Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 47 HELGI Skúli Kjartansson sagn- fræðingur flytur fyrirlestur sem nefnist Samvinnuhreyfingin og stjórnmálin í húsi Sögufélags, Fisch- ersundi 3 í Reykjavík þriðjudaginn 15. október kl. 20.15. Jón Helgason fyrrverandi ráðherra leggur mat á umfjöllun hans. Á eftir verða al- mennar umræður. Fundar- og um- ræðustjóri verður Dagur B. Egg- ertsson læknir og borgarfulltrúi. Léttar veitingar. Fyrirlesturinn er á vegum Áhugahóps um samvinnu- sögu og Sögufélags. Fyrirlestur um samvinnu- hreyfinguna KARUNA kynnir þrjú námskeið um búddisma fyrir almenning dagana 15.–20. október. Kennari er búdda- meistarinn Ven. Kelsang Lodrö, sem kemur nú í fjórðu heimsókn sína til Íslands, að því er segir í tilkynningu. Er Lodrö þekktur fyrir skýra framsetningu á kenningum Búdda og gamansama nálgun, segir ennfremur. Hinn 15. 16. og 17. október er nám- skeiðið „Hugleiðsla fyrir hamingju- ríkan huga“. Tími: 16–17. Hinn 15. og 16. október er nám- skeiðið „Búddismi fyrir upptekið fólk“. Tími: 20–21.30. Dagana 18., 19. og 20. október verð- ur Búdda Shakyamuni blessun og hugleiðsla. Á föstudeginum er kynning frá klukkan 20–21.30. Á laugardeginum er blessun klukkan 11–13 og kennsla klukkan 16–17.30. Á sunnudeginum eru hugleiðslu-lotur frá klukkan 10– 11, 12–13 og 15–16. Kelsang Lodrö kennir á ensku í nýrri miðstöð Karuna í Bankastræti 6, 4. hæð. Sjá nánar á heimasíðu www.karuna.is. Kelsang Lodrö hjá Karuna MÁLÞING Jarðhitafélags Íslands um virkjun jarðhita – leyfisveitingar og mat á umhverfisáhrifum, verður haldið á Grand Hóteli miðvikudaginn 16. október. Skráning hefst kl. 12.45 en málþingið verður sett kl. 13.15 af formanni Jarðhitafélagsins, Ingvari Birgi Friðleifssyni. Erindi halda: Þórður Bogason hdl., Albert Albertsson frá Hitaveitu Suðurnesja, Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri, Ingimar Sigurðs- son skrifstofustjóri, Hólmfríður Sig- urðardóttir, Skipulagsstofnun, Val- garður Stefánsson, Orkustofnun, og Birgir Jónsson, dósent í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla Íslands. Pallborðsum- ræðum stjórnar Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri Samorku. Fund- arstjóri er Oddur Björnsson, Verk- fræðistofunni Fjarhitun, ráðstefnu- stjóri er Gestur Gíslason, Orkuveitu Reykjavíkur, hægt er að skrá þátt- töku hjá honum fyrirfram á netfang- inu gestur@or.is. Þátttökugjald er 5.000 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara. Innifalið er ráðstefnurit sem afhendist við upphaf málþings og kaffi, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Jarðhitafélags Íslands, www.jardhitafelag.is. Málþing Jarðhita- félags Íslands JØRGEN Blomqvist, yfirmaður höf- undarréttarsviðs WIPO, Alþjóða hugverkastofnunarinnar, heldur fyr- irlestur í stofu L–101 í Lögbergi á vegum lagadeildar Háskóla Íslands og Orators, félags laganema, mið- vikudaginn 16. október kl. 12.15. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, nefnist: Höfundarréttur og internetið. Gerð verður grein fyrir þeim alþjóðlegu réttarreglum, sem gilda um vernd höfundarverka á int- ernetinu, og greina jafnframt frá al- þjóðlegri baráttu gegn ólögmætri notkun slíkra verka á Netinu. Að fyrirlestrinum loknum mun fyrirlesarinn svara fyrirspurnum frá áheyrendum. Fyrirlestur í lagadeild HÍ FFA – fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur – stendur að fyrirlestra- röð þar sem fræðimenn kynna rann- sóknir sínar á lífi og starfi fatlaðra barna og ungmenna. Fyrirlesarar munu kynna í stuttu máli niðurstöð- ur og/eða hugmyndir af rannsóknum sínum og síðan gefst fundarmönnum tækifæri til þess að ræða umræðu- efni kvöldsins. Næsti fyrirlestur verður haldinn miðvikudaginn 16. október kl. 20 í húsnæði Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Suðurlandsbraut 22. Kristín Björnsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ mun fjalla um rannsókn sína sem hún nefnir: Þroskaheftir framhaldsskólanem- endur. Aðgangur er ókeypis – kaffiveit- ingar gegn vægu gjaldi. Fyrirlestur um fötlunar- rannsóknir ALMENNUR félagsfundur verður hjá Málbjörgu, félagi um stam, þriðjudaginn 15. október kl. 20 í Há- túni 10 b, 9. hæð. Gunnar Eyjólfsson leikari, og fé- lagi í Málbjörgu flytur erindi um stam og framkomu. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Málbjörg fundar UM helgina var litríkt mannlíf á götum borgar- innar. Mikill fjöldi af skoskum knattspyrnu- áhugamönnum setti svip sinn á mannlífið. Óvenju mikil ölvun var og voru Skotarnir áberandi en lögregla þurfti ekki að hafa mikil afskipti af þeim. Fyrir landsleikinn á laugar- daginn stöðvaði lögregla sölu á bjór fyrir utan Laugardalsvöllinn. Tveir bjartsýnismenn höfðu komið sér fyr- ir og seldu hverjum þeim sem kaupa vildi bjór af hinum ýmsum tegund- um. Mennirnir voru fluttir á lög- reglustöð og hald lagt á talsvert magn af bjór sem óseldur var. Mjög mikill mannfjöldi var í mið- borginni á laugardagskvöld og að- faranótt sunnudags og þótt Skotarn- ir væru almennt vel við skál og hávaðasamir, voru þeir ekki til telj- andi vandræða. Í nokkrum tilfellum þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála og pústra en þau mál voru í flestum tilfellum leyst á staðnum. Þó voru fimm manns handteknir vegna ölvunar. Skömmu eftir hádegi á laugardag- inn var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi í Grafarvogi. Kviknað hafði í þvottavél en íbúarnir höfðu farið út á leikvöll, sem er skammt frá húsinu. Íbúi kvaðst hafa heyrt í reykskynjara og hlaupið að íbúðinni og hafi hún þá verið full af reyk. Slökkviliðsmenn sáu um að reykræsta húsið en öruggt má telja að reykskynjarinn hafi þarna bjargað umtalsverðum verðmætum. Á laugardagskvöldið var tilkynnt um slagsmál milli tveggja unglinga- hópa í Breiðholti. Fjöldi lögreglu- manna var sendur á vettvang og voru nokkrir unglingar teknir úr umferð. Ekki er enn ljóst um hvað deilurnar snerust en málið er í rann- sókn hjá lögreglu. Úr dagbók lögreglu – 11. til 13. október Skotarnir vel við skál en friðsamir OPIÐ hús, mynda- og fræðslukvöld á vegum skógræktarfélaganna, verður í dag, þriðjudaginn 15. októ- ber kl. 20 í Mörkinni 6, húsi Ferða- félags Íslands. Þessi kvöld eru liður í fræðslusamstarfi við Búnaðarbanka Íslands. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Boðið upp á veitingar. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, segir frá þriggja vikna fræsöfnunarferð, sem hann fór í til Rússlands í samvinnu við danska og grænlenska skógrækt- armenn. Einnig verður hljóðfæra- leikur með slafnesku ívafi í upphafi fundar. Haustlitir í skógi á Kamtsjatka í Rússlandi. Opið hús skógræktar- félaganna Í SAMKEPPNI Soroptimistasam- bands Íslands um mynd og slag- orð til að vekja athygli á tygg- jóklessum á gangstéttum og götum átti Engjaskóli bestu mynd- ina og Grunnskólinn í Stykk- ishólmi besta slagorðið. Keppnin stóð meðal 5., 6. og 7. bekkja grunnskólabarna. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri tók við veggspjaldinu með verðlauna- myndinni og slagorðinu frá þeim Kolbrúnu Stefánsdóttur, fyrsta varaformanni samtakanna, og Laufeyju Hannesdóttur, verk- efnastjóra umhverfismála. Engjaskóli með bestu myndina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.