Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 31 þurfa kveðja þig núna en minning- arnar um þig mun ég geyma í hjarta mínu því betri frænku var ekki hægt að eiga. Fjölskylda mín þakkar allar ánægjustundirnar. Skilaðu kveðju til ömmu, afa, Hin- riks og Bebbu, þau verða glöð að sjá þig, en minningin um glæsilega góðhjartaða konu mun lifa með okkur. Vertu sæl, frænka. Þín Unnur Björg. Þegar ég var barn og unglingur var til fyrirbæri sem hét „fínar frúr“. Þær nutu óttablandinnar virðingar en sjaldan hlýrra tilfinn- inga barna og unglinga sem ekki töldu eigin mæður og frænkur til þessa flokks. Þegar ég hitti Unni Magnúsdóttur fyrst, rúmlega tví- tugur, fann ég strax að hér var komin fín frú, vel og óaðfinnanlega klædd, settleg og virðuleg í fram- komu. Ekki fór þó á milli mála að systurdóttir hennar og nafna, ný- orðin konan mín, bar til hennar hlýjar tilfinningar og þær hvor til annarrar. Mér fannst hún líta með tortryggni á renglulegan strák sem þóttist ætla að fara að setja saman heimili með frænkunni, ekki síst eftir að hún hafði, andstutt, fetað sig upp á hanabjálka í Grjótaþorp- inu þar sem þessir auralausu stúd- entar voru búin að koma sér fyrir undir súð í einu herbergi og eld- húsi. Maður uppgötvaði þó fljótt að sá virðuleiki í fasi sem einkenndi Unni Magnúsdóttur var ekki þótti heldur henni eiginleg framkoma sem stafaði í senn af sjálfsvirðingu, hlédrægni og tillitssemi. Unnur missti móður sína fjög- urra ára gömul, en faðir hennar hafði hana alltaf hjá sér, og hún var áreiðanlega augasteinninn hans, enda minntist hún þess oft þegar hún sat í fangi hans þegar hann spilaði á spil eða lék á orgelið sitt litla heima á Sólvangi og systkin, frændfólk og vinir safnaðist í kring og söng. Það var paradís bernsk- unnar í vitund hennar. Hún var sagnafá um árin sem fylgdu, en minntist stundum áranna í Versl- unarskólanum, enda batt hún þá vináttubönd sem entust ævilangt. Ljósmyndir sýna að Unnur var mjög fögur ung stúlka enda leið ekki á löngu eftir að hún kom heim til Vestmannaeyja að loknu námi að hún eignaðist glæsilegan mann, Hinrik Jónsson lögfræðing. Leiðir þeirra lágu síðan saman meðan hann lifði. Unnur naut sín áreið- anlega vel á Stykkishólmsárunum, veitul kona sem kunni vel að taka á móti gestum, og þar eignaðist hún marga og nána vini. Eftir að Unnur flutti suður 1965 og bjó sér sitt fallega heimili á Drafnarstíg 2A kynntist ég vel þeirri hlýju og manngæsku sem bjó undir hinu háttvísa yfirborði. Frá árinu 1972 varð síðan örstutt á milli heimila okkar og tíðförult á milli. Ekki voru það síst börn okkar Unn- ar Alexöndru, Ari og Þóra, sem nutu góðs af því nábýli. Unnur var þeim í þrjá áratugi nákomnari en þeirra eigin ömmur, sem lengst af bjuggu fjær. Hún tók þeim æv- inlega opnum örmum, svo að ekki sé minnst á gjafir stórar og smáar. Sama var þegar hún heimsótti okk- ur erlendis. Alltaf kom hún færandi hendi. Hæglætið var alltaf hið sama, en skýrleiki í hugsun og keppnisskap kom skemmtilega í ljós þegar sest var við spil. Unnur var ágætur bridge-spilari og naut spilamennskunnar fram í fingur- góma, fagnaði nýliðum og hafði gaman af að segja unga fólkinu til. Unnur vann meira en hálfa starfsævi sína hjá Olís í Reykjavík. Vinnan þar og félagsskapurinn átti vel við hana, og þegar sjötugsald- urinn kom var henni tilkynnt að hún gæti haldið áfram eins lengi og hún óskaði. Því tók hún fegins hendi og vann þar mörg ár enn. Öll þessi ár vann hún með sama manni, Franz Pálssyni, og bar víst aldrei skugga á þeirra samstarf. Frændgarður Unnar var stór, þótt hún ætti ekki börn sjálf, og hún rækti frændsemi og vináttu við marga og hafði því í mörg horn að líta. Síðasta áratuginn voru kraftar hennar að þverra, og þar kom að henni hentaði ekki lengur að búa ein og fékk þá vist á Grund. Það var ekki auðveld ákvörðun, en henni leið þó brátt vel þar, ekki síst vegna þess að hún fékk ágætan herbergisfélaga, Þórunni Scheving Thorsteinsson. Á Grund fékk Unn- ur að lokum hægt andlát. Fjöl- skyldan á Nýlendugötu 43 kveður með söknuði. Það verður autt sæti við borðið um næstu jól. Vésteinn Ólason. Unnur, þú varst mjög góð frænka. Ég vildi að þú gætir lifað lengur en þú varst orðin gömul og þreytt. Þú gafst mér oft nammi og fórst með mér í golf. Hún var góð í golfi og vann mig oft og hina líka. Hún var oft hress og kát og við kepptum oft í Ólsen, Ólsen. Það var gaman. Hún vann mig oftast. Það var gott að vera á Grund. Hún var góð við mig. Ég átti góðar stundir með henni. Hún var með brúnt hár. Hún gaf mér geislaspilara sem var góður. Hún kom oft í mat til ömmu og afa. Hún var kurteis og flott. Þegar ég frétti að hún dó, þá varð ég leiður og bað til guðs. Ég vona að henni líði vel á himninum. Kveðja. Alexander. Elsku Unnur frænka okkar var okkur meira en móðursystir og nánari en algengt er með frænkur. Hjartahlýja Unnar og umhyggja verður okkur ógleymanleg. Á bernskuárum heimsóttum við Unni og Hinrik í Stykkishólmi og áttum þar dýrmæt sumur. Sjálfri varð henni ekki barna auðið, en hún elskaði börn og þau hændust að henni. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir börnin, lék sér við þau og kenndi okkur, og svo okkar börnum, að spila og leggja kapal. Unnur hafði mörg áhugamál, þar á meðal golf sem hún reyndi að kenna okkur krökkunum með því að pútta í glas á ganginum, enda var Unnur ein af stofnendum gofklúbbs Vestmanna- eyja. Unnur var mjög gestrisin og hver heimsókn var hátíðarstund. Hún átti fallegt heimili og bauð jafnt börnum sem fullorðnum til sætis í sparisófanum og lagði spari- stellið á borð. Unnur var glæsileg kona og bar sig með reisn. Hún var vinmörg og félagslynd, en jafnframt hógvær og fremur hlédræg. Fáguð framkoma hennar laðaði fram það besta í öðrum og aldrei talaði hún illa um nokkurn mann. Systkinin frá Sólvangi í Vest- mannaeyjum voru ávallt mjög sam- heldin, ekki síst systurnar Unnur, Rebekka og Sigurbjörg móðir okk- ar. Eftir að Unnur flutti til Reykja- víkur og var orðin ekkja varð sam- bandið við fjölskyldu okkar enn nánara. Unnur hélt heimili á Drafn- arstíg með Rebekku systur sinni sem bjó með henni í nokkur ár eða þar til Rebekka lést. Það leið ekki svo dagur að Unnur og mamma töl- uðu ekki saman. Mamma, pabbi og Unnur ferðuðust mikið saman og heimsóttu okkur, hvar sem við bjuggum. Unnur reyndist mömmu og okkur öllum vel í veikindum pabba og þegar mamma veiktist var Unnur stoð okkar og stytta. Seinni ár eftir að mamma og pabbi fluttu aftur til Eyja var hún oft hjá okkur um jól og eru þær sam- verustundir ógleymanlegar. Að leiðarlokum viljum við þakka Unni okkar samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Gunnlaugur Axelsson, Kristrún Axelsdóttir, Hildur Axelsdóttir, Magnús Axelsson, Halldór Axelsson. Unnur frænka var alveg einstak- lega þolinmóð við okkur systkinin, þegar við hlupum í hring eftir hring í stofunni, í kringum dýrmæta vas- ana og ruglandi snúrunum í tepp- inu, þegar hún kenndi okkur að spila Ólsen-Ólsen og leysa kross- gátur. Í gegnum mikil og langvar- andi samskipti hefur Unnur aldrei reiðst okkur. Hún var alltaf glöð að sjá okkur, launaði okkur vel fyrir það þegar við skruppum út í Óla- kjör fyrir hana og var alltaf til í að spila við okkur. Aldrei skammaði hún mig fyrir það að stríða sér, þegar ég læsti hana úti þegar hún for niður í kjallara, eða þegar ég hringdi og sagðist þurfa að loka fyrir rafmagnið hjá henni. Þegar ég veiktist gat ég bókað það að Unnur kæmi beint eftir vinnu með sjúkra- nammi og hringdi til að vita hvern- ig ég hefði það. Á jólunum hlökk- uðum við alltaf sérstaklega til þess að klukkan yrði sex því þá fengjum við að taka upp pakkana frá Unni og Bebbu, systur hennar. Það var ekki ónýtt þar sem þeir innihéldu alltaf eitthvað sem okkur hafði langað í. Seinna meir þegar við fluttum út fengum við Unni sjálfa í jólagjöf, því hún kom oftast að heimsækja okkur. Þá var líka spilað bridge fram eftir kvöldi, til sér- stakrar ánægju fyrir mig og Unni. Samskiptin við Unni árin eftir að við komum heim aftur hafa verið náin, en ekki jafn mikill tími aflögu til heimsókna eða símhringinga. Á góðum degi hafa þó spilin verið dregin fram og tekinn slagur, drukkið heitt kakó og borðuð epla- kaka. Þessi allra síðustu ár varð Unnur aðeins að skuggamynd af sjálfri sér, minningarnar slokknuðu jafnóðum og þær urðu til og þær eldri urðu þokukenndari. Það breytti því ekki að hún hélt tigninni og tærleika hjartans enda ristu þau alveg í botn hjá henni. Ég hef notið gestrisni og góð- mennsku Unnar í 30 ár og finnst leiðinlegt að ekki sé hægt að end- urgreiða henni það, en þær gjafir voru heldur aldrei gefnar með neinu skilyrði eða í skuld. Ég veit ekki hverjum ég ætti að segja það svo ég segi það bara svona út í loft- ið að ég þakka kærlega fyrir að hafa átt Unni að. Ari. Einn minna tryggustu og bestu vina hefur lokið hérvistargöngu sinni eftir langt og gott ævistarf hér á jörð. Vinur vina sinna og sér- stök og góð kona sem verður hverj- um sem kynntist henni og átti tæki- færi til að fylgja henni og eiga vináttu og traust hennar minnis- stæð. Ég var einn þeirra sem kynntust henni fyrst þegar hún kom í Stykkishólm árið 1949, þegar Hinrik maður hennar tók við emb- ætti sýslumanns þar. Það var ekki langt liðið þegar ég fann hversu góð og traust hún var og sá þokki sem hún bar var einstakur. Þau hjón komu austan úr Nes- kaupstað þar sem Hinrik hafði ver- ið bæjarfógeti um nokkurt skeið. Hún og þau bæði hjónin eign- uðust fljótt bæði góða vini og sam- ferðamenn og Hinrik var bæði röggsamur og réttsýnn í sínum störfum og fólk lærði fljótt að meta hann og treysta honum. Því miður lést Hinrik á besta aldri mjög snögglega og þá sá ég best hve sterk og traust Unnur var í sinni miklu sorg og eins hve bæjarbúar fundu hve mikils var misst. Ég var starfsmaður á sýsluskrif- stofunni þegar Hinrik kom að emb- ættinu og var það til 1954 er ég tók við umdæmisstöðu Pósts og síma. Ég fann fljótt hversu þau hjón voru samhent í öllu og hversu gott var að vera í starfi með þeim. Við Unnur störfuðum saman á skrifstofunni og hve allt sem hún gerði þar var bæði snyrtilegt og vel gert minnist ég fyrst og fremst, enda hafði hún góða rithönd. Hún lagði sína sérstöku alúð við að allt og öll afgreiðsla mætti fara fyrir dóm þeirra sem nutu og margir minnast hennar frá þeim dögum. Eftir lát manns síns flutti Unnur til Reykjavíkur og meðan heilsan var í lagi bjó hún á Drafnarstíg og þangað var gott að koma. Sama góða viðmótið. En að því kom að kraftarnir minnkuðu og þá var leit- að skjóls á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík og þar dvaldi hun uns ævinni lauk. Ég kom þar oft til hennar og fyrir nokkrum dögum þegar ég heimsótti hana var hún mjög hress og átti ég síst von á að heyra andlát hennar svo brátt. Um leið og ég kveð Unni, mína tryggu og traustu vinkonu, bið ég henni allrar blessunar og þakka henni farsæla og góða samfylgd. Guð blessi góða konu og vin. Árni Helgason, Stykkishólmi. ✝ Erla Andrésdótt-ir fæddist á Innri-Skeljabrekku í Andakílshreppi í Borgarfirði 25. ágúst 1930. Hún lést 26. ágúst síðastlið- inn. Hún var yngsta barn hjónanna Andrésar Björnsson- ar, f. í Bæ í Bæjar- sveit 27. nóvember 1892, d. 17. febrúar 1967, og Stefaníu Ólafsdóttur, f. 30. nóvember 1900, d. 16. nóvember 1982. Systkini Erlu eru: Ólafur, f. 20. október 1924, Guðrún, f. 12. ágúst 1926, d. 29. maí 1984, og Áslaug, f. 26. mars 1929. Erla giftist 23. janúar 1954 Tómasi Hauki Jóhannssyni, f. í Reykjavík 20. janúar 1921. Hann er sonur hjónanna Jóhanns Þor- leifssonar, sjómanns og verka- manns, og Jóhönnu Guðrúnar Tómasdóttur. Erla og Haukur eiga einn son, Andrés, iðnrekstr- arfræðing og bankastarfsmann í Reykjavík, f. 16. febrúar 1969. Foreldrar Erlu brugðu búi árið 1936 og flutti fjöl- skyldan þá til Borg- arness. Erla gekk í barnaskóla í Borg- arnesi en fór síðar í Húsmæðraskólann á Varmalandi þaðan sem hún útskrifað- ist árið 1950. Sama ár kynntust Erla og Haukur um borð í farþegaskipinu Laxfossi, þar sem hann var stýrimaður en hún þerna. Hún starfaði um borð í Laxfossi þar til hann strandaði undan Kjalarnesi. Eftir það starfaði hún lengst af á sauma- stofu en árið 1975 hóf hún störf við ræstingar í grunnskólum Reykjavíkur og starfaði þar til starfsloka. Útför Erlu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Erla mín. Mig langar til að kveðja þig og þakka þér samfylgdina og alla þá tryggð sem þú sýndir mér. Ég veit að nú líður þér vel á nýju tilverustigi og vel hefur verið tekið á móti þér. Minning þín mun ávallt lifa í mínum huga. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Kæru feðgar Haukur og Addi megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Ykkar vinur, Kristín Fjóla. ERLA ANDRÉSDÓTTIR svo með árunum þróaðist yfir í bíla og „rúntinn“, sem þá var helsti sam- komustaður unglinga. Síðan tók al- varan við, konur og börn og skildu þá leiðir okkar Ómars um árabil. Við Ómar endurnýjuðum síðan okkar gömlu vináttu mörgum árum seinna og áttum mikil samskipti síðustu ár- in. Það verður mikil eftirsjá í að heyra ekki oftar hina sérkennilegu, hrjúfu en glaðlegu rödd Ómars og ekki vantaði frásagnargáfuna, því Ómar kunni að krydda frásögnina, þótt það væri aldrei á kostnað ann- arra. Ómar gekk í gegnum margar hremmingar um ævina, allt frá sjó- slysum til alvarlegra og margþættra veikinda sem urðu honum að aldur- tila. Þrátt fyrir allt mótlætið þá var Ómar gæddur mikilli bjartsýni og bar sig alltaf vel og var ætíð reiðubú- inn að gera öðrum greiða ef til hans var leitað. Innri mann Ómars mátti berlega sjá í samskiptum hans við Ómar litla, yngsta son hans. Ómar mátti ekki af drengnum sjá og var einstaklega natinn við hann og var okkur vinum Ómars mikið skemmt yfir því hve ótrúlega líkir feðgarnir voru. Ómar starfaði mikið hjá fyrirtæki mínu síðari árin, það er eins og sí hrakandi heilsa hans leyfði. Ég skrifa þessar línur því ekki aðeins fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, heldur allra starfsmanna E.T. ehf., sem allir sakna Ómars sem sam- starfsmanns og ekki síður sem sögu- manns. Við öll vottum þér, Jo Ann, og börnunum, okkar innilegustu samúð. Megi guð vera með ykkur. Einar Gíslason. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS ÞÓRA KOLBEINSDÓTTIR, Dalsbyggð 4, Garðabæ, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi sunnudaginn 29. september. Guðmundur K. Jónmundsson, Guðfinna Sigurgeirsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, G. Birna Guðmundsdóttir, Aðalheiður D. Guðmundsdóttir, Hákon Åkerlund, Jónmundur K. Guðmundsson, Guðmundur G. Guðmundsson, Anna B. Marteinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.