Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 36
HESTAR
36 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MARGIR stóðhestaeigendur eða
umráðamenn leggja nú ofurkapp á
að tryggja sem besta fyljun hjá
hestum sínum og þar gegnir óm-
skoðunin lykilhlutverki. Einn þátt-
urinn í þessu er sá að farið er að
lengja þann tíma sem hryssur eru
hafðar hjá stóðhestum og eru nýleg
dæmi um að hryssur hafi verið þar
allt fram í desember. Með hækk-
andi verði folatolla er lögð enn rík-
ari áhersla á að fá sem besta fyljun
og líka hitt þegar um er að ræða
góðar hryssur er fjárhagstjónið
mikið að sitja uppi með þær geldar.
Með batnandi umhirðu eru þeir
fleiri sem ekki setja fyrir sig að fá
haustfolöld, þykir oft betri kostur
en að vera með góða hryssu gelda.
Keilir á góðri siglingu
Fyljunarstaða Keilis frá Miðsitju
lagaðist verulega eftir ómskoðun í
síðustu viku og hefur hann nú fylj-
að 46 hryssur af þeim 56 sem hafa
verið leiddar undir hann og gerir
það 82% fyljun. Af þessum 56
hryssum komu 53 til hans eftir
landsmót og má því segja að Keilir
hafi staðið í ströngu eftir landsmót
og ekki er þessu enn lokið hjá hon-
um en ómskoðað verður eftir rúma
viku hjá honum og getur hans góða
staða batnað enn frekar. Djáknar
frá Hvammi fyljaði 90% af um það
bil 30 hryssum.
Forseti frá Vorsabæ, einn af
hæst dæmdu hestum ársins, skilaði
93% fyljun á Hesti í Borgarfirði. 44
hryssur voru ómskoðaðar og
reyndust þrjár vera geldar en sjö
voru ekki ómskoðaðar. Býsna góð
frammistaða hjá honum.
Árangursrík
heimsókn Forseta
Af stóðhestaútgerð Hrossarækt-
arsambands Vesturlands eru frek-
ar góð tíðindi. Forseti var á þeirra
vegum auk Þorra frá Þúfu en hann
var í tæpum 70% og Hugi frá Haf-
steinsstöðum fyljaði 10 hryssur af
15 sem gerir 67% fyljun. Dynur frá
Hvammi stendur í stórræðum þar
vestra, er sannanlega búinn að
fylja 37 hryssur en á 14 eftir sem
ennþá eru hjá honum. Sigbjörn
Björnsson frá Lundum, sem hefur
haft hönd í bagga með útgerðina á
Dyn, segist þess alviss að hann af-
greiði flestar þessara hryssna.
Nokkuð sé um liðið síðan ómskoðað
var og hann eigi rúma viku enn til
stefnu fram að næstu ómskoðun.
Af eignarhestum sambandsins er
Eiður frá Oddhóli með hæsta pró-
sentu, 84,2%, en hann var með 20
hryssur, 16 greindar með fyli og
ein ekki skoðuð þannig er hugs-
anlegt að talan gæti hækkað í 17.
Skorri frá Gunnarsholti kemur
næstur með 80%, 16 fyljaðar af 20.
Gamli höfðinginn Kolfinnur frá
Kjarnholtum er í 77,7% sem er ívið
hærra en hann hefur skilað und-
anfarin ár. Hamur frá Þórodds-
stöðum skilaði Vestlendingum
71,42% fyljun og Oddur frá Selfossi
fer nú í 62,5% en hefur verið í 50%
undanfarin ár en nú var hann með
8 hryssur. Stígandi frá Sauðárkróki
er rétt í 50% með 10 hryssur alls.
Flygill frá Vestri-Leirárgörðum
olli eiganda sínum, Marteini nokkr-
um, vonbrigðum, skilaði rétt tæp-
um 70% í 26 hryssna hópi norður í
Skagafirði að loknu landsmóti.
Sagðist Marteinn helst vilja hafa
hestana í 75% til að brúnin færi að
léttast á sér. Síðan fór Flygill í
Dalina og var þar með 10 hryssur
en ekki hefur enn verið ómskoðað
út úr girðingunni.
Ekki var ómskoðað nema að
hluta frá Þóroddsstaðahestunum
Þyrni, Hami og Galdri svo ekki
munu liggja fyrir neinar niðurstöð-
ur um þá hesta fyrr en næsta sum-
ar.
Huginn frá Haga stendur alltaf
vel fyrir sínu, var í fyrra vel yfir
90% og er með mjög svipaða út-
komu núna, 95%, á reyndar eftir að
fylja tvær hryssur sem dvelja hjá
honum um þessar mundir. Ef það
tekst er hann kominn í 100% með
40 hryssur.
Hér í tveimur greinum hafa ver-
ið tíndir til ýmsir stóðhestar af
handahófi og má ljóst vera að hjá
flestum þeirra er árangur mjög
góður.
Dapurlegt hjá Hegra
Þó er ein dapurleg undantekning
frá þessum góðu tölum sem hér
hafa verið birtar en það er hjá hin-
um fagra gæðingi Hegra frá
Glæsibæ. Enn sem komið er hefur
ekki ein einasta hryssa verið
greind með fyli hjá honum í sumar
en ekki er öll von úti. Annar eig-
enda hans, Ragnar Tómasson,
sagði að vissulega væri þetta mikið
áfall og nú væri allt komið í fullan
gang við að reyna að finna hugs-
anlegar ástæður fyrir þessu. Sagði
Ragnar það reyndar þekkt að klár-
inn hafi ekki fyljað fyrr en seinni
part sumars og þá náð rétt ríflega
50% fyljun. Hann sagðist hafa tekið
eftir því að Hegri hafi haldið eist-
unum, sem eru mjög lítil, nánast al-
veg uppi í kviði framan af en nú
séu þau komin niður. Sagði hann
spurningu hvort stress í kringum
keppni valdi þessu en Ragnar
keppti á Hegra framan af sumri.
Bætti Ragnar því við að hann vildi
ekki vera að pukrast með slíkar
upplýsingar, það væri engum til
góðs.
Vakning um frjósemina
Ekki er að efa að sú vakning um
mikilvægi frjóseminnar hefur orðið
til þess að farið er að fylgjast mun
betur með tímgunarferlinu hjá
hrossunum en gert var áður. Þá
heyrir það orðið til algerrar und-
antekningar að stóðhestar gleymist
í girðingum og lendi í mikilli aflögn
og eins og oft kom fyrir hér áður
fyrr. Þá má einnig nefna að farið er
að gaumgæfa mjög það atlæti sem
hestarnir fá yfir veturinn. Eitt það
nýjasta er að hafa mikið ljós hjá
þeim með hækkandi sól en leitt er
getum að því að slíkt örvi sæð-
isframleiðslu og hestarnir fyrr til-
búnir að vori. Einnig hefur verið
nefnt að gott sé að byrja snemma
að leiða hryssur til þeirra og leyfa
þeim að tappa af eins og það er
kallað en slíkt er talið örva gæði
sæðisins. Að síðustu má geta orða
Bjarna Marinóssonar í Skáney, en
hann er formaður Hrossaræktar-
sambands Vesturlands, er hann gat
þess að Hugi frá Hafsteinsstöðum,
sem hafi verið frekar tæpur í fylj-
un, var sendur með einum poka af
gulrótum þegar hann kom til Vest-
lendinga.
Morgunblaðið/Vakri
Flygill frá Vestri-Leirárgörðum er með 70% fyljun í Skagafirði en ekki
liggur fyrir hver frammistaða hans var í Dölunum. Knapi er Olil Amble.
Keilir frá Miðsitju er í 82% og getur enn bætt við sig þótt ólíklegt sé að
hann nái jafnhárri tölu og hann gerði í fyrra. Knapi er Vignir Jónasson.
Lengri fengitími
tryggir betri fyljun
Ómskoðun hryssna hefur valdið straum-
hvörfum í hrossaræktinni. Virðast flestir
sammála um að stefna beri að markvissri
skoðun til að tryggja betri fyljunarárangur
hjá öllum betri stóðhestum landsins. Valdi-
mar Kristinsson kynnti sér áfram stöðuna
hjá nokkrum nafnkunnum stóðhestum.
Dynur frá Hvammi hefur staðið í ströngu á Vesturlandi og verður fróð-
legt að sjá hver lokaniðurstaðan verður hjá honum en hann er kominn í
72% fyljun. Knapi er Þórður Þorgeirsson.
Töfri frá Kjartansstöðum hefur átt brösótt með fyljun í ár og er útkom-
an talsvert lakari en í fyrra. Knapi er Jóhann R. Skúlason.
ENN á nýjan taka Land-
græðsla ríkisins og Garðyrkju-
skólinn höndum saman og
gangast fyrir námskeiði föstu-
daginn 18. október nk. undir yf-
irskriftinni kunnu „Hestur í
góðum haga.“ Leiðbeinendur
verða Ingimar Sveinsson, fyrr-
verandi kennari á Hvanneyri,
ásamt þeim landgræðslumönn-
unum Birni Barkarsyni og
Bjarna P. Maronssyni. Fjallað
verður um fóðurþarfir og upp-
eldi hrossa, nýtingu haglendis
til hrossabeitar, mat á ástandi
beitarlands, beitarskipulag og
leiðir til að bæta land. Farið
verður í skoðanaferðir þar sem
áhersla verður lögð á mat á
ástandi beitilands og meðferð
þess. Námskeið þessi eru sér-
staklega ætluð hestamönnum,
búfjáreftirlitsmönnum og öðr-
um starfsmönnum sveitarfé-
laga sem sinna landnýtingar-
málum. Skráning og nánari
upplýsingar fást hjá endur-
menntunarstjóra Garðyrkju-
skólans í síma 480 4305 eða á
www.reykir.is .
Óhætt er að hvetja alla þá
hestamenn sem hafa vilja og
hug á að ganga vel um beitilönd
að sækja þetta námskeið. Veru-
leg hugarfarsbreyting hefur átt
sér stað síðustu árin í meðferð
hestamanna á beitlendum og
ljóst að sú fræðsla og þar með
talin námskeið undir þessari yf-
irskrift hafa gert mikið gagn.
En þótt vel miði má öllum ljóst
vera að víða er pottur brotinn
og sú viska og þekking sem ver-
ið er að útbreiða í þessum efn-
um hefur ekki náð eyrum allra.
Námskeiðið hefst klukkan 10
og lýkur klukkan 16. Nám-
skeiðsgjaldið er 4.000 krónur.
Beitar-
fræðsla
fyrir
hesta-
menn
Á VEGUM landsliðsnefndar
Landssambands hestamanna-
félaga hefur undanfarið verið
unnið að undirbúningi að veg-
legu happdrætti til styrktar ís-
lenska landsliðinu í hestaíþrótt-
um sem væntanlega tekur þátt
í heimsmeistaramótinu í Dan-
mörku næsta sumar. Happ-
drætti þetta mun verða að
stórum hluta sérsniðið fyrir
hestamenn, það er að vinningar
verða flestir hverjir á sviði
hestamennskunnar í sinni víð-
ustu mynd.
Er þar að nefna folatolla hjá
öllum fremstu stóðhestum
landsins og þar á meðal hjá
Orra frá Þúfu sem hefur hingað
til verið „langdýrasti hestur-
inn“. Folatollurinn hjá Orra
kostar 350 þúsund krónur. Þá
verður í vinning ferð á heims-
meistaramótið og reiðtygi frá
Jóni Sigurðssyni söðlasmið,
einkatímar hjá fremstu reið-
kennurum landsins, fóður ým-
iskonar fyrir hesta, skeifur og
ýmislegt fleira er gagnast
hestamönnum. Áætlað er að
heildarverðmæti vinninga verði
yfir tvær milljónir en ekki er
enn lokið við að safna vinning-
um. Ljóst er að vinningar verða
fjölmargir.
Happ-
drætti fyr-
ir hesta-
menn