Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 23 Akureyrar Egilsstaða Ísafjarðar Reykjavíkur Færeyja Frábærir gististaðir. Gerum tilboð í flug, gistingu og hátíðarkvöldverð. Árshátíðarslaufur Starfsmannafélög, klúbbar, hópar... Látið okkur hnýta árshátíðarslaufuna Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 35 / 570 30 38 hopadeild@flugfelag.is Litríkar og eftirminnilegar árshátíðarslaufur til: ...fljúgið frekar - með glæsibrag. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 1 88 19 09 /2 00 2 Í LEIÐARA Morgunblaðsins 26. september sl. er vísað til ummæla forsætisráðherra á ráðstefnu Landsbankans, þar sem hann fjallaði m.a. um hagkvæmni þess að flytja verkefni til einkaaðila, t.d. op- inbera sjóði og ýmsa félagslega þjónustu. Skv. leiðaranum telur for- sætisráðherra enga ástæðu til að ætla að ríkisvaldið sé eitt fært um að veita þá félagslegu þjónustu sem pólitísk samstaða er um að greidd sé úr ríkissjóði. Með einkavæðingu slíkrar þjónustu skapist fjölmörg tækifæri til að auka hagræði í rík- isrekstri og á sama tíma auka gæði þjónustunnar. Ástæða er til að minna á að sú að- ferð að fela einkaaðilum rekstur vel- ferðarþjónustu sem greidd er af hinu opinbera er alls ekki ný af nál- inni hér á landi, þótt umræða um viðfangsefnið gefi stundum slíkt til kynna. Fjölmargir einkaaðilar sinna velferðarþjónustu Fjölmörg félagasamtök og aðrir einkaaðilar hafa langa reynslu af því að sinna félags- og heilbrigð- isþjónustu sem greidd er að fullu eða miklu leyti af hinu opinbera. Meirihluti þessara aðila starfar án hagnaðarvonar – tilheyrir svo köll- uðum „þriðja geira“. Hér má nefna einkaaðila sem reka öldrunarþjón- ustu. Í athugun frá 1995 kom í ljós að af 29 öldrunarstofnunum voru 9 stofnanir reknar af einkaaðilum. Nokkrar stofnanir í viðbót voru reknar í samvinnu einkaaðila og sveitarfélaga. Félagasamtök, t.d. Rauði kross Íslands, hafa tekið virkan þátt í uppbyggingu öldrunar- þjónustu. Rauði kross Íslands rekur í dag, í samvinnu við aðra, hjúkr- unarheimili, dagvistun og stoðbýli fyrir aldraða. Í málefnum fatlaðra hefur t.d. Styrktarfélag vangefinna tekið virkan þátt í að byggja upp þjónustu fyrir fatlaða. Breytingar í barnaverndarmálum 1993 eru dæmi um einkavæðingu velferðarþjónustu. Þá var ákveðið að meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga á vegum ríkisins yrðu að mestu í höndum einkarekinna fjöl- skylduheimila. Þessi áherslubreyt- ing byggðist bæði á faglegum og rekstrarlegum sjónarmiðum. Þau fólust m.a. í því að tryggja aukinn sveigjanleika í meðferðarúrræðum barna og unglinga þannig að fram- boð væri ávallt í samræmi við þörf, en óviðunandi nýting meðferðar- rýma hafði einkennt hið ríkisrekna kerfi um nokkurn tíma. Síðan 1993 hefur þessari stefnu verið fram- fylgt. Í upphafi tímabilsins var eitt einkarekið heimili starfrækt. Nú starfa alls sjö slík heimili víðsvegar um landið. Árið 1995 var 24% af heildarrekstrarkostnaði vegna með- ferðarstarfs Barnaverndarstofu varið til slíkra heimila en árið 1999 70%. Allar líkur eru á að umtals- verður sparnaður hafi náðst með þessu fyrirkomulagi, án þess að dregið hafi úr gæðum þjónustunnar. Nauðsynlegur sveigjanleiki hefur verið tryggður með þessum breyt- ingum. Hvernig á að standa að einka- væðingu í velferðarþjónustu? Þegar á heildina er litið sýnir reynslan af einkarekstri velferðar- þjónustu hér á landi að hagkvæmt geti verið fyrir ríkið að nýta sér þennan valkost í auknum mæli. Meginatriðið er að rétt sé að málum staðið. Nálgast þarf viðfangsefnið með réttu hugarfari og réttri að- ferðafræði. Hvorki má líta á einka- væðingu í velferðarkerfinu sem annaðhvort töfralausn á vaxandi fjárhagsvanda eða sem ógnun við tilveru þess. Algengt er að gerðar séu óraunhæfar væntingar um skjótfenginn sparnað. Mikilvægt er að hafa í huga að þótt unnt sé að draga úr opinberum umsvifum með fækkun opinberra starfsmanna er ekki sjálfgefið að útgjöld vegna þessara verkefna lækki að sama skapi. Í umræðu um einkavæðingu er gjarnan vísað í einstök erlend dæmi. Á grundvelli þeirra er oft al- hæft um gildi aðferðarinnar. Í raun er erfitt er að finna samhljóm í nið- urstöðum þeirra alþjóðlegu rann- sókna sem gerðar hafa verið til að meta árangur einkavæðingar í heil- brigðis- og félagsþjónustu. Sumar rannsóknir hafa sýnt tilætlaðan ár- angur á meðan aðrar benda til hins gagnstæða. Vísbendingar eru hins vegar um að ákveðnir þætti hafi áhrif á hvernig til tekst. Hér má nefna umfang einkavæðingarinnar (hvort verið er að færa í hendur einkaaðila mörg og viðamikil verk- efni á stuttum tíma), eðli verkefn- isins, undirbúning og aðlögun, hvort hefð sé fyrir einkavæðingu á um- ræddu þjónustusviði, reynslu rekstraraðila, greiðsluframlag hins opinbera og fyrirkomulag eftirlits með rekstrinum. Einkarekin velferðarþjónusta – framtíðin? Ljóst er að í framtíðinni mun út- gjaldaþörf í félags- og heilbrigðis- þjónustu aukast og líklega hraðar en þjóðartekjur. Hvorki hér á landi né erlendis er hljómgrunnur fyrir umfangsmikilli stofnanauppbygg- ingu á vegum hins opinbera. Mik- ilvægi einkaaðila sem sinna slíkri þjónustu mun því vaxa í framtíðinni. Einkavæðing í velferðarþjónustu á að vera áhugaverður valkostur sem skoða þarf með skynsamlegum hætti og fordómalaust. Við slíka skoðun er mikilvægt að hafa í huga þá miklu reynslu sem nú þegar hef- ur skapast hér á landi. Sú reynsla er í heildina góð, þótt auðveldlega megi finna á þessu fyrirkomulagi vankanta (hér má nefna að tengsl milli samningsaðila hafa oft verið laus í reipunum, samningar hafa verið ófullkomnir eða jafnvel ekki til staðar, skaðabótaábyrgð oft óljós). Án efa má sníða af flesta þá van- kanta með vönduðum undirbúningi slíkra verkefna og reglubundnu mati á framgangi þeirra. Einkavæðing vel- ferðarþjónustu Eftir Ómar H. Kristmundsson „Einkavæð- ing í velferð- arþjónustu á að vera áhugaverður valkostur sem skoða þarf með skynsam- legum hætti og for- dómalaust.“ Höfundur er stjórnsýslufræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.