Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 1
254. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 30. OKTÓBER 2002
GRÁTANDI móðir með barn sitt í
fanginu gengur framhjá bílum og
húsum sem skemmdust í bænum
Santa Venerina á Sikiley í gær
þegar jarðskjálftar riðu yfir bæi í
grennd við Etnu sem byrjaði að
gjósa á laugardag. Stærsti skjálft-
inn mældist 4,3 stig á Richters-
kvarða og skjálftamiðjan var
nokkra kílómetra frá eldgígnum.
Stjórn Ítalíu lýsti í gærkvöldi
yfir neyðarástandi á skjálftasvæð-
inu. Yfir þúsund manns misstu
heimili sitt í stærsta skjálftanum,
aðallega í bæjum í grennd við eld-
fjallið. Skelfing greip um sig með-
al íbúa borgarinnar Cataniu og
margir þeirra þustu út á göt-
urnar.
Yfirvöld sögðu að bæjum í
grennd við Etnu stafaði ekki
hætta af eldgosinu þar sem hraun-
ið rynni hægt og hraunstraum-
arnir væru enn langt frá þeim.
Reuters
Jarðskjálftar í grennd við Etnu
LÖGREGLAN í Moskvu hefur handtekið tugi
manna sem grunaðir eru um að vera viðriðnir
gíslatökuna í vikunni sem leið, að sögn Borís
Gryzlovs, innanríkisráðherra Rússlands, í gær.
Aðalsaksóknari Moskvu, Míkhaíl Avdjúkov,
sagði að leifar af sprengiefni hefðu fundist á
nokkrum þeirra sem voru handteknir. Að sögn
heimildarmanna í Moskvu hefur rússneski herinn
einnig handtekið um 100 manns í Tsjetsjníu vegna
gruns um að þeir hafi aðstoðað gíslatökumennina.
Tsjetsjenskur þingmaður í dúmunni, neðri deild
rússneska þingsins, sakaði yfirvöld um að nota
gíslatökuna sem átyllu til að handtaka saklausa
Tsjetsjena í Moskvu.
Sergej Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands,
skýrði frá því að nokkrum stofnunum hefði verið
falið að leggja drög að nýrri áætlun um ráðstafanir
í öryggismálum til að uppræta hryðjuverkastarf-
semi, aðallega í Tsjetsjníu. Markmiðið er að „út-
rýma leiðtogum skæruliða og hryðjuverkamönn-
um sem fyrst“, að sögn Níkolajs Patrúshevs,
yfirmanns leyniþjónustunnar FSB.
Avdjúkov sagði að fjórir gíslanna í leikhúsinu í
Moskvu hefðu dáið af skotsárum, að meðtalinni
konu sem var skotin til bana skömmu eftir að 50
skæruliðar réðust inn í leikhúsið og tóku yfir 800
manns í gíslingu. Áður höfðu rússnesk heilbrigð-
isyfirvöld sagt að allir nema tveir gíslanna 117,
sem létu lífið, hefðu dáið af völdum gass sem sér-
sveitir dældu inn í leikhúsið áður en þær réðust
inn í það á laugardag. Sendiherra Bandaríkjanna í
Moskvu, gagnrýndi rússnesk yfirvöld í gær fyrir
að skýra ekki frá því hvers konar gasi var beitt.
„Ljóst er að ef nánari upplýsingar hefðu legið fyr-
ir kynnu að minnsta kosti nokkrir fleiri gíslar að
hafa lifað af,“ sagði hann.
Bandarísk stjórnvöld telja að sérsveitirnar hafi
notað gas gert úr ópíati, virka efninu í ópíumi.
Breskur sérfræðingur í efnavopnum, Gary Sam-
ore, sagði að notkun slíks gass væri ekki brot á al-
þjóðlegum sáttmála sem bannar beitingu efna-
vopna.
Avdjúkov saksóknari sagði að 41 gíslatöku-
mannanna hefði verið skotinn til bana í áhlaupinu.
Margir þeirra voru meðvitundarlausir vegna gass-
ins þegar þeir voru skotnir, að sögn sérsveitar-
manna sem tóku þátt í áhlaupinu. Þeir sögðu að
sérsveitirnar hefðu skotið þá Tsjetsjena sem voru
með sprengjur þar sem óttast hefði verið að þeir
myndu sprengja þær ef þeir kæmust til meðvit-
undar.
Pútín aflýsir heimsókn
til Danmerkur
Danska dagblaðið Berlingske Tidende skýrði
frá því í gær að Pútín hefði aflýst heimsókn til
Danmerkur, sem fyrirhuguð var í næsta mánuði,
til að mótmæla því að dönsk stjórnvöld skyldu
ekki banna alþjóðlega ráðstefnu, sem hófst í
Kaupmannahöfn í fyrradag, um málefni Tsjetsjn-
íu. Að sögn blaðsins er einnig líklegt að dúman
samþykki á næstu dögum ályktun um að öll tengsl
hennar við danska þingið verði rofin. Heimildar-
menn blaðsins lýsa þessu sem mestu deilu Dana
og Rússa í áratugi og óttast að hún skaði við-
skiptatengsl þjóðanna.
Stærsti stjórnmálaflokkur Rússlands, Samein-
að Rússland, skoraði í gær á Rússa að hætta að
ferðast til Danmerkur, kaupa danskar vörur og
eiga viðskipti við dönsk fyrirtæki.
Tugir manna handtekn-
ir vegna gíslatökunnar
Moskvu. AFP, AP.
Reuters
Ættingjar 25 ára Rússa, eins gíslanna sem létu
lífið á laugardag, við útför hans í Moskvu í gær. Getur valdið/19
STJÓRNARKREPPA vofði yfir í
Ísrael í gær eftir að Verkamanna-
flokkurinn sagðist ætla að greiða at-
kvæði gegn fjár-
lagafrumvarpi
samsteypustjórn-
ar Ariels Sharons
forsætisráðherra
og slíta stjórnar-
samstarfinu. Það
gæti orðið til þess
að kosningum
yrði flýtt.
Binyamin Ben-
Eliezer, varnarmálaráðherra og leið-
togi Verkamannaflokksins, sagði að
Sharon ætti þegar í stað að hefja við-
ræður um hvenær efna ætti til kosn-
inga, hugsanlega í mars eða apríl.
Deilan snýst um framlög að and-
virði 12,7 milljarða króna til byggða
gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu. Verkamannaflokkurinn
krefst þess að framlögin verði lækk-
uð en Sharon hefur hafnað því og
segist ætla að reka þá ráðherra sem
greiða atkvæði gegn fjárlagafrum-
varpinu.
Frammámenn í viðskiptalífinu í
Ísrael ræddu við Sharon í gær og
lögðu til að Verkamannaflokkurinn
greiddi atkvæði með frumvarpinu
eftir fyrstu umræðu í dag en reynt
yrði að leysa deiluna fyrir þriðju og
síðustu atkvæðagreiðsluna. Leiðtog-
ar Verkamannaflokksins sögðust
hafna þeim möguleika.
Sharon kvaðst vona að Verka-
mannaflokkurinn yrði áfram í stjórn-
inni.
Likud í sókn
Verkamannaflokkurinn er stærst-
ur stjórnarflokkanna, með 25 þing-
sæti af 120, sex fleiri en Likud-flokk-
ur Sharons. Talið er að Sharon geti
myndað nýja stjórn með minni flokk-
um hægrimanna og strangtrúaðra
gyðinga. Meirihluti hennar yrði þó
mjög naumur og þurfi Sharon að
reiða sig á stuðning hægriöfgaflokka
gæti það orðið til þess að hann tæki
upp harðari afstöðu til Palestínu-
manna.
Leiðtogi þingflokks Likud, Zeev
Boim, sagði þó í gær að slík stjórn
myndi ekki verða traust og forsætis-
ráðherrann kynni að þurfa að boða
til kosninga innan þriggja mánaða.
Stjórnin var mynduð fyrir 18 mán-
uðum og næstu kosningar eiga að
fara fram ekki síðar en í nóvember á
næsta ári.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var í gær, fengi Verkamanna-
flokkurinn 21 þingsæti og Likud 29
ef kosið væri nú. Hún bendir einnig
til þess að flokkarnir, sem eru líkleg-
ir til að styðja Sharon, fái 65 þing-
sæti af 120.
Líkur á að
stjórnin falli
Jerúsalem. AP.
Ariel Sharon
Deilt um fjárlagafrumvarp í Ísrael
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna lagði í gær fram
ákæru á hendur John Allen
Muhammad, sem grunaður er
um raðmorðin í Washington-
borg og nágrenni. Hann á
dauðadóm yfir höfði sér verði
hann fundinn sekur.
Samverkamaður Muham-
mads, John Lee Malvo, sem er
17 ára, var ekki nefndur í ákær-
unni. Hægt er að ákæra ung-
linga fyrir bandarískum alrík-
isdómstólum sem geta þó ekki
dæmt þá til dauða.
Saksóknarar í Maryland og
Virginíu hafa þegar lagt fram
ákærur á hendur mönnunum
tveimur. Saksóknarar í Mary-
land segjast ætla að krefjast
dauðadóms yfir Muhammad en
ekki unglingnum, en þeir eiga
báðir yfir höfði sér dauðadóm í
Virginíu. Ekki er ljóst hvar þeir
verða leiddir fyrir rétt fyrst.
Þeir hafa einnig verið ákærð-
ir fyrir morð í Alabama og yf-
irvöld segja að þeir hafi átt að-
ild að morði á konu í Tacoma í
Washington-ríki í febrúar.
Ákærður
fyrir rað-
morðin
Tacoma. AFP.