Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Ómar Krakkarnir á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga höfðu beðið komu forsetans með mikilli eftirvæntingu. Morgunblaðið/Ómar Karl Sigurgeirsson fylgdi forsetanum og heitkonu hans, Dorrit Moussaieff, að minnismerki Ásdísar á Bjargi, móður Grettis. kraftaverk sem átt hefur sér stað á Rangárvöllum í tengslum við Njáls- sögu. Hér bíður Húnvetninga svipað verkefni varðandi Gretti. Það er dá- lítið merkilegt að það er eitthvað í tíðarandanum sem gerir Gretti spennandi. Það var frumsýnt um helgina í Hafnarfirði nýtt leikrit um Gretti, sem mér hefur verið sagt að hafi tekist mjög vel, og þá er verið að semja óperu um Gretti. Auk þess hafa nokkrir kvikmyndagerð- armenn hugsað til þess að gera hetjumynd um Gretti svo að örlög hans kunna að verða efniviður í margvísleg listaverk.“ Nemendur í grunnskóla Húna- þings tóku á móti forsetanum Um 170 nemendur í grunnskóla Húnaþings vestra tóku á móti for- setanum á Laugarbakka. Þau yngri stunda nám á Hvammstanga en þau eldri á Laugarbakka. Jóhann Al- bertsson skólastjóri bauð forseta velkominn og nemendur sungu fyrir forsetann og fluttu ljóð. Ólafur Ragnar hafði orð á að unnið hefði verið brautryðjandastarf við að tengja skóla saman í Húnaþingi vestra: „Vegna sameiningarinnar sem hér fór fram varð að stokka skólastarfið upp og það virðist hafa tekist mjög vel og fróðlegt að ræða við krakkana sem koma víða að úr sýslunni, bæði úr sveit og þéttbýli.“ Félagar úr Hestamannafélaginu Þyt sátu teinréttir í hnakknum þegar forseti renndi í hlað á Hestamiðstöð- inni á Gauksmýri. Þar leiddi Sigríð- ÞAÐ stóðst á endum að sólin teygði geisla sína yfir Hrútafjarðarháls þegar forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, og heitkona hans, Dor- rit Moussaieff, óku yfir Hrútafjarð- ará í gærmorgun þar sem sýslumaður Vestur-Húnvetninga, Bjarni Stefánsson, tók á móti þeim. Þar með hófst þriggja daga opinber heimsókn forsetans í Húnaþing. Haldið var á Staðarflöt þar sem Heimir Ágústsson oddviti flutti ávarp og snæddur var morg- unverður. Forseti skoðaði Byggða- safnið á Reykjum. Þá kynnti hann sér starfsemi skólabúðanna þar og hafði orð á að sér þættu bæði safnið og skólabúðirnar merkileg. „Það kemur mér á óvart,“ sagði Ólafur Ragnar, „að sjá hvað þessi byggða- söfn, sem hér hafa verið sett á lagg- irnar á undanförnum árum, bæði á Reykjum og á Hvammstanga, eru í reynd merkileg og skemmtileg og öðruvísi en ýmis önnur byggða- söfn.“ Á Melstað tók sr. Guðni Þór Ólafs- son prófastur á móti forseta og fylgdi honum til kirkju þar sem hann minntist m.a. á einn forvera sinna, Arngrím lærða. Þeir eru fleiri sögufrægir menn úr Húnaþingi og þó líklega enginn frægari en Grettir Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði en Karl Sigurgeirsson fylgdi forset- anum að minnismerki Ásdísar á Bjargi, móður Grettis. Forseti hafði á orði að Húnaþing hefði að geyma mikinn sagnafjársjóð, allt frá land- námstíð til okkar daga, og gaman að menn hefðu hug á að nýta sér hann. „Menn eru hér með framsæknar hugmyndir um að spinna úr þessari sögu menningartengda ferðaþjón- ustu og atvinnnutækifæri í framtíð- inni. Sérstaklega þykja mér skemmtilegar hugmyndirnar um Gretti og slóðir hans. Við sjáum það ur Lárusdóttir forsetann um reið- höllina og hesthús og fræddi hann um starfsemina, sem hefur undið upp á sig á undanförnum árum. „Þetta er mjög skemmtileg og fram- sækin hugmynd sem byggist á því að veita þjálfun og kennslu í hesta- íþróttum og er gert af gífurlegum metnaði og framsýni. Það er enn ein sönnun þess hversu mikla auðlind við eigum í íslenska hestinum,“ sagði forsetinn. Ófeimnastir allra þeirra gesta sem tóku á móti forset- anum voru krakkarnir á leikskól- anum Ásgarði á Hvammstanga. Var greinilegt að börnin höfðu beðið komu forsetans með eftirvæntingu. Forseti heimsótti síðan fyrirtæki og stofnanir á Hvammstanga. „Þessi dagur hefur verið ágætis áminning Þriggja daga heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í Húnaþing hófst í gærmorgun Tíðarandinn gerir Gretti spennandi um það að enda þótt oft sé sagt að það sé á brattann að sækja á lands- byggðinni eru menn hér í Húnaþingi vestra að spinna margvíslega þræði og gera sér mat úr efnivið sem get- ur orðið grundvöllur að fjölbreytt- ara atvinnulífi og traustri búsetu í sýslunni,“ sagði forseti í lok dags. Að loknum hátíðarkvöldverði í gistihúsi Hvammstanga var haldin fjölskylduhátíð í félagsheimilinu þar sem Ólafur Ragnar sagði m.a. að mikilvægt væri að Húnvetningar héldu áfram að hugsa djarft og sjá í umbroti breytinganna tækifæri til nýrrar sóknar. „Ég skynjaði vel í heimsókn minni í fyrirtækin fyrr í dag að hér er enginn bilbugur, horft er fram á veginn með bjartsýni að leiðarljósi.“ FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is Audi A2 1400, f.skr.d. 24.08.2001, ek. 10 þús. km, 5 dyra, beinsk., 15“ álf. o.fl. Verð 2.080.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, túlka með öðrum hætti en Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra þá tillögu framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, ESB, um fiskveiðistjórnun sem lögð var fram í síðustu viku og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn laug- ardag. Árni og Einar Oddur segjast ekki sjá að tillagan feli í sér þau tímamót í fiskveiðistefnu ESB sem Halldór hafi haldið fram. Tillagan er um það hvernig haga á stjórnun veiða og nýtingu auð- linda í Miðjarðarhafi og er þáttur í allsherjarendurskoðun á sameigin- legri sjávarútvegsstefnu ESB sem stendur til að ljúka fyrir næstu ára- mót. Halldór telur m.a. að þar sé opnað á þann möguleika að stjórn- un fiskveiða úr staðbundnum stofn- um innan fiskveiðilögsögu strand- ríkja verði á hendi stjórnvalda í viðkomandi ríki. Í tillögunni felist svipuð hugsun og fram hafi komið í ræðu hans í Berlín í mars sl. Til- lagan verður tekin til umfjöllunar á fundi sjávarútvegsráðherra ESB- ríkja í dag. Árni M. Mathiesen segir að hér sé fyrst og fremst verið að heim- færa sameiginlega fiskveiðistefnu ESB yfir á Miðjarðarhafið. Ekki sé um nein tímamót að ræða og segist Árni ekki geta séð að hugmyndir utanríkisráðherra í Berlínarræð- unni hafi náð fram að ganga. „Það sem ég hef heyrt frá Bruss- el er á þá leið að þar telji menn ekki heldur nein tímamót felast í tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Ég kann enga skýringu á því hvernig utanríkisráðherrann túlkar þessa tillögu og veit ekki hvernig hún hefur verið kynnt fyrir honum. Þarna er ekkert gefið til kynna um að Íslendingar gætu samið um eitt- hvað annað við Evrópusambandið í sjávarútvegsmálum. Fiskveiði- stjórnuninni hefur ekki verið breytt sérstaklega fyrir einstök ríki,“ segir Árni. Árátta hjá utanríkisráðherra? Einar Oddur segir að í tillögunni komi skýrt fram að ef um afmark- aða fiskistofna sé að ræða þá skuli þeir áfram vera undir stjórn þjóð- ríkisins. „Ég hefði talið að það séu engin tímamót ef halda eigi áfram að gera eitthvað,“ segir Einar Odd- ur og bendir á að í einum kafla til- lögurnar komi skýrt fram að ESB sé að taka að sér að ákveða sókn- arþungann í Miðjarðarhafinu. Það sé mikilvægasta ákvörðunin við stjórnun fiskveiða og þar með sé ESB að ákveða heildaraflann. „Í Miðjarðarhafinu hafa menn verið á skjön við sameiginlega fisk- veiðistefnu ESB. Þar hefur verið sóknarstýring, að túnfiskveiðum undanskildum. Þeir ætla sér greini- lega að láta viðkomandi ríki ráða því hvernig veiðum er háttað innan landhelgi þeirra. Þetta hefur alltaf legið fyrir í fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins. En yfirstjórnin og ákvörðun um hvaða sóknarþunga verði beitt mun koma frá Brussel eftir sem áður. Að hér sé um ein- hver tímamót að ræða ber allt að sama brunni. Hér er ætíð verið að læða því að að stefna ESB í sjáv- arútvegsmálum sé eitthvað öðruvísi en hún er. Ég er farinn að halda að þetta sé einhver árátta hjá utanrík- isráðherranum. Þetta gerðist fyrir hálfum mánuði, þegar einhverju var hvíslað að einhverjum, og þetta gæti gerst aftur eftir viku,“ segir Einar Oddur. Árni M. Mathiesen og Einar Oddur Kristjánsson um fiskveiðistjórnartillögu ESB Engin tímamót í sögu fiskveiðistefnu ESB  Aðalatriði/10 Dæmd fyrir fíkniefna- smygl ÞRÍR karlmenn og tvær konur á aldrinum 20–30 ára hafa verið dæmd í eins til tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í sameiningu staðið að kaupum og flutningi fíkniefna frá Hollandi í ágóðaskyni. Önnur konan var dæmd í 12 mán- aða fangelsi en hin í 15 mánaða fang- elsi. Einn mannanna var dæmdur í tveggja ára fangelsi en hinir í 12 og 18 mánaða fangelsi. Fullnustu refs- ingar allra er frestað og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi þau skilorð. Í dómnum vítir dómari lögregluna og segir rekstur málsins af hennar hálfu hafa dregist úr hömlu. Brjóti það í bága við lög um meðferð op- inberra mála og ákvæði mannrétt- indasáttmála Evrópu. Málið kom til kasta lögreglu 9. apríl 2000 er fjórir ákærðu voru handteknir á Keflavík- urflugvelli en einn ákærðu var hand- tekinn nokkru síðar. Upptæk voru gerð 1,49 kg af amfetamíni, 3,86 g af kókaíni, 8,11 g af hassi og 8,29 g af marihuana sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.