Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 44
FRÉTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslustarf Okkur vantar nú þegar góðan starfsmann til af- greiðslustarfa. Upplýsingar gefa Kristjana í síma 699 5423 eða Margrét í síma 561 1433. TILKYNNINGAR Jóga sem lífsstíll á 21. öldinni 3. Tilfinningaleg tengsl — fyrirlestur — 2 tímar í kvöld kl. 20.10 á Grand Hóteli. Hluti af 14 vikna námskeiði. Hægt er að kaupa sig inn á stakan fyrirlestur á kr. 2.200. Jóga hjá Guðjóni Bergmann. Nánari upplýsingar á www.gbergmann.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R Samstarf Íþróttafélagið Fylkir, fyrir hönd allra deilda þess, leitar að samstarfsaðila með keppnis- og íþróttavörur. Áhugasamir geta fengið upplýsingar um áætlaða þörf félagsins, auk nánari upplýsinga hjá framkvæmdastjóra félagsins í Fylkishöll milli kl. 08.00 og 16.00 virka daga. Upplýsingar verða afhentar til föstudagsins 18. október nk. Tilboðum skal skilað eigi síðar en fimmtudaginn 24. október kl. 12.00 á skrif- stofu framkvæmdastjóra. Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík. ERNA Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, SAF, og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, hafa und- irritað samning um vildarkjör fyrir félagsmenn SAF. Flug- félagið gefur út Flugkort – raf- rænt greiðslu- og viðskiptakort í þessu skyni og veitir það fé- lagsmönnum 25% afslátt af fullu flugverði, kortið veitir forgang á biðlista, afslátt hjá samstarfsfyr- irtækjum Flugkortsins s.s. hót- elum og bílaleigum, 15% afslátt af frakt o.fl. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands, undirrituðu samning um vild- arkjör fyrir félagsmenn SAF. SAF og Flugfélag Íslands semja um vildarkjör KRABBAMEINSFÉLAG Hafnar- fjarðar og Samhjálp kvenna, hópur til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, boða til sameiginlegs fræðslufundar í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju við Strandgötu, í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. 20. Áður en fundurinn hefst verður kveikt á bleikri lýsingu á kirkjunni, í tilefni af árveknisátaki um brjósta- krabbamein, og mun séra Þórhildur Ólafs flytja stutta hugvekju. Anna Pálína Árnadóttir vísna- söngkona segir frá reynslu sinni af sjúkdómnum. Pallborðsumræður með þátttöku Önnu Pálínu, Önnu Bjargar Halldórsdóttur röntgen- læknis, Guðrúnar Sigurjónsdóttur formanns Samhjálpar kvenna og Helga Sigurðssonar krabbameins- læknis. Kaffiveitingar eru í boði Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur um brjósta- krabbamein LAUF, félag flogaveikra, heldur námskeið um að lifa með flogaveiki mánudaginn 21. október. Er það ætl- að fólki á aldrinum 18 til 25 ára. Leiðbeinandi er Jónína Björg Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi. Um er að ræða 7 vikna námskeið þar sem hópurinn hittist vikulega. Skráning er á skrifstofu félagsins, segir í fréttatilkynningu. Að lifa með flogaveiki UM ÞRIÐJUNGUR starfsmanna finnur fyrir vanlíðan sem rekja má til vinnustreitu. Þess vegna verður sjónum beint að vinnustreitu á Evr- ópsku vinnuverndarvikunni, 21.–25 október. Evrópska vinnuverndarstofnunin átti frumkvæðið að vinnuverndará- takinu sem framkvæmt er í öllum Evrópulöndum nú í október. Átakið ber yfirskriftina „Vinna gegn streitu“. Á Íslandi sér Vinnueftirlitið um framkvæmd átaksins. Í frétt frá Vinnueftirlitinu segir að orsakir vinnustreitu geti verið margs konar, þ.m.t. inntak vinnunn- ar, vinnuaðstæður, of mörg verkefni, óljós verkaskipting, of lítið sjálfræði og fleiri þættir sem tengjast vinnu- skipulagi. Íslensk rannsókn, sem Gallup gerði í samvinnu við Vinnu- eftirlitið fyrr á þessu ári, sýndi að um 27% starfsmanna segjast oft eða allt- af búa við vinnustreitu, sem svipar til þess sem er í öðrum Evrópulöndum, og 42% segjast hafa of mikið að gera í vinnunni. „Það að vera undir tíma- bundinni pressu getur verið bæði gagnlegt og gaman, einkum þegar tekist er á við verkefni sem fela í sér jákvæða áskorun. En ef streitan verður mikil og á sér stað yfir langan tíma getur hún haft í för með sér veruleg óþægindi fyrir starfsmenn og jafnvel valdið alvarlegum heilsu- farsvandamálum, aukinni fjarveru frá vinnu og dregið úr starfsánægju. Streita getur því haft mikinn kostn- að í för með sér, bæði fyrir starfs- menn og fyrirtæki,“ segir í frétt Vinnueftirlitsins. Heimsókn í fyrirtæki Starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum eru hvattir til að efna til umræðna um hvernig hægt er að vinna gegn streitu og stuðla þannig að öruggari og heilsusamlegri vinnu- stöðum. Í vinnuverndarvikunni mun Vinnueftirlitið heimsækja fyrirtæki og ræða við stjórnendur og fulltrúa starfsmanna um vinnustreitu og kynna fræðsluefni. Mánudaginn 21. október nk. verð- ur haldinn opinn morgunverðarfund- ur undir kjörorðinu Vinna gegn streitu. Fundurinn verður á Grand hóteli í Reykjavík kl. 8:30–10. Þar verður m.a. fjallað um tálsýnina um tímasparnað tækninnar, tilfinninga- viðbrögð og hegðun og forvarnir gegn streitu á vinnustöðum. Þátt- tökugjald er kr. 2000 og morgun- verður er innifalinn í því. Þátttak- endur þurfa að skrá sig fyrir kl. 16 föstudaginn 18. okt. nk. í síma 550 4600 eða senda upplýsingar um nafn og vinnustað á netfangið vinnueftirlit@ver.is. Evrópska vinnuverndarvikan beinist í ár gegn vinnustreitu Tæplega þriðjung- ur Íslendinga býr við vinnustreitu FRÆÐSLUFUNDUR verður haldinn hjá Foreldrafélagi mis- þroska barna í dag, þriðjudag- inn 15. október, kl. 20, í aðalsal safnaðarheimilis Háteigs- kirkju. Stefán J. Hreiðarsson barna- læknir fjallar um fylgiraskanir athyglisbrests með eða án of- virkni, s.s. hegðunarröskun, kvíða og þunglyndi. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Foreldrafélag misþroska barna fundar Fyrsti fundur ungra Vinstri- Grænna um velferðarmál. Fram- sögumenn: Garðar Sverrirsson, for- maður Öryrkjabandalag Íslands, og Sigursteinn Másson, formaður Geð- hjálpar. Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 16. októ- ber kl. 20 í þingsal 8 og er öllum op- inn. Fundurinn markar upphafið að málefnastarfi UVG en hreyfingin hefur sett velferðarmál á oddinn fyr- ir komandi alþingiskosningar og á þessi fundur að veita innsýn í nokk- ur þeirra viðfangsefna sem þar blasa við. Kaffi verður á boðstólum. Allir eru velkomnir. Í DAG STJÓRNMÁL Aðalfundur VG í Kópavogi verður haldinn miðvikudagskvöldið 23. október kl. 20.30 í sal Kvenfélags Kópavogs, Hamraborg 10. Gengið inn baka til. Á dagskrá venjuleg að- alfundarstörf. Áhrif atvinnu- missis á líðan fólks BISKUPSSTOFA stendur fyrir fræðslu- og umræðufundi í Hall- grímskirkju miðvikudaginn 16. októ- ber kl. 13.30 um atvinnumissi – áhrif hans á líðan fólks og hvernig skyn- samlegt er að bregðast við. Fyrir- lestur heldur Pétur Tyrfingsson sál- fræðingur. Þátttakendum verður gefinn kostur á umræðum sem skipulagðar verða í samræmi við fjölda fundargesta. Fundarstjóri er Bryndís Valbjarnardóttir guðfræð- ingur. Allir velkomnir. GRASAGARÐUR Reykjavíkur og Garðyrkjuskóli ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning. Nem- endur Garðyrkjuskólans fá kennslu í Grasagarðinum um íslenskar plöntur auk þess sem sérhver námsbraut fær fræðslu og verkefni sem sniðin er að viðkomandi braut. Í staðinn munu nemendur vinna að stein- og torfhleðslu fyrir Grasa- garðinn í verklegum tímum undir leiðsögn kennara Garðyrkjuskól- ans. Tveggja ára bóklegt nám við Garðyrkjuskóla ríkisins hófst í september og eru námsbrautir sex; skrúðgarðyrkju-, umhverfis-, skóg- ræktar-, garðplöntu-, ylræktar- og blómaskreytingarbraut. Við undirritun í garðskála Grasagarðsins. Nokkrir af nemendum Garðyrkjuskólans og starfsmönnum Grasagarðsins, fremstir til vinstri Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Sveinn Aðalsteinsson skólameistari. Samið um garðyrkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.