Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 21 VIÐSKIPTI með hlutabréf námu 681 milljón króna í Kauphöll Íslands í gær. Mest viðskipti voru með bréf SÍF eða fyrir rúmar 232 milljónir króna og hækkaði gengi félagins um 11,1%, úr 4,50 í 5. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á laugardag hafa mikil við- skipti verið að undanförnu með hlutabréf í SÍF hf. og hafa eign- arhlutar Fjárfestingarfélagsins Straums hf. og S-hópsins svokallaða aukist umtalsvert. Fyrir helgi hafði hlutabréfaeign Straums farið úr tæpum 5% í rúmlega 13% frá því í lok september og er Straumur sam- kvæmt því annar stærsti hluthafinn í SÍF. Burðarás er sem fyrr stærst- ur samkvæmt hluthafalista föstu- dagsins með ríflega 14% hlut, en að auki er tæplega 2% hlutur, sem skráður er á Íslandsbanka, í eigu Burðaráss og á félagið því 16% í SÍF. Fyrirtæki og sjóðir sem tengj- ast S-hópnum svokallaða eiga stóra hluti í SÍF og hafa verið að auka hlut sinn. Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur aukið hlut sinn úr rúmum 5% í rúm 7% og Ker hefur aukið hlut sinn úr rúmlega 1% í yfir 6%. Fyrir utan Samvinnulífeyrissjóðinn og Ker má nefna að Mundill ehf., sem er í eigu Samskipa, á nálægt 7% í SÍF, Framleiðendur ehf., sem er fé- lag fyrrverandi ÍS-aðila, á svipaðan hlut, Vátryggingafélag Íslands hf. á rúmlega 6%, Mastur ehf., sem teng- ist S-hópnum, á 2% og Íshaf hf., sem er í eigu Kers, á rúmlega 1%. Alls eiga þau fyrirtæki sem kennd hafa verið við S-hópinn því að minnsta kosti 36% í SÍF. SÍF hækkar um 11,1% ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN Plast- prents hf. á lettneska plastframleið- andanum Unifleks er lokið og hefur samningur um kaup Plastprents hf. á öllu hlutafé Unifleks verið endanlega staðfestur og öllum skilyrðum samn- ingsins hefur nú verið fullnægt. Hinn 16. september sl. var birt tilkynning um að Plastprent hf. hefði undirritað samning um kaup á Unifleks. Þar kom fram að gert væri ráð fyrir að áreiðanleikakönnun vegna kaupanna lyki í októbermánuði og að þá yrði endanlega gengið frá viðskiptunum. Plastprent með 74,5% Gengið hefur verið frá fjármögnun vegna kaupanna og jafnframt því hef- ur verið gengið frá endurfjármögnun á Unifleks. Nemur heildarfjármögn- unin 3 milljónum Bandaríkjadala, þar af nemur fjárfesting Plastprents hf. 600 þúsund dollurum sem fjármagn- að er af Íslandsbanka en endurfjár- mögnun Unifleks nemur 2,4 milljón- um Bandaríkjadala sem fjármagnað er af lettneskum banka. Jafnframt því hefur Plastprent hf. gert samning við Lev Fonarev, framkvæmdastjóra Unifleks, um kauprétt hans á 25,5% hlut í Unifleks innan 14 daga og mun eignarhlutur Plastprents hf. í Uni- fleks því verða 74,5%. Unifleks og Plastprent munu verða rekin sem aðskilin og sjálfstæð fyrirtæki. Unifleks er í sambærilegri starfsemi og Plastprent, hjá því starfa nú um 180 manns og nemur áætluð árleg velta þess um hálfum milljarði króna. Unifleks er með sölu- skrifstofur í Lettlandi, Litháen og Eistlandi. „Það er mat stjórnenda Plast- prents hf. að þessi fjárfesting geti styrkt félagið á ýmsan hátt, sérstak- lega hvað varðar útrás félagsins á er- lenda markaði en, jafnframt getur samstarf félaganna skapað ýmsa hagræðingarmöguleika. Stjórnendur Plastprents hf. gera sér þó grein fyr- ir því að um talsverða áhættufjárfest- ingu er að ræða þar sem viðskipta- umhverfi í Lettlandi er töluvert frábrugðið því sem fyrirtækið á að venjast hérlendis. Hafa mörg vest- ræn fyrirtæki sem stofnað hafa til at- vinnureksturs á þessum slóðum ekki haft árangur sem erfiði,“ segir í til- kynningu Plastprents til Kauphallar Íslands. Plastprent kaupir lettn- eska fyrirtækið Uniflex Alcoa lækkar Minnkandi eftirspurn og aukið framboð áls í heiminum matsfyrirtækið Moody’s lækkað mat á langtímaskuldum fyrir- tækisins í A2, með vísan í skuldastöðuna og óhagstætt ál- verð. Spurningin um útflutning Kína Kína tók í fyrra við af Banda- ríkjunum sem mesti álframleið- andi í heimi og þar er annar mesti álmarkaður heims. Aukn- ingin frá miðju ári 2001 fram á mitt þetta ár var 25% samkvæmt upplýsingum frá fjármálafyrir- tækinu Salomon Smith Barney. Annað fjármálafyrirtæki, Bear Stearns, segir að á árunum 2002 til 2006 geti þróunin orðið sú að Kína hætti að vera innflytjandi áls en verði þess í stað útflytj- andi og eins og áður hefur verið skýrt frá var flutt út ál frá Kína á fyrri hluta þessa árs. Í greininni í Financial Times er þó einnig tekið fram að efa- semdir séu um tölur frá Kína, en hagtölur þaðan hafa ekki alltaf þótt áreiðanlegar. Fram- kvæmdastjóri Alcoa segir að fyr- irtækið muni frekar einbeita sér að því sem það hafi stjórn á, eins og að draga úr kostnaði, en að velta vöngum yfir Kína. Þeir sem greina fyrirtæki eru hins vegar sagðir telja spurninguna um Kína lykilatriði fyrir Alcoa. HLUTABRÉF í álrisanum Alcoa hafa lækkað um nær helming á síðustu sex mánuðum, sem er með mestu lækkun þeirra fyr- irtækja sem mynda hina þekktu Dow Jones Industrial Average- vísitölu stórra bandarískra fyr- irtækja. Í grein í Financial Tim- es segir að þrennt muni ráða mestu um framhaldið hjá Alcoa; hvort eftirspurn muni taka við sér, hvernig fyrirtækinu gangi að greiða af lánum vegna yf- irtöku fyrirtækja að jafnvirði um 700 milljarða íslenskra króna og hvort Kína verði stór útflytjandi áls. Í Financial Times segir að mikilvægir markaðir Alcoa, svo sem flugvélamarkaðurinn, hafi hrunið, og bílamarkaðurinn gæti einnig reynst fyrirtækinu erfið- ur, þó aukin álnotkun í bílum ætti að vega upp á móti minni framleiðslu þeirra. Fram kemur að áhyggjur séu vegna mikilla skulda sem myndast hafi í kjöl- far yfirtöku fyrirtækja. Alcoa sé enn á þeim buxunum að taka yfir önnur fyrirtæki og er tilboð um að ná meirihluta í Elkem í Nor- egi nefnt sem dæmi, en Elkem hafnaði reyndar tilboðinu í síð- ustu viku. Í greininni segir að Alcoa hafi gengið vel að vinna úr yfirtökum og ná arðsemi út úr þeim, en þrátt fyrir það hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.