Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 49
EFTIR ágæta byrjun hefur
frammistaða íslensku skákmannanna
á Mjólkurkskákmótinu ekki staðið
undir væntingum. Í meistaraflokki
mótsins eru allir fjórir Íslendingarnir
um eða fyrir neðan miðju, en staðan
eftir sex umferðir er þessi:
1.–2. Predrag Nikolic, Ivan Sokolov 5 v.
3. Luke McShane 4½ v.
4. Pavel Tregubov 4 v.
5. Hannes Hlífar 3 v.
6. Helgi Ólafsson 2½ v.
7. Zbynek Hracek 2 v.
8.–9. Tomas Oral, Stefán Kristjánsson 1½ v.
10. Bragi Þorfinnsson 1 v.
Í fjórðu, fimmtu og sjöttu umferð
mótsins gerðist það helst markvert
hjá Íslendingunum, að Hannes Hlífar
gerði jafntefli við Sokolov og Bragi
Þorfinnsson gerði jafntefli við Tomas
Oral. Báðar skákirnar voru tefldar í
sjöttu umferð.
Baráttan í áskorendaflokknum er
skemmtileg og það átti ekki síst við
um sjöttu umferðina. Aðaltíðindi um-
ferðarinnar voru sigur Páls Þórarins-
sonar á Flovin Naes, sem fram að því
hafði fengið 4½ vinning í fimm skák-
um. Þá gerði Þorsteinn Þorsteinsson
jafntefli við Steffen Pedersen (2.443)
og Jón Viktor gerði jafntefli við stiga-
hæsta mann flokksins, Jan Votava
(2.518). Hann er þar með kominn í
2.–3. sæti flokksins og er einungis
hálfum vinningi á eftir efsta manni.
Staðan í áskorendaflokki:
1. Jan Votava 5 v.
2.–3. Jón Viktor, Flovin Naes 4½ v.
4. Steffen Pedersen 3½ v.
5.–6. Páll Þórarinss., Sigurður P. Steindórss.
3 v.
7. Ágúst S. Karlsson 2½ v.
8.–9. Þorsteinn Þorsteinsson, Lenka Ptacni-
kova 1½ v.
10. Guðmundur Kjartansson 1 v.
Eftirfarandi skák er gott dæmi um
þá fjörlegu baráttu sem hefur ein-
kennt þetta mót. Hún var tefld í
fjórðu umferð í áskorendaflokki.
Hvítt: Lenka Ptacnikova
Svart: Þorsteinn Þorsteinsson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4.
Rxe4 Rf6!?
Þorsteinn velur tvíeggjaða leið, þar
sem áætlunin er að hróka langt og
leika h6 og g5 o.s.frv.
5. Rxf6+ Dxf6 6. Rf3 h6 7. Bd3 Rc6
8. c3 Bd7 9. De2 Bd6 10. Rd2 De7 11.
Rc4 e5
Nýr leikur. Þekkt er 11. …0–0–0
12. 0–0 f5?! 13. b4 Hde8 14. b5 Rd8
(Sanz Alonso-Pisa Ferrer, San Seb-
astian 1993) og hvítur á yfirburðatafl,
eftir 15. Rxd6 Dxd6 16. f4 o.s.frv.
12. d5 Rd8 13. f4! exf4
Eftir 13. …f6 14. fxe5 Bxe5 15.
Rxe5 Dxe5 16. Dxe5+ fxe5 17. 0–0
Rf7 18. Be3 0–0 19. Hae1 b6 20. c4
Hae8 21. Bg6 Hd8 22. Bd2 Rd6 23. b3
Hxf1+ 24. Hxf1 á svartur erfitt með
að verja peðið á e5.
14. Rxd6+! cxd6 15. Bxf4 Dxe2+
16. Kxe2 –
16. …Bg4+?
Svartur hefði betur gefið peðið á d6
bardagalaust: 16. …f5 17. Bxd6 Rf7
18. Bg3 0–0 19. Hhe1 Hfe8+ 20. Kd2
Rg5 og hann á ef til vill einhverja von
um geta veitt viðnám með Rg5-e4 síð-
ar.
17. Kd2 Kd7 18. h3! g5 19. Bg3
Bh5 20. Bf5+ Kc7 21. Hhe1 Bg6 22.
He7+ Kb6 23. Bf2+ Kb5
Engur betra er 23. …Ka6 24. Bg4
b5 25. Bc8+ Ka5 26. a4 b4 27. Bd4
Hg8 28. cxb4+ Kxb4 29. Hc7 Ka5 30.
b4+ Kxb4 31. Bc3+ Kb3 32. Ba6 Bd3
33. Kxd3 He8 34. Bc4+ mát.
Svarti kóngurinn er kominn í
fremstu víglínu, þar sem illa staddir
menn hans geta enga hjálp veitt hon-
um.
24. Bd7+ Ka6 25. a4! –
Svartur gafst upp.
Lokin hefðu orðið 25. …Rc6 (hvít-
ur hótar 26. Bb5+ Ka5 27. b4+ mát)
26. dxc6 Hhd8 27. Bg4 Bd3 28. c7 Hf8
29. Kxd3 f5 30. Be2 b5 31. c8D+
Hfxc8 32. axb5+ Kxb5 33. Kd4+
Hc4+ 34. Bxc4+ Kc6 35. Ha6+ mát.
Teflt er á Hótel Selfossi. Áttunda
umferð verðu tefld í dag, þriðjudag,
og hefst kl. 17. Lokaumferðin verður
síðan tefld á morgun og hefst kl. 13.
Friðrik Ólafsson
sigraði Sokolov
Friðrik Ólafsson vann óvæntan
sigur gegn Ivan Sokolov í fjögurra
skáka einvígi á sl. föstudag á Agora-
sýningunni í Laugardalshöll. Friðrik,
sem er 67 ára, tefldi af mikilli dirfsku
og krafti gegn hinum 34 ára ofurst-
órmeistara frá Bosníu, sem er í 18.
sæti á stigalista FIDE. Teflt einvíg-
isisborðinu frá 1972.
Einvígið var æsispennandi frá upp-
hafi. Sokolov þurfti að láta drottn-
inguna af hendi eftir sókn Friðriks í
fyrstu skákinni, en fékk í staðinn
hrók og léttan mann. Hann freistaði
þess að flækja taflið í tímahrakinu, en
Friðrik sem um áratugaskeið var í
hópi sterkustu skákmanna heims, gaf
engin grið og innbyrti vinninginn af
stakri snilld.
Sokolov, sem lagði Kasparov síðast
þegar þeir tefldu, lét ekki slá sig út af
laginu og náði að sigra nokkuð sann-
færandi í annarri einvígisskákinni.
Þriðju skákinni lauk með jafntefli eft-
ir mjög harða baráttu og því varð
fjórða skákin hrein úrslitaskák. Soko-
lov hafði hvítt og ætlaði sér greinilega
að sýna hvers vegna hann hefur við-
urnefnið Ivan grimmi. Skákin varð
mjög flókin og tvísýn, en Friðrik lét
ekki slá sig út af laginu. Hann náði
svo að snúa á Sokolov í miðtaflinu og
vann af honum mann með snjallri
fléttu. Sokolov barðist eins og ljón, en
Friðrik tefldi framhaldið af yfirvegun
og nákvæmni og braut niður allar
varnir andstæðingsins. Ivan Sokolov
varð að lokum að játa sig sigraðan
undir dynjandi lófaklappi í Laugar-
dalshöll.
Þetta athyglisverða einvígi var
skipulagt af Íslandssíma og Skák-
félaginu Hróknum.
Óvæntur sigur Fritz
minnkaði muninn
Deep Fritz-skákforritið sigraði
Vladimir Kramnik óvænt í fimmtu
einvígisskák þeirra. Það var með
þeim hætti að Kramnik varð á hrika-
leg yfirsjón og tapaði riddara eftir
mótleik Fritz. Kramnik gafst strax
upp en þá höfðu verið tefldir 34 leikir.
Kramnik átti enn eftir nægan tíma,
eða um fimmtán mínútur fyrir sex
leiki, þannig að ekki verður tíma-
hrakinu kennt um. Þeir eru örugg-
lega ekki margir afleikirnir á ferli
Kramnik sem jafnast á við þennan.
Fyrir þessa skák var það talið ólík-
legt að Fritz tækist að vinna svo mik-
ið sem eina skák í einvíginu. Yfir-
burðir Kramnik höfðu einfaldlega
verið of miklir. Afleikur Kramnik
minnir á lokaskák Kasparov við Deep
Blue, þar sem Kasparov lék þekktum
afleik strax í byrjun skákarinnar og
átti sér ekki viðreisnar von eftir það.
Staðan í einvíginu er nú 3-2 Kram-
nik í vil, en þrjár skákir eru eftir.
Ekkert verður af sameiningu
TR og Hróksins
Á heimasíðu Taflfélags Reykjavík-
ur hefur eftirfarandi tilkynning verið
birt: „Viðræðunefndir Taflfélags
Reykjavíkur og Skákfélagsins
Hróksins ákváðu að slíta samninga-
viðræðum um sameiningu félaganna
á fundi sem haldinn var í dag. Stjórn
TR vill þakka Hróksmönnum þann
áhuga sem þeir sýndu Taflfélaginu og
vill ennfremur þakka þeim fjölmörgu
félagsmönnum sem hafa veitt góð ráð
þessa síðustu daga.“
U-2000 mót hjá TR
hefst á morgun
Miðvikudagskvöldið 16. október
hefst nýtt mót hjá Taflfélagi Reykja-
víkur. Mót þetta ber heitið U-2000
mótið og er aðeins opið skákmönnum
sem hafa minna en 2.000 skákstig.
Tefldar verða sjö umferðir eftir Mon-
rad-kerfi með umhugsunartímanum
1½ klst. á 30 leiki og svo 30 mínútur
til að klára skákina. Dagskrá mótsins
er þessi:
1. umf. miðvd. 16.10. kl. 19.30–23.30
2. umf. föstud. 18.10. kl. 19.30–23.30
3. umf. sunnud. 20.10. kl. 14–18
4. umf. miðvd. 23.10. kl. 19.30–23.30
5. umf. föstud. 25.10. kl. 19.30–23.30
6. umf. miðvd. 30.10. kl. 19.30–23.30
7. umf. föstud. 1.11. kl. 19.30–23.30
Verðlaun verða 15.000 kr. fyrir
fyrsta sæti, 10.000 kr. fyrir annað
sæti og 5.000 kr.
fyrir þriðja sæti. Ef þátttaka verða
fleiri en 35, þá hækka verðlaunin í
20.000, 12.000 og 8.000. Þátttökugjald
verður kr. 1.500 fyrir félagsmenn TR
16 ára og yngri (2.300
fyrir aðra) og kr. 800. fyrir fé-
lagsmenn TR 15 ára og yngri (1.500
fyrir aðra).
Hægt er að skrá sig í mótið með því
að senda tölvupóst á tr@mi.is, eða
með því að hringja í síma Taflfélags-
ins, 568-1690, milli kl. 19 og 22 þriðju-
daginn 15. okt. Einnig er hægt að
skrá sig á mótsstað frá kl. 19 á mið-
vikudaginn.
Nikolic og Sokolov efst-
ir á Mjólkurskákmótinu
SKÁK
Selfoss
MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ
8.–16. október 2002
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Anton og Pétur unnu
fyrsta vetrarmót Bridsfélags
Akureyrar
Þriðjudaginn 1. október lauk
tveggja kvölda Startmóti Brids-
félags Akureyrar. Úrslit urðu:
Pétur Guðjónsson – Anton Haraldsson 400
Frímann Stefánsson – Páll Þórsson 376
Jónas Róbertsson – Sveinn Pálsson 375
Þriðjudaginn 8. október hófst svo
Greifatvímenningurinn, sem er
þriggja kvölda Butler-tvímenningur.
Eftir fyrsta kvöldið er staðan:
Hörður Blöndal – Grettir Frímannsson 86
Pétur Guðjónsson – Anton Haraldsson 63
Frímann Stefánsson – Páll Þórsson 51
Haukur Jónsson – Haukur Vilbergsson 35
Örlygur Örlygsson – Reynir Helgason 31
Önnur umferð verður svo spiluð
þriðjudaginn 15. október og hefst
spilamennska stundvíslega kl. 19:30.
Á sunnudögum eru spiluð eins
kvölds tvímenningsmót, þar eru veg-
leg verðlaun eftir hvert kvöld og spil-
arar hvattir til að mæta og taka þátt í
skemmtilegri spilamennsku. Þeir
geta mætt stakir og þá er hægt að
para saman, eða með félaga. Tilvalið
fyrir þá sem ekki treysta sér til að
binda sig í margra kvölda mót.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Útflutningsfyrirtæki
Til sölu er ákaflega traust útflutningsfyrirtæki á saltfiski og frosnum
fiski. Góð og margreynd sambönd við söluaðila á Spáni og í Portúgal.
Einnig góð sambönd hér heima. Umsetning á sl. ári var 300 millj. Miklir
framtíðarmögleikar og hægt að margfalda veltuna. Það er framtíð í
fiskinum. Þennan rekstur er hægt að stunda hvar sem er á landinu.
Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali.
Félags Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
verður haldin laugardaginn 19. október2002
í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Húsið opnað kl.19.00. Fordrykkur.
Borðhald hefst kl. 20.00
Hátíðarmatseðill
Heiðursgestir:
Elín Sigurðardóttir, ljósmóðir og
Sigurður Ágústsson, úr Stykkishólmi.
Daníel Helgason leikur fyrir matargesti.
Skemmtiatriði: Óvænt uppákoma!
Veislustjóri: Sesselja Eiríksdóttir.
Hljómsveitin Feðgarnir leikur fyrir dansi.
Miðar verða seldir í Breiðfirðingabúð
fimmtudaginn 17. október kl. 17-19.00.
Miðaverð á matinn og dansleikinn kr. 3500
Happdrætti fylgir miðanum, verð á dansleikinn kr. 1000
Árshátíð
Skemmtinefndin tekur við pöntunum
Ásthildur 848 0318 Guðbjörg 697 6587
Guðný 864 1232 Jónína 824 4663