Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslustarf Okkur vantar nú þegar góðan starfsmann til af- greiðslustarfa. Upplýsingar gefa Kristjana í síma 699 5423 eða Margrét í síma 561 1433. TILKYNNINGAR Jóga sem lífsstíll á 21. öldinni 3. Tilfinningaleg tengsl — fyrirlestur — 2 tímar í kvöld kl. 20.10 á Grand Hóteli. Hluti af 14 vikna námskeiði. Hægt er að kaupa sig inn á stakan fyrirlestur á kr. 2.200. Jóga hjá Guðjóni Bergmann. Nánari upplýsingar á www.gbergmann.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R Samstarf Íþróttafélagið Fylkir, fyrir hönd allra deilda þess, leitar að samstarfsaðila með keppnis- og íþróttavörur. Áhugasamir geta fengið upplýsingar um áætlaða þörf félagsins, auk nánari upplýsinga hjá framkvæmdastjóra félagsins í Fylkishöll milli kl. 08.00 og 16.00 virka daga. Upplýsingar verða afhentar til föstudagsins 18. október nk. Tilboðum skal skilað eigi síðar en fimmtudaginn 24. október kl. 12.00 á skrif- stofu framkvæmdastjóra. Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík. ERNA Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, SAF, og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, hafa und- irritað samning um vildarkjör fyrir félagsmenn SAF. Flug- félagið gefur út Flugkort – raf- rænt greiðslu- og viðskiptakort í þessu skyni og veitir það fé- lagsmönnum 25% afslátt af fullu flugverði, kortið veitir forgang á biðlista, afslátt hjá samstarfsfyr- irtækjum Flugkortsins s.s. hót- elum og bílaleigum, 15% afslátt af frakt o.fl. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands, undirrituðu samning um vild- arkjör fyrir félagsmenn SAF. SAF og Flugfélag Íslands semja um vildarkjör KRABBAMEINSFÉLAG Hafnar- fjarðar og Samhjálp kvenna, hópur til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, boða til sameiginlegs fræðslufundar í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju við Strandgötu, í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. 20. Áður en fundurinn hefst verður kveikt á bleikri lýsingu á kirkjunni, í tilefni af árveknisátaki um brjósta- krabbamein, og mun séra Þórhildur Ólafs flytja stutta hugvekju. Anna Pálína Árnadóttir vísna- söngkona segir frá reynslu sinni af sjúkdómnum. Pallborðsumræður með þátttöku Önnu Pálínu, Önnu Bjargar Halldórsdóttur röntgen- læknis, Guðrúnar Sigurjónsdóttur formanns Samhjálpar kvenna og Helga Sigurðssonar krabbameins- læknis. Kaffiveitingar eru í boði Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur um brjósta- krabbamein LAUF, félag flogaveikra, heldur námskeið um að lifa með flogaveiki mánudaginn 21. október. Er það ætl- að fólki á aldrinum 18 til 25 ára. Leiðbeinandi er Jónína Björg Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi. Um er að ræða 7 vikna námskeið þar sem hópurinn hittist vikulega. Skráning er á skrifstofu félagsins, segir í fréttatilkynningu. Að lifa með flogaveiki UM ÞRIÐJUNGUR starfsmanna finnur fyrir vanlíðan sem rekja má til vinnustreitu. Þess vegna verður sjónum beint að vinnustreitu á Evr- ópsku vinnuverndarvikunni, 21.–25 október. Evrópska vinnuverndarstofnunin átti frumkvæðið að vinnuverndará- takinu sem framkvæmt er í öllum Evrópulöndum nú í október. Átakið ber yfirskriftina „Vinna gegn streitu“. Á Íslandi sér Vinnueftirlitið um framkvæmd átaksins. Í frétt frá Vinnueftirlitinu segir að orsakir vinnustreitu geti verið margs konar, þ.m.t. inntak vinnunn- ar, vinnuaðstæður, of mörg verkefni, óljós verkaskipting, of lítið sjálfræði og fleiri þættir sem tengjast vinnu- skipulagi. Íslensk rannsókn, sem Gallup gerði í samvinnu við Vinnu- eftirlitið fyrr á þessu ári, sýndi að um 27% starfsmanna segjast oft eða allt- af búa við vinnustreitu, sem svipar til þess sem er í öðrum Evrópulöndum, og 42% segjast hafa of mikið að gera í vinnunni. „Það að vera undir tíma- bundinni pressu getur verið bæði gagnlegt og gaman, einkum þegar tekist er á við verkefni sem fela í sér jákvæða áskorun. En ef streitan verður mikil og á sér stað yfir langan tíma getur hún haft í för með sér veruleg óþægindi fyrir starfsmenn og jafnvel valdið alvarlegum heilsu- farsvandamálum, aukinni fjarveru frá vinnu og dregið úr starfsánægju. Streita getur því haft mikinn kostn- að í för með sér, bæði fyrir starfs- menn og fyrirtæki,“ segir í frétt Vinnueftirlitsins. Heimsókn í fyrirtæki Starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum eru hvattir til að efna til umræðna um hvernig hægt er að vinna gegn streitu og stuðla þannig að öruggari og heilsusamlegri vinnu- stöðum. Í vinnuverndarvikunni mun Vinnueftirlitið heimsækja fyrirtæki og ræða við stjórnendur og fulltrúa starfsmanna um vinnustreitu og kynna fræðsluefni. Mánudaginn 21. október nk. verð- ur haldinn opinn morgunverðarfund- ur undir kjörorðinu Vinna gegn streitu. Fundurinn verður á Grand hóteli í Reykjavík kl. 8:30–10. Þar verður m.a. fjallað um tálsýnina um tímasparnað tækninnar, tilfinninga- viðbrögð og hegðun og forvarnir gegn streitu á vinnustöðum. Þátt- tökugjald er kr. 2000 og morgun- verður er innifalinn í því. Þátttak- endur þurfa að skrá sig fyrir kl. 16 föstudaginn 18. okt. nk. í síma 550 4600 eða senda upplýsingar um nafn og vinnustað á netfangið vinnueftirlit@ver.is. Evrópska vinnuverndarvikan beinist í ár gegn vinnustreitu Tæplega þriðjung- ur Íslendinga býr við vinnustreitu FRÆÐSLUFUNDUR verður haldinn hjá Foreldrafélagi mis- þroska barna í dag, þriðjudag- inn 15. október, kl. 20, í aðalsal safnaðarheimilis Háteigs- kirkju. Stefán J. Hreiðarsson barna- læknir fjallar um fylgiraskanir athyglisbrests með eða án of- virkni, s.s. hegðunarröskun, kvíða og þunglyndi. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Foreldrafélag misþroska barna fundar Fyrsti fundur ungra Vinstri- Grænna um velferðarmál. Fram- sögumenn: Garðar Sverrirsson, for- maður Öryrkjabandalag Íslands, og Sigursteinn Másson, formaður Geð- hjálpar. Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 16. októ- ber kl. 20 í þingsal 8 og er öllum op- inn. Fundurinn markar upphafið að málefnastarfi UVG en hreyfingin hefur sett velferðarmál á oddinn fyr- ir komandi alþingiskosningar og á þessi fundur að veita innsýn í nokk- ur þeirra viðfangsefna sem þar blasa við. Kaffi verður á boðstólum. Allir eru velkomnir. Í DAG STJÓRNMÁL Aðalfundur VG í Kópavogi verður haldinn miðvikudagskvöldið 23. október kl. 20.30 í sal Kvenfélags Kópavogs, Hamraborg 10. Gengið inn baka til. Á dagskrá venjuleg að- alfundarstörf. Áhrif atvinnu- missis á líðan fólks BISKUPSSTOFA stendur fyrir fræðslu- og umræðufundi í Hall- grímskirkju miðvikudaginn 16. októ- ber kl. 13.30 um atvinnumissi – áhrif hans á líðan fólks og hvernig skyn- samlegt er að bregðast við. Fyrir- lestur heldur Pétur Tyrfingsson sál- fræðingur. Þátttakendum verður gefinn kostur á umræðum sem skipulagðar verða í samræmi við fjölda fundargesta. Fundarstjóri er Bryndís Valbjarnardóttir guðfræð- ingur. Allir velkomnir. GRASAGARÐUR Reykjavíkur og Garðyrkjuskóli ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning. Nem- endur Garðyrkjuskólans fá kennslu í Grasagarðinum um íslenskar plöntur auk þess sem sérhver námsbraut fær fræðslu og verkefni sem sniðin er að viðkomandi braut. Í staðinn munu nemendur vinna að stein- og torfhleðslu fyrir Grasa- garðinn í verklegum tímum undir leiðsögn kennara Garðyrkjuskól- ans. Tveggja ára bóklegt nám við Garðyrkjuskóla ríkisins hófst í september og eru námsbrautir sex; skrúðgarðyrkju-, umhverfis-, skóg- ræktar-, garðplöntu-, ylræktar- og blómaskreytingarbraut. Við undirritun í garðskála Grasagarðsins. Nokkrir af nemendum Garðyrkjuskólans og starfsmönnum Grasagarðsins, fremstir til vinstri Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Sveinn Aðalsteinsson skólameistari. Samið um garðyrkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.