Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 35
Í MORGUNBLAÐINU dags 11.
október s.l. fer háttvirtur Hr. Hall-
dór Blöndal, þingforseti mikinn og
kemur víða við í áframhaldandi
skömmum sínum gagnvart Sam-
keppnisstofnun og tilteknum starfs-
manni stofnunarinnar. Í umræddri
grein í Mbl. undir yfirskriftinni
„Undirverðlagning markaðsráðandi
fyrirtækja er bönnuð“ segir Hall-
dór m.a. eftirfarandi:
„Orðalagið að selja vörur undir
kostnaðar- eða framleiðsluverði er
mjög yfirgripsmikið en óhjákvæmi-
legt að nota það þegar rætt er um
markaðsráðandi stöðu fyrirtækja.
Sláandi dæmi eru undirboð dansks
fyrirtækis á sementi til að eyði-
leggja rekstrargrundvöll og sam-
keppnisstöðu Sementsverksmiðj-
unnar á Akranesi.“
Tilefni þessara greinaskrifa er
ofangreind tilvitnun í grein Hall-
dórs, en síður en svo er það ætlunin
hér að forsvara Samkeppnisstofnun
eða einstakar niðurstöður stofnun-
arinnar. Samkeppnisstofnun má
aldrei vera hafin yfir gagnrýni.
Ekki er það heldur ætlunin hér að
bera út opinberar yfirlýsingar eða
að krefjast veiðileyfis á einstaka
starfsmenn stofnunarinnar, sem illu
heilli fyrir suma virðast leggja sig
allnokkuð fram við að starfa af heil-
indum fremur en með það að mark-
miði að þóknast agavaldi.
Í stað þess að reyna hér að beita
þingforseta rökum um réttmæti
verðlagningar á sementi sem und-
irritaður býður einstökum við-
skiptavinum f.h. „hins danska fyr-
irtækis“ eins og þingforseti kýs að
kalla fyrirtækið, bið ég þingforseta
vinsamlega framvegis að leita sér
upplýsinga hjá báðum málsaðilum
ef hann vill eitthvað nánar sagt
hafa hér um.
Kaffistofuspjall á Alþingi við ein-
staka „kollega“, þ.m.t. við varafor-
seta þingsins og stjórnarmann
Sementsverksmiðjunnar hf., eða
aðra meðal ráðamanna verksmiðj-
unnar getur ekki eitt og sér talist
gott og óbrigðult innlegg til að
leyfa sér að viðhafa í fjölmiðlum
meiðandi ummæli gagnvart ein-
stökum fyrirtækjum, í þessu tilfelli
samkeppnisaðila ríkisverksmiðjunn-
ar. Svona gera menn einfaldlega
ekki! Það er þó skiljanlegt að það
sé taugatitringur í ráðamönnum
Sementsverksmiðjunnar þessa dag-
ana, ekki síst vegna þess að hinn
21. október n.k. mun Samkeppn-
isstofnun úrskurða um kæru Aal-
borg Portland Íslandi hf. á hendur
verksmiðjunni. Vonar undirritaður
að Halldór og ef til vill nokkrir aðr-
ir ráðamenn lýðveldisins nái ekki að
hafa áhrif á réttmæta niðurstöðu
Samkeppnisstofnunar þegar úr-
skurður fellur, þrátt fyrir mikinn
þrýsting og fúkyrði.
Gera ber sér þá von að framvegis
muni þingforsetinn skoða erindi
beggja málsaðila og mynda sér
skoðanir af meiri hlutlægni. Heppi-
legast væri þó að hann léti við það
sitja að vinna að lagaumgjörð Ís-
lenska lýðveldisins eins og hann er
kjörinn til. Það er eðlileg krafa og í
samræmi við íslenska löggjöf að
þingmaðurinn og þingforsetinn láti
öðrum það eftir að dæma um sam-
keppnismál. Það er Alþingis að
setja reglurnar, en það er annarra
að framfylgja þeim. Skipting valds-
ins er grundvallaratriði alls lýðræð-
is og hvað samkeppnisrétt varðar
þá er það málefni á sviði Sam-
keppnisstofnunar, ESA – Eftirlits-
stofnunar EFTA, og innlendra- og/
eða alþjóðlegra dómstóla.
Kaffistofuspjall á
Alþingi – sam-
keppni á sements-
markaði
Eftir Bjarna Ó.
Halldórsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Aalborg Portland Íslandi hf.
„Gera ber
sér þá von
að fram-
vegis muni
þingforset-
inn skoða erindi beggja
málsaðila og mynda sér
skoðanir af meiri hlut-
lægni.“
Sérhanna›ir fyrir
íslenskar
a›stæ›ur
Opnunartímar í Glæsibæ: mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16
Ertu klár
í rjúpuna?
Tilbo› á byssum,
skotfærum og ö›rum útbúna›i
í Glæsibæ til 20. október.
Gott úrval
af GPS
sta›setningartækjum
frá Garmin
og Magellan.
Gazella auto
haglabyssa
Ver›: 59.900 kr.
TILBO‹: 44.900
Express
rjúpnaskot, 42g, 25 stk.
Ver›: 1.100 kr.
TILBO‹: 935
Winchester
rjúpnaskot, 40 g, 10 stk.
Ver›: 590 kr.
TILBO‹: 440
Rjúpnavesti Ver› frá: 7.900 kr.
Nota›ar tvíhleypur Ver› frá 19.900 kr.
Legghlífar: Ver› frá 2.290 kr.
Ver›: 5.990 kr.
TILBO‹: 4.990
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
90
17
10
/2
00
2
High Peak
Yellow Stone, 35 l.
Meindl gönguskór
Island Pro
GPS eTrex Ver›: 22.990 kr.
GPS eTrex Venture Ver›: 27.990 kr.
GPS eTrex Legend Ver›: 54.990 kr. Fr
á
Ga
rm
in
Ver›: 24.990 kr.
TILBO‹: 19.990
Meindl gönguskór
Island Pro Lady
Ver›: 24.990 kr.
TILBO‹: 19.990
TILBO‹: 19.000
TILBO‹: 25.000
TILBO‹: 44.000
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
Hagkaup