Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 7
OUTLET 10
+++merki fyrir minna+++
Faxafeni 10, s. 533 1710
Opið
mán.-fös. 11-18
laugardag 11-16
GERÐU
GÓÐ KA
UP
Skóladagar - allt fyrir haustið
Merkjavara og tískufatnaður á 50-80% lægra verði
Everlast gallar kr. 2.990
með og án hettu
St. XS-XXL
Blátt - grátt - rautt - svart
Everlast dúnúlpa 4.990
Póstsendum
Barnadeild
Fila úlpur................2.990
Parrot buxur...............2.500/2.900 - St. 98-158
Fila íþróttabuxur .1.990
Everlast gallar .............2.500 - St. 60-100
Fila bolir ................ 990
Fila húfur .............. 500
Dæmi:
Fila ............úlpur ....................................... 4.990
Diesel ........gallabuxur (Ný sending)............... 3.990
Everlast .....dúnúlpur ................................. 4.990
Tark ...........buxur ...................................... 2.900
Sparkz........dúnkápur ................................ 4.900
InWear .......ullarkápur............................... 7.900
Part Two ....peysur..................................... 3.900
Xtra.is........jakkar ..................................... 7.900
DKNY..........peysur..................................... 5.900
Húfur.......................................................... 500
Herraskór......... ný sending
Dömustígvél ... ný sending
Öll jakkaföt .............................................12.500
Skyrtur ....................................................... 1.900
Bindi .......................................................... 1.900
gallar 2.990
Fila
úlpa 2.990
Fila
úlpa 2.990
Parrot buxur
2.900
Parrot buxur
2.500
St. 98-158
Galli
án hettu 2.990
Galli - renndur
m. hettu 2.990
FJÖLDI manna og hesta var í Lauf-
skálarétt í Hjaltadal í Skagafirði
síðastliðinn laugardag í blíðskap-
arveðri. Talið er að hátt í 3 þúsund
manns hafi látið sjá sig, þeirra á
meðal fjölmargir stjórnmálamenn
og fólk úr heimi menningar og við-
skipta. Hestar voru eitthvað færri
en þó nógu margir til að láta mann-
fólkið hafa vel fyrir því að koma
þeim í réttu hólfin. Að vanda tóku
menn lagið undir réttarveggjunum
þar sem í sumum tilvikum var búið
að mýkja raddböndin með eilítilli
brjóstbirtu. Fullbókað var í öll gisti-
rými í Skagafirði um helgina en í
tengslum við Laufskálarétt var
haldin sölusýning á hrossum í Reið-
höllinni á Sauðárkróki kvöldið áð-
ur. Að kvöldi laugardags streymdu
hestamenn svo á dansleiki sem
haldnir voru á Hofsósi og í reiðhöll-
inni við undirleik landsfrægra
hljómsveita, Papanna og Sixties.
Þar skemmtu sér samanlagt vel á
annað þúsund manns, þar af um 900
í reiðhöllinni, og fór allt vel fram að
sögn lögreglunnar á Sauðárkróki.Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Fjölmenni og
fjörugt
í Laufskálarétt
ÚTSENDINGAR kristilegu sjón-
varpsstöðvarinnar Ómega nást víða
í Evrópu og hafa vakið athygli, að
sögn Eiríks Sigurbjörnssonar sjón-
varpsstjóra, en hann segir að sér-
staklega góð viðbrögð hafi borist
vegna þessara útsendinga allan sól-
arhringinn.
Sjónvarpsstöðin Ómega hefur
verið með útsendingar á Íslandi í
áratug, en hóf tilraunaútsendingar
til Norðurlanda í maí sem leið og
sendir þangað efni í gegnum gervi-
hnöttinn Thor 2 allan sólarhringinn.
Útsendingarnar nást jafnframt víða
á meginlandi Evrópu, á Grænlandi, í
Færeyjum og víða á skipum úti á
sjó. Eiríkur Sigurbjörnsson segir að
efnið sé að mestu leyti það sama og
sent er út hér á landi en samt sé
sumt aðlagað aðstæðum á Norður-
löndum. „Þetta er nánast sama dag-
skrá en samt svolítið öðruvísi,“ segir
hann.
Að sögn Eiríks tengjast átta
manns útsendingunum reglulega en
að auki koma um 20 til 30 manns að
þeim í sjálfboðastarfi. Hann segir að
stöðin sé mjög tæknivædd og því
ráði hún við þessi auknu verkefni,
en allt sé framkvæmt á eins hag-
stæðan hátt og hægt sé. „Við höfum
fengið sérstaklega góð viðbrögð.
Fólk er mjög þakklátt fyrir að vera
komið með svona dagskrá, sem það
segist hafa beðið lengi eftir,“ segir
hann og bætir við að þetta sé árang-
urinn af 10 ára starfi hérlendis.
„Jesús sagði: „Farið út um allan
heim“ og við tökum því bókstaflega
og erum byrjaðir.“
Eiríkur segir að Ómega hafi verið
minnsta sjónvarpsstöðin fyrir ára-
tug en nú sé hún með stærsta dreifi-
kerfi landsins. Þetta kosti sitt og því
hafi stöðin hvatt fólk til að leggja
fram frjáls framlög í staðinn fyrir að
vera með áskrift. „Þetta lofar mjög
góðu og er mjög uppörvandi,“ segir
hann um auknar útsendingar stöðv-
arinnar. Margir hafi reynt að senda
út svona efni í Skandinavíu en þar
sem það hafi ekki gengið hafi marg-
ir efast þegar Ómega hafi byrjað út-
sendingar þangað. Mörg bréf frá
þakklátum áhorfendum sýni að til-
raunin hafi heppnast vel og fólk seg-
ist hafa öðlast lifandi trú á Krist.
„Loksins fáum við almennilega rás,
segja þeir til dæmis í Færeyjum.“
Í máli Eiríks kemur fram að góðir
og trúfastir stuðningsmenn hafi haft
óbilandi trú á stöðinni og stutt hana
í gegnum árin, og fyrir það beri að
þakka. „Við höfum ekki gefist upp
þó oft hafi blásið á móti. Þetta er
ekki auðvelt en það mun takast.“
Útsend-
ingar nást
víða í
Evrópu
Ómega í gangi 24
tíma á sólarhring