Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UM 400–500 manns heimsóttu
Norðurorku sl. laugardag en þá var
opið hús hjá fyrirtækinu í tilefni af
þreföldu afmæli veitna bæjarins. Á
þessu ári eru 100 ár liðin frá stofnun
fyrstu vatnsveitu bæjarins, 80 ár frá
stofnun rafveitu og 25 ár frá stofn-
un hitaveitu. Boðið var upp á afmæl-
iskaffi í höfuðstöðvum Norðurorku
á Rangárvöllum en einnig gafst
fólki kostur á að skoða aðveitustöð 1
í Þingvallastræti, dælustöð í Þór-
unnarstræti og vatnsgeyma að
Rangárvöllum. Á myndinni eru
þrjár yngismeyjar að heilsa upp á
Hallfríði Magnúsdóttur sem vinnur
á skrifstofu Norðurorku.
Morgunblaðið/Kristján
Fjölmargir
heimsóttu
Norður-
orku
lýsi skammsýni og lítilli fyrirhyggju.
Jafnframt er þetta brot á yfirlýstum
markmiðum bæjarstjórnar er koma
fram í Staðardagskrá 21 um þjónustu
í hverfum,“ sagði í bókun Jóns Inga
Einnig barst ein athugasemd við
tillöguna um að breyta lóðinni við
Kiðagil frá Jóhannesi Árnasyni. At-
hugasemdir hanseru þær að í fram-
tíðinni muni menn vilja eiga lóðina
undir starfsemi sem þeir ekki sjái fyr-
ir núna, verið sé að beina allri þjón-
ustu úr íbúðarhverfum og kynda und-
ir óþarfa bílaumferð, verið sé að
breyta forsendum um stærð skóla og
að Giljahverfi sé nýlegt hverfi og ekki
alveg fullbyggt og því sé engin ástæða
UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæj-
ar samþykkti nýlega fyrir sitt leyti
breytingar á aðalskipulagi, annars
vegar vegna lóðar sunnan og austan
gatnamóta Borgarbrautar og Hlíðar-
brautar og hins vegar breytingu á
landnotkunarskilgreiningu fyrir lóð-
ina Kiðagil 1 í Giljahverfi, úr versl-
unar- og þjónustusvæði í íbúðar-
svæði.
Jón Ingi Cæsarsson lét bóka á
fundi umhverfisnefndar að hann
greiddi atkvæði gegn tillögu að breyt-
ingu á aðalskipulagi í Giljahverfi. „Ég
tel að ákvörðun um að svifta Gilja-
hverfi þjónustulóð gangi gegn lang-
tímahagsmunum íbúa hverfisins og
til að flýta sér að byggja þessa lóð.
Umhverfisráð bendir á að verslun-
arhættir hafi breyst mikið á undan-
förnum árum þannig að svokallaðar
hverfisverslanir heyri orðið sögunni
til og bendir á að lóðin hafi verið laus
til úthlutunar sem verslunarlóð frá
árinu 1990. Með því að breyta notkun
lóðarinnar nú verði þessi áfangi
hverfisins nánast fullbyggður.
Umhverfisráð bendir jafnframt á
að með síðari skipulagsbreytingum
hafi íbúum á svæðinu fækkað miðað
við upphaflegt skipulag og því ættu
forsendur fyrir skóla að vera nánast
óbreyttar. Ráðið telur einnig mikil-
vægt að þétta byggð íbúðarsvæða.
Breytingar á aðalskipulagi í Giljahverfi
Verslunar- og þjónustu-
svæði verður íbúðarsvæði
BERGUR Þorri Benjamínsson hefur
sent bæjarráði erindi þar sem hann
fer þess á leit að lyfta verði sett upp í
húsnæði Nýja bíós á Akureyri.
Bergur segir í erindi sínu að að-
gengi að bíóinu sem Sambíóin reka sé
engan veginn nægilega gott fyrir
fatlaða, en sjálfur er hann bundinn
hjólastól eftir slys. Hann segir að
þeim, sem ekki geti komist upp bratt-
an stiga sem liggur að aðalsýningar-
salnum, sé gert að fara út úr af-
greiðslunni og inn um útgöngudyr
salarins og sitja þar fremst. „Það eitt
að fatlaðir geti einungis nýtt sér lök-
ustu sæti salarins segir meira en
mörg orð um afstöðu bíósins til fatl-
aðra,“ segir Bergur Þorri í erindi
sínu.
Fram kemur einnig að forsvars-
menn bíósins hafi ætlað sér að setja
lyftu í húsið en af því hafi enn ekki
orðið. Segir hann háttalag eigenda
bíósins sýna að ekki sé ætlunin að
fara eftir samþykktum teikningum
né þeim lögum og reglum sem um
bygginguna gilda. Húsið hafi verið
endurbyggt nánast frá grunni eftir
eldsvoða fyrir nokkrum árum. Næg-
ur tími hafi gefist til að bæta aðgeng-
ið. Fer Bergur Þorri því þess á leit
við yfirvöld á Akureyri að þau beini
þeim tilmælum til eigenda bíósins að
setja lyftuna upp án tafar en að öðr-
um kosti verði því lokað.
Hjá byggingaeftirliti fengust þær
upplýsingar að gert væri ráð fyrir
stigalyftu fyrir hjólastóla í húsinu.
Áður en það var tekið í notkun var
gerð á því úttekt og var lyftuleysið
ein af þeim athugasemdum sem gerð-
ar voru. Vegna þess hafi ekki verið
gefin út lokaúttekt á verkið, þannig
að í raun teljist húsið enn í byggingu.
Aðgengi að Nýja bíói
Vill lyftu í húsið
ATVINNULAUSIR á Akureyri í lok
september voru 156 samkvæmt yfir-
liti frá Vinnumálastofnun og hafði
fjölgað um þrjá frá mánuðinum á und-
an en fækkað um 12 frá sama tímabili
í fyrra. Skipting á milli kynja var sú
sama eða 78 karlar og 78 konur á
skrá. Á Norðurlandi eystra voru 252 á
atvinnuleysisskránni í lok september,
110 karlar og 142 konur. Heldur fjölg-
aði atvinnulausum í kjördæminu á
milli mánaða, eða um 24 en niðurstað-
an er svipuð og á sama tímabili í fyrra.
Í Dalvíkurbyggð voru 13 manns á
skrá í lok síðasta mánaðar, 6 karlar og
7 konur, og hafði fjölgað um einn á
skrá á milli mánaða og um 7 frá sama
tímabili í fyrra. Í Ólafsfirði voru 24 á
skrá, 7 karlar og 17, konur og hafði
fjölgað um þrjá á milli mánaða en
fækkað um fjóra frá sama tíma í
fyrra.
Í Hrísey voru 5 manns á skrá, 2
karlar og 3 konur, og hafði fjölgað um
einn á skrá á milli mánaða en fækkað
um 5 á skránni frá sama tíma í fyrra.
Á Húsavík voru 20 manns á skrá, 6
karlar og 14 konur, og fjölgaði á
skránni um 5 á milli mánaða og um 8 á
milli ára.
Heldur meira
atvinnuleysi