Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Mig og fjölskylduna langar að minnast vin- ar okkar Guðna Ing- ólfssonar. Ég hafði þekkt Guðna frá því hann var lítil drengur í Kjósinni, sveitinni sem sameinaði fjölskyldur okkar. Kunningsskapurinn jókst eft- ir að við eignuðumst Sandinn og má segja að hestar og heyskapur hafi ráðið mestu þar um. Guðni átti bæði fé og hesta og hugsaði vel um. Hann fór margar ferðir með okkur ríðandi úr Víðidal í Reykjavík yfir Svínaskarðið og í Kjósina. Hann kom með sína hesta á kerru í bæinn og lagt var af stað í ár- lega sleppiferð daginn eftir. Við minnumst margra góðra stunda með Guðna frá þeim ferðum. Í seinni tíð kom hann oftast á Skarðsflötina og hafði þá meðferðis sínar þekktu Guðnaveigar sem samferðamenn okkar þáðu með þökkum. Undir það síðasta lét hann sér nægja að koma í Möðruvallarétt. Guðni var sérstakur maður og ein- stakur á sinn hátt og setti sannar- lega svip á Kjósina. Guðni átti hvítan Suzuki Vitara og fór um sveitina í eftirlitsferðir um sumarbústaði við Meðalfellsvatn og á þessum ferðum sínum eignaðist hann fjölda kunn- ingja sem munu sakna hans. Guðni var félagslyndur og hafði gaman af að koma í stuttar heimsóknir til okk- ar að Sandi og til Steina í bústaðinn og það verður sannarlega skrítið að fá hann ekki í kaffi og spjall um kind- urnar hans og það sem var að gerast í Kjósinni. Guðni varð fimmtugur síðasta sumar og hélt upp á afmælið í Fé- lagsgarði í Kjós. Þar kom í ljós hvað Guðni var vinmargur. Veislan var skemmtileg og fluttu bæði söngkór- ar og einsöngvarar lög. Guðni ólst upp í stórum systkina- hópi og þau sýndu honum mikla ræktarsemi í veikindum hans. Ég votta foreldrum hans og systkinum samúð okkar fjölskyldu. Við kveðjum Guðna með eftirsjá GUÐNI INGÓLFSSON ✝ Guðni Ingólfssonfæddist í Reykja- vík 10. júní 1951. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 16. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reynivalla- kirkju 28. septem- ber. en gleðjumst yfir því að hann sé kominn á betri stað. Gunnar Steinsson og fjölskylda. Komið er að kveðju- stund, stund þakklætis og trega, tímamótum sem enginn fær umflú- ið. Við sem eftir stönd- um leiðum hugann að því hvað sá maður sem við kveðjum gaf okkur meðan hans naut við. Fyrir 14 árum kynntumst við Guðna og fyrir hans tilstillan fengum við lóð undir sum- arbústað í landi Eyja I. Upp frá þeirri stundu var hann mikill vinur okkar og tíður gestur hjá okkur á Sólgörðum. Ef hann ekki kom var ætíð sagt: Hvar ætli Guðni sé, hann hefur ekki sést í dag. Guðni var gæslumaður fyrir Félag sumarbústaðaeigenda við Meðal- fellsvatn. Því starfi sinnti hann með- an kraftar og heilsa leyfðu. Alltaf var hann kosinn aftur í það embætti á fundum félagsins og sýnir það hvað öllum þótti vænt um hann. Guðni unni sveitinni sinni og samskiptum við fólkið í sumarbústöðunum og þar átti hann trygga vináttu og hlýju. Við erum þakklát fyrir að hafa haft okkar árlegu grillveislu með honum 30. ágúst sl. Hann var orðinn mjög veikur þá og úthaldið og þrekið ekki mikið, en ekkert kom í veg fyrir að hann mætti og við vitum að hann naut þessarar stundar. Föstudaginn 13. september hitti ég Guðna og þá voru réttirnar um næstu helgi honum efst í huga og þar ætlaði hann svo sannarlega að vera og enginn skyldi reyna að stoppa það af. Kindunum sínum unni hann af lífi og sál og var dapur ef þær skiluðu sér ekki allar af fjalli. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki þungt fótatak og hressilegt bank á dyrnar og kallað: „Ertu heima þarna, gamla mín?“ Að lokum viljum við færa Guðna alúðarþakkir fyrir vináttu og tryggð við okkur og vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Við kveðj- um kæran vin. Lilja og Björn, Sólgörðum. Í dag er til grafar borinn kær sveitungi minn og vinur, Guðni Ing- ólfsson frá Eyjum. Gunni eins og við í austurbænum kölluðum hann alltaf, var heimagangur og aufúsugestur á æskuheimilinu allt frá unga aldri, enda ekki langt á milli bæja. Guðni kom til dyranna eins og hann var klæddur og var einstaklega hjálpfús. Þessari hjálpsemi hans fór ég ekki varhluta af og minnist þess þá sér- staklega þegar ég átti mína fyrstu bíla. Það var ekki ónýtt að fara upp í sveit um helgar og um leið og rennt var í hlaðið var Gunni kominn til að athuga hvort það væri nú ekki eitt- hvað sem þyrfti að lagfæra, sem oft- ast var nú raunin. Hann var líka stoltur og mátti vera það þegar hann kom með bílinn aftur og bað mig um að heyra hvað gangurinn í honum væri orðinn fínn. Þegar ég svo flutti að heiman lét hann ekki aftra sér frá að heimsækja mig í vinnuna eða heim, til að segja mér sögur úr sveitinni undir kaffi- bolla og pönnukökum. Það varð líka svo að síðasta skiptið sem við hittumst í þessu jarðlífi var í eldhúsinu hennar mömmu í sveitinni yfir kaffibolla og þrátt fyrir mikil veikindi hafði hann keyrt um sveit- ina okkar og kannað ástandið ef svo má að orði komast. Gunni var sívinn- andi og kom það því ekki á óvart að umræðuefnið þetta sinnið væri kind- ur og smalamennska sem var á næsta leiti. Hugur hans var við kom- andi haustverk í sveitinni en við vit- um nú að þau vinnur hann ekki, því: Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. (Friðrik Steingr. frá Grímsstöðum.) Dansinn er hættur að duna og hetja er búin að beygja sig undir þennan allsherjardóm. Ég veit að nú eru allir hlekkir brostnir og hann hefur fengið frelsið. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Að lokum biðjum við algóðan Guð að blessa minningu um góðan dreng sem kvaddi svona langt fyrir aldur fram. Við vottum Helgu og Ingólfi, systkinum, mökum þeirra og börn- um ásamt öllum ástvinum hans okk- ar dýpstu samúð. Jórunn Magnúsdóttir og fjölskylda. Það var fyrir tæpum tíu árum sem við hjónin kynntumst Guðna, er við standsettum sumarbústað við Með- alfellsvatn. Var Guðni tíður gestur hjá okkur er við dvöldum þar um helgar. Guðni var vinur vina sinna og vildi öllum vel. Hann fylgdist með að allt væri í lagi er við vorum ekki á staðnum. Ófá voru símtölin til okkar ef t.d. báturinn slitnaði upp er óveð- ur gekk yfir. Guðni var ákaflega þakklátur yfir því sem vel var gert. Hann hafði barnshjarta og sýndi það í verki. Það verður tómlegt að koma í Kjósina og heyra ekki Löduna renna í hlaðið og kallað háum rómi: Er enginn heima? Nú hefur Guðni fengið hvíldina eftir erfið veikindi en minningin um góð- an dreng mun alltaf lifa. Við hjónin vottum foreldrum og systkinum dýpstu samúð okkar. Sólveig og Hallgrímur, Grímsstöðum. Kær vinur okkar Guðni, gæslu- maður við Meðalfellsvatn, er fallinn frá eftir tveggja ára baráttu við ill- vígan sjúkdóm, þessi stóri og sterki maður var lagður að velli. Hann var ótrúlegur í baráttunni, alltaf á ferðinni á jeppanum sínum að líta eftir í sumarbústaðahverfun- um, hvort allt væri nú ekki í lagi, og kom hann þá gjarnan við í kaffi og spjall. Heyrðist þá hátt í honum þeg- ar hann opnaði hliðið inn á lóðina og sagði: Hvað eruð þið að gera þarna, ha? Guðni var alveg einstaklega bón- góður og hjálpsamur ef einhver þurfti á aðstoð að halda hvort sem það var að tæma rotþró, útvega jarð- veg eða skít í ræktunina, bara nefna það þá var hann mættur. Árlega þegar sumarbústaðafélag- ið er með sinn hreinsunardag var Guðni potturinn og pannan í því og fór um á traktornum með heyvagn- inn aftan í og hirti það upp sem bú- staðaeigendur voru búnir að henda út fyrir lóðir sínar og fór með á brennuna. Eiga mörg börn góðar minningar um það er þau fengu að sitja á vagn- inum. Einu sinni á ári um verslunar- mannahelgi hefur sumarbústaða- félagið verið með ball í Félagsgarði. Þá var hann dyravörður og svona mætti lengi telja. Það er ekki hægt að minnast Guðna án þess að nefna hvað hann var einstaklega laginn að gera við vélar og tæki, allt lék það í hönd- unum á honum, hvort sem hann tók upp vélar og gírkassa eða þurfti að gera við landbúnaðartækin eða smíða vagnana, það háði honum ekki þótt hann væri ekki með langa skóla- göngu að baki. Hann vann í nokkur ár hjá Sindra- stáli – efnissölu þar sem er stærsta bitasög á landinu og engum var treyst betur en honum að stjórna henni, því oft kom það fyrir ef ekki var farið mjúkum höndum um hana að sagarblaðið var brotið en aldrei braut hann blað þrátt fyrir stórar hendur og sterkar. Sú hefð komst á fyrir nokkrum ár- um hjá okkur ásamt öðrum hjónum í sumarbústað að vera með grillveislu fyrir Guðna að haustslátrun lokinni. Hefur Guðni þá komið með kjötið og efni í Irish coffee en við séð um ann- að. Í ágúst sl. leit hann inn og spurði hvort við ættum ekki að drífa í þessu þótt ekki væri komin sláturtíð. Leist okkur vel á það og var grillveislan ákveðin 30. ágúst þar sem við áttum ánægjulegt kvöld með honum. En okkur grunar að hann hafi gert sér grein fyrir hvert stefndi þótt hann væri ekkert að kvarta. Hinn 7. september tók hann þátt í kræklingaveislu með sumarbústaða- félaginu sem er haldin árlega. Var hann mættur kl. 6 og fór heim með þeim síðustu kl. 11. Guðni elskaði sveitina sína, var vinmargur og alls staðar velkominn. Eftirminnilegt er 50 ára afmæli hans haldið fyrir ári í Félagsgarði og var troðfullt hús þar sem Karlakór Kjalnesinga og einsöngvari heiðruðu hann, ásamt miklum ræðuhöldum. Einnig kom hljómsveit og hélt dans- leik á eftir fyrir hann og gesti. Guðni stefndi að því að komast í réttirnar sem voru um síðustu helgi og er sárt til þess að vita að hann skyldi ekki ná því. Við kveðjum þig, kæri vinur, með trega og þökkum þér allt sem þú hef- ur verið okkur en víst er að Kjósin verður ekki söm eftir sem áður án þín. Foreldrum þínum og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Vinir þínir á Bakka Sigríður og Þorlákur. Í dag kveðjum við vin okkar, Guðna Ingólfsson frá Eyjum I í Kjósarhreppi, og það er við hæfi að minnast þessa góða drengs með nokkrum orðum. Við höfum nú átt sumarbústað í Kjósinni um tíu ára skeið og segja má að Guðni á Eyjum hafi allan þann tíma verið fastur hluti af tilverunni í Kjósinni. Við þekktum hann lítið til að byrja með og það var helst að við hittum hann á árvissum mannamót- um yfir sumartímann, s.s. á dans- leikjunum í Félagsgarði um verslun- armannahelgina en þar var Guðni oftast dyravörður og sá um að allt færi skikkanlega fram. Síðar tók Guðni að sér að vera gæslumaður fyrir Félag sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn (FSM) og því starfi sinnti hann af mikilli sam- viskusemi. Hann var í góðu sam- bandi við lögregluna í Mosfellsbæ sem gat vottað að innbrotum í sum- arbústaðina fækkaði til muna eftir að Guðni tók við gæslunni. Eftir að Ella tók við starfi gjald- kera í FSM kynntumst við Guðna vel. Ef við vorum í sveitinni kom Guðni jafnan í heimsókn. Í fyrstu var hann sennilega að tryggja það að hann fengi greitt fyrir gæsluna á réttum tíma en heimsóknunum fækkaði ekkert eftir að Ella hætti gjaldkerastörfunum og það þótti okkur vænt um. Það var gott að hitta Guðna í kræklingaveislu FSM á Grjóteyri nú um miðjan september. Þótt hann væri orðinn helsjúkur bar hann sig vel. Nokkrum dögum síðar var hann allur. Sumarbústaðaeigendur við Með- alfellsvatn og í næsta nágrenni eiga Guðna á Eyjum mikið að þakka. Um leið og við kveðjum Guðna sendum við fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur. Eiríkur og Elínborg, Brekkukoti. Með þéttu handtaki og hlýju viðmóti tók Ólafur Jónsson kennari á móti okkur þegar við urðum samstarfsmenn hans í Brautarholts- skóla haustið 1972. Smám saman kynntumst við honum betur og áttum með honum samstarf til ársins 1987 og það fór ekki á milli mála að þessi myndarlegi maður hið ytra hafði líka til að bera mikla innri fegurð og góð- ar gáfur. Hann bar uppruna sínum fagurt vitni en hann var elsta barn heiðurshjónanna Jóhönnu Ólafsdótt- ur frá Sandprýði á Eyrarbakka og Jóns Eiríkssonar hreppstjóra og bónda í Skeiðháholti. Hann nam við Héraðsskólann á Laugarvatni tvo vetur og minntist oft dvalar sinnar ÓLAFUR JÓNSSON ✝ Ólafur Jónssonfæddist í Skeiðháholti í Skeiðahreppi 9. jan- úar 1924. Hann lést á Selfossi 17. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 28. september. þar af mikilli ánægju, einnig nam hann einn vetur síðar á ævinni við Kennaraháskóla Ís- lands. Að öðru leyti má segja að hann hafi verið sjálfmenntaður. Hann var bókelskur og sílesandi sér til ánægju og gagns og miðlaði mörgum gull- kornum til okkar hinna sem latari voru við lest- urinn. Góð bók gat átt hug hans allan. Íslensk tunga átti góðan bak- hjarl þar sem Óli fór. Hann var hagmæltur og sendi okkur oft stökur bæði á jólum og afmælum. Hann hafði góða söngrödd og söng m.a. í Kirkjukór Ólafsvallakirkju og einnig í Skálholtskórnum og Árne- skórnum. Hann var glöggur á tölur og ágætur stærðfræðingur. Hann var í fremstu röð fimleikamanna og sýndi m.a. fimleika á alþingishátíðinni 1944. Það var því mikill akkur í því fyrir Skeiðahrepp og nágrenni að hafa svo fjölhæfan mann innan sinna vébanda og voru honum falin ýmis störf í sam- ræmi við það. Hann var kennari á Skeiðum í tæp fjörutíu ár og við minnumst þess hvað hann talaði hlý- lega og af væntumþykju ef talið barst að nemendum hans og ekkert síður þá sem höfðu verið á einhvern hátt erfiðir. Hann var góður fjármaður og hafði yndi af að hugsa um búfé. Hann lét eitt sinn þau orð falla að hann hefði vel getað hugsað sér að vera fjármaður á stóru fjárbúi. Um tíma bjó hann með kýr en varð að hætta með þær vegna asma sem hrjáði hann lengi. Hann varð fyrir því áfalli að greinast með berkla þá nýlega orðinn fjölskyldufaðir og varð um tíma að dvelja á Vífilsstöðum fjarri eiginkonu sinni og ungri dóttur. Var það honum sár reynsla sem hann gleymdi aldrei. Hann stjórnaði Sláturhúsinu í Laugarási og vann um tíma í Mjólk- urbúinu á Selfossi. Það eru bara hraustmenni sem geta skilað svo miklu ævistarfi en Óli gerði gott bet- ur. Í Skeiðháholti rak hann bú, eins og áður er sagt, ásamt konu sinni Jó- hönnu Jónsdóttur. Eignuðust þau hjónin sex börn og einstaklega fallegt heimili og garð sem þau ræktuðu af alúð. Það duldist okkur ekki hve Óli elskaði og mat mikils Hönnu og börn- in sín öll og var stoltur af þeim. Hann var gæfumaður. Við minnumst Ólafs með þakklæti og virðingu. Guð blessi minningu hans. Pálmar og Hildur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.