Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 51

Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 51 DAGBÓK Mörkinni 6, sími 588 5518 Nýjar vörur Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-15. Úlpur, ullarstuttkápur, hattar, húfur og kanínuskinn Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Ákveðið hefur verið að sameiginlegt prófkjör um val fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæm- unum við næstu alþingiskosningar fari fram 22. og 23. nóvem- ber næstkomandi. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti. a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins framboðsfrests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóð- endur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakl- ing enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboði og eng- inn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 10. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkom- andi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17:00 fimmtudaginn 24. október 2002. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík Námskeið í postulínsbrúðugerð Brúðugallerý Önnu Maríu sími 587 7064, 861 7064  Námskeið  Brúðuviðgerðir  Föt  Skór  Snið  Hárkollur KÁRI KNÚTSSON, lýtalæknir Hef opnað læknastofu í Dómus medica Sérsvið lýtaskurðlækningar og almennar skurðlækningar. Tímapantanir virka daga frá kl. 9-17 í síma 563 1053. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú vilt umfram allt fram- kvæma hlutina með þínu lagi, en það sakar nú ekki að fá aðstoð stundum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er um að gera að taka öllum aðfinnslum vel, sumar hafa ýmislegt til síns máls, aðrar ekki. Leitaðu uppi gleði því hún bætir og kæt- ir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Velgengni þín hjá öðrum er skemmtileg og þú átt hana skilda. Leggðu þitt af mörk- um til að gera andrúmsloft- ið betra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hættu að vorkenna sjálfum þér og líttu á björtu hlið- arnar. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gerir engum greiða með því að afneita staðreyndum. Þú hefur nægan tíma til að leita ráða; betur sjá augu en auga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ætíð gott að eiga fund með góðum vinum. Bíddu róleg(ur) því að hlut- irnir gætu komið til með að breytast á nýjan leik. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gerir meiri kröfur til þín en skynsamlegt getur talist. Það skiptir öllu máli hvort þú ert sannfærandi eða ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Veltu vandlega fyrir þér til- boði, sem þú færð á næst- unni. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum hjá þér. Gættu vel að því sem er þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fylgdu þínum innri manni í dag til að koma betra skipu- lagi á líf þitt. Mundu að leita til þeirra sem standa þér næst þegar þú þarft með. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafnir. Vertu líka viðbúinn því að aðrir komi þér á óvart. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er af og frá að þú þurfir að vera sammála öllum bara til þess að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Vertu raunsær. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert undir miklu álagi og kannt illa að verja þig. Geri þau ósanngjarnar kröfur, lempum við málin til án þess að æðrast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 85 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. október, er 85 ára Sesselja Pétursdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 19. október kl. 15-18. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. október, er sjötug Guðríður Árnadóttir. Hún tekur á móti ættingjum og vinum kl. 20–23 á afmælisdaginn í Safnaðarheimilinu við Innri- Njarðvíkurkirkju. VERKEFNI dagsins er að meta möguleika sóknar og varnar. Suður spilar þrjú grönd og vestur kemur út með smáan spaða: Norður ♠ 64 ♥ D105 ♦ G1062 ♣D874 Vestur Austur ♠ ÁK873 ♠ 1092 ♥ 8742 ♥ KG63 ♦ 93 ♦ 85 ♣102 ♣KG65 Suður ♠ DG5 ♥ Á9 ♦ ÁKD74 ♣Á93 Suður fær áttunda slaginn á spaðagosa og spurningin er: getur sagnhafi náð í ní- unda slaginn eða hefur vörn- in betur? Sjáum til. Sagnhafi tekur fimm slagi á tígul og spilar sér síðan út á spaða! Til- gangurinn er sá að þjarma að austri, sem þarf að valda tvo liti. Ef vestur tekur spaðaslagi varnarinnar kem- ur fljótlega upp þessi staða: Norður ♠ ♥ D10 ♦ – ♣D8 Vestur Austur ♠ 3 ♠ – ♥ 8 ♥ KG ♦ – ♦ – ♣102 ♣KG Suður ♠ – ♥ Á9 ♦ – ♣Á9 Sagnhafi hendir hjartatíu úr blindum í síðasta spaðann og bíður svo eftir afkasti austurs, sem neyðist til að sleppa tökunum af öðrum litnum. Vestur bjargar engu með því að taka ekki á síð- asta spaðann, því sagnhafi sendir austur rakleiðis inn á litinn sem vestur opnar. Þessi endastaða er þó alls ekki óumflýjanleg. Ef austur gætir þess að henda aldrei spaða í tígul hefur vörnin síð- asta orðið. Þegar vestur kemst inn á spaða, skiptir hann strax yfir í lauf (eða hjarta) og brýtur þar slag á meðan enn er opinn sam- gangur í spaðalitnum. Á opnu borði hefur vörnin því betur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Smælki LJÓÐABROT Þú veizt Þú veizt, að ég spyr ei um endurást, – þær ungu, þær spyrja og vona. – Ég lærð hlýt að vera við líf þetta að fást, ég lít út sem háöldruð kona. Og þó að þú finnir í þögn og í hljóm, að þrár eru í djúpinu faldar, þú veizt, að ég býð þér ei visnuð blóm, varirnar fölnaðar, kaldar. En það má hver vita, að ég elska þig enn, að án þess mitt líf væri dauði. Það gætu engir bætt, hvorki guð eða menn, ef glataði eg hjarta míns auði. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu í Hafnarfirði á dög- unum og söfnuðu 1.872 kr. fyrir Rauða krossinn. Þær heita (frá vinstri) Hafdís Árnadóttir, Snædís, Margrét og Sólrún Traustadætur. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Dg4 Kf8 8. Bd2 b6 9. Rh3 Ba6 10. Bxa6 Rxa6 11. 0-0 Hc8 12. Rf4 cxd4 13. cxd4 Rf5 14. c3 Hc4 15. Df3 h5 16. h3 g6 17. g4 hxg4 18. hxg4 Dh4 19. Dg2 Staðan kom upp í meist- araflokki Mjólkurskák- mótsins sem lýkur á morg- un, 16. október. Teflt er í hinu glæsilega Hótel Sel- fossi. Stefán Kristjánsson (2.431) hafði svart gegn Zby- nek Hracek (2.607). 19. … Rc5! 20. dxc5 g5 21. cxb6 axb6 22. Dh3? Samkvæmt tölvuheila þá er hvíta staðan teflanleg eftir 22. Hfb1! gxf4 23. Hxb6 f3 24. Hb8+ Kg7 25. Hxh8 Kxh8 26. Dxf3 Hxg4+ 27. Kf1. Í framhald- inu er hvíta staðan gjörtöpuð. 22. … Dxh3 23. Rxh3 Hxg4+ 24. Kh2 Rh4! 25. f3 Hg2+ 26. Kh1 Hxd2 og hvítur lagði niður vopnin. 8. og næstsíðasta umferð móts- ins hefst í dag, 15. október, kl. 17 á Hótel Selfossi. Öll- um er velkomið að koma á skákstað og fylgjast með spennandi skákum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hlutavelta Ég veit ekki hversu oft ég benti henni Ellen á að láta hausaveiðarana í friði!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.