Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isLandsliðið ekki einkamál
nokkurra manna/B12
Atli segir engan bilbug
á sér að finna/B3
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri
beið bana í umferðarslysi á Skeiða-
vegi í Árnessýslu á sunnudag, rétt
sunnan við bæinn Kílhraun. Hinn
látni hafði ekið fólksbifreið sem lenti
framan á jeppa sem kom á móti.
Tveir fullorðnir og þrjú börn voru
í jeppanum og voru öll flutt til skoð-
unar á Heilbrigðisstofnunina á Sel-
fossi. Í fólksbifreiðinni var ökumað-
urinn ásamt 10 ára syni sínum og var
drengurinn fluttur með sjúkrabif-
reið til Reykjavíkur, en mun ekki
hafa slasast alvarlega.
Nákvæm tildrög slyssins eru
óljós, en svo virðist sem ökumaður
fólksbifreiðarinnar hafi misst stjórn
á ökutækinu og lent þversum á veg-
inum með þeim afleiðingum að jepp-
inn skall á bifreiðinni.
Hinn látni hét Sigurgeir Guðjóns-
son, til heimilis í Hraunbæ 102.
Hann var fæddur 11. maí árið 1953
og lætur eftir sig eiginkonu og tvö
börn.
Sigurgeir Guðjónsson
Lést í bílslysi
á Skeiðavegi
C-VAKT lögreglunnar í Reykjavík stóð fyrir flug-
slysaæfingu í Þverárdal við Esju í gær, þar sem æfð
voru viðbrögð við flugslysi. Á vettvangi beið lítil
flugvél sem átti að hafa brotlent með fjórum mönn-
um innanborðs. Tveir þeirra voru látnir en hinir
tveir slasaðir. 18 lögreglumenn tóku þátt í æfingunni
og undirbjuggu þeir flutning fórnarlamba flugslyss-
ins af vettvangi. Æfingin tókst vel að sögn Ágústs
Svanssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni, en æf-
ingin fór fram á starfsdegi lögreglunnar. Slíkir dag-
ar eru notaðir til heimsókna og æfinga af ýmsum
toga.
Morgunblaðið/Júlíus
Flugslysaæfing hjá lögreglunni
ÁTTA sveitarstjórnir á sunnanverðu
Vesturlandi undirrituðu í gær yfirlýs-
ingu um eindreginn stuðning við
stækkun álvers Norðuráls á Grund-
artanga. Sveitarstjórnirnar lýsa sig
reiðubúnar til að uppfylla skyldur sín-
ar vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar
íbúa og atvinnutækifæra þar.
Sveitarfélögin sem standa að yfir-
lýsingunni eru Akraneskaupstaður,
Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit,
Skorradalshreppur, Innri-Akranes-
hreppur, Skilmannahreppur, Hval-
fjarðarstandarhreppur og Leirár- og
Melahreppur.
Þessar átta sveitarstjórnir „fagna
þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér
stað hjá Norðuráli á Grundartanga
undanfarin ár um leið og þær vekja
athygli á mikilvægi fyrirtækisins á
svæðinu m.t.t. atvinnuuppbyggingar
og jákvæðrar þróunar mannlífs í víð-
asta skilningi. Um leið eru aðilar, sem
fjalla um málefni stóriðju og virkjana
á opinberum vettvangi, hvattir til að
fjalla á hlutlausan og uppbyggilegan
hátt um þá kosti sem íslensk stóriðja
felur í sér fyrir byggðir landsins.
Varðandi fyrirhugaða stækkun Norð-
uráls á Grundartanga lýsa stjórnir
þessara sveitarfélaga sig reiðubúnar
til að uppfylla af fremsta mætti þær
skyldur sem að sveitarfélögunum
snúa og af þeim er krafist vegna fyr-
irsjáanlegrar fjölgunar íbúa og at-
vinnutækifæra í landshlutanum.
Sveitarstjórnirnar á sunnanverðu
Vesturlandi eru meðvitaðar um þýð-
ingu uppbyggingar atvinnulífs við
Grundartanga og mikilvægi þess fyr-
ir byggðirnar á Vesturlandi og leggja
því ríka áherslu á að greitt verði fyrir
því að Norðurál á Grundartanga fái
alla þá fyrirgreiðslu sem nauðsynleg
er af hálfu hins opinbera, í tengslum
við fyrirhugaðar stækkanir, enda
þjóðhagsleg áhrif fyrirtækisins mjög
mikilvæg og jákvæð.“
Í greinargerð með tillögunni segir
að færa megi rök fyrir því að starf-
semi Norðuráls á Grundartanga hafi
leitt af sér fjölgun íbúa, dregið hafi úr
atvinnuleysi, ýmis þjónustutengd
starfsemi hafi dafnað og laun hafi
hækkað.
Uppbyggingin á Grundartanga
þýðingarmikil fyrir svæðið
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi, sagði við undirritun yfirlýsing-
arinnar að sú uppbygging iðnaðar
sem orðið hefði á Grundartanga hefði
haft mjög mikla þýðingu fyrir íbúa á
þessu svæði. Menn gerðu sér því góða
grein fyrir hvers væri að vænta af
fyrirhugaðri stækkun Norðuráls.
Full samstaða væri um það að þrýsta
á málið.
Norðurál áformar að stækka álver-
ið úr 90 þúsund tonnum í 240 þúsund
tonn í tveimur áföngum. Ragnar Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Norðuráls, sagði að upphaf
framkvæmda réðist alfarið af orku-
framboði, en Landsvirkjun áformar
að útvega orku með byggingu stíflu
við Norðlingaölduveitu. Stíflan á að
gefa af sér 70MW, Orkuveita Reykja-
víkur hefur lýst sig tilbúna til að út-
vega 40 MW með nýrri vél á Nesja-
völlum og Hitaveita Suðurnesja
áformar að virkja 40 MW. Þetta á að
duga fyrir 90 þúsund tonna stækkun,
sem þýddi að álverið væri komið upp í
180 þúsund tonna ársframleiðslu.
Ragnar sagði að áætlanir gerðu ráð
fyrir að framleiðsla hæfist 2008, en til
að svo mætti verða þyrftu fram-
kvæmdir að hefjast í vor. Reiknað er
með að ráðherra úrskurði í kæru
vegna Norðlingaölduveitu í nóvem-
ber. Ef ráðherra fellst á framkvæmd-
ina, líkt og Skipulagsstofnun gerði,
þarf einnig að gefa út framkvæmda-
leyfi áður en hægt er að hefjast
handa. Ragnar sagði að formlegar
viðræður við lánveitendur hæfust
ekki fyrr en ljóst væri hvort þessi
áform gengju eftir. Ragnar sagði að
fjármálastofnanir hefðu sýnt stækk-
un Norðuráls mikinn áhuga og greini-
legt væri að lánveitendur hefðu já-
kvæð viðhorf til uppbyggingar stór-
iðju á Íslandi.
Átta sveitarstjórnir styðja
stækkun Norðuráls
Morgunblaðið/Þorkell
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi (t.h.), afhenti Richard Starkweather,
forstjóra Norðuráls, yfirlýsingu sveitarstjórnanna átta. Annað undirritað
eintak af yfirlýsingunni verður sent til stjórnvalda.
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti
í gær tillögu Halldórs Ásgríms-
sonar utanríkisráðherra um að
veita frekari framlög til niður-
fellingar skulda þróunarríkj-
anna. Um er að ræða 65 millj-
ónir sem koma til greiðslu á
árunum 2004–2005.
Ríkisstjórnin samþykkti í
október 1999 að taka þátt í því
verkefni að fella niður skuldir
þróunarríkjanna og átti síðasta
greiðslan að innast af hendi í ár.
Síðan hafa nokkur fleiri ríki
uppfyllt skilyrði sem Alþjóða-
bankinn setur ríkjum fyrir því
að fá niðurfellingu skulda, auk
þess sem tvö eða þrjú af þeim
ríkjum sem áður höfðu verið
inni í verkefninu þurfa á viðbót-
araðstoð að halda vegna ófyr-
irséðra hremminga.
Alþjóðabankinn telur að einn
milljarð dollara vanti í þetta
verkefni nú, en 2,6 milljarðar
dollara voru lagðir fram í verk-
efnið sem hófst árið 1999. Ís-
land tekur hlutfallslega jafn-
stóran þátt í verkefninu nú.
Sam-
þykkt að
fella nið-
ur skuldir„ÞETTA hefur allt gengið framar
björtustu vonum. Skákveislan hér á
Suðurlandi hefur vakið meiri athygli
og gleði en við létum okkur dreyma
um. Árborg hefur verið miðpunktur
landsins að þessu leyti og þúsundir
hafa fylgst með beinni útsendingu á
Netinu,“ sagði Hrafn Jökulsson, for-
svarsmaður Mjólkurskákmótsins á
Hótel Selfossi, en mótinu lýkur síð-
degis á morgun.
Líflegur viðburður var á mótinu á
sunnudagskvöld þegar unglinga-
landsliðsmenn öttu kappi við stór-
meistarann Luke McShane í fjöltefli.
Hrafn sagði að skákæði hefði grip-
ið um sig á Suðurlandi og til marks
um það hefðu yfir 100 börn skráð sig
á skáknámskeið hjá Þorsteini Þor-
steinssyni, kennara á Selfossi. Þetta
sagði Hrafn gerast í kjölfar þess að
500 börn í Árborg hefðu fengið gef-
ins bókina Skák og mát frá Hróknum
og Eddu. Sagði Hrafn að komin væri
fram sterk krafa frá yngstu kynslóð-
inni um að áfram yrði unnið af krafti
í málefnum skáklistarinnar í Árborg.
Hann sagði einnig að bæjaryfirvöld
hefðu keypt taflsett í hverja skóla-
stofu í sveitarfélaginu og gert yrði
átak í skólunum til að efla skák og
styðja kennara sem sinntu því.
Hundrað
börn á skák-
námskeiði
Selfossi. Morgunblaðið.