Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 52
KVIKMYNDIR 52 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ DILBERT mbl.is SATT að segja hafði ég litla hug- mynd um hvað biði mín er ég tölti í haustblíðunni í Laugarásbíó til að sjá Orange County. Vissi þó að við sögu koma þrjú afkvæmi stórra nafna í Hollywood; Colin Tomssonar Hanks sem fer með aðalhlutverkið ásamt Schuyler Sissyardóttur Spacek og Jake, sem fetar í fótspor föður síns, Lawrence Kasdan, sem gerði á tíma- bili nokkrar af athyglisverðustu myndum kvikmyndaborgarinnar (Body Heat, The Big Chill, Silverado, Grand Canyon). Hvarflaði að mér að um væri að ræða enn eina heilalausa unglingamyndina, gerða í ofanálag af mömmustelpum og pabbastrákum. En biðin var ekki löng eftir jákvæðum táknum því bæði byrjar myndin á bráðskemmtilegu atriði og brúnin léttist enn frekar þegar titlarnir runnu yfir tjaldið og í ljós kom að eng- inn annar en Mike White skrifar handritið. Þá geta menn verið vissir um óvænt, fyndin og frumleg efnis- tök. White átti handritið að Chuck and Buck, einum af óvæntustu glaðning- um síðustu Kvikmyndahátíðar. Þar fjallaði hann á kíminn og manneskju- legan hátt um flóknar unglingaástir, sama er uppi á teningnum í Orange County en að þessu sinni eru ung- mennin gagnkynhneigð. Aðalpersónan er Shaun Brumder (Colin Hanks), skynsamur strákur í strandbæ í Kaliforníu. Hann er að ljúka menntaskólanámi en eyðir meiri tíma á brimbrettum með galgopunum vinum sínum en við námið. Uns hann sér framtíðina ljúkast upp í líki skáld- sögu í fjörusandinum sem hrífur hann og hvetur til dáða. Shaun ákveður að gerast rithöfundur, leggur brettinu og sest við skriftir þrátt fyrir úrtölur þöngulhausanna vina sinna og dæma- laust dáðlausrar fjölskyldu en hvattur af Ashley (Schuyler Fisk), kærust- unni. Svo Shaun mannar sig í að skrifa höfundi bókarinnar, Marecus Skinner, söguprófessor við Stanford- háskólann, og sækir um nám við þessa virtu menntastofnun því hann telur sig verða að yfirgefa krumma- skuðið ef hann eigi að ná árangri á rit- höfundarferlinum. Ekki tekst betur til en svo að skóla- ráðgjafinn (Lily Tomlin) í Orange County sendir háskólanum einkunnir eins aulans og illa horfir fyrir skáldi framtíðar. Leggjast nú allir á eitt; kærastan, dóphausinn Lance (Jack Black), bróðir hans og léttrugluð móðirin (Catherine O’Hara), en í sem skemmstu máli gera fæstir nokkuð af viti og nánast rústa framtíðaráform- um Shauns. Sem kemst þó eitt af- drifaríkt kvöld til Stanford og kynnist Skinner, sem hefur lesið handritið og hvetur unga manninn til dáða og bendir á að menn geta bjargað sér hvar sem er ef viljinn er fyrir hendi. Sjálfsagt er að flokka Orange County undir „unglingamynd“, þótt hún eigi fátt skylt með þeim aragrúa aulamynda sem almennt falla undir skilgreininguna. Kostirnir eru snjöll þroskasaga sem heldur dampi frá upphafi uns White lokar atburða- rásinni á rökréttu og naglföstu loka- atriði. Framvindan er þétt, hlýleg, vitsmunaleg og bráðfyndin í senn. Að- al- sem aukapersónurnar óvenjulit- ríkar og vel leiknar af betur saman settum og hressilegri leikhópi en sést hefur lengi. Persónurnar skiptast í þá sárafáu sem eru færir til þess að styðja við bakið á pilti, sem er fyrst og fremst kærastan, sem Schuyler leik- ur af af næmi, og rugludallana, ut- angátta vini og brettafélaga. Þar fer Lance bróðir hans í fararbroddi, sem Jack Black, einn besti gamanleikari af yngri kynslóðinni, gerir óborganleg skil í hverju drepfyndnu atriði á eftir öðru. Þá er O’Hara, lítið þekkt leik- kona (en kemur svo kunnuglega fyrir sjónir að maður er helst á því að hún eigi tvífara hér uppi á klakanum), hreint afbragð sem ölkær móðir pilt- anna með gaskennt heilabú. Hverri stórstjörnunni á fætur ann- arri bregður fyrir í vel skrifuðum aukahlutverkum, sem gerir þau enn magnaðri og mikilsverðari; John Lit- hgow, Lily Tomlin, Harold Ramis, Kevin Kline, Gary Marshall, Chevy Chase, Mike White, jafnvel Ben Still- er bregður alls óvænt fyrir. Allt þetta frábæra fólk tryggir óvenju notalega skemmtun og Colin og Schuyler valda ekki vonbrigðum heldur, bæði njóta góðs af ofgnótt hæfileika sinna mikils- metnu foreldra og Jake Kasdan getur orðið föðurbetrungur ef hann hefur betra úthald en karl faðir hans. Tvísýn bíóferð varð því fyrsta flokks skemmtun. Bráðfyndin sýn á breiðan og marglitan hóp persóna, sem líkt og atburðarásin nýtur ómældra hæfileika White sem er að þessu sinni hlýr, „streit“, mannlegur og skemmtilega kvikindislegur. Sum atriðin minna á Capra, önnur á Farr- elly-bræður. Óhætt að hvetja alla ald- urshópa að drífa sig í Laugarásinn og njóta þeirrar óvenjuheilsteyptu skemmtunar sem skilur við mann í ósviknu sólskinsskapi. Heima er best KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Jake Kasdan. Handrit: Mike White. Kvikmyndatökustjóri: Greg Gardner. Tónlist: Michael Andrews. Aðal- leikendur: Colin Hanks, Jack Black, Schuyler Fisk, Catherine O’Hara, John Lithgow, Lily Tomlin, Harold Ramis, Kevin Kline, Gary Marshall, Chevy Chase, Mike White, Ben Stiller. Sýningartími: 90 mín. Paramount. Bandaríkin 2002. ORANGE COUNTY  Jack Black gerir hlutverki sínu í Orange County „óborganleg skil í hverju drepfyndnu atriðinu á eftir öðru“. Sæbjörn Valdimarsson ÞEIR sem muna Sleeping With the Enemy geta sparað sér ferð á Enough. En þar sem meðalaldur bíó- gesta er einhvers staðar í kringum tvítugt þarf nýja myndin hennar Jennifer Lopez sjálfsagt ekki að líða aðsóknarlega fyrir eftiröpunina. Enough þjáist hinsvegar af hugmyndasnauðu handriti sem end- ar í algjöru skipbroti heilbrigðrar skynsemi; flatri leikstjórn frá hendi hins mistæka Michaels Apted (Coal Miner’s Daughter, Extreme Meas- ures) og síðast en ekki síst er leik- urinn slæmur. Slim (Lopez) er gengilbeina sem fellur kylliflöt fyrir Mitch (Bill Campbell), og fyrr en varir eru þau búin að láta pússa sig saman. Allt gengur einsog í draumi. Ofaná glæsi- mennskuna reynist Mitch forríkur og þau eignast dótturina Gracie (Tessa Allen). Því miður er þjófur í Paradís. Mitch er nefnilega snar- geggjað varmenni inn við beinið en það kemur ekki í ljós fyrr en að nokkrum árum liðnum og lýsir sér fyrst í ótryggð. Það er aðeins upp- hafið. Síðan hefst andlegt og líkam- legt heimilisofbeldi, Slim stingur kauða af ásamt dótturinni og þær fara huldu höfði um landið. Mitch er vanur að fá það sem hann vill svo fröken Slim grípur til örþrifaráða þegar henni er ljóst að þær mæðgur geta hvergi falist fyrir illyrminu. Það vantar spennuna og þegar hún loks er mælanleg í lokaatriðinu þá skaðar hana fljótfærnisleg at- burðarás þegar konan úr Sleeping... fer skyndilega að líkjast karakter- unum sem Stallone, Schwarzen- egger og félagar eru jafnan orðaðir við. Enginn heilvita maður fer fram á trúverðugleika í myndum sem þess- ari en fásinnan má ekki kæfa tak- markaða vitglóruna og götin mega ekki vera það stór að myndirnar hreinlega leki niður um þau. Í lokaatriði Enough bregður Jennifer Lopez sér skyndilega í skó Stallone og Schwarzenegger að sögn Sæbjörns Valdimarssonar. Rocky og óvinurinn KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Michael Apted. Handrit: Nicholas Kazan. Kvikmyndatökustjóri: Rogier Stoffers. Tónlist: David Arnold. Aðalleikendur: Jennifer Lopez, Bill Camp- bell, Tessa Allen, Juliette Lewis, Noah Wyle, Fred Ward. 115 mín. Columbia. Bandaríkin 2002. ENOUGH Sæbjörn Valdimarsson ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Frumsýning fö 25/10 kl 20 - UPPSELT 2. sýn su 27/10 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 20. okt kl 14, Su 27. okt kl 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 19. okt kl 20 Lau 26. okt kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 18/10 kl. 20, Lau 19/10 kl. 20, Fi 24/10 kl 20, Fö 25/10 kl 20, Lau 26/10 kl 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Su 20/10 kl 20, Síðasta sýning 15:15 TÓNLEIKAR Lau 19/10 Karólína Eiríksdóttir - CAPUT Nýja sviðið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 18. okt kl. 20 - Aukasýning Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 19/10 kl. 21 Örfá sæti Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Uppselt Sun20/10 kl. 21 Örfá sæti Mið23/10 kl. 21 Aukasýning Uppselt Fim24/10 kl. 21 Örfá sæti Sun27/10 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 23 Laus sæti Lau 2/11 kl. 21 Uppselt Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 9/11 kl. 21 Uppselt Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fös 15/11 kl. 21 Laus sæti Lau 16/11 kl. 21 Laus sæti Fös 22/11 kl. 21 Laus sæti Grettissaga föstudags- og laugardagskvöld Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fös 18. okt. kl. 20, lau 19. okt. kl. 20, fös 25. okt. kl. 20, lau 26. okt. kl. 20, fös 1. nóv. kl. 20, lau 2. nóv. kl. 20 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur þri 15. okt. uppselt, mið 16. okt, uppselt, fim 17. okt. uppselt, sun 20 okt. uppselt, þri 22. okt. uppselt, mið 23. okt. uppselt, sun 27. okt. uppselt, þri 29. okt. uppselt, mið 30. okt. uppselt, sun. 3. nóv. uppselt, mið. 6. nóv. nokkur sæti, sun 10. nóv. örfá sæti. Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Sýn. lau. 19. okt. kl. 19 uppselt Aukasýningar fös. 25. okt. kl. 20 nokkur sæti lau. 2. nóv. kl. 19 laus sæti lau. 9. nóv. kl. 19 laus sæti Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  „Sprenghlægileg“ „drepfyndin“ „frábær skemmtun“ sun. 13 kl. 20,fös. 18/10 Miðnætursýning kl. 23, lokasýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.