Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 47
HELGI Skúli Kjartansson sagn-
fræðingur flytur fyrirlestur sem
nefnist Samvinnuhreyfingin og
stjórnmálin í húsi Sögufélags, Fisch-
ersundi 3 í Reykjavík þriðjudaginn
15. október kl. 20.15. Jón Helgason
fyrrverandi ráðherra leggur mat á
umfjöllun hans. Á eftir verða al-
mennar umræður. Fundar- og um-
ræðustjóri verður Dagur B. Egg-
ertsson læknir og borgarfulltrúi.
Léttar veitingar. Fyrirlesturinn er á
vegum Áhugahóps um samvinnu-
sögu og Sögufélags.
Fyrirlestur
um samvinnu-
hreyfinguna
KARUNA kynnir þrjú námskeið um
búddisma fyrir almenning dagana
15.–20. október. Kennari er búdda-
meistarinn Ven. Kelsang Lodrö, sem
kemur nú í fjórðu heimsókn sína til
Íslands, að því er segir í tilkynningu.
Er Lodrö þekktur fyrir skýra
framsetningu á kenningum Búdda og
gamansama nálgun, segir ennfremur.
Hinn 15. 16. og 17. október er nám-
skeiðið „Hugleiðsla fyrir hamingju-
ríkan huga“. Tími: 16–17.
Hinn 15. og 16. október er nám-
skeiðið „Búddismi fyrir upptekið
fólk“. Tími: 20–21.30.
Dagana 18., 19. og 20. október verð-
ur Búdda Shakyamuni blessun og
hugleiðsla.
Á föstudeginum er kynning frá
klukkan 20–21.30. Á laugardeginum
er blessun klukkan 11–13 og kennsla
klukkan 16–17.30. Á sunnudeginum
eru hugleiðslu-lotur frá klukkan 10–
11, 12–13 og 15–16.
Kelsang Lodrö kennir á ensku í
nýrri miðstöð Karuna í Bankastræti
6, 4. hæð. Sjá nánar á heimasíðu
www.karuna.is.
Kelsang Lodrö
hjá Karuna
MÁLÞING Jarðhitafélags Íslands
um virkjun jarðhita – leyfisveitingar
og mat á umhverfisáhrifum, verður
haldið á Grand Hóteli miðvikudaginn
16. október. Skráning hefst kl. 12.45
en málþingið verður sett kl. 13.15 af
formanni Jarðhitafélagsins, Ingvari
Birgi Friðleifssyni.
Erindi halda: Þórður Bogason
hdl., Albert Albertsson frá Hitaveitu
Suðurnesja, Þorgeir Örlygsson
ráðuneytisstjóri, Ingimar Sigurðs-
son skrifstofustjóri, Hólmfríður Sig-
urðardóttir, Skipulagsstofnun, Val-
garður Stefánsson, Orkustofnun, og
Birgir Jónsson, dósent í umhverfis-
og byggingarverkfræðiskor
Háskóla Íslands. Pallborðsum-
ræðum stjórnar Eiríkur Bogason
framkvæmdastjóri Samorku. Fund-
arstjóri er Oddur Björnsson, Verk-
fræðistofunni Fjarhitun, ráðstefnu-
stjóri er Gestur Gíslason, Orkuveitu
Reykjavíkur, hægt er að skrá þátt-
töku hjá honum fyrirfram á netfang-
inu gestur@or.is. Þátttökugjald er
5.000 kr. fyrir námsmenn og eldri
borgara. Innifalið er ráðstefnurit
sem afhendist við upphaf málþings
og kaffi, segir í fréttatilkynningu.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu Jarðhitafélags Íslands,
www.jardhitafelag.is.
Málþing
Jarðhita-
félags Íslands
JØRGEN Blomqvist, yfirmaður höf-
undarréttarsviðs WIPO, Alþjóða
hugverkastofnunarinnar, heldur fyr-
irlestur í stofu L–101 í Lögbergi á
vegum lagadeildar Háskóla Íslands
og Orators, félags laganema, mið-
vikudaginn 16. október kl. 12.15.
Fyrirlesturinn, sem fluttur verður
á ensku, nefnist: Höfundarréttur og
internetið. Gerð verður grein fyrir
þeim alþjóðlegu réttarreglum, sem
gilda um vernd höfundarverka á int-
ernetinu, og greina jafnframt frá al-
þjóðlegri baráttu gegn ólögmætri
notkun slíkra verka á Netinu.
Að fyrirlestrinum loknum mun
fyrirlesarinn svara fyrirspurnum frá
áheyrendum.
Fyrirlestur í
lagadeild HÍ
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur – stendur að fyrirlestra-
röð þar sem fræðimenn kynna rann-
sóknir sínar á lífi og starfi fatlaðra
barna og ungmenna. Fyrirlesarar
munu kynna í stuttu máli niðurstöð-
ur og/eða hugmyndir af rannsóknum
sínum og síðan gefst fundarmönnum
tækifæri til þess að ræða umræðu-
efni kvöldsins.
Næsti fyrirlestur verður haldinn
miðvikudaginn 16. október kl. 20 í
húsnæði Landssamtakanna Þroska-
hjálpar, Suðurlandsbraut 22. Kristín
Björnsdóttir MA í uppeldis- og
menntunarfræðum við HÍ mun fjalla
um rannsókn sína sem hún nefnir:
Þroskaheftir framhaldsskólanem-
endur.
Aðgangur er ókeypis – kaffiveit-
ingar gegn vægu gjaldi.
Fyrirlestur
um fötlunar-
rannsóknir
ALMENNUR félagsfundur verður
hjá Málbjörgu, félagi um stam,
þriðjudaginn 15. október kl. 20 í Há-
túni 10 b, 9. hæð.
Gunnar Eyjólfsson leikari, og fé-
lagi í Málbjörgu flytur erindi um
stam og framkomu. Allir eru vel-
komnir og aðgangur er ókeypis.
Málbjörg fundar
UM helgina var litríkt
mannlíf á götum borgar-
innar. Mikill fjöldi af
skoskum knattspyrnu-
áhugamönnum setti svip sinn á
mannlífið. Óvenju mikil ölvun var og
voru Skotarnir áberandi en lögregla
þurfti ekki að hafa mikil afskipti af
þeim. Fyrir landsleikinn á laugar-
daginn stöðvaði lögregla sölu á bjór
fyrir utan Laugardalsvöllinn. Tveir
bjartsýnismenn höfðu komið sér fyr-
ir og seldu hverjum þeim sem kaupa
vildi bjór af hinum ýmsum tegund-
um. Mennirnir voru fluttir á lög-
reglustöð og hald lagt á talsvert
magn af bjór sem óseldur var.
Mjög mikill mannfjöldi var í mið-
borginni á laugardagskvöld og að-
faranótt sunnudags og þótt Skotarn-
ir væru almennt vel við skál og
hávaðasamir, voru þeir ekki til telj-
andi vandræða. Í nokkrum tilfellum
þurfti lögregla að hafa afskipti af
fólki vegna slagsmála og pústra en
þau mál voru í flestum tilfellum leyst
á staðnum. Þó voru fimm manns
handteknir vegna ölvunar.
Skömmu eftir hádegi á laugardag-
inn var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi í
Grafarvogi. Kviknað hafði í þvottavél
en íbúarnir höfðu farið út á leikvöll,
sem er skammt frá húsinu. Íbúi
kvaðst hafa heyrt í reykskynjara og
hlaupið að íbúðinni og hafi hún þá
verið full af reyk. Slökkviliðsmenn
sáu um að reykræsta húsið en
öruggt má telja að reykskynjarinn
hafi þarna bjargað umtalsverðum
verðmætum.
Á laugardagskvöldið var tilkynnt
um slagsmál milli tveggja unglinga-
hópa í Breiðholti. Fjöldi lögreglu-
manna var sendur á vettvang og
voru nokkrir unglingar teknir úr
umferð. Ekki er enn ljóst um hvað
deilurnar snerust en málið er í rann-
sókn hjá lögreglu.
Úr dagbók lögreglu – 11. til 13. október
Skotarnir vel við
skál en friðsamir
OPIÐ hús, mynda- og fræðslukvöld
á vegum skógræktarfélaganna,
verður í dag, þriðjudaginn 15. októ-
ber kl. 20 í Mörkinni 6, húsi Ferða-
félags Íslands. Þessi kvöld eru liður í
fræðslusamstarfi við Búnaðarbanka
Íslands. Aðgangur er ókeypis og all-
ir velkomnir. Boðið upp á veitingar.
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á
Hallormsstað, segir frá þriggja
vikna fræsöfnunarferð, sem hann
fór í til Rússlands í samvinnu við
danska og grænlenska skógrækt-
armenn. Einnig verður hljóðfæra-
leikur með slafnesku ívafi í upphafi
fundar.
Haustlitir í skógi á Kamtsjatka í
Rússlandi.
Opið hús
skógræktar-
félaganna
Í SAMKEPPNI Soroptimistasam-
bands Íslands um mynd og slag-
orð til að vekja athygli á tygg-
jóklessum á gangstéttum og
götum átti Engjaskóli bestu mynd-
ina og Grunnskólinn í Stykk-
ishólmi besta slagorðið. Keppnin
stóð meðal 5., 6. og 7. bekkja
grunnskólabarna. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri tók
við veggspjaldinu með verðlauna-
myndinni og slagorðinu frá þeim
Kolbrúnu Stefánsdóttur, fyrsta
varaformanni samtakanna, og
Laufeyju Hannesdóttur, verk-
efnastjóra umhverfismála.
Engjaskóli með bestu myndina