Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SPARISJÓÐIRNIR hafa á síð-ustu misserum dregið mjögúr eignarhlut sínum í Kaup-
þingi. Um mitt ár 2000 áttu fimm
stærstu sparisjóðirnir nær 2⁄3 hluta
Kaupþings, en eftir að SPRON sel-
ur nú hlut sinn í Kaupþingi er beinn
eignarhlutur þessara fimm sjóða
óverulegur, fyrir utan að Sparisjóð-
urinn í Keflavík á rúm 5%. Á móti
vegur að nokkru leyti að félagið SP
Eignarhaldsfélag ehf. var stofnað
um hluti nokkurra sparisjóða og á
það rúm 8% í Kaupþingi. Hlutur
SPRON í félaginu er 42%.
Kaupþing hefur í gegnum tíðina
skilað sparisjóðunum miklum hagn-
aði í gegnum eignarhluti þeirra og
hefur sá hagnaður stundum verið
afgerandi fyrir afkomu sparisjóð-
anna. Þannig má sem dæmi nefna
að um mitt ár 2000 mátti skýra 93%
af hagnaði fimm stærstu sparisjóð-
anna með hlutdeild í hagnaði Kaup-
þings. Þegar þetta er haft í huga
kann að virðast sérkennilegt að
sparisjóðirnir dragi sig svo hratt út
úr Kaupþingi, en skýringarinnar á
því er sennilega helst að leita í því
hve hratt markaðsverðmæti Kaup-
þings hefur vaxið.
Ástæðan fyrir því að aukið mark-
aðsverð Kaupþings skiptir máli er
sú, að eignarhald fjármálafyrir-
tækis í öðrum fjármálafyrirtækjum
lækkar reiknað eigið fé þess í sam-
ræmi við hlutdeildina og markaðs-
virði þeirra félaga sem það á í. Það
eiginfjárhlutfall sem um ræðir er
svokallað CAD-hlutfall. Það þarf
lögum samkvæmt að vera 8% hið
minnsta, en Fjármálaeftirlitið hef-
ur mælst til þess að það sé hærra,
helst ekki undir 10%.
Um mitt þetta ár var CAD-
hlutfall SPRON 10,2%, en þá voru
2,7 milljarðar króna dregnir frá
eigin fénu vegna eignarhlutar í
fjármálafyrirtækjum og hlutfallinu
var haldið uppi með víkjandi lán-
um. Ef SPRON hefði ekkert átt í
öðrum fjármálafyrirtækjum hefði
CAD-hlutfall þess að öðru óbreyttu
verið 22,6%.
Ætla má að sá samningur sem
SPRON gerði um sölu á hlutafé í
Kaupþingi skömmu fyrir mitt ár,
og skýrt var frá í tengslum við sölu
á 12,5% á eignarhlut SPRON nú,
eigi sér þá skýringu að SPRON hafi
viljað laga eiginfjárhlutfall sitt í
milliuppgjörinu, en þar sem um rétt
til endurkaupa var að ræða en ekki
skyldu þurfti SPRON ekki að draga
selda hlutaféð frá eigin fé sínu.
Þar sem hætt var við að breyta
SPRON í hlutafélag og sækja nýtt
eigið fé á markað hefði áframhald-
andi stór hlutur í Kaupþingi íþyngt
sparisjóðnum um of og slík rök hafa
því spilað inn í þá ákvörðun að selja
í Kaupþingi en kaupa þess í stað
Frjálsa fjárfestingarbankann.
Innherji skrifar
innherji@mbl.is
BURÐARÁS ehf., stærsti einstaki
hluthafinn í Flugleiðum hf., hefur
minnkað hlut sinn í félaginu en aukið
hlut sinn í Skeljungi hf. Burðarás
seldi hlutabréf í Flugleiðum til Skelj-
ungs síðastliðinn mánudag fyrir
rúmlega 356 milljónir króna og
keypti á sama tíma hlutabréf í Skelj-
ungi af félaginu fyrir svipaða fjár-
hæð.
Frá því var greint í flöggun í
Kauphöll Íslands í gær að Burðarás
hefði selt kr. 76.280.927 til Skeljungs
hf. á genginu 4,67. Eignarhlutur
Burðaráss í Flugleiðum er nú kr.
647.433.317, eða 28,1%, en var 31,4%.
Eftir þessi viðskipti er eignarhlut-
ur Skeljungs í Flugleiðum kr.
101.062.340, eða 4,38%, en var áður
1,07%.
Á sama tíma keypti Burðarás
hlutabréf í Skeljungi af því að nafn-
verði kr. 24.399.447 á genginu 14,6.
Eignarhlutur Burðaráss í Skeljungi
er nú kr. 104.015.099, eða 13,8%, en
var áður 10,5%. Eignarhlutur Skelj-
ungs í í Skeljungi eftir þessi viðskipti
er kr. 9.533 að nafnverði, þ.e. óveru-
legur.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
í gær að Sjóvá-Almennar tryggingar
hefðu selt hlutabréf í Skeljungi hinn
30. september sl. að nafnverði kr.
20.000.000 og er eignarhlutur Sjó-
vár-Almennra nú 7,59% af heildar-
hlutafé Skeljungs en var 10,24%.
Burðarás selur í
Flugleiðum og
kaupir í Skeljungi
&'
('
)'
*'
+'
,'
-'
.'
/'
&0'
&&'
&('
&)'
&*'
&+'
!
" #$
1
# '
!
2 3
"
# '
!
# '
" # '
#
2 !
# '
45
"
!
2
"
# '
3
2
6#
7
8' #
7
3217
# '
# '
9
45
!"
:
"
-();-
()(;+
&-);/
&)/;+
&));.
&&+;&
,+;,
)+;&
)*;&
)0;&
(+;0
(-;.
(0;0
&.;/
&.;0
+&,;-
%&'$()$
)&;)-<
&0;0.<
-;+*<
,;0+<
+;.0<
*;//<
(;.*<
&;+(<
&;*.<
&;)0<
&;0.<
&;0-<
0;.-<
0;.(<
0;-.<
((;*&<
*$$)$$+
! "# !
"$# &'
('
)'
*'
+'
,'
-'
.'
/'
&0'
&&'
&('
&)'
&*'
&+'
!
" #$
#=
">4'
7
?
1
# '
" # '
"
# '
7
?@# '
# '
1 95"
# '
# '
4 ## '
1 A
5
6
3
A'@
B1# '
1 95"
"
&+,;)
&)-;0
-/;,
--;)
)+;,
));+
(*;*
(0;(
(0;(
(0;(
&,;+
.;*
-;0
,;.
+;-
&0,;-
(##),
(0;,/<
&.;&*<
&0;+*<
&0;(*<
*;-&<
*;**<
);()<
(;,-<
(;,-<
(;,-<
(;&.<
&;&&<
0;/)<
0;/0<
0;-+<
&*;&)<
*$$)$$+
! "# ! "$# EIGNARHLUTUR Búnaðarbanka
Íslands í eigin bréfum fór síðastlið-
inn mánudag niður fyrir svokölluð
flöggunarmörk, sem þýðir að bank-
anum ber ekki að tilkynna um við-
skipti með eigin bréf til Kauphallar
Íslands. Eftir viðskipti í fyrradag
nemur hlutdeild bankans í eigin
bréfum 2,13%, en áður var hann
skráður fyrir 9,34% af heildarhluta-
fénu.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu keypti Búnaðarbankinn
eigin hlutabréf fyrir um 2,5 milljarða
króna á fimmtudeginum í síðustu
viku og fór hlutdeild bankans þá í
rúmlega 9% af heildarhlutafénu.
Hlutabréfin keypti bankinn fyrir við-
skiptavini sína, á grundvelli fram-
virkra samninga. Af fyrrnefndum
2,13% eignarhluta bankans, sem eft-
ir er, eru 2,05% vegna framvirkra
samninga. Hér til hliðar er listi yfir
20 stærstu hluthafa í Búnaðarbank-
anum, eins og hann leit út í gær.
Tveir nýir hluthafar eru á listanum,
sem hafa ekki verið á slíkum lista áð-
ur. Þetta eru Eignarhaldsfélagið
Sveipur ehf. og Log-1 á Íslandi ehf.
Eignarhaldsfélagið Sveipur e orðinn
næst stærsti hluthafinn í bankanum
næst á eftir Fjármálaráðuneytinu
með 3,83% hlut. Log-1 á Íslandi er
fjórði stærsti hluthafinn með 2,90%
hlut.
Hlutur Lífeyrissjóða Bankastræti
7, sem áður voru næststærsti hlut-
hafinn í bankanum á eftir ríkissjóði,
hefur minnkað úr 4,06% í 2,23% og
eru nú sjöndu stærsti hluthafinn.
Landssjóður hf., úrvalsbréfadeild,
hefur horfið af listanum yfir 20
stærstu hluthafana en hann átti áður
1,81% hlutafjár.
Búnaðarbank-
inn selur eigin
hlutabréf
&'
('
)'
*'
+'
,'
-'
.'
/'
&0'
&&'
&('
&)'
&*'
&+'
&,'
&-'
&.'
&/'
(0'
!
" #$
! "
#
2 ?
#
"1A 4&B
#
!
9''
45
!"
:
45
1
1A @B
#
45
"
C
''
2#
7
?#4
"@
''
B
@#
45
"
B1# ;
7
?#
D
'5
#
@2
#
45
"
5
2
"
('/-+;0
(0-;*
&-+;.
&+-;&
&+0;0
&();*
&(0;,
&&+;,
&&+;+
&00;0
.*;+
,/;,
,*;)
+&;*
*/;0
)0;.
(/;-
(*;.
((;+
(&;(
-(/;/
#&,*-)%
+*;/&<
);.)<
);(+<
(;/0<
(;--<
(;(.<
(;()<
(;&)<
(;&)<
&;.+<
&;+,<
&;(.<
&;&/<
0;/+<
0;/0<
0;+-<
0;++<
0;*,<
0;*(<
0;)/<
&);*-<
*$$)$$+
Uppsagn-
irnar hjá de-
CODE í sam-
ræmi við
aðstæður
DECODE Genetics er nýjasta
dæmið um líftæknifyrirtæki
sem dregur saman í rekstri í
kjölfar lækkunar á gengi hluta-
bréfa þessara fyrirtækja, að því
er fram kom í grein í Financial
Times í fyrradag. Þar segir að
deCODE hafi sagt upp um
þriðjungi starfsfólksins til að
tryggja áframhaldandi rekstur
fyrirtækisins.
FT segir að önnur fyrirtæki
með skylda starfsemi hafi einn-
ig verið að segja upp starfsfólki
og nefnir í því sambandi Oxford
GlycoSciences í Bretlandi, en
starfsfólki þess fyrirtækis mun
eiga að fækka um 20%. Þá segir
í greininni að fyrirtækin Gen-
ome Therapeutics og EntreMed
í Bandaríkjunum ætli að segja
starfsfólki upp, og að hið síðar-
nefnda stefni að því að um 60%
starfsfólksins hætti störfum.
Haft er eftir sérfræðingi hjá
ráðgjafarfyrirtækinu SG Cow-
en í New York í greininni í FT
að þau líftæknifyrirtæki, sem
séu með rannsóknir á síðustu
stigum fyrir mögulega fram-
leiðslu, séu líkleg til að eiga
möguleika á að tryggja sér fjár-
magn til áframhaldandi starf-
semi.
Fyrsta
hluta söl-
unnar lokið
ÍSLANDSBANKI hf. hefur lokið
fyrsta hluta sölu á hlutabréfum í
bankanum samkvæmt samkomulagi
við sex hluthafa, sem flestir tengjast
svokölluðum Orca-hópi, frá því í
ágúst síðastliðnum. Um er að ræða
hlutafé að nafnverði 708 milljónir
króna, sem bankinn keypti 16. sept-
ember síðastliðinn. Fagfjárfestar
hafa keypt þetta hlutafé og hafa við-
skiptin farið fram. Samkvæmt sam-
komulaginu mun Íslandsbanki
tryggja sölu á hlutafé í bankanum
samtals að nafnverði 2.178 milljónir
króna. Frá þessu var greint í flöggun
frá Íslandsbanka í Kauphöll Íslands í
gær.
Í flögguninni er greint frá að hinn
15. janúar 2003 muni bankinn kaupa
hlutafé að nafnverði kr. 1.470 millj-
ónir. Þá segir að af þeirri fjárhæð
séu frágengnir samningar um sölu á
718 milljónum að nafnverði til fag-
fjárfesta. Að auki sé unnið að samn-
ingum um sölu á um 100 milljónum
til viðbótar. Samtals hafi bankinn því
ráðstafað hlutafé að nafnverði um
1.500 milljónir til fagfjárfesta.
Íslandsbanki hyggst í ljósi sterkr-
ar eiginfjárstöðu að óbreyttu færa
allt að 400 milljónir króna að nafn-
verði hlutafjár í fjárfestingarbók í
janúar og síðar til formlegrar lækk-
unar á útgefnu hlutafé, samkvæmt
því er fram kemur í flögguninni.
Endanleg ákvörðun mun verða tekin
þegar ársuppgjör liggur fyrir í lok
janúar. Það sem þá verður eftir, eða
250 milljónir króna að nafnverði, er
stefnt að að bjóða til kaups á næstu
mánuðum í samræmi við markmið
um dreifða eignaraðild.
Í tengslum við framangreindan
samning um sölutryggingu á hlutafé
í bankanum varð að samkomulagi að
þrír aðalmenn í bankaráði og þrír
varamenn segðu af sér. Það hefur nú
gerst. Í samræmi við samþykktir
bankans ákvað bankaráð á fundi sín-
um í gær að röð núverandi vara-
manna væri þannig: Friðrik Jó-
hannsson, Guðmundur B. Ólafsson,
Gunnar Felixson og Örn Friðriks-
son.
Íslandsbanki
ERICSSON sendi út afkomu-
viðvörun síðastliðinn mánudag
og féllu hlutabréf fyrirtækisins
í kjölfarið um 18% í Kauphöll-
inni í Stokkhólmi.
Litlar fjárfestingar og
minnkandi sala á tæknibúnaði
eru ástæðurnar sem Ericsson
gefur fyrir því að afkoma fyr-
irtækisins verður líklega ekki í
samræmi við væntingar á
þriðja fjórðungi ársins, að því
er m.a. kemur fram á fréttavef
Dagens Industri. Fyrirtækið
heldur þó fast í áætlanir um að
reksturinn skili hagnaði á
næsta ári.
Afkomu-
viðvörun
frá Erics-
son