni verði fjallað um áfengis- og vímu- efnafíkn á breiðum grundvelli. Áfengissýki verði t.d. skoðuð sér- staklega út frá konum og unglinum. Þá verði fjallað um viðhaldsmeðferð ópíumfíkla sem hefur tíðkast lengi á meginlandi Evrópu og Bandaríkj- unum, þ.e. að gefa þeim methadon, sem er svipað efni, endurhæfa þá fé- lagslega og koma þeim í vinnu. Seg- ir Þórarinn að rannsóknir hafi sýnt að þessi aðferð hafi dregið úr út- breiðslu alnæmis í löndunum þar sem hún er notuð og fækkað dauðs- föllum og afbrotum þessara einstak- linga. Á Íslandi sé efnið bupren- orphin notað í sama tilgangi. Einnig verður fjallað um hversu inngripsmikil áfengis- og vímuefna- meðferð eigi að vera, hvenær eigi að leggja sjúklinga inn og hvenær með- ferð á göngudeild nægi. „Þá verður fjallað um geðsjúkdóma og hvernig þeir fléttast inn í þennan vanda, spilafíkn og svona gæti ég haldið áfram endalaust,“ segir Þórarinn. Ráðstefnunni lýkur á laugardag með almennri pólitískri umræðu um hver stefnan eigi að vera í áfengis- og vímuefnavörnum á Íslandi í breiðum skilningi þess orðs, að sögn Þórarins. Verður m.a. rætt um með- ferð, forvarnir og löggæslu. Pall- borðsumræðurnar eru eini dag- skrárliðurinn sem fer fram á íslensku, allir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. Þórarinn segir að allir sem hafi áhuga á málefninu séu velkomnir á ráðstefnuna. Hægt sé að skrá þátt- töku á heimasíðu samtakanna, www.saa.is. Saga SÁÁ ævintýri líkust Stofnfundur SÁÁ var haldinn 1. október 1977 og framhaldsstofn- fundur 7. október. Þannig að í þess- ari viku eru 25 ár frá því samtökin voru stofnuð. Þórarinn segir að saga samtakanna síðasta aldar sé ævintýri líkust. „Kraftu svo mikill í upphafi og er e erum með algjöra sérstöðu landi hvað varðar áfengis- efnameðferð ef við lítum til landa. Við erum með svo sk gott meðferðarmerki sem öllum þáttum þessa vandam Þórarinn segir að einu málin varðandi áfengis- o efnafíkn í dag komi upp þeg efnavandinn blandast vandamálum, t.d. þegar m fólk á í hlut eða einstaklin geðræn vandamál. „Fyrir d höfðu menn ekki mikla trú það væri hægt að gera eitth þetta fólk. SÁÁ hefur gefið von um að það sé hægt að n á þessum vanda og sett ann á drykkjumanninn en va héldu menn að það væru SÁÁ heldur alþjóðlega ráðstefnu í tilefni 25 ára a Vandinn hefur b mikið frá stofnu Morgunblaði Þórarinn Tyrfingss SJÁLFSVÍG UPP ÚR SKÚFFU ÞAGNAR Það er sorgleg tilhugsun að ungt fólkfinni sig knúið til að binda enda á eigið líf, sem þó er rétt að hefjast. Því eru þær niðurstöður sláandi að 7,3% framhaldsskólanema segjast hafa reynt að fremja sjálfsvíg, en það kom fram í könnun sem Rannsókn og greining vann fyrir landlæknisembættið og gerð var í framhaldsskólum landsins árið 2000. Sambærileg könnun var gerð árið 1992 og sögðust þá 4,5% hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Munurinn er marktækur, en þó verður að fara varlega í að draga stórar ályktanir af fjölguninni, því að- eins tvær kannanir liggja til grundvall- ar og sveiflur geta verið milli árganga. En hlutfallið er of hátt, – hvernig sem á það er litið. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að helsti Akkilesar- hællinn í baráttunni gegn sjálfsvígum sé vanþekking og úr því sé verið að bæta með gerð rannsóknarinnar. „Sjálfsvíg eru í skúffu þagnar og það er orðið tíma- bært að opna hana,“ sagði hann á blaða- mannafundi þar sem könnunin var kynnt. Ástæða er til að taka undir þessi orð landlæknis. Þótt þjóðfélagsumræð- an hafi verið opnari undanfarin ár en áður þarf að auka til muna þekkingu al- mennings og skilning á sjálfsvígum með skipulegu starfi og fræðslu. Það þarf að fá umræðuna upp á yfirborðið og vekja fólk til vitundar um það hversu útbreitt og alvarlegt vandamál sjálfsvíg eru, þannig að við fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Höfuðmarkmiðið með rannsókninni var að greina sameiginlega áhættu- þætti þess hóps ungmenna sem gert hafði tilraun til sjálfsvígs. Vonast er til að sú þekking varpi ljósi á þá atburða- rás sem hrekur ungt fólk til að reyna sjálfsvíg og að á grunni þeirrar þekk- ingar verði hægt að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða. Á það ekki síst við um far- aldra sjálfsvíga, eins og þá bylgju sjálfsvíga meðal íslenskra pilta sem náði hámarki árið 1991. Ein megin- niðurstaðan í rannsókninni er sú að fé- lagsleg einangrun, vímuefnaneysla og sjálfsvígsatferli annarra, sem nærri viðkomandi standa, séu allt sjálfstæðir áhættuþættir sem auka líkur á sjálfs- vígstilraunum framhaldsskólanema. Það er óskandi að þessar upplýsingar eigi eftir að nýtast í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum. Ekki má heldur gleyma því að umræðan í sjálfu sér hef- ur þýðingu og á vonandi eftir að vekja fólk af værum blundi. Sjálfsvíg eru alvarlegt þjóðfélagsböl og sýnir vel umfangið að fleiri falla á hverju ári fyrir eigin hendi en deyja í umferðarslysum. Það er því mikill þjóð- félagslegur ávinningur af árangursríku forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, eins og Salbjörg Bjarnadóttir bendir á, en hún er verkefnisstjóri þverfaglegrar nefndar sem sinnir sjálfsvígsforvörnum hjá landlæknisembættinu: „Það að einn fremji sjálfsvíg hefur í för með sér að a.m.k. 20 eru í sárum og u.þ.b. 3 til 6 ein- staklingar þjást verulega. Það þýðir að minnsta kosti 2.500 manns á ári. Á þeim tíma verða einstaklingarnir óvirkir þátttakendur í eigin lífi, ófærir um að sinna sér og sínum.“ Það er mikið verkefni að forða ungu fólki frá sjálfsmorðum. Það þarf ekki annað en að skoða útskriftarmyndir af nemendum úr framhaldsskólum og hug- leiða hlutfallið 7,3% til að átta sig á því. KERFIÐ BRÁST Sorglegur atburður í Reykjavík ísíðustu viku hefur orðið til aðbeina athygli fólks að alvarlegri brotalöm í ríkiskerfinu. Geðveikur mað- ur er grunaður um að hafa ráðið manni bana. Í ljós kemur að mál hans hefur velkzt um í kerfinu mánuðum saman án þess að tekið væri á því, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi haft fulla vitneskju um að maðurinn gæti verið hættulegur. Raunasaga mannsins, sem um ræðir, spannar raunar aldarfjórðung. Fyrir fjórum mánuðum þótti föður hans sem öll önnur úrræði væru þrotin og hann greip því til þess neyðarúrræðis, að eig- in sögn, að rita heilbrigðis-, dómsmála- og félagsmálaráðherra bréf, sem birt var í heild í Morgunblaðinu í gær og er átakanleg lesning. Þar segir m.a.: „Steinn á enga vini, enga kunningja nema samfanga, fíkla og útigangsmenn. Hann kann ekkert á lífið utan fangelsis- múranna og hefur engan félagslegan þroska til að takast á við það. Steinn er geðveikur, gefur sér forsendur sam- kvæmt sínum eigin óbeisluðu tilfinning- um, hann er læknislaus og hefur verið án sérhæfðrar meðferðar og geðlyfja síðan hann var á Sogni … Hann er nú á göt- unni og ég óttast að hann kunni að vinna einhver voðaverk, sem ekki verða bætt. Fjölskyldan og aðrir aðstandendur eru langþreyttir, hræddir, raunar úr- kula vonar og hafa reynt allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða og leita úrlausnar. Til margra sérhæfðra aðila og stofnana hefur verið leitað, en ennþá án árangurs. Enginn vill fá hann, enginn vill sjá hann. Ég vil ekki nefna nöfn, en það eru orðnir tugir lækna, geð- lækna, ráðgjafa, forsvarsmanna, stjóra og embættismanna, sem talað hefur ver- ið við að undanförnu. Allir þeir sem leit- að hefur verið til ýmist neita eða segjast ekki geta aðstoðað, ætla að hringja aftur en gera ekki, svara ekki síma þegar þeir fá að vita um hvað málið snýst eða vísa á einhvern annan. Málið virðist ennfrem- ur stranda á skörun milli ráðuneyta ykk- ar.“ Einn ráðherranna svaraði þessu bréfi. Allir fólu þeir ráðuneytum sínum að bregðast við, en ljóst má vera að eng- in úrræði fundust fyrir ógæfumanninn, sem í hlut á. Ríkiskerfinu mistókst að gegna tveimur af mikilvægustu hlut- verkum sínum; að veita mikið veiku fólki viðeigandi læknishjálp og að tryggja ör- yggi almennings. Nú í vikunni hafa heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra komið sér saman um að leggja til við ríkisstjórnina að settur verði á fót sérstakur stuðnings- og aðgerðahópur í málefnum geðsjúkra, sem hafi það hlutverk að leysa bráða- vandamál sem upp koma. Ætlunin er að hópurinn verði skipaður fulltrúum áð- urnefndra þriggja ráðuneyta og í félags- málaráðuneytinu var í fyrradag sam- þykkt að leggja fé til samstarfs ráðuneytanna þriggja í málefnum geð- sjúkra. Það er dapurlegt að voðaverkið, sem örvæntingarfullur faðir varaði við, skyldi þurfa að verða að veruleika áður en kerfið tók við sér. Nú er hins vegar ástæða til að horfa fram á veginn og fagna því að eitthvað á að gera í þessum erfiðu málum, vegna þess að því miður eru fleiri geðsjúklingar illa staddir og hættulegir umhverfi sínu. Það er nóg komið af því að ráðuneyti vísi hvert á annað og tími til kominn að menn taki höndum saman um að leysa vandann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.