Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 41
an og vonandi um ókomna framtíð.
Þær voru ekki ófáar veislurnar sem
fjölskylda mín varð aðnjótandi á
glæsilegu heimili þeirra hjóna Ingu
og Hanna og var það ekki síst hans
frábæru eiginkonu að þakka. Þau
voru höfðingjar heim að sækja. Í veru
okkar í Ólafsvík, er spannaði einn ára-
tug og tveimur árum betur, kom sá
tími að Hanni byggði nýtt verslunar-
hús og fékk ég tækifæri til að standa
að byggingu þess. Öll þau samskipti
sem við Hanni áttum voru fádæma
góð. Við flesta stóráfanga fram-
kvæmdanna var blásið til fagnaðar
þar sem nágrannar, vinir og vanda-
menn nutu góðs af og þá var hvergi
slegið af og menn kunnu þá að njóta
góðra samverustunda.
Ógleymanlegar eru veiðiferðirnar
sem við og vinir okkar fórum saman í
Fróðá og tæki það heila bók að rifja
upp þá atburði sem við upplifðum þar
saman. Og alltaf var glatt á hjalla.
Ég vil þakka Hanna vini mínum
fyrir þá vináttu sem hann og fjöl-
skylda hans sýndu mér og mínum.
Börnum þeirra hjóna svo og öðrum
aðstandendum bið ég blessunar Guðs.
Þráinn Þorvaldsson.
Við vorum systkin. Áttum sömu
móðurina. En örlögin höguðu því
þannig til, að við ólumst ekki upp
saman, því miður.Við guldum þess
bæði alla tíð, þó að við byggjum við
gott atlæti, hvort á sínum stað.
Heima var mynd af honum, falleg-
um ljósum dreng, í matrósarfötum.
Ég man að ég hugsaði oft þegar ég
var lítil, hvað gaman væri að hafa
bróður sinn hjá sér til þess að leika
við. En leiðir okkar lágu ekki saman
að neinu ráði fyrr en ég var komin á
fullorðinsár.
Hann kom hingað til Ólafsvíkur
eftir að hafa unnið nokkur ár við
verslunarrekstur í Reykjavík til þess
að stofna sína eigin verslun hér.
Með eljusemi og dugnaði kom hann
upp versluninni Hvammi hér á staðn-
um. Fljótlega fór ég að vinna hjá hon-
um, og í höndum hans varð verslunin
bæði stór og falleg, og þjónaði okkur
Ólsurum bæði til sjós og lands í yfir 30
ár.
Mamma og hann voru mjög lík,
bæði í útliti og í lund. Hann var
hörkuduglegur, vildi hafa allt í röð og
reglu og lagði ríka áherslu á að við
værum hrein og snyrtileg og sýndum
kúnnunum þjónustulund. Ég var hon-
um ekki alltaf sammála um vinnuað-
ferðir, en hann var trúr sinni samfær-
ingu og við vissum alltaf hvar við
höfðum hann. Þess vegna fannst mér
hann góður yfirmaður. Ég vann hjá
honum í versluninni tíu ár. Það var
mikill skóli sem ég hef búið að síðan.
Hann var mikill höfðingi heim að
sækja og hafði gaman af að veita vel,
og naut þar aðstoðar sinnar ágætu
konu Ingibjargar Gunnlaugsdóttur,
sem bjó honum og börnum þeirra af-
skaplega smekklegt og fallegt heimili.
Þau urðu fyrir miklu áfalli þegar þau
misstu elsta son sinn, Baldur Þór.
Sjálf átti ég son á sama reki og skildi
þess vegna þeim mun betur hvað
sorgin var þeim öllum mikil. Enginn
verður samur við svo mikið áfall.
En nú er Hanni allur, en minningin
lifir um bróður og vin. Blessuð sé
minning hans. Bið algóðan Guð að
vera með börnum hans og fjölskyldu.
Ester Gunnarsdóttir.
Leið mig eftir lífsins vegi,
ljúfi Jesú, heim til þín.
Gæfubraut að ganga ég megi,
grýtt þó virðist leiðin mín
Þolinmæði í þraut mér kenndu
þá má koma hvað sem vill.
Helgan anda af himni sendu
hjartans krafti þínu fyllt.
(H. B.)
Kæri vinur, hvíl í friði. Megi
englarnir varðveita þig.
Sigrún.
HINSTA KVEÐJA
stundaði þessa íþrótt sér til gamans.
Sundlaugarnar stundaði hann dag-
lega, áður en vinnudagur hófst, og
þekkti hann orðið marga sundlaug-
argesti. Hann kíkti oft við hjá okkur
eftir laugarferð á sunnudagsmorgni
og voru þá heimsmálin rædd. Ég er
þakklátur fyrir þessar heimsóknir.
Vinstrimaður var hann, enda alinn
upp í því andrúmslofti á Norðfirði.
Hann var orðinn mikill áhugamaður
um trjárækt og ræktun á landi
þeirra, sem er í landi fjölskyldu okkar
við Minni-Borg. Eins naut hann þess
að vera í bústað sem við eigum fimm
fjölskyldur saman á Laugarvatni og
eigum við margar góðar minningar
þaðan. Við Inga sendum Kristrúnu
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Jónsson.
Sigurþór skákfélagi okkar er allur,
aðeins 63 ára gamall.
Við í klúbbnum hörmum fráfall
hans, sem bar að svo óvænt og fyr-
irvaralaust. Fyrir tveimur árum
gekk Sigurþór til liðs við okkur fé-
laga. Upphaflega stofnuðum við
nokkrir vinir, þá búsettir í Þránd-
heimi, þennan skákklúbb. Við til-
komu Sigurþórs lifnaði klúbburinn
verulega við. Hann kom á ákveðnum
reglum sem farið var eftir. Nú voru
vinningar skráðir og fylgst með ár-
angri. Þetta var hressileg breyting,
því að metnaður er líka til góðs. Hann
kunni líka að taka tapi enda er það
forsenda þess að vera góður skák-
maður.
Sigurþór tefldi strax djarflega til
vinnings og jók fjölda sóknarskáka
verulega. Við urðum að reyna okkur
upp á nýtt og höfðum gaman af.
Langoftast var Sigurþór efstur í
klúbbnum og var vel að sigrinum
kominn. Ekki dugði að stúdera stíl
Sigurþórs, hann hélt sínu eftir sem
áður. Framfarir urðu merkjanlegar
hjá nokkrum klúbbfélögum og er
óhætt að þakka þær framfarir Sig-
urþór.
Í einkalífi var Sigurþór hamingju-
maður, átti góða konu sem virti skoð-
anir hans og var ávallt boðin og búin
að styðja hann í öllum hans áformum.
Hún kunni þá einstöku list í þeirra
sambúð að koma sínum tillögum há-
vaðalaust á framfæri. Þau hjón voru
vinmörg og oft var setinn bekkurinn
á heimilinu. Þá var ýmist verið að
tefla eða spila brids. Vinir barnanna
og ekki síst yngsta sonarins, Stefáns
Loga, voru tíðir gestir við spila- eða
skákborðið.
Við félagar í skákklúbbnum kveðj-
um góðan mann og þökkum Sigur-
þóri skemmtilega samveru. Eigin-
konu og allri fjölskyldu hans vottum
við innilega samúð. Mikill söknuður
ríkir hjá foreldrum mínum og systk-
inum við fráfall Sigurþórs. Gagn-
kvæm vinátta var milli heimilanna og
heimsóknir tíðar. Megi fjölskylda
hans fá uppörvun og styrk við þennan
mikla missi.
Stefán Einarsson.
Við svo óvænt og ótímabært fráfall
vinar okkar Sigurþórs Sigurðssonar
verður manni orðs vant og fátt um
svör við lífsins ráðgátum. Það eina
sem mildar áfallið eru margar og
góðar samverustundir með honum og
Kristrúnu föðursystur minni. Ég
minnist brúðkaupsveislu þeirra sem
ég, á barnsaldri, var viðstaddur
ásamt foreldrum mínum og man að
mér leist alveg ágætlega á eiginmann
minnar kæru frænku. Mér fannst
líka talsverður ljómi yfir því þegar
hann, nokkru síðar, fór til Sviss og
var þar við nám og störf varðandi
undirbúning að starfsemi Álversins í
Straumsvík. Síðar áttum við Reynir
bróðir minn af og til athvarf hjá þeim
í Bogahlíðinni og var ósjaldan boðið í
mat eða kaffi eða spjall eða allt í senn.
Til að byrja með var stundum sest að
tafli, en skákirnar stóðu yfirleitt stutt
yfir, – skák og mát – og þá fór ekki
hjá því að kökurnar hennar Kristrún-
ar væru langvænlegasti leikurinn í
stöðu gestsins. Síðustu tvo áratugina
höfum við Anna Björg átt margar
góðar stundir með þeim hjónum, oft-
ast í sumarbústaðnum á Laugar-
vatni, sem við eigum saman ásamt
þremur föðursystrum mínum, en líka
á heimilum beggja sem og á ýmsum
ferðalögum, þar sem við höfum notið
ríkulega návistar þeirra og rausnar í
bland við bridge, golf, veiði og veit-
ingar. Við erum því rík af minningum
um góðan vin og félaga, sem við
þökkum um leið og við sendum Krist-
rúnu, börnunum og Kiddu hlýjar ósk-
ir. Samúðarkveðjur frá Reyni í Upp-
sölum og Guðmundi í Kaliforníu.
Stefán Magnús Böðvarsson.
Okkur systkinin langar til að senda
þér kveðju, kæri Sigurþór. Andlát
þitt var mjög sviplegt og minnir okk-
ur á hvað lífið er stutt og að við ætt-
um að reyna að njóta hverrar mínútu
sem við höfum hér á jörðu. Það er svo
stutt síðan við Einar vorum annað-
hvort bæði eða í sitt hvoru lagi að
gista hjá ykkur hjónum í Bogahlíð-
inni. Einsi lék sér við Sigga og við
Ragnheiður lékum okkur saman og
óhætt er að segja að við vorum mjög
samrýnd frændsystkini.
Þegar við fengum þessar sorglegu
fréttir um að þú værir farinn til
himnaföðurins varð okkur strax
hugsað til þess hversu mikið þú fylltir
líf okkar í æsku, varst mjög duglegur
við að sjá okkur fyrir einhverri
skemmtun t.d. spila við okkur, fara í
sund og í fótbolta með strákunum.
Ekki má gleyma öllum áramótun-
um sem þessar tvær fjölskyldur
eyddu saman, þær minningar eru
okkur mjög dýrmætar.
Við vitum líka að þó að sambandið
á milli okkar frændsystkinanna hafi
minkað eftir að við urðum eldri, þá
fylgdust þið Kristrún með okkur úr
fjarlægð af áhuga og væntumþykju
enda áttuð þið líka mikið í okkur
Sævarlandsbörnunum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Kristrún, Ragnheiður, Siggi
og Stefán Logi, við systkinin sendum
ykkur og fjölskyldum ykkar okkar
innilegustu samúðarkveðjur og megi
góður guð gefa ykkur styrk í sorg
ykkar.
Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir
og Einar Einarsson.
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 17. október kl. 13.30.
Kristín Jónsdóttir, Gylfi Guðjónsson,
Jón Torfi Gylfason,
Hjalti Gylfason.
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður
og afa,
EIRÍKS J. B. EIRÍKSSONAR
fyrrverandi prentara,
Blöndubakka 1,
Reykjavík,
fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
16. október kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlaga afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á líknarfélög.
Rósa Pálsdóttir,
Eiríkur Páll Eiríksson, Guðrún Jónasdóttir,
Hrafnkell Eiríksson, Sigríður Árnadóttir,
Herdís Eiríksdóttir,
Brynjar Eiríksson.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
míns, tengdaföður, afa og systursonar,
TÓMASAR ÍSFELD,
Skólavegi 25,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við Sigurjóni Ingvars-
syni skipstjóra og áhöfninni á Heimaey VE,
Björgunarfélaginu í Vestmannaeyjum, starfsfólki sjúkrahússins í Vest-
mannaeyjum, áhöfn TF-LÍF og starfsfólki á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut.
Stefán Ísfeld, Kristín Sveinsdóttir,
Bjarki Stefánsson, Arnar Stefánsson,
Hrafnhildur Tómasdóttir.
Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu
okkur og fjöskyldum okkar samúð og hlýhug
við andlát og útför
DAGBJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Stigahlíð 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýhug.
Ásgeir Þ. Ásgeirsson, Guðrún Erlendsdóttir,
Bjarni S. Ásgeirsson, Sigríður Friðriksdóttir,
Sólveig Á. Ásgeirsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
Jóhanna Steindórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir. amma og
langamma,
ANNA HJÁLMARSDÓTTIR,
Rofabæ 47,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
föstudaginn 11. október, verður jarðsungin
frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 22. október
kl. 13.30.
Kristín Árnadóttir, Einar Esrason,
Einar Árnason, Ásta Bjarnadóttir,
Sigurgeir Árnason, Marnhild H. Kambsenni,
Jón Örn Árnason, Jóna L. Arnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111