Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL umræða fer nú fram um heilbrigðisþjónustu hér á landi. Af nógu er að taka því að frammi- staða stjórnvalda hvað snertir rekstur þjónustunnar er með hreinum ólíkindum. Það er mikill halli á rekstri allra heilbrigðis- stofnana og biðlistar hafa lengst. Heilsugæslan er í miklum vand- ræðum fyrst og fremst vegna klúð- urs núverandi heilbrigðisráðherra og unglæknar eru í uppreisn gegn kerfinu. Framsóknarmenn hafa farið með þennan málaflokk í ríkisstjórn undanfarin 7–8 ár í skjóli sam- starfsflokksins. Það virðist sem þeir hafi aldrei skilið eðli þjónust- unnar, þ.e. skiptingu hennar í tryggingaþátt og rekstrarþátt. En það eru fleiri áhrifamenn sem virð- ast ekki skilja þetta heldur. Leiðari Morgunblaðsins 12. september sl. Undir fyrirsögninni „Biðlistarnir og heilbrigðiskerfið“ er talað um biðlista í heilbrigðiskerfinu, skað- semi þeirra og nauðsyn að tak- marka þá. Síðan segir: „Morgun- blaðið hefur oft bent á það að með auknum einkarekstri mætti gera þjónustuna bæði skilvirkari og hagkvæmari. Með einkarekstri myndu sjúklingar, sem efni hafa á, geta notað peningana sína til að greiða fyrir aðgerðir, en um leið myndi álagið minnka á opinbera kerfið og bæta þjónustuna þar.“ Mbl. virðist ekki skilja að þessi fráleita hugmynd hefur ekkert með rekstrarform að gera heldur tryggingaþátt kerfisins. Mbl. gerir þeim sem eru hlynntir einka- rekstri á vissum rekstrarþáttum heilbrigðisþjónustunnar engan greiða því að það er verið að gefa í skyn að þetta rekstrarform hafi það í för með sér að sjúklingar missi þau tryggingaréttindi sem allir íslenskir ríkisborgarar hafa í dag samkvæmt lögum. Á hverju ári þarf fjöldi ferðamanna sem hingað koma að leita heilbrigðis- þjónustu. Það skiptir ekki máli hvort opinberar stofnanir eða einkaaðilar veita þjónustuna, þeir sem ekki hafa réttindi hér á landi borga hana að fullu. Fróðlegt væri að Mbl. útskýrði nánar hverjir það eru sem það vill svipta réttindum sem fólk, búsett hér á landi, hefur aflað sér með því að greiða skatta sína og skyldur til ríkissjóðs alla sína starfsævi. Viðtal við aðstoðarmann heilbrigðisráðherra í Mbl. Hinn 25. september er viðtal Örnu Schram við Elsu B. Frið- finnsdóttur um norræna ráðstefnu um heilbrigðismál þar sem hún var einn af aðalfyrirlesurum. Ýmislegt í þessu viðtali kallar á athuga- semdir. Þar er vikið að leit að leiðum til frekari hagræðingar í heilbrigðis- kerfinu. Þar segir: „Í þeirri um- ræðu sé m.a. litið til aukins einka- reksturs á heilbrigðissviðinu og jafnvel einkavæðingar. Mér finnst þó að menn séu í auknum mæli að hverfa frá hugmyndum um einka- væðingu og halla sér frekar að einkarekstri…“ Fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherrar hafa viðhaft svipuð ummæli og virðist manni að hér sé komin ný skilgreining framsóknarmanna á einkarekstri og einkavæðingu. Ég hef alltaf haldið í einfeldni minni að einkavæðing væri það ferli sem felst í því að færa rekstur úr op- inberum rekstri í einkarekstur og því ekki mögulegt að vera með öðru og á móti hinu. Rætt er um einkarekstur lækna og skýrslu þá er Ríkisendurskoðun sendi frá sér um starfsemi sér- fræðinga í ferliþjónustu. Þar segir: „Þar kom m.a. fram að brúttó- greiðslur til einstakra sérfræði- lækna á grundvelli samnings þeirra við Tryggingastofnun rík- isins geta numið tugum milljóna króna vegna samnings Trygginga- stofnunar og sérfræðilækna á tímabilinu 1998-2001. Sumir læknanna voru að auki í hluta- starfi eða fullu starfi við opinberar sjúkrastofnanir á sama tíma. Þess- ar gríðarlega háu launatölur koma fram hjá læknum sem starfa við einkarekna þjónustu.“ Þessi síðasta fullyrðing Elsu er einfaldlega röng. Hér er ekki um laun að ræða heldur er allur rekstrarkostnaður læknastofanna innifalinn. Þar er um að ræða laun fjölda starfsfólks, m.a. hjúkrunar- fræðinga og læknaritara, kostnað- ur við tæki og rekstur skurðstofa, rannsóknastofa, húsnæði o.fl. Þessi starfsemi byggist á samn- ingum sem ráðuneyti Elsu ber fulla ábyrgð á ásamt fjármálaráðu- neyti og Tryggingastofnun. Nið- urstaða er byggð á grundvelli ná- kvæmrar kostnaðargreiningar sem er einstök í íslenska heilbrigðis- kerfinu og samningaviðræðum sem stóðu yfir í marga mánuði. Eftirlit er mikið með að ákvæði samnings- ins séu haldin og ríkið hefur því öll tök á að sjá um að framkvæmdin sé í lagi. Rétt er að geta þess að í öðrum löndum hefur hliðstæð starfsemi aukist mjög. Vegna tæknilegra framfara í læknisfræði er mögu- legt að gera aðgerðir og rann- sóknir á mun hagkvæmari hátt án innlagnar á spítala eins og áður þurfti. Erlendis er ekki til sá spít- ali sem ekki hefur öfluga dagdeild- arþjónustu á sínum snærum og slík starfsemi þykir ómissandi á spítölum sem sjá um kennslu læknanema og sérfræðinga. Hér á landi þekkist slík dagdeildarstarf- semi nánast ekki á stærsta spítala landsins sem jafnframt er kallaður háskólaspítali. Nauðsyn á skipulags- breytingum Hér á landi er alger samstaða um tryggingaþátt heilbrigðiskerf- isins. Við viljum halda því kerfi samtryggingar sem við höfum. Því er kannske best lýst með því sem sagt hefur verið að meðan við er- um hraust greiðum við okkar ið- gjöld til kerfisins. Þeir sem veikj- ast eiga þá fullan rétt á eðlilegri þjónustu þegar þeir þurfa á að halda án þess að greiða sérstak- lega fyrir. Þetta er að sjálfsögðu ein af meginstoðum velferðarkerf- isins. Veikasta hlið heilbrigðiskerfis okkar er reksturinn. Þar er margt athugavert sem áður hefur verið bent á. Deila um einkarekstur eða opinberan rekstur skiptir engu máli eins og er. Það sem er mest aðkallandi eru skipulagsbreytingar á yfirstjórn og skilningur á göllum þess fjármögnunarkerfis sem við búum við í dag. Allar þjóðir Evr- ópu hafa gert breytingar á rekstr- arþættinum hjá sér nema við Ís- lendingar. Þær breytingar sem þarf að gera eru nauðsynlegar til að nýta það fjármagn sem til ráð- stöfunar er betur en nú er gert og það er mín skoðun að ekki þurfi mikið viðbótarfjármagn til að unnt sé að halda uppi eðlilegri þjónustu nái þær fram að ganga. Hugtakaruglingur í heilbrigðisþjónustu Eftir Ólaf Örn Arnarson „Deila um einkarekst- ur eða opin- beran rekst- ur skiptir engu máli eins og er.“ Höfundur er læknir. Á SÍÐASTLIÐNU vori voru kosningar til bæjar- og sveitar- stjórna eins og kunnugt er. Mörgu var lofað og mikið átti að gera fyrir háttvirta kjósendur. Þó var einn hópur fólks sem allir vildu gott gera, svokallaðir eldri borgarar, fólk sem búið er að lifa í 67 ár. Mikið var talað um þarfir eldri borgara en þær voru helstar að manni skildist sjúkrahúsvist og þess háttar þjónusta. Góð kona í fram- boðshópnum skrifaði í stuðnings- grein fyrir sinn flokk (sem ég man ekki lengur hver var): „Við skulum vera góð við gamla fólkið.“ Það má alveg huga að því að frá starfslokum og til þess tíma sem manneskja þarf á innlögn á dvalar- heimili að halda líða gjarnan 10–20 ár. Eitt af því sem hefur áhrif á heilsufar þessa hóps eru fjárhags- áhyggjur, því staðreynd er að það er skattlagt svo ótæpilega að margir hafa varla til hnífs og skeiðar. Áhyggjur eru öllum heilsuspillandi en þó einkum þeim eldri. Hvernig getur gott samfélag, eins og við viljum öll tilheyra, verið þekkt fyrir að skattleggja ellilaun frá Tryggingastofnun um 38,54%? Hver getur lifað af 70–80 þúsundum á mánuði, borgað af húsi og annað það sem til lífsins þarf? Það er ótrúlegt allt þetta jaml og fuður um laun og „kaupmátt“ eldri borgara. Fasteignaskatturinn er mörgum þungur í skauti og ranglát- ur, því eins og allir vita er borgaður skattur af fjármagni því sem í hús- bygginguna fer og fasteignaskattur af húsinu frá því flutt er inn. Frá þeim tíma og þar til húseigandinn verður 67 ára er oftast langur tími. Ekki er ósanngjarnt að ætla að þá sé hann búinn að greiða fullt gjald í þann póst og að þá megi fella hann niður. Þá er það skattlagning ellilauna og lífeyristekna. Er rétt að skattleggja þann sem ekkert hefur nema lífeyri frá Tryggingastofnun? Ég segi nei og það mæla öll rök á móti því. Það er rangt að brjóta niður lífslöngun fólks með því að gera það ófært um að lifa eðlilegu lífi vegna fátæktar! Svo eru þeir sem hafa unnið sér inn launarétt í einhverjum lífeyris- sjóðanna. Þessi laun eru eðlilega misjöfn en þau skerða alltaf rétt til „ellilauna“ frá Tryggingastofnun svo fáránlegt sem það nú er. Eins og allir vita verða lífeyris- réttindi þannig til að launamaður og atvinnurekandi greiða báðir í sjóð- inn, launamaðurinn greiðir skatt af allri upphæðinni. (Þessu var þó breytt 1998 þannig að nú eru lífeyr- isgreiðslur ekki skattlagðar á þessu stigi.) Eins og flestir vita líka greiðir eftirlaunamaðurinn fullan skatt (38,54%) af sínum lífeyrisgreiðslum og er þetta ranglátt því sá sem lét af störfum fyrir 1998 hefur þegar greitt skatt af þessum launum. „Við skulum vera góð við gamla fólkið,“ sagði konan og enn stefnir í kosningar. Nú er tækifærið fyrir þá sem stjórna að láta ljós sitt skína í þessu sambandi. Með því að létta fjárhags- áhyggjum af þeim sem ættu að eiga „áhyggjulaust ævikvöld“ sparast margar læknisheimsóknir og sjúkra- húslegur og þörfin fyrir dvalarheim- ilispláss minnkar. Það eru „forvarnir“að stuðla að vellíðan fólks á öllum aldri. Það sem ég vildi sagt hafa er þetta:  Fellið niður fasteignaskatt af íbúðum sem eldri borgarar búa sjálfir í.  Fellið niður skatt af ellilaunum frá Tryggingastofnun.  Af eftirlaunum frá lífeyrissjóðum greiðist 10% eins og af fjármagns- tekjum í stað 38,54%. Þetta kostar sitt segir einhver, en það kostar meira, þegar að er gáð, að sinna þessu ekki. Áhyggjulaust ævikvöld? Eftir Unni Leifsdóttur Höfundur er fv. röntgenstarfsmaður. „Hvernig getur gott samfélag, eins og við viljum öll til- heyra, verið þekkt fyrir að skattleggja elli- laun?“ DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur ritað grein um nauðsyn þess að tryggja mannréttindi hér á landi. Því ber að fagna. Ástæða greinarskrifa ráðherrans virðist vera skrif undirritaðrar í þessu blaði um hvort nauðsynlegt sé að setja á fót leyniþjónustu á Ís- landi. Sólveig Pétursdóttir segir í grein sinni að staða öryggismála sé viðunandi. Eins og kunnugt er eru heimildir lögreglu til þess að tryggja allsherjarreglu skýrar í lögreglulögum. Þó er helst að skilja á ráðherranum að færa þurfi þetta vald frá embætti Rík- islögreglustjórans inn í sérstaka stofnun; Leyniþjónustu Íslands. En hvað hyggst ráðherrann fyrir í þessu efni? Hver eiga að verða verkefni leyniþjónustunn- ar? Fjöldi starfsmanna hennar? Hvar og hvernig verður Leyni- þjónusta Íslands hýst í kerfinu? Og hvað myndi slík stofnun kosta hinn almenna skattgreið- anda? Þeim spurningum hefur ekki verið svarað með fullnægj- andi hætti og því vert að ítreka þær hér. Sönnunarbyrðin er ráð- herrans. Það er enginn að reyna að halda því fram að angar hryðju- verkastarfsemi geti ekki teygt sig til Íslands. Við höfum á und- anförnum misserum orðið ræki- lega vör við það hvernig alþjóð- legur kynlífsiðnaður hefur fest sig í sessi hér á landi. Hins vegar er hollt að hafa í huga í þessu sambandi að CIA og stærsta herveldi í heimi gátu ekki komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. sept. 2001. Það ætti að vekja okkur til umhugs- unar um það hvaða meðul duga best í baráttunni við hryðju- verkamenn. Þórunn Sveinbjarnardóttir Leyniþjónusta Íslands Höfundur er alþingiskona. SÍÐASTLIÐINN sunnudag var mér boðið í síðdegiskaffi á Rás 2 hjá hjá Kristjáni Þor- valdssyni. Spjall okkar Kristjáns snérist meðal annars um pólitísk afskipt af íslensku viðskiptalífi. Skömmu eftir að því spjalli lauk hringdi prófessor Hannes Hólm- steinn Gissurarson í mig og spurðist fyrir um það í hvaða símtal hans og Þórarins V. Þór- arinssonar, fyrrverandi forstjóra Landssíma Íslands hf., ég hefði verið að vitna. Sagði hann mér að ég færi með rangt mál og hann væri að hugsa um að birta grein um þetta í blöðunum. Í Morgunblaðinu í gær skrifar prófessor Hannes grein um sannleikann um símtal sitt við Þórarin V. Þórarinsson. Eftir að hafa lesið greinarkorn hins sannleikselskandi prófessors finnst mér vanta að prófessor Hannes fræði lesendur Morg- unblaðsins einnig um það hvern- ig hann fékk vitneskju um við- skiptaskuld Norðurljósa við Landssíma Íslands hf., og efni samningsins um uppgjör henn- ar. Rétt er að hann upplýsti það, enda málið honum með öll óvið- komandi og vont fyrir Lands- síma Íslands hf., ef upplýsingar um viðkvæm viðskipti leka út frá fyrirtækinu til viðkvæmra persóna í íslenskri pólitík. Prófessor Hannes til hugar- hægðar skal hins vegar tekið fram að Norðurljós hafa í einu og öllu staðið við samning sinn við Landssíma Íslands hf., og gott betur því hann var að fullu efndur löngu fyrir lokagjaldaga. Sigurður Guðjónsson Svar óskast, Hannes Höfundur er forstjóri. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.