Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 24
FLÓÐIN Í TÉKKLANDI 24 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ MÁ heyra að venjulegur dagur er að hefjast í Prag. Í bak- grunni er glamur í diskum við morgunverðarborðið og háreysti í börnum. Pavel Horejsi ljós- myndari gefur sér tíma frá tveggja og hálfs árs dóttur sinni, sem hann kallar Nataliu Pavels- dóttur, enda vinmargur á Íslandi, til að tala í símann. Erindið er að Pavel kemur bráðlega til Íslands til að vinna umfjöllun fyrir tékkneska ríkis- sjónvarpið um góðgerðartónleika á Broadway 27. október nk., sem haldnir eru undir yfirskriftinni Neyðarhjálp úr norðri. Ágóðinn af þeim rennur til skóla í suður- hluta Tékklands, þar sem að- stöðu er mjög ábótavant eftir flóðin miklu í Tékklandi í haust. „Við viljum sýna því göfuga framtaki stuðning að safna fjármunum handa þeim tékknesku skólabörnum sem urðu fyrir barðinu á flóðunum,“ segir Pavel. „Við tökum upp innslag fyrir þáttinn Objektiv í tékkneska ríkissjónvarpinu, en það er vinsæll þáttur á sjónvarpsstöð landsins sem mest er horft á.“ Hvernig stendur á því að þú varðst þátttak- andi í þessu verkefni? „Árið 1997 hitti ég Önnu Kristine Magn- úsdóttur. Þá höfðu verið flóð í Moravíu, aust- urhluta Tékklands. Okkur datt í hug að snið- ugt gæti verið að safna fjármunum á Íslandi og senda íbúum Moravíu. Anna Kristine fékk þá hugmynd að halda styrktartónleika, sem haldnir voru í Háskólabíói. Söfnunarféð, tæp- ar tvær milljónir króna, var notað til að byggja upp elliheimili fullbúið húsgögnum í litlum bæ á Mæri í Tékklandi, fyrir þá sem misst höfðu heimili sín í flóðunum.“ Nú rennur styrkurinn til skóla í suðurhluta Tékklands. Er ástandið slæmt á þeim slóð- um? „Það er mjög slæmt. Fjölmörg hús eru þegar hrunin og mikill raki hefur safnast fyrir í mörgum þeirra, sem getur valdið því að þau hrynji, jafnvel þó það gerist ekki fyrr en á næsta ári. Ástandið er líka skelfilegt í Prag og allt í kring um Moldá.“ Þú ert ljósmyndari að aðalstarfi og hefur unnið fyrir AP og Reuters. „Ég vann í rúm fimm ár fyrir AP eða frá því í byltingunni í Tékklandi árið 1989 og til 1995. Ég vann einnig í lausamennsku fyrir Reuters og hef myndað fyrir New York Tim- es, Washington Post, Time, Newsweek og fleiri fjölmiðla um heim allan. Ég hef unnið fyrir bandaríska, breska, þýska og franska fjölmiðla, og síðast en ekki síst íslenska. Ég vann frétt fyrir Morgunblaðið árið 1997 um þorpið, sem styrkurinn úr söfnuninni rann til. Ég sendi frétt og myndir, sem birtar voru í blaðinu. Áður hafði ég tekið myndir fyrir Mannlíf.“ Mér skilst þú sért með myndir á tveim sýn- ingum í Prag um flóðin. „Já, Prag eftir flóðin er yfirskrift annarrar sýningarinnar. Hin sýningin fjallar um Prag 8, sem er sá borgarhluti sem varð verst úti í flóðunum. Þar hrundu þrjár byggingar, um 40 byggingar gætu hrunið á næstunni og hundr- uð bygginga eru það mikið skemmdar, að ekki er talið öruggt að búa í þeim til fram- tíðar. Íbúarnir hafa verið fluttir í bráða- birgðahúsnæði í skólum, íþróttasölum og stúdentagörðum.“ Líður fólkið mikinn skort sem varð fyrir barðinu á flóðunum? „Það hefur nóg til hnífs og skeiðar, en á flóðasvæðunum eru margir án rafmagns, gass og símasambands. Þeir sem hafa rafmagn og gas, og geta eldað sér mat, eru á þeim svæð- um þar sem ástandið er sæmilegt. En vanda- málin eru stór á hættusvæðunum. Maturinn fæst í búðum, en íbúarnir geta ekki eldað hann. Samgöngur eru líka í uppnámi, enda eyðilögðust 17 neðanjarðarlestarstöðvar í flóðunum. Ef maður ætlar sér að fara eitt- hvað, þá verður maður að gera ráð fyrir að það taki klukkustund lengur en áður. Um- ferðin gengur hægt, vegna þess að ein akrein var lögð undir sjúkrabifreiðar, lögreglu, slökkvilið og strætisvagna, og flestir kjósa þá leið að fara gangandi eða á hjóli.“ Þú fylgdist með flóðunum frá byrjun. „Ég byrjaði að ljósmynda 12. ágúst, þegar vatnsyfirborðið fór hækkandi í Prag, og lauk myndatökum 21. september. Ég tók flestar myndirnar í gamla miðbænum í Prag. Á öðr- um bakka fljótsins var byggður álveggur til að hlífa helstu sögulegu byggingum og sem betur fer tókst það. Fimm metra hár veggur var reistur 13. ágúst og þegar flóðin náðu há- marki var vatnsyfirborðið aðeins 20 sm lægra. Svo það munaði mjóu. En á hinum árbakk- anum héldu engar varnir og fljótið flæddi yfir allt.“ Hvernig leið þér þegar þú varst að mynda þessar hörmungar? „Alltaf þegar maður myndar hörmungar í heimalandi sínu, tekur maður það meira nærri sér. Ég verð að viðurkenna að suma dagana leið mér eins og í martröð. Ég varð að smella af, en á sama tíma leið mér illa yfir því að vera að hugsa um vinnuna, þegar ég var að fylgja eftir fólki sem var að koma í fyrsta skipti heim til sín eftir flóðin og skoða eyði- legginguna. Ég tók mjög nærri mér það sem fólk þurfti að þola.“ Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með því þegar eyðileggingin átti sér stað. „Í upphafi flóðsins var allt kyrrt og hljótt. Yfirborðið hækkaði jafnt og þétt, en meðan á því stóð var breiðan lygn og friðsæl. Þetta var eins og lognið á undan storminum. Svo þegar flóðin náðu hámarki áttaði maður sig ekki á því tjóni, sem þau höfðu valdið, því húsin voru á kafi í vatni. En þegar flóðin sjötnuðu, kom eyðileggingin í ljós. Til dæmis lá illa lyktandi leðja um allt, sem heilbrigðisyfirvöld lýstu yf- ir að gæti verið sýkingarhætta af. Fjölmargir veiktust...“ Nú er Pavel truflaður af háværum ungbarnagráti. Svo kemur skyndileg þögn. „Hæ,“ heyrist í barni sem komið er í símann. „Hún er að tala við þig,“ heyrist Pavel segja í bakgrunni. „Hæ,“ segir blaðamaður. „Bæ,“ segir barnið og skellir á. Hér sést þjónn í Prag virða fyrir sér þá gífurlegu leðju sem barst með Moldá í flóðunum. Styrktartónleikarnir á Broadway renna til skóla í Tékk- landi sem skemmdust í flóðunum. Hér sjást innviðir skóla í Prag sem eyðilagðist í flóðunum. Leið eins og í martröð Tékkneska hermenn í sýklavarnarbúningi þurfti til að hreinsa ónýtan mat úr sumum mat- vöruverslunum í Prag, í kjölfar flóðanna miklu fyrr í haust. Pavel Horejsi Margar byggingar í Prag hrundu í flóðunum og hættuástand skapaðist víða sem olli því að 40 þúsund manns voru flutt frá svæðum í grennd við fljótin Vltava og Labe. Styrktartónleikar verða haldnir á Broadway 27. október nk. vegna flóðanna í Tékklandi, og kemur m.a. tökulið frá tékkneska ríkissjónvarpinu til að fjalla um tónleikana. Pétur Blöndal talaði við tökumanninn og ljósmyndarann Pavel Horejsi sem á myndir á tveim sýningum í Prag um flóðin og lýsir hörmungunum sem áttu sér stað og afleiðingunum fyrir íbúa á flóðasvæðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.