Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rúmteppi frá kr. 5.600 Z-brautir og gluggatjöld Faxafen 14 108 Reykjavík sími 525 8200 Fax 525 8201 Veffang www.z.is Netfang z@z.is Alþjóðleg vika – fjölþjóðlegt málþing Félagsleg staða aldraðra er ekki skilgreind Félagsstarfsemieldri borgara íKópavogsbæ þykir vera mjög blómleg og þar hefur verið fitjað upp á mörgu og margvíslegu síðustu árin. Á næstunni eru miklir hlutir á dag- skrá, uppákomur með al- þjóðlegum keim. Í for- svari fyrir þá atburði er Sigurbjörg Björgvins- dóttir, forstöðumaður Fé- lagsstarfs aldraðra í Kópavogi, og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins þegar eftir því var leitað. – Það er verið að tala um alþjóðlega viku og fjölþjóðlegt málþing … „Já, Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Kópavogur er hluti af Ís- landi. Í Kópavogi býr fólk frá a.m.k. 47 þjóðlöndum. Það fer vel á því að boða til fjöl- þjóðlegs málþings um félagslega stöðu aldraðra í tengslum við Al- þjóðaviku, sem verður sett 18. október og stendur til 24. októ- ber. Ég veit ekki til að þing með þessum áherslum hafi verið haldið hérlendis áður. Íslenskt samfélag hefur ekki skilgreint félagslega stöðu aldraðra. Ungir eru að mennta sig. Manndóms- árin verða til að viðhalda stofn- inum og sinna launavinnu. En svo koma aldraðir. Hvaða hlut- verk ætlar samfélagið þeim? Málþingið verður haldið í Fé- lagsheimilinu Gullsmára, Gull- smára 13, í Kópavogi 22. október og hefst klukkan 13.15. Fyrirles- arar frá Ghana, Mexíkó, Íslandi, Póllandi og Víetnam flytja erindi á íslensku. Söngur frá Japan. Umræða þingsins höfðar til allra, lærðra og leikra. Því eru allir boðnir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skrá þarf þátt- töku í síma 564 5260 í síðasta lagi fyrir hádegi 21. október og er þátttökugjald 500 krónur. Innifalið er kaffi og þinggögn.“ – Hvernig hefur verið staðið að undirbúningi þingsins? „Undirbúningur hefur verið í samráði við starfsmann alþjóða- viku og fræðslustjóra Alþjóða- húss. Í byrjun september hóf samhentur hópur eldra fólks ásamt forstöðumanni að skipu- leggja þingið. Þessi hópur hefur unnið vel og er lýsandi dæmi um að aldur skiptir ekki máli heldur færni og heilsa.“ – Hverjar verða áherslurnar á málþinginu? „Áherslur þingsins verða fé- lagsleg staða eldra fólks í mis- munandi menningarkimum. Með félagslegri stöðu er átt við stöðu innan samfélagsins, stöðu innan fjölskyldunnar, möguleikum eldra fólks í samfélagslegum ákvörðunum o.fl. Fé- lagsleg staða liggur meðal annars í við- horfum til hópa. Við- horfin endurspegla virðingu sem viðkom- andi er talinn eiga og virðing hefur umtalsverð áhrif á hvaða umbun er talin sanngjörn til handa hverjum og einum.“ – Hver er tilgangurinn með vikunni og málþinginu? „Alþjóðaviku er ætlað að und- irstrika að Kópavogsbær vill að allir íbúar njóti þess að búa í Kópavogi og að Kópavogur fái notið hæfileika íbúanna hvort sem þeir eru íslenskir eða er- lendir, aldraðir eða ungir. Mál- þinginu er ætlað að varpa ljósi á félagslega stöðu aldraðra í ólík- um samfélögum.“ – Þið eruð með sérlega blóm- legt eldriborgarastarf í Kópa- vogi, hverju má búast við að þið takið uppá næst? „Já, vissulega er starfsemin blómleg. Það er fyrst og fremst vegna þátttöku fólksins, því fé- lagsstarf er fyrst og fremst þátt- takendurnir. Næst á dagskrá er fjölþjóðleg ganga frá Gjábakka og Gullsmára að Smáralind 19. október. Svo er dansdagur í Gjá- bakka 24. október þar sem dans- arar frá Jamaíka, Malaga, Bras- ilíu og Íslandi sýna ýmsa dansa auk þess sem flutt verður fræðsluerindi sem heitir Dans- inn í tímans rás. Þessi verkefni eru einnig í tengslum við Al- þjóðaviku. Síðan eru fjölskyldu- dagar, Laxnessdagur og margt fleira. Svo get ég bætt einu við. Ég er að byrja að vinna svo skemmtilegt verk- efni sem er BA-rit- gerð mín í félagsfræði. Verkefninu er ætlað að skilgreina Kópa- vogsmódelið. Hverju það hefur skilað þátttakendum, aðstand- endum, Kópavogsbæ, heilbrigð- iskerfinu og fleira. Reynt verður að koma þessari hugmynda- og aðferðafræði í aðgengilegt fyr- irlestrarform með ýmsum gögn- um svo sem glærum, vettvangs- myndum o.fl. Ég vinn þetta í samráði við tvo öldrunarsálfræð- inga.“ Sigurbjörg Björgvinsdóttir  Sigurbjörg Björgvinsdóttir fæddist í Fljótum í Skagafirði 1. nóvember 1941. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1959 og lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1989. Stundaði nám við félagsvísindadeild HÍ þar til hún tók við starfi forstöðumanns Gjábakka 1993. Forstöðumaður Félagsstarfs aldraðra frá 1999 er það varð sérdeild innan félags- sviðs Kópavogsbæjar. Sigur- björg hefur lokið mörgum nám- skeiðum við HÍ og er nú að ljúka jógakennaranámi. Stundaði áður margvísleg störf innan heimilis og utan. Eiginmaður hennar er Haukur Hannibalsson, fyrrver- andi starfsmaður Delta, þau eiga fimm börn, fimm tengdabörn og níu barnabörn. Kópavogs- módelið skilgreint Það er enginn orðinn óhultur fyrir hryðjuverkum lengur. TJALDUR SH kom til Akureyrar í síðustu viku með tæp 60 tonn af frosinni grálúðu eftir tveggja vikna veiðiferð fyrir austan og norðan land. Aflaverðmætið er um 15 millj- ónir króna, að sögn Gunnars Gunn- arssonar útgerðarstjóra. Tjaldur veiðir grálúðuna í net og er eina skipið hérlendis sem það gerir, að sögn Gunnars. Hann sagði menn hafa gefist upp á að veiða grálúðuna á línu, þar sem búrhvalir og háhyrningar hafa jafnan hreins- að alla beitu af línunni. „Háhyrn- ingurinn er skæður fyrir austan og búrhvalurinn fyrir vestan.“ Gunnar sagði að menn hefðu því farið að prófa netaveiðar, líkt og Norðmenn og Færeyingar. „Það tekur tíma að læra á þetta, hvar best sé að stunda veiðarnar og fleira en þetta er farið að ganga alveg ágætlega,“ sagði Gunnar. Tjaldur hélt til veiðanna á ný fyrir helgina. Tjaldur veiðir grá- lúðu í net Morgunblaðið/Kristján Gunnar Gunnarsson, útgerðarstjóri Tjalds, við stæðu af frosinni grálúðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.