Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 35 Í MORGUNBLAÐINU dags 11. október s.l. fer háttvirtur Hr. Hall- dór Blöndal, þingforseti mikinn og kemur víða við í áframhaldandi skömmum sínum gagnvart Sam- keppnisstofnun og tilteknum starfs- manni stofnunarinnar. Í umræddri grein í Mbl. undir yfirskriftinni „Undirverðlagning markaðsráðandi fyrirtækja er bönnuð“ segir Hall- dór m.a. eftirfarandi: „Orðalagið að selja vörur undir kostnaðar- eða framleiðsluverði er mjög yfirgripsmikið en óhjákvæmi- legt að nota það þegar rætt er um markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Sláandi dæmi eru undirboð dansks fyrirtækis á sementi til að eyði- leggja rekstrargrundvöll og sam- keppnisstöðu Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi.“ Tilefni þessara greinaskrifa er ofangreind tilvitnun í grein Hall- dórs, en síður en svo er það ætlunin hér að forsvara Samkeppnisstofnun eða einstakar niðurstöður stofnun- arinnar. Samkeppnisstofnun má aldrei vera hafin yfir gagnrýni. Ekki er það heldur ætlunin hér að bera út opinberar yfirlýsingar eða að krefjast veiðileyfis á einstaka starfsmenn stofnunarinnar, sem illu heilli fyrir suma virðast leggja sig allnokkuð fram við að starfa af heil- indum fremur en með það að mark- miði að þóknast agavaldi. Í stað þess að reyna hér að beita þingforseta rökum um réttmæti verðlagningar á sementi sem und- irritaður býður einstökum við- skiptavinum f.h. „hins danska fyr- irtækis“ eins og þingforseti kýs að kalla fyrirtækið, bið ég þingforseta vinsamlega framvegis að leita sér upplýsinga hjá báðum málsaðilum ef hann vill eitthvað nánar sagt hafa hér um. Kaffistofuspjall á Alþingi við ein- staka „kollega“, þ.m.t. við varafor- seta þingsins og stjórnarmann Sementsverksmiðjunnar hf., eða aðra meðal ráðamanna verksmiðj- unnar getur ekki eitt og sér talist gott og óbrigðult innlegg til að leyfa sér að viðhafa í fjölmiðlum meiðandi ummæli gagnvart ein- stökum fyrirtækjum, í þessu tilfelli samkeppnisaðila ríkisverksmiðjunn- ar. Svona gera menn einfaldlega ekki! Það er þó skiljanlegt að það sé taugatitringur í ráðamönnum Sementsverksmiðjunnar þessa dag- ana, ekki síst vegna þess að hinn 21. október n.k. mun Samkeppn- isstofnun úrskurða um kæru Aal- borg Portland Íslandi hf. á hendur verksmiðjunni. Vonar undirritaður að Halldór og ef til vill nokkrir aðr- ir ráðamenn lýðveldisins nái ekki að hafa áhrif á réttmæta niðurstöðu Samkeppnisstofnunar þegar úr- skurður fellur, þrátt fyrir mikinn þrýsting og fúkyrði. Gera ber sér þá von að framvegis muni þingforsetinn skoða erindi beggja málsaðila og mynda sér skoðanir af meiri hlutlægni. Heppi- legast væri þó að hann léti við það sitja að vinna að lagaumgjörð Ís- lenska lýðveldisins eins og hann er kjörinn til. Það er eðlileg krafa og í samræmi við íslenska löggjöf að þingmaðurinn og þingforsetinn láti öðrum það eftir að dæma um sam- keppnismál. Það er Alþingis að setja reglurnar, en það er annarra að framfylgja þeim. Skipting valds- ins er grundvallaratriði alls lýðræð- is og hvað samkeppnisrétt varðar þá er það málefni á sviði Sam- keppnisstofnunar, ESA – Eftirlits- stofnunar EFTA, og innlendra- og/ eða alþjóðlegra dómstóla. Kaffistofuspjall á Alþingi – sam- keppni á sements- markaði Eftir Bjarna Ó. Halldórsson Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Íslandi hf. „Gera ber sér þá von að fram- vegis muni þingforset- inn skoða erindi beggja málsaðila og mynda sér skoðanir af meiri hlut- lægni.“ Sérhanna›ir fyrir íslenskar a›stæ›ur Opnunartímar í Glæsibæ: mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 Ertu klár í rjúpuna? Tilbo› á byssum, skotfærum og ö›rum útbúna›i í Glæsibæ til 20. október. Gott úrval af GPS sta›setningartækjum frá Garmin og Magellan. Gazella auto haglabyssa Ver›: 59.900 kr. TILBO‹: 44.900 Express rjúpnaskot, 42g, 25 stk. Ver›: 1.100 kr. TILBO‹: 935 Winchester rjúpnaskot, 40 g, 10 stk. Ver›: 590 kr. TILBO‹: 440 Rjúpnavesti Ver› frá: 7.900 kr. Nota›ar tvíhleypur Ver› frá 19.900 kr. Legghlífar: Ver› frá 2.290 kr. Ver›: 5.990 kr. TILBO‹: 4.990 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 90 17 10 /2 00 2 High Peak Yellow Stone, 35 l. Meindl gönguskór Island Pro GPS eTrex Ver›: 22.990 kr. GPS eTrex Venture Ver›: 27.990 kr. GPS eTrex Legend Ver›: 54.990 kr. Fr á Ga rm in Ver›: 24.990 kr. TILBO‹: 19.990 Meindl gönguskór Island Pro Lady Ver›: 24.990 kr. TILBO‹: 19.990 TILBO‹: 19.000 TILBO‹: 25.000 TILBO‹: 44.000 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Hagkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.